Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 25 þjónusta byggðarlagsins verður opin gestum hátíðarinnar. Eyjólfsstaðir Samtökin Ungt fólk með hlut- verk, sem starfa innan þjóðkirkj- unnar, munu standa að vímulausu æskulýðsmóti í höfuðstöðvum sín- um á Eyjólfsstöðum í Vallarhreppi á Austurlandi. Guðbjartur Arna- son starfsmaður samtakanna segir mótið skipulagt fyrir unglinga í æskulýðssamtökum á Austurlandi en unglingar hvaðanæva af land- inu séu velkomnir. Að mati hans verða flestir gesta hátíðarinnar á aldrinum 13-15 ára. Hann segir að dagskrá mótsins verði mjög íjölbreytt og að margt verði til gamans gert á mótinu. Hann tekur það þó skýrt fram að öllu áfengi verði úthýst en segir það mikilvægan kost fyrir ungl- inga að geta valið vímulausa skemmtun. Að sögn Guðbjarts verður boðið upp á klassískar kvöldvökur með söng og leik. Þá geta gestir lagt í gönguferðir um nágrennið, farið á bátum eftir Grímsá eða reynt með sér í ýmsum leikjum. Þá verða farnar ævintýraferðir upp í Eyj- ólfsstaðaskóg þar sem meðal ann- ars verður kveiktur varðeldur. Hann segir mótskostnað verða haldið í lágmarki en innifalið í mótsgjaldi, sem verður á bilinu 4-5 þúsund krónur, er gistingar- kostnaður og fullt uppihald. Kirkjulækjarkot Hvítasunnumenn halda sitt ár- lega landsmót í Kirkjulækjarkoti, Fljótshlíð, um verslunarmanna- helgina en það verður sett fimmtu- dagskvöldið 29. júlí. Theodór Birg- isson kveður mótið verða við allra hæfi og býður alla velkomna á það. í ár verður sérstakt barnamót haldið samhliða landsmótinu en þar verður dagskrá allan daginn og meðal annars boðið upp á leiki, föndur, fræðslu og brúðuleikhús. Theodór segir mikinn og lífleg- an söng munu einkenna samveru- stundir hátíðargesta þar sem sér- stök áhersla verði lögð á fræðslu og fyrirbænaþjónustu. Kvöldvökur eiga sinn fasta sess á hátíð Hvíta- sunnumanna og aukinheldur verð- ur kveiktur varðeldur. Að sögn Theodórs er aðstaða til samkomuhalds mjög góð í Kirkjulækjarkoti en samkomur verða haldnar í tveimur stórum, upphituðum tjöldum, sem hann segir rúma um 800 manns. Sér- stök gæsla verður fyrir yngstu börnin á meðan á samkomu stend- ur. Frítt er inn á mótssvæði Hvíta- sunnumanna en nóttin á tjaldstæði kostar 300 krónur. Matsala verður ennfremur rekin á mótinu. Húsafell Sumarmót félaga í AA og Alan- on samtökunum verður haldið í Húsafelli en slíkt mót hefur verið á þessum stað síðustu fjögur sum- ur. Mótið er að sögn aðstandenda sannkölluð fjölskylduhátíð og geta gestir notið fjölbreyttrar dagskrár í Húsafellsskóginum. Tvö stór flugskýli, sem nýlega hafa verið reist á svæðinu, verða lögð undir dansleikjahald en það eru hljómsveitirnar Sniglabandið og Blackout, sem munu sjá fyrir þeim tónum, sem gestir geta dans- að við. Þá verður diskótek starf- rækt á staðnum en gestir geta einnig tekið þátt í hefðbundnum kvöldvökum. Aðstandendur benda og á fjölbreytta aðstöðu til afþrey- ingar, sem þegar sé til staðar á svæðinu, svo sem sundlaug, mini- golf og hesta- og hjólaleigu. Börn og unglingar, 15 ára og yngri, fá frítt inn á svæðið en aðrir greiða mótsgjald sem ákveð- ið hefur verið 2.500 krónur. Farin verður áætlunarferð með rútu- þjónustu Sæmundar frá BSÍ klukkan 18.30 föstudaginn 30. júlí. Fjölskylduhátíð Fjölnis í Grafarvogi TORFÆRUSPYRNA, íslandsmót í motorkross, hafnabolti, fornbíla- sýning, fjölskylduratleikur, listflug, fallhlífastökk og fleira verður á dagskrá í Grafarvoginum í dag, laugardag. Hátiðin ber yfirskriftina „Geggjað fjör í Grafarvogi“ og er haldin til að safna fé til áfram- haldandi framkvæmda á íþróttasvæði Fjölnis við Dalhús. Hátíðin er á vegum fjölskylduklúbbs Fjölnis íþróttasvæði félagsins. Bílar leika stórt hlutverk Torfæruspyma Bílabúðar Benna 1993 verður milli kl. 13 og 15 á laugardeginum og byggist keppnin á tveimur brautum, sem m.a. eru búnar djúpum drullupytti. íslands- mótið 1993 í motorkross verður i fyrsta skipti haldið innan höfuð- borgarsvæðisins á hátíðinni. Tutt- ugu keppendur hefja keppnina í undanrás kl. 11 um morguninn en úrslitakeppnin í motorkross fer síð- an fram milli kl. 13 og 15. Bak við íþróttamiðstöðina í Grafarvogi verður sýning á fombílum. Hreystimótið 1993 í hafnabolta verður haldið í fyrsta skipti. í hveiju liði verða fimm keppendur og á staðnum verður nauðsynlegur bún- aður til keppni ásamt því að sér- stakur leiðbeinandi aðstoðar hvert lið í keppni. Reglur í hafnaboltanum em ekki ósvipaðar og margir þekkja í kílubolta. Sportvöruverslunin Hreysti hf. verður með sölukynn- ingu á hafnaboltavörum á meðan á keppninni stendur milli kl. 13 og 17. í Grafarvogi og verður haldin á Fjölskylduratleikur Fjölskylduratleikur verður á há- tíðinni í Grafarvogi og byggist hann á því að þegar fjölskyldan skráir sig á milli 13 til 16 á laugardeginum eru henni afhent lýsing á sérstökum stað, sem hún þarf að finna. Á þeim stað verða afhent staðfestingargögn og lýsing á næsta stað, sem leita skal að. Ratleikurinn gengur ekki út á tíma heldur létta göngu sam- kvæmt því sem hentar hverjum og einum. Þegar á síðasta staðinn er komið fær fjölskyldan viðurkenning- arskjal og setur nafn sitt í pott þar sem verður dregið um verðlaun. Ýmislegt fleira verður í boði í Grafarvoginum á laugardaginn m.a. listflug milli kl. 13.30 og 14.30 fyr- ir ofan íþróttasvæðið, fallhlífarstökk kl. 14 á efsta velli íþróttasvæðisins og leiktæki fyrir börnin allan daginn við íþróttamiðstöðina. Fólki mun gefast tækifæri til að prófa að slá bolta með hafnaboltakylfu. Veit- ingasala verður á nokkrum stöðum á svæðinu og í samkomusal á þriðju hæð íþróttamiðstöðvarinnar verður boðið upp á kaffi og kökur. Dómkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík Ferð eldri borgara DÓMKIRKJAN efnir til árlegr- ar sumarferðar fyrir eldri borg- ara úr söfnuðinum nk. miðviku- dag, 28. júlí. Lagt verður af stað frá Dóm- kirkjunni kl. 13 og ekið að Flúðum og þar drukkið kaffí. Síðan verður staldrað við í Hruna, kirkjan skoð- uð og höfð helgistund. Leiðin ligg- ur síðan yfir Hvítá á Brúarhlöðum og komið verður að Gullfossi og Geysi og loks ekið til Reykjavíkur niður Biskupstungur og Grímsnes. Heyannir á Árbæjarsafni TÚNIÐ við Árbæinn verður slegið með orfi og ljá sunnudaginn 25. júlí. Einnig verður rakað, rifjað, tekið saman og bundið í bagga. Gestir eru hvattir til að taka þátt í heyskapnum. Veitingasala í Dillonshúsi verður opin og einnig geta menn brugðið sér í Árbæinn, þar sem boðið verður upp á lummur og fengist við ýmis störf á baðstofulofti. Hafnardagur í Gömlu höfninni HAFNARDAGAR verða í Gömlu höfninni í dag, laugardag. júlí. Ýmslegt verður á döfinni og mun Reykjavíkurhöfn m.a. bjóða þeim sem vilja ókeypis í tivolíið á Miðbakka milli kl. 10 og 14. Skemmtiferðaskip og varðskip munu liggja í höfn allan daginn og sýna björgunaræfingar. Á Austurbakka verður markaðstorg með sjávarvörur og sjávarréttaveitingahús. Siglingakeppni, ferðir um Sundin, sjótívolí, djasstónleikar og fleira verður líka á hátíðar- svæðinu, sem nær yfir Faxagarð, Austurbakka og Miðbakka. Björgunaræfingar Kl. 8 á laugardagsmorgun verða flögg dregin að húni og hátíðar- svæðið skreytt. Frá klukkan 8 til 18 verður skemmtiferðaskipið Funchal við Miðbakka, danska varðskipið Vædderen við Faxa- garð og varðskipið Ægir við Austurbakka. Hægt verður að skoða Vædderen og Ægi milli kl. 14 og 17. Varðskipin munu síðan verða með björgunaræfingu milli 10.30 og 11.30 ogafturmilli 13.15 og 13.45. Hin árlega siglinga- keppni Reykjavíkurhafnar og sigl- ingafélagsins Brokeyjar verður ræst með fallbyssu kl. 12. Unglingar á nám- skeið með kennunim í lok ágúst gefst unglingum á aldrinum 13-16 ára kostur á stuttu og óvenjulegu námskeiði. Þá verður haldið endurmenntunarnámskeið fyrir kennara um notkun myndefnis og tölvuforrita í stærðfræðinámi unglinga. Um 25 kennarar munu sækja námskeiðið. Hluta nám- skeiðsins er fyrirhugað að vinna með unglingum og reyna þá ýmis verkefni þar sem myndefni og tölvuforrit eru notuð sem eðlilegur hluti af stærðfræðinámi. Vinnan með unglingunum verður 23., 24. og 25. ágúst kl. 13-16 hvern dag. Þeim unglingum, sem hafa áhuga á að taka þátt í námskeiðinu, er bent á að hafa samband við skrif- stofu Kennataháskóla íslands og skrá sig til þátttöku. Takmarkaður fjöldi kemst að en aðsókn á hliðstæð námskeið hefur verið mjög mikil undanfarin ár. (Fréttatilkynning) Sigling um Sundin Við Grófarbryggju verður dorg- veiðikeppni milli kl. 10 og 15 og Reykjavíkurhöfn býður upp á sigl- ingar um Sundin með m/s Fjöru- nesi milli kl. 13 og 17. Lúðrasveit verkalýðsins leikur lög frá 13.30 til 14 og milli klukkan 14 og 17 verður Slysavarnardeild Ingólfs með sjótívolí fyrir yngstu kynSlóð- ina. Kl. 16 hefjast síðan djasstón- leikar á Austurbakka í boði Reykjavíkurhafnar, þar sem Hljómsveit Carls Möller mun leika. Þeir ætla meðal annars að frum- flytja lagið Hafnarblús, sem hljóm- sveitin samdi í tilefni Hafnardags- ins. Tónleikunum lýkur kl. 18. Gönguferðir í Viðey um helgma DAGSKRÁ helgarinnar verður sem hér segir: Laugardagur 24. júlí: Göngu- fer á Austureyna. Farið verður af Viðeyjarhlaði kl. 14.15 en báts- ferð verður á heila tímanum frá kl. 13. Gengið verður austur á Sundabakka, skoðaður skólinn, sem nú er verið að endurbyggja. Einnig verða skoðaðar aðrar leifar þorpsins, sem reis á Sundabakka í byijun þessarar aldar. Þaðan verður haldið yfir Þórsnes, yfir í Kríusund og eftir suðurströndinni heim að Viðeyjarstofu með við- komu í Kvennagönguhólum. Þar er að finna forna náttúrugerða rétt og heillisskútann Paradís. Ferðinni lýkur á Heljarkinn við nýja útsýnisskífu sem þar er að finna. Kaffisala verður í Viðeyj- arstofu kl. 14-16. Minnt er á hestaleiguna í eyj- unni sem notið hefur mikilla vin- sælda, ekki síst meðal barna. Báts- ferðir verða á heila tímanum sem fyrr segir frá kl. 13 út í eyju en á hálfa tímanum til baka til kl. 17.30. Farið er frá Klettsvör í Sundahöfn. Sunnudagur 25. júlí: Staðar- skoðun kl. 15.15. Hún hefst með því að kirkjan verður skoðuð og rakin saga hennar og stofnun. Þetta er næstelsta guðshús Iands- ins og elsta steinbyggða íbúðar- húsið á íslandi. Að því búnu verð- ur gengið um Viðeyjarhlöð, fom- leifagröfturinn skoðaður, sagan rifjuð upp og sagt verður frá því helsta, sem fyrir augu ber í eynni og nágrenni hennar. Gengið verð- ur upp Heljarkinn og litið yfir eyna og síðan til kjallara Viðeyjar- stofu og litið á myndir frá viðgerð- um á húsum og fornleifasýningu sem þar er. Hestaleiga, kaffisala og báts- ferðir verða með sama hætt.i og á laugardag. Atriði úr myndinni Gengið. Sagabíó sýn- ir Gengið SAGABÍÓ hefur nú tekið til sýninga myndina Gengið (Blood In Blood Out) eftir Óskarsverð- launaleikstjórann Taylor Hack- ford. Saga þessi segir frá lífi og sam- skiptum þriggja ungra manna, sem alast hafa upp sem bræður.. þeim Miklo (Damian Chapa), Cruz (Jesse Borrego) og Paco (Benjam- in Bratt). Þeir eru af mexíkóskum ættum og búa í mexíkóska hverf- inu í austurhluta Los Angeles borgar. Tilvist þeirra eru tengd óijúfanlegum böndum, en í kjölfar fullorðnisáranna tekur líf þeirra breytingum. Hálfbræðurnir Paco og Cruz hafa alist upp ásamt frænda þeirra Milko frá blautu barnsbeini og deilt með sér sömu draumum og framtíðaráætlunum. Paco er skapheitur og baráttuglað- ur en Cruz er hæfileikaríkur lista- maður. Milko, sem er hvítur í aðra ættina, passar aldrei almennilega inn í hópinn. Skyndiákvörðun, sem tekin er í hita augnabliksins, á eftir að hafa afdrifaríkar afleiðing- ar í for með sér fyrir líf þeirra allra. Hér er á ferðinni spennandi mynd um bræðralag, valdabaráttu og togstreitu ólíkra viðhorfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.