Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 13 Ró gtæ knirinn og silkihanskarnír eftír Hrafn Gunnlaugsson Þann 5. apríl sl. urðu umræður utan dagskrár á Alþingi um ráðn- ingu framkvæmdastjóra Ríkissjón- varpsins. í upphafi umræðunnar tók Svavar Gestsson alþingismað- ur til máls með þessum orðum: „Virðulegi forseti. Við skulum ímynda okkur alþingismenn að við værum að ráða framkvæmdastjóra að ríkisstofnun eða einkafyrirtæki. Mundum við þá ráða mann sem hefði starfað við sömu stofnun og alltaf árum saman farið fram úr fjárhagsáætlun þessarar stofnun- ar? Hrafn Gunnlaugsson fór alltaf fram úr þeim þegar hann var dag- skrárstjóri." Fullyrðing Svavars um að ég hafi „alltaf farið fram úr fjár- hagsáætlunum" hlýtur að eiga við árin 1986 til ’88 þegar ég starfaði við Ríkissjónvarpið sem dagskrár- stjóri Innlendrar dagskrárdeildar (IDD). í samantekt sem Ólafur Jónsson rekstrarráðgjafí hjá Hug- verk hf. hefur tekið saman um rekstur Sjónvarpsins á árunum 1986 til ’88 kemur eftirfarandi fram um rekstur IDD: Árið 1986 verður veruleg breyt- ing á íslenskum sjónvarpsmarkaði, Stöð tvö hefur útsendingar og hafði það afgerandi áhrif á rekstur dagskrárdeilda Sjónvarpsins, IDD fer hins vegar minnst fram úr áætlun á þessu ári. Árið 1987 ákvað yfirstjórn Ríkisútvarpsins að hefja útsend- ingar á fimmtudögum og keppa um auglýsingar af fullum krafti. Þetta þýddi mikla röskun á þeim fjárhagsáætlunum sem höfðu verið gerðar. Þessi ákvörðun kom hvað harðast niður á rekstri IDD. Þrátt fyrir óvænt álag og ný útgjöld fór deildin tiltölulega lítið fram úr áætlun. Um árið 1988 segir orðrétt í greinargerðinni: „Jafnvægi komið á í rekstri eftir breytingaskeið tveggja undanfarinna ára. IDD er innan ramma. Aðrar dagskrár- deildir fara lítilsháttar fram úr áætlun." í heildina er niðurstaða þessarar úttektar sú, að þau þrjú ár sem ég starfaði sem dagskrárstjóri IDD hafi reksturinn verið innan eðli- legra marka. Þetta er sá sannleik- ur sem blasir við, þrátt fyrir yfír- lýsingar Svavars um að ég „hafi alltaf farið fram úr fjárhagsáætl- unum“. En hvað liggur þá á bak við fullyrðingu Svavars? „Let him deny it“ kallast ákveð- in tækni í rógburði. Markmið þeirr- ar tækni er að koma róginum á kreik í trausti þess, að erfítt verði að hrekja róginn, þ.e.a.s. að lygi rógsins verði lífseigari en sannleik- urinn. Grunsemdum um óheiðar- leika einstaklinga er sáð og þeir neyddir til að veija sakleysi sitt. Hugsunin sem alið er á, er þessi; að maður sem verði að standa upp og lýsa yfír sakleysi sínu, hljóti að hafa eitthvað óhreint í poka- horninu. Sama tilgang má lesa út úr öðrum atriðum í máli Svavars, en ég læt nægja í bili að leiða sann- leikann í ljós varðandi þetta ákveðna atriði. Það yrði langur lestur, ef rekja ætti upp alla þá lygi, persónuróg og falsanir sem er að fínna í þessari einu ræðu. Málflutningur Svavars er ein gróf- asta tilraun til mannorðsmorðs að yfirlögðu/áði sem íslensk þingsaga þekkir. Ég gat ekki borið hönd fyrir höfuð mér í sölum Alþingis og greip til þess ráðs að rita Ríkis- endurskoðun bréf, þar sem segir m.a.: „Ég tel mikilvægt, ekki mín vegna og minnar samvisku, heldur vegna þeirrar stofnunar, sem ég starfa fyrir nú um stund, að óska eindregið eftir því, að embætti yðar láti tafarlaust gera á því at- hugun, hvort eitthvað bendi til að ég hafí brotið af mér í starfí, elleg- ar að ég hafí notfært mér stöðu mína hjá Sjónvarpinu á starfstíma mínum sem dagskrárstjóri þess, til að draga mér fé, eða hygla sjálfum mér fjárhagslega." Nú hefur Ríkisendurskoðun lok- ið athugun sinni og sent frá sér skýrslu upp á nær 70 síður. Niður- staða skýrslunnar er skýr: „Ekkert hefur komið fram sem bendir til að hann (Hrafn Gunnlaugsson) hafí brotið af sér í opinberu starfí eða dregið sér fé.“ í umræðu á Alþingi þann 19. apríl (þ.e. tveim vikum eftir að ræðan sem vitnað var til hér í upphafi var flutt) var mál mitt enn til umræðu og þá öðru fremur vegna þess að Svavari og aftaní- ossum hans fannst ekki nógu hart fram gengið í aðförinni að mér með því að fela Ríkisendurskoðun málið._ Þeir vildu rannsóknardóm- stól. í þeim umræðum víkur Jón Baldvin Hannibalsson að skipun slíks rannsóknardómstóls í ræðu og segir m.a.: „Og hveijir ætla að verða rann- sóknardómarar? Hv. þm. Páll Pét- ursson, hv. þm. Svavar Gestsson, hv. þm. Ólafur Ragnar Grímsson. Og hver haldið þið meðal heiðvirðs almennings í landinu að treysti þessum rannsóknardómurum, póli- tískur rannsóknarréttur í pólitísku máli?“ Og nokkru síðar bætir Jón Bald- vin við: „Haldið þið eða heldur einhver yfirleitt að þeir sem eru best til þess fallnir að rannsaka það af óhlutdrægni og hlutleysi séu þessir hv. þm.? Það dettur engum í hug. Það dettur ekki nokkrum einasta manni í hug.“ Svavar dvaldi á háskólaárum sínum í Austur-Þýskalandi í skugga leyniþjónustu Stasi. Hann skilur ekki lýðræðislega leikreglu. Hann skilur aðeins leikreglur al- ræðis og ofsókna. í hans húsi verða þeir sem valdamönnum dettur í hug að ásaka, að sanna sakleysi sitt. Þeir menn eru sekir, nema þeir beri glóandi járn, og sanni þannig að það sem á þá er borið, sé ekki satt. Sú leikregla lýðræðisins, að eng- inn sé sekur, fýrr en sekt hans er sönnuð, er ekki leikregla Svavars. Hvernig á upptrénaður stalínisti að geta hugsað samkvæmt henni. Undir askloki hans eru allir sekir sem honum dirfíst að álíta svo. Sannleikurinn er kallaður er auka- atriði. Það sem honum fínnst, að gæti verið satt, er satt. Sannleikur- inn er kallaður silkihanskar þegar hann birtist, og Ríkisendurskoðun ásökuð fyrir að taka of mjúklega á. í Morgunblaðinu nýlega (16. júlí), kvartar Svavar Gestsson enn eina ferðina yfír því að Ríkisendur- skoðun „fari silkihönskum um málið“. Hvað býr á bak við þessa umkvörtun? Helsti lærifaðir Svavars í pólitík, Jósep heitinn Stalín, notaði ekki silkihanska á fólk. Stalín notaði jámklóna til að koma því saklausa fólki fyrir kattamef sem honum hugnaðist ekki. Ef Svavar væri í þeirri aðstöðu að geta skipað opin- beram stofnunum að taka menn þeim tökum sem hann reynir sjálf- ur að beita, yrði stutt í íslenskt gúlag. Og hvar stendur svo hinn holi sauðaleggur eftir, þegar skjólstæð- ingur hans í austri er fallinn? Rót- tæknin ímyndaða er orðin að róg- tækni. Eða var róttæknin aldrei neitt nema rógtækni? Aðferð öf- undar og haturs til að níða niður náungann. Og núna þegar falshug- sjónirnar hafa sprungið eins og blöðrar stendur rógtæknin eftir Parmesanskál A! Verð: 2.250,- VARIST EFTIRLÍKINGAR ALESSI KRINGLUNNI S: 680633 Hrafn Gunnlaugsson „Málflutningur Svavars er ein grófasta tilraun til mannorðsmorðs að yfirlög’ðu ráði sem ís- lensk þingsaga þekkir.“ eftir Merði Valgarðssyni. Eini munurinn er sá, að Svavar hefur bijóst verra. Sú ógæfa henti íslenska þjóð fyrir nokkrum árum að stalínisti settist í stól menntamálaráðherra. Um stjórnarferil þessa mennta- málaráðherra, hafði Þráinn Bert- elsson kvikmyndaleikstjóri þetta að segja þegar hann veitti Menn- ingarverðlaunum DV móttöku fyrir kvikmynd sína Magnús: „Ég er óánægður með hvernig staðið er að yfirstjórn kvikmynda- mála núna. Aðalábyrgðin er hjá menntamálaráðherra, Svavari Gestssyni, sem hefur staðið verr að þessum málum en nokkur annar menntamálaráðherra frá því að kvikmyndavorið byijaði. Svavar hefur farið næst því að drepa niður kvikmyndagerðina á þessum ára- tug.“ Menn reisa sér minnisvarða með verkum sínum. Sumir með andleg- um stórvirkjum á sviði vísinda og lista, aðrir með illvirkjum. Sagan skipar illvirkjunum í ákveðinn flokk. Þar standa lærifeður Svav- ars þykkir fyrir. í hvaða flokk ætli sagan skipi rógtækninum Svavari Gestssyni? Markaðsdagar í Borgarnesi Markaðsdagar í Borgarnesi verða haldnir nú um helgina. Mark- aðsdagar era tjaldmarkaður þar sem tugir fyrirtækja og einstakl- inga selja allt milli himins og jarð- ar. Meðal afurða má telja: Njóla- marmelaði, hákarl, slípaða eðal- steina og óvenjulega kornblöndu. Fjölbreytt dagskrá verður á Mark-. aðsdögum og má þar nefna; götu- leiki, ökuleikni, eldgleypa, trúða, spilakassakeppni, NBÁ skipti- myndamarkað og margt fleira. Á laugardagskvöldinu kl. 20.30 verða útitónleikar á plani Shell- stöðvarinnar í Borgamesi og eru það hljómsveitimar: Draumalandið og Bogomil font sem halda uppi stuðinu. (Fréttatilkynning) berstrípuð. Svavar Gestsson getur skreytt sig með því að vera öflug- asti rógtæknir íslenskrar sögu á Höfundur er rithöfundur og kvikmyndaleikstjóri og hefur verið settur framkvæmdastjóri Ríkissjón varpsins til eins árs. Happatalan þín er Bakhjarl Sparisjóðs vélsfjóra gaff 6,85% ársávöxtun ffyrstu 6 mánuði ársins. UaUhjarl Sparisjóðs vélstjóra er 24 mánaða innlánsreikningur fyrir þá sem vilja njóta hagstæðustu ávöxtunarkjara hjá sparisjóðnum. Þú býrð við öryggi með Bakhjarli Sparisjóðs vélstjóra. SPARISJOÐUR VELSTJORA ■úvöxtun • rádgjöf • þjónusta Uppskera í hámarki! Verð i lágmarkl! I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.