Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 29 Minning Hildur Pálsdóttír Fædd 11. ágúst 1905 Dáin 9. júlí 1993 Það er komið að þeim atburði í lífi mínu að þurfa að kveðja tengda- móður mína, Hildi Pálsdóttur frá Hjálmstöðum í Aðaldal, sem ég hef elskað og dáð frá því ég hitti hana fyrst fyrir tuttugu og átta árum. Hvað ég er þakklát fyrir þessi ár. Hún var fullorðin kona þá, en nú var hún orðin öldruð og lúin. Þrátt fyrir það hélt hún reisn sinni í ná- vist okkar til síðustu stundar. Hún bjó yfir mikilli visku og kærleika og umvafði fjölskyldu sína og vini ást og vináttu. Henni leið best þeg- ar bömin hennar voru nálægt henni. Styggðaryrði gagnvart ástvinum voru ekki á hennar vörum, heldur voru það kostirnir og það sem vel var gert sem hún hafði á orði. Hún var nútímaleg kona í hugsun og aldrei hissa á brölti unga fólksins, en fylgdist ánægð með eða tók þátt í því og samgladdist yfir hveijum áfanga okkar allra, og lagaði sig að öllum nýjungum eins og sjálf- sögðum hlut. Sagði kannski ,já, margt er nú skrýtið.“ Hún var aldamótabarn, missti móður sína aðeins tólf ára, þá elst átta systkina og eignaðist sjö hálf- systkini í viðbót. Það hefur verið lærdómsríkt fyrir mig, borgarbam- ið, fædda í birtu og yl, að vita hvem- ig lífið var hjá henni á þeim tíma. Það var lítill dýrðarljómi yfír því. Hún fór ung stúlka til Reykjavíkur að læra ljósmóðurfræði og starfaði farsæl í sveitinni sinni þar sem ekkert barn dó í fæðingu meðan hennar naut við. Það starf var erf- itt og krafðist mikils af ljósmóður- inni. Hún var áreiðanleg og mikill garpur og var oft kölluð um langan Minning Jónína Ólafsdóttír Fædd 24. september 1899 Dáin 10. júlí 1993 Elskuleg vinkona mín, Jónína Ólafsdóttir, er látin á 94. aldursári. Ég, sem er fímmtíu árum yngri en hún, vissi alltaf að sennilegast væri að hún myndi kveðja þennan heim á undan mér. Ég vissi líka að lífíð yrði fátækara án hennar, þessarar yndislegu konu sem ég kynntist þegar ég var aðeins barn að aldri. Hún var amma æskuvinkonu minnar og nöfnu sinnar, Jónínu Maríu Sommer. Nína var elsta barnabarn ömmu sinnar. Þeim þótti afar vænt hvor um aðra. Ég fór oft með Nínu minni til ömmu sinnar. Hún hitaði þá gjarn- an fyrir okkur súkkulaði og gaf okkur kökumar sínar góðu. Jónína var mikill bakari og listakokkur. Ég man alltaf eftir því þegar ég skaust inn á Sólvallagötu í mýflugu- mynd til að hitta Nínu og Ransý. Mamma, pabbi og litla dóttir mín biðu úti í bíl. Klukkustundu síðar hafði hún töfrað fram herramanns- máltíð. Það var svo gaman að setj- ast til borðs þar sem hún var gest- gjafi. Heimili hennar var óvenju fallegt, handsaumaðir skermar, púðar og myndir um allt. Jónína fæddist á Gaddstöðum undir Eyjafjöllum. 24. september 1899. Hún var dóttir hjónanna Gujóns Guðmundssonar og Elínar Bjarnadóttur. Systkini hennar voru Guðrún, Davíð, Rannveig og Ólaf- ur. Rannveig lifir systkini sín. Þau hjón, Elín og Guðjón, fluttu til Vest- mannaeyja með ung börn. Jónína fór snemma í fóstur til rnóðursystur sinnar Rannveigar og Ólafs Þórðar- sonar í Reykjavík, en þau voru barn- laus. Hún ólst þar upp ásamt fóstur- bróður sínum Ragnari. Þau tóku bæði upp nafn fósturföður síns. Ragnar og Jónína reyndust hvort öðru ævinlega sem bestu systkini. Jónína giftist Jóni Jóhannssyni skipstjóra frá Barðaströnd árið 1919. Þau bjuggu á Bíldudal. Böm þeirra eru: Ölafur, sem lést ungur; Jóhann, fæddur 1923; Guðrún, fædd 1926 og Rannveig (Ransý), fædd 1928. Fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur 1941. Jón lést 1949. Jóhann kvæntist Huldu Jónsdótt- ur en þau skildu. Börn þeirra eru Ólafur, Jóna María og Sigurður. Jóhann býr í Hafnarfírði. Guðrún giftist 1944 Robert Milbum og fluttist með honum til Bandaríkj- anna. Þau hjón búa nú í Indiana- polis. Börn þeirra eru Micky og Debby. Ransý giftist Robert Somm- er 1949. Böm þeirra eru: Jónína María, Marlow, John og Robert sem lést aðeins 23 ára af slysförum. Ransý, Bob og Nína búa núna í Flórída. Jónina giftist aftur 1956 indæl- um manni, Benedikt Jónssyni. Hann var ættaður úr Dölunum. Ransý minnist hans ætíð með hlýhug. Benedikt lést árið 1963. Þau Jónína og Benedikt hófu búskap á Sólvalla- götu 5a í Reykjavík. Þar leið þeim vel með góðum nágrönnum. Helga Sigurðardóttir, sem bjó á efri hæð- inni, var Jónínu sem besta dóttir alla tíð. Þau systkin segjast seint geta þakkað henni allan þann kær- leika sem hún sýndi móður þeirra. Jónína þurfti að sætta sig við það að lifa lifínu að mestu án dætra sinna. Það var stóra sorg þessarar fjölskyldu. Ransý og Bob bjuggu í Njarðvík fyrstu hjúskaparár sín. Hann var yfirmaður í slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli. Þegar íslend- inar tóku við varð hann að flytja sig um set og fjölskyldan fluttist til Kúbu. Örlög ástríkrar móður og dætra hennar voru grimm. Ég átti sjálf erfítt á þessum tíma, besti og eini vinurinn um árabil var nú farinn fyrir fullt og allt. Ég man ég fór oft ein upp í heiði, sat þar á steini og grét af einmanaleika. Síðar skildi ég að sorg mín var aðeins smá, hún náði ekki út yfír gröf og dauða eins og sorg mæðgn- anna. Fjölskylda mín í Ameríku, eins og ég kalla þau gjarnan, Ransý, Bob og börnin þeirra, var nær mér þegar ég heimsótti Jónínu. Þess vegna rofnuðu tengsl mín aldrei við hana. Heillandi persónuleiki hennar styrkti vinskapinn stöðugt með ár- unum, þrátt fyrir mikinn aldurs- mun. Við vorum góðir vinir og skild- um ævinlega hvor aðra. Við áttum það til að tárast saman, en hlógum venjulega hressilega á eftir. Það var svo gaman að láta hana hlæja. Hún var alltaf svo kát, tignarleg og fal- leg, allt fas hennar og handbragð svo fágað. Litli kertastjakinn sem hún gaf mér einu sinni er falleg minning um góða konu. Ljósið sem minnir á algóðan Guð sendir geisla sína gegnum kristalsdropa og úr verða litir regnbogans. Svo tær og hrein er minningin um elsku vinkonu mína. Ransý mín, ég veit að þannig eru minningar ykkar líka. Slíkar minn- ingar milda sorgina. Guð leiði ykkur öll. Stella Óskarsdóttir og fjölskylda. veg til næstu byggðarlaga. Það voru stundum erfíðar ferðir því börnin biðu ekki eftir góðu ferða- veðri þegar þau komu í heiminn um hávetur. Hún giftist Bimi Jónssyni kenn- ara og ól honum fimm böm. Hún bað eins um að fá að vera hraust til að geta annast böm sín og heim- ilið. Hún var dugmikil kona, sem sat og ptjónaði á gömlu handvirku prjónavélina sína fram á nætur til að geta hjálpað til við að afla heimil- inu tekna til daglegra þarfa, heimil- inu sem stóð systkinum hennar og vinum ávallt opið. Oft vissi hún ekki hve margir það yrðu sem kæmu að borða matinn sem hún var að elda, gætti þess aðeins að það yrði örugglega nóg. Hún var amma, sem umvafði barnabörn sín endalausri ást og umhyggju og kenndi mér að elska bömin mín fyrst og fremst og leiða þau áfram í þeirri hugsun. Minning þeirra er sú að hafa alltaf liðið eins og gersemum í návist hennar. Tengdamóðir mín fagnaði alltaf þegar ég kom, þó að margir dagar eða vikur væru liðnar síðan ég kom síðast. Það var gaman að vera hjá þessari konu sem kunni svo mörg ljóð og lög og mundi nánast hvern dag í lífi sínu. Þvílíkt minni. Ég naut þess að fara með vinkonur mínar til hennar og leyfa þeim að kynnast henni og hún þekkti þær og fylgdist með högum þeirra alla tíð. Hún beygði sig tignarlega fyrir ellinni og átti að lokum sitt ástríka heimili ásamt tengdaföður mínum, Birni hennar, blíða og góða, í fal- legu húsi með öllum nýtísku þæg- indum. Þvílíkur lærdómur að hafa fengið að vera með þessum hjónum. Líklega verður aldrei til kynslóð á íslandi sem lifír aðrar eins breyting- ar og þeirra kynslóð. Móðir mín og systkini kveðja góða vinkonu og ég kveð þig, kæra tengdamóðir, Hildur Pálsdóttir, með söknuði, þakklæti og virðingu. Far þú í friði. Tengdaföður mínum og börnum þeirra óska ég friðar og blessunar. Aðalheiður Jónsdóttir. Það var snemma morgun hinn 9. júlí sem að Erla frænka hringdi í mig til að segja mér að amma Hildur væri dáin. Það er undarlegur tómleiki sem sest inn í mann þegar svona stór partur í lífi manns er allt í einu farinn. Mér var hugsað til allra þeirra stunda sem við fjöl- skyldan höfum átt hjá ömmu Hildi og afa Birni og hvað þau voru allt- af glöð að sjá okkur þegar við kom- um í heimsókn. Hjá þeim var aldrei til sparað og alltaf hlaðborð veit- inga, sama hver kom eða hvenær. Allir velkomnir til ömmu og allir skynjuðu væntumþykju í návist hennar. Stórkostleg kona og yndisleg amma er farin frá okkur sem við munum sakna mikið. Hún kunni svo margar sögur frá því að hún var ung og mundi þær jafn vel og það sem gerðist í gær. Henni þótti mjög gaman að segja frá, og það var alltaf gaman að hlusta á sögurnar hennar þar sem æska hennar var í órafjarlægð í augum lítils barns sem þekkti ekki annað en öll þæg- indi. Hún var af kynslóð sem hefur lifað ótrúlegar breytingar og lifað við mjög ólíkar aðstæður en þær sem við þekkjum í dag, en samt kom henni aldrei neitt á óvart. Hún samgladdist alltaf öllum af heilum hug, sama hvað þeir voru að gera. Það var alltaf gaman að segja ömmu frá einhveiju, því að henni fannst það allt sniðugt og skemmti- legt og hafði áhuga á því sem mað- ur var að segja. Ég mun sakna þess mikið að geta ekki lengur komið til ömmu og fengið heimabakaðar flatkökur, hafrakex, kleinur og heimatilbúna kæfu sem var það besta sem til var. Það er ótrúlega sárt að hugsa til þess að maður fái aldrei að sjá hana aftur, og að maður eigi ekki eftir að sjá ömmu og afa saman aftur í þeirri óendanlegu ást og kærleika sem á milli þeirra ríkti fram til síðasta dags. Ég mun minn- ast ömmu Hildar sem yndislegrar ömmu og heimilis þeirra afa, hvað það var fullt af lífi og ást sem allir fundu er þangað komu. Hún bað alltaf Guð að geyma okkur, og það hefur hann gert. Nú vil ég biðja guð að geyma afa Björn og frænd- systkini mín og hjálpa þeim-í þeirra mikla söknuði sem nú fyllir hjarta þeirra. Laufey Erlendsdóttir. ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar Rauða krossi íslands og varð ágóðinn 2.055 krónur. Þær heita Hulda María Halldórsdótt- ir, Aðalheiður Halldórsdóttir og Berglind Gísladóttir. Ingibjörg Sveins- dóttír - Minning Fædd 29. júlí 1919 Dáin 18. júlí 1993 Nú birtir yfir bláum austurfjöllum, og blómin glitra um dal og hól. Það fer að ijúka á bændabýlum öllum, og byggðir Ijóma í morgunsól. I grænu lyngi lindir bláar hjala, en laufin skjálfa í mjúkum sunnanblæ, og nú er sól og söngur fram til dala og sumargleði í hveijum bæ. (Davíð Stefánsson) Það var sól og sumarylur er hún Inna frá Minna-Hofi kvaddi okkur á sinn hógværa hátt. Hún var ein af þeim konum er ávallt bera birtu og ljúfmennsku hvar sem þær koma. Það varð ávallt sólskin í návist hennar. Við félagar í Helludeild eldri borgara í Rangárvallasýslu sjáum nú á eftir góðum og gegnum fé- Iaga, er ávallt var jákvæður um öll störf. Missir ástvina hennar er þó mest- ur og sendum við þeim innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. F.h. eldri borgaranna, Jakobína Erlendsdóttir. ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar Rauða kross íslands og varð ágóðinn 10.326 krónur. Þær heita Birna Hrönn Björnsdótt- ir, Helga Dóra Jóhannsdóttir, Bryndís Þorsteinsdóttir og Unnur Þorsteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.