Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 40
MORGUNBLADW, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 091100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 VERÐ í LAÚSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Golli Bros á norðlensku búi ELÍN María Heiðarsdóttir er sex ára heimasæta á Draflastöðum í Fnjóska- dal. Hún á svolítið bú ekki langt frá bænum og þar unir hún sér gjaman. Köld tíðin í sumar hefur sett svip sinn á búskapinn í Fnjóskadalnum en Elín Maríá brosir þrátt fyrir slæma sprettu á túnunum og lélegar heyskapar- horfur. Góðar heimtur á haf- beitarlaxi og hátt verð Dagsveiðin 82 laxar á stöngina VEIÐIFÉLAGARNIR Þórarinn Sigþórsson og Egill Guðjohnsen fengu metveiði í Laxá á Asum nú í lok vikunnar er dagsveiði þeirra varð - Sí2 laxar á eina stöng. Á stöngina fengu þeir saman 43 laxa seinnipart fimmtudags og 39 laxa fyrripart föstudagsins. Þórarinn Sigþórsson segir að hann hafi aldrei áður veitt jafnmarga laxa á eina stöng á einum degi. Fyrra met hans var 58 laxar. „Það er óhætt að segja að við séum ánægðir með þennan afla en við lentum í göngu í ánni og fískurinn gaf sig vítt og •^■breitt um alla á,“ segir Þórarinn. Stærsti laxinn af þessum fjölda GÓÐAR heimtur hafa verið í margar hafbeitarstöðvar að undan- förnu. Hefur hlutfallið verið hæst í hafbeitarstöðvum Silfurlax í Hraunsfirði á Snæfellsnesi og ríkisins í Kollafirði og hafa fleiri iaxar komist undir hnífinn á báðum stöðum en allt fyrrasumar. Ólíka sögu er hins vegar að segja af Norðurlandi og telur Sigurð- ur Stefánsson, stöðvarstjóri í Laxósi hf., líkur á að kaldur sjór spili inn í Iélegar heimtur. Heimtur hafa líka verið fremur slakar í Vogavík. Aron Reynisson, markaðsstjóri í ferskfiskdeild SH, segir að markaðssetning hafbeitarlax hafi skilað góðum árangri. Auðvelt sé að selja laxinn en meira vandamál að halda uppi góðu verði. Framleiðendur fá nú að meðaltali 420 kr. fyrir kg og eru kaupendurnir aðallega erlendir veitingahúsaeigendur. Góðar heimtur Þrjár stærstu hafbeitarstöðv- amar eru Silfurlax, Vogavík og Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði. Sagði Júlíus B. Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Silfurlax, að þar hefði verið slátrað 50.000 löxum og hefðu að viðbættum um 15.000 löxum í kvíum komið 60.-70.000 laxar í stöðina. Þannig sagðist hann eygja þá von að 100.000 laxar kæmu í stöðina í sumar, án þess að nokkru væri hægt að slá föstu. Ef miðað væri við þann fjölda gætu heimtur orðið 4-5%, miðað við 2% í fyrra. Eins og í Hraunsfirði eru heimt- ur þegar orðnar meiri nú en í allt fyrrasumar í Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði. Þannig sagði Vigfús Jóhannsson, framkvæmdastjóri, var 12 pund en Þórarinn segir að megnið af honum hafi verið 5-7 punda vænn og fallegur smálax. Með þessari veiði er heildarfjöldi laxa úr ánni í sumar orðin 550 og segja má að þeir félagar hafi aukið heildar- veiði í ánni um 20% á einum degi. Sjá nánar á bls. 15 „Eru þeir að fá ann?“ að komnir væru á land á níunda þúsund láxar og svaraði sá fjöldi til 4% seiðaheimtu. Heimtur yrðu því a.m.k. 6% með sama áfram- haldi. Jón Sveinsson, framkvæmda- stjóri Látravíkur hf., sem rekur Lárós á Snæfellsnesi, sagði að þar væru heldur fleiri laxar komnir á land en í fyrra á sama tíma eða um 7.000. Dræmt hjá Vogavík Viktor Guðmundsson í Vogavík á Vatnsleysuströnd sagði að þar væru heimtur heldur slakari en í fyrrasumar. Þannig væru komnir rúmlega 21.000 laxar á land mið- að við 32.000 á sama tíma í fyrra. Það ár hefðu heimst 46.000 laxar og hefðu heimtur verið keimlíkar og í Hraunsfírði og Kollafirði. Hann kvaðst hins vegar ekki hafa skýringu á ólíkum heimtum nú. Aðeins voru komnir um 1.100 lax- ar á land í Laxósi í Ólafsfírði þeg- ar rætt var við Sigurð Stefánsson stöðvarstjóra í gær. Gat hann sér þess til að kaldur sjór réði mestu um dræmar heimtur. Sjá bls. 17: Stöðvar fengið meiri heimtur.. Verslunarmaiinahelgi Þrettán hátíðir LANDSMENN geta um versl- unarmannahelgina valið milli þrettán skipulagðra útihátíða víða um land. Hátíðirnar eru með fjölbreyttu sniði en hægt er að fara á hefðbundnar útihátíðir, sérstakar fjöl- skylduhátíðir, bæjarhátíðir, kristilegar samkomur, nýald- armót eða æskulýðshátíð. Þekktar eru hátíðir á borð við Þjóðhátíð- ina í Eyjum og bindind- ismótið í Gal- talæk og þær hafa verið haldnar um langa hríð. Til fjölskylduhátíðar í Vík í Mýrdal og nýaldarmóts á Hellnum hef- ur verið boðið í mörg ár en nýrri af nálinni eru útisamkom- umar Eiðar ’93, fjölskylduhá- tíðir á Kirkjubæjarklaustri og í Vatnaskógi. Sérstakan svip á helgina setja bæjarhátíðir en í fyrra gat fólk upplifað Síldarævintýri á Siglufirði og dvalist við Eyja- flörð á Halló Akureyri! í ár bætist við ein slík þegar íbúar Neskaupstaðar bjóða til Neista- flugs ’93. Loks verður haldið æskulýðsmót að Eyjólfsstöðum á Austurlandi, landsmót Hvíta- sunnusafnaðarins verður opið öllum í Kirkjulækjarkoti, Fljóts- hlíð og félagar í AA og Alanon munu safnast saman í Húsa- fellsskógi á árlegu sumarmóti. Sjá bls. 24-25: „Fjölbreytt hátíðahöld..." Ráðherrar hefja viðræður við stjórnendur bankanna Morgunblaðið/Einar Falur Með hafbeitarlax ÓLAFUR Ásmundsson, stöðv- arstjóri í KoIIafirði, með haf- beitarlax úr stöðinni. Hlutfalls- lega hafa heimtur orðið mestar þar og hjá Silfurlaxi í Hrauns- firði á Snæfellsnesi. Raunvextirnir verði lækkaðir segir að 0,64% séu afleiðingar gengisfellingarinnar í lok júní og 0,43% vegna fækkunar undan- þága virðisaukaskatts en á móti komi 0,27% lækkun vegna auk- inna niðurgreiðslna. Byggingavísi- talan hækkaði um 1,3%, aðallega vegna gengisbreytinga. Sjá bls.17: „Ríkissijórnin vill að bankamir taki mið ...“ ---------» ♦ ♦ Erlend úttekt Visa 20% lækkun frá í fyrra ERLENDAR úttektir hjá Visa ísland lækkuðu um 20% í dollur- um talið á síðasta kortatímabili miðað við sama tíma í fyrra. Á síðasta úttektartímabili, frá 18. júní til 19. júlí, minnkuðu við- skiptin um 20% í dollurum talið. Einar S. Einarsson framkvæmda- stjóri Visa íslands sagði að færri íslendingar virtust vera á ferð er- lendis en í fyrra a.m.k. hefði ís- lenskum korthöfum Visa, sem verslað hefðu erlendis á þessu ári, fækkað um 7% frá í fyrra. Væri greinilegt að landsmenn væru farn- ir að spara. Sighvatur Björgvinsson við- skiptaráðherra segir að þó bank- amir hafí ekki hækkað raunvexti með vaxtaákvörðunum í þessum mánuði hafí þeir ekki fylgt þeirri þróun sem verið hafí annars stað- ar á fjármagnsmarkaðnum. „Það er því full ástæða til að vekja at- hygli þeirra á því og láta það koma fram að þess sé vænst að þeir taki mið af þessari þróun og þess sé vænst að raunvextir geti farið lækkandi eins og er að gerast á öðrum vettvangi," sagði Sighvatur á blaðamannafundi í gær. Jón Sig- urðsson seðlabankastjóri sagði að menn hlytu að vænta þess að 0,25 til 0,50% raunvaxtalækkun yrði á næstunni. Hækkanir svipaðar Hagstofan telur að hækkanir á framfærslu- og byggingavísitölu í þessum mánuði hafi verið svipaðar og spáð var Framfærsluvísitalan hækkaði um 0,9% í júlí. Hagstofan RÍKISSTJÓRNIN mun beina þeim eindregnu tilmælum til banka og sparisjóða að þeir taki mið af þróun vaxta á fjármagnsmarkaði og lækki raunvexti bankalána. Forsætis- og viðskiptaráðherra munu eftir helgi ræða við stjórnendur bankanna um þetta efni. Seðlabank- inn telur ekki að raunvextir hafi hækkað með nafnvaxtahækkunum bankanna í þessum mánuði, þeir hafi fremur lækkað. Þá segir bank- inn í greinargerð til viðskiptaráðherra að bankarnir hafi ekki verið að auka vaxtamun. Vakin er athygli á þvi vextir verðtryggðra út- lána hafi hækkað lítilsháttar hjá bönkunum að undanförnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.