Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 24
24___________MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993_ Fjölbreytt hátíðarhöld um verslunarmannahelgina SKIPULAGÐAR útihátíðir um verslunarmannahelgina 30. júlí til 2. ágúst verða að þessu sinni 13 talsins. Það virðist færast í vöxt að yfirvöld í bæjum og kaupstöðum leggi allan staðinn undir hátíðarhöld. Þannig varð til Síldarævintýri á Siglufirði og Halló Akureyri! og í ár verður í fyrsta sinn haldið Neistaflug ’93 í Neskaupstað. Einstakar útihátíðir eiga orðið sinn fasta sess meðal landsmanna en um það bera Þjóðhátíðin í Vestmannaeyj- um, bindindismótið á Galtalæk, fjölskylduhátíðin í Vík í Mýrdal og nýaldarmótið á Hellnum glöggt vitni. Nýrri af nálinni eru hátíðir á borð við útihátíðina á Eiðum, fjölskylduhátíðir á Kirkju- bæjarklaustri og í Vatnaskógi. Akveðna sérstöðu hafa hátíðirnar að Eyjólfsstöðum, í Kirkjulækjarkoti og í Húsafelli. Hin fyrst- nefnda er ætluð unglingum, á Kirkjulækjarkoti er landsmót Hvítasunnusafnaðarins og í Húsafelli er fjölskylduhátíð AA og Alanon félaga. Utih tíðir um Verslunarmannahelgina Akureyri: Halló Akureyri Bæjarhátíð. Fritt inn á svæðið. Eiðan Útihátíð og dansleikir á Hótel Valaskjálf. Verð kr. 6.000. Aldurstakmark 16 ára, nema í fylgd forráðamanna. Eyjóifsstaðin Æskulýðshátíð Verð kr. 4-5.000, gisting og matur innifalinn. Galtalækun Bindindismót Verð kr. 5.300,13-15 ára kr. 4.800, forsala kr. 4.800/4.300, fritt f. 12 ára og yngri. Hellnan Snæfellsás '93 Nýaldarmót. Verð kr. 3.500. Fritt f. 13 ára og yngri. Húsafell: Sumarmót AA og Alanon félaga. Verð kr. 2.500, frítt f. 15 ára og yngri. Kirkjubæjarkl.: Fjölskylduhátíð Frítt inn á svæðið. Kirkjulækjarkot: Landsmót Hvítasunnusafnaðarins. Frítt inn á svæðið. Neskaupstaðun Neistaflug ’93 Bæjarhátíð. Frítt inn á svæðið. Siglufjörðun Síldarævintýri Bæjartiátíð. Fritt inn á svæðið. Vatnaskógun Sæludagar Fjölskylduhátíð. Verð kr. 2.000, fritt f. 12 ára og yngri. Vestmannaeyjan Þjóðhátíð Verð kr. 6.500, fritt f. 13 ára og yngri. Vík í Mýrdal: Fjölskylduhátíð Fritt inn á svæðið. Þjóðhátíð I Eyjum Skipulag Þjóðhátíðar í Eyjum er að þessu sinni í höndum Týr- ara. Hátíðin verður formlega sett klukkan 15 föstudaginn 30. júlí en samkvæmt hefð verður svokall- að húkkaraball haldið kvöldið áð- ur. Hljómsveitimar Pláhnetan, SSSól og Todmobile munu leika á stóra pallinum. Hálft í hvoru, Blús- menn Andreu, Rokkabillýband Reykjavíkur, Sigtryggur dyra- vörður, Bone Chine, Léttasta lund- in, Vinir Óla, Yukatan, Stóru börn- in leika sér, Dr. Sáli og fleiri munu einnig skemmta. Hreiðar Örn Stefánsson mun sjá um dag- skrá fyrir yngri kynslóðina. Alþingismaðurinn Ami Johnsen verður kynnir á Þjóðhátíðinni og mun sjá um Brekkusönginn að kvöldi sunnudags. Á föstudags- kvöldinu verður brenna á Fjósa- kletti og flugeldum verður skotið á loft laugardagskvöldið. Miðaverð á Þjóðhátíðina er óbreytt kr. 6.500 en ókeypis er fyrir böm 13 ára og yngri. Hægt er að kaupa pakkaferð hjá Flug- leiðum og umboðsmönnum um allt land og kostar slíkur pakki frá Reykjavík kr. 10.990 en innifalið er ferðir og aðgöngumiði. Hægt er að ferðast með Heijólfí til Eyja en miði aðra leiðina kostar 1.300 krónur. Galtalækur Á bindindismótinu í Galtalækj- arskógi verður boðið upp á fjöl- breytta dagskrá og aðstandendur segja að allir fjölskyldumeðlimir muni geta fundið eitthvað við sitt hæfí. Á daginn munu Spaugstofan og félagamir Mikki refur og Lilli klifurmús skemmta. , Magnús Scheving þolfimimeistari mun ennfremur stjóma þolæfíngum í hádeginu. Fleira má fínna sér til dundurs svo sem; hjólreiðakeppni, leiktækjaland, minigolf, barnaball og söngvarakeppni fyrir börnin, auk þess sem séra Pálmi Matthías- son mun messa. Á kvöldvökum heldur Spaug- stofan áfram gríni sínu, Hörður Torfa trúbadúr mun syngja sem og Raddbandið. Magnús Scheving heldur áfram tilraunum sínum við að koma fólki í form. Á kvöldin sjá síðan Geirmundur Valtýsson, Pandemonium og Orkin hans Nóa um tónlistardagskrá. Á laugar- dagskvöldinu verður efnt til flug- eldasýningar og þá mun varðeldur verða kveiktur. Miðaverð er kr. 5.300 fyrir full- orðna og kr. 4.800 fyrir unglinga en böm 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum fá ókeypis inn á svæðið. Fram til 26. júlí næstkom- andi kostar miðinn í forsölu 4.800 kr. fyrir fullorðna og 4.300 kr. fyrir unglinga. Mótshaldarar em íslenskir ungtemplarar og Um- dæmisstúka Suðurlands nr. 1. Eiðar Útihátíð verður í ár haldin á Eiðum í annað sinn en Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands hefur umsjón með Eiðahátíðinni. Hátíðin er kynnt sem fjölskylduhá- tíð en börn og unglingar yngri en 16 ára verða að koma í fylgd for- ráðamanna. Mikil áhersla er lögð á dans- leikjahald en fjórar hljómsveitir; GCD, Ný dönsk, Jet Black Joe og Sú Ellen munu leika fyrir dansi. Rúmt verður um dansandi gesti hátíðarinnar því danspallurinn að Eiðum, sem reistur var í fyrra, er einn stærsti sinnar tegundar eða um 600 m2 að flatarmáli. Þá verð- ur haldin hljómsveitakeppni og geta áhugasamir skráð sig hjá mótshöldurum. Meðal skemmtiatriða verður sýning fímm fallhlífastökkvara en þeir munu reyna að mynda rós í stökki sínu. Varðeldar verða kveiktir á hátíðarsvæðinu og flug- eldum verður þeytt á loft. Loks má nefna að gestir geta reynt með sér í götukörfubolta á hátíðinni. Hátíðarhöldin á Eiðum munu tengjast dansleikjahaldi í Hótel Valaskjálf en þar mun Bogomil Font og milljónamæringamir leika fyrir dansi. Miðaverð á Eiðahátíð- ina er óbreytt frá því fyrra og kostar miðinn 6.000 krónur. Mið- inn gildir einnig á dansleikina á Hótel Valaskjálf. Aðstandendur hátíðarinnar segja loftbrú verða myndaða milli Egilsstaða og Reykjavíkur og tíðar rútuferðir verða frá Akureyri, Húsavík, Homafírði og Reykjavík. Vatnaskógur Á Sæludöguin í Vatnaskógi verður þess minnst að 70 ár era liðin frá upphafí sumarbúðastarfs í Vatnaskógi og mun það setja sterkan svip á hátíðina. Þá mun einkenna hátíðina sú stefna að- standenda hennar að hún verði með öllu áfengislaus. Kvöldvökur, Guðsþjónusta, bænastundir, gosp- eltónleikar, sjóskíði, varðeldur, krakkaklúbbur, kappróður, þrautakeppni, trönuborgir, kodda- slagur á vatninu, grillveisla, fræðslustundir, söngvarakeppni, arinstund, fótbolti og bátar era meðal þess, sem bryddað verður upp á Sæludagana. Raddbandið verður með bamadagskrá kl. 17 á laugardeginum. Miðaverð á hátíðina, sem er í umsjón nokkurra starfshópa innan kirkjunnar, er 2.000 krónur en ókeypis er fyrir börn yngri en 13 ára. Hægt er að fá gistingu í svefnskálum en sérstaklega þarf að greiða fyrir hana. Veitingasala verður á staðnum en einnig að- staða til að snæða nesti innan- dyra. Rútuþjónusta Sæmundar Sigmundssonar í Borgamesi mun annast sætaferðir á Sæludagana. Neistaflug ’93 Fjölskylduhátíð verður haldin í Neskaupstað undir nafninu Neistaflug ’93. Enginn aðgangs- eyrir verður innheimtur á hátíð- inni, sem ferðamálafélag Nes- kaupstaðar stendur að með aðstoð hagsmunahópa í bænum. Útimarkaður, útibíó og tívolí verða starfrækt í bænum og sjóskíðasýn- ing og sæsleðakeppni munu fara fram. Famar verða stuttar skoð- unarferðir bæði á sjó og landi auk þess sem keppt verður í körfubolta og öldungar á Austurlandi munu reyna með sér í knattspyrnu. Loks verður haldið sjóstangaveiðimót. Listasmiðja Norðfjarðar mun standa fyrir málverkasýningum og síðasta kvöldið verður varðeldur kveiktur í lystigarði bæjarins. Heimamenn munu leika stórt hlut- verk í tónlistarappákomum en auk þess mun KK-bandið og nokkrir trúbadúrar sjá um tónlistarflutn- ing. Öll venjuleg þjónusta bæjarins, svo sem sundlaugar, náttúrugripa- safn og sjoppur verða til staðar. Hellnar-Snæfellsás 1993 Á Snæfellsási verður í ár haldin hátíð í sjöunda sinn þar sem lögð er áhersla á ræktun huga og lík- ama. Boðið verður upp á fjölmargt sem því tengist, svo sem árateikn- ingar, námskeið í shamanisma, friðarstund við Bárðarlaug og námskeið í skyggnilýsingum. Þar mun verða kynnt víkingakort, mannspeki, áhrif fæðu á heilsuna, orka hugans og ilmkjarnaolíur í nuddi og heilun og margt fleira. . Að kvöldi laugardags verður draumadans, uppranninn hjá Pa- iute indíánum, stiginn fyrir þá eina, sem orðnir eru 18 ára og eldri . Á sama tíma geta börn og unglingar undir 18 ára aldri stigið indíánadans. Farið verður í göngu- ferð um fjöruna á Hellnum og Akido hópurinn mun sýna forna japanska bardagalist. Miðaverð er kr. 3.500 en frítt er fyrir börn yngri en 14 ára. Snæfellsás ’93 er mót án vímugjafa. Vík í Mýrdal Á áttundu fjölskylduhátiðinni í Vík í Mýrdal verður ýmislegt í boði fyrir alla fjölskylduna en það eru ungmennafélagið Drangur og björgunarsveitin Víkveiji, sem standa að þessari hátíð. Að sögn Njarðar Helgasonar hjá Víkveija verður á laugardeginum boðið upp á götukörfubolta, barnaskemmt- un, söngvarakeppni, gönguferðir, auk þess sem grillað verður undir beram himni. Á sunnudeginum verður sett upp barnaskemmtun, söngvara- keppni og einnig verður keppt í strandblaki. Um kvöldið verður loks haldið hestamót og hestasýn- ing. í félagsheimilinu Laufskála mun hljómsveitin Gloría frá Húsa- vík leika fyrir dansi bæði kvöldin. Auk skipulagðrar dagskrár segir Njörður að ýmislegt megi fínna sér til afþreyingar; gönguleiðir séu margar stikaðar, golfvöllur byggð- arlagsins verður opinn og boðið verður upp á ferðir með hjólabát- um. Ekkert mun kosta inn á svæðið að sögn Njarðar en fyrir dvöl á tjaldsvæðum greiða menn 2.500 krónur fyrir alla helgina en minna ef gist er í færri nætur. Þá verður selt inn á böllin hvort. í sínu lagi og greiða verður þátttökugjald í götuboltakeppninni. Síldarævintýri Siglfírðingar munu um verslun- armannahelgina bjóða fólki að upplifa Síldarævintýrið í þriðja sinn. Hátíðarhöldin heijast í ár fimmtudaginn 29. júlí og þá verð- ur meðal annars opnuð myndlist- arsýning Siguijóns Jóhannssonar en myndir hans eru allar tengdar mannlífí síldaráranna. Dagskráin á Sigló verður með fjölbreyttu sniði en áhersla verður lögð á að skapa ósvikna síldar- stemmningu; tónlist síldaráranna leikin og ræst verður í síldarsölt- un. Dansleikir verða haldnir öll kvöld á Hótel Læk nema laugar- dagskvöldið en þá verður haldin síldarhátíð í miðbænum. Þá verða ennfremur haldnir tónleikar föstudeginum og sunnudeginun leiksviði við bæjartorgið. Miðalc menn, Gautar, Max og Storrr sjá um tónlistarflutning á Síldi ævintýrinu 1993. Skipulögð skemmtiatriði fy börn verða á hveijum degi. Tív mun starfa alla helgina frá með föstudeginum og ýmsar kur uglegar persónur úr barnaleiki um munu heimsækja börnin. öðram skemmtiatriðum fyrir bc og fullorðna má nefna leiksýnin ar leikfélaga Siglufjarðar Stykkishólms, skemmtidagsk Fílapensla, söngskemmtun þjc lagakvartettsins Stráka, tónlei Harmonikkusveitar Siglufjarð og Eyjafjarðar. Þá verður lo haldið sjóstangaveiðimót og doi veiðikeppni. Ekkert kostar inn á Síldarævi týrið sjálft. Merki hátíðarinr verða aftur á móti seld og m ágóði af sölu þeirra renna til Sí! arminjasafnins. Halló Akureyri! Á Akureyri verður haldin há' undir heitinu Halló Akureyri! Fjj> margir aðilar í ferðaþjónustu ha í samvinnu við Ákureyrarl skipulagt fjölbreytta dagskrá, sc að sögn Guðmundar Ómars P< urssonar er sniðin þannig að ha allri fjölskyldunni. Ekki er kraf mótsgjalds heldur geta gestir va milli dagskrárliða og greitt fy hvern og einn eftir atvikum. Guðmundur segir hátíði hugsaða sem sannkallaða fj> skylduskemmtun sem höfði fólks á öllum aldri. Hann nefí að bömin geti fundið margt \ sitt hæfí en tívolí mun meðal an ars verða starfrækt í bænum. Fj ir hina eldri verður boðið upp sjóstangaveiði, sjávaríþrótt söngvarakeppni, bílabíó, hest leigu og fjöjmarga dansleiki. Þ munu hljómsveitir á borð við Pe kan, Pláhnetuna, Rokkabillýba: Reykjavíkur og Skriðjöklana lei fyrir dansi á hinum ým skemmtistöðum bæjarins. Eins > í fyrra mun „Pakkhúsið" svoka aða verða opið skemmtanafíklu lengur fram á nótt en að: skemmtistaðir. Guðmundur tekur það fram Landsmót skáta verði haldið Kjarnaskógi, útivistarsvæði Aki eyringa, á svipuðum tíma frá 2 júlí til 1. ágúst. Hann segir gestir Halló Akureyrar! séu v< komnir á Landsmótið en þar g< að líta margt forvitnilegt > spennandi. Hann bendir einnig að á hátíðarsvæðinu verði boc upp á aðskilin tjaldsvæði og j: geti gestir hátíðarinnar valið hvc þeir vilji dveljast í ró og næði e> í glaum og gleði. Kirkjubæjarklaustur Á vegum Skaftárhrepps verð boðað til fjölskylduhátíðar Kirkjubæjarklaustri um versluns mannahelgina. María Guðmund dóttir, einn skipuleggjenda hátí arinnar, segir að áhersla verði löj á náttúraskoðun, útivist < skemmtiatriði, sem höfði til allr fjölskyldunnar. Að sögn henn verða daglegar ferðir farnar u helgina í Laka, Eldgjá, Gnjú staðaskóg, Skaftafellsfjöru og u| á Skálafellsjökul. Þá verða hest og bátaleigur opnar og gestir ge farið í golf og veiðiferðir sér ánægju. Loks verður kapellan op gestum og gangandi en þar e reglulega haldnar sögustundir. Yfír hátíðarsvæðinu munu flu vélar sýna listflug auk þess se varðeldur verður kveiktur og flu eldum skotið á loft. María seg að þrír dansleikir verði haldnir Kirkjuhvoli, félagsheimili bygg arlagsins, þar sem Baggaband mun sjá um tónlistarflutning < Nafnlausa hljómsveitin mun leil í hléum. Ekkert mótsgjald þarf að greii en miði á hvern dansleik mj kosta 1.500-1.800 krónur. Öll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.