Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 3?~ l í I I I > I I í > > I > Evrópuferðir - Ríkis- útvarpið - Plús film Frá Sveini M Sveinssyni: Vegna greinar Jóhönnu Tryggva- dóttur hjá ferðaskrifstofunni Evr- ópuferðum í Morgunblaðinu 12. júlí síðastliðinn telur undirritaður nauð- synlegt að upplýsa lesendur um samskipti Plús film hf., Evrópu- ferða og Ríkisútvarpsins Sjónvarps haustið 1989. Margir sem lásu umrædda grein hafa haft samband til að vita um hvað málið íjallar og því ógjömingur var að komast að því við lestur greinarinnar. Sumarið 1989 gerði Plús film samning við Ferðaskrifstofu í Reykjavík um að gera kynningar- mynd um ferðamannastaðinn Be- nidorm. Einnig hafði Friðrik Brekk- an, þá starfsmaður Evrópuferða, minnst á gerð myndar í Norður- Portúgal á vegum Evrópuferða. Undirritaður hóf strax könnun á hvaða íslendingar væru staddir á þessum slóðum með það fyrir aug- um að gera þætti fyrir sjónvarp. Það kom svo í ljós að nokkrir áhuga- verðir einstaklingar voru á svæðinu og var haft samband við Ástu R. Jóhannesdóttur dagskrárgerðar- mann, sem þá starfaði sem farar- stjóri á Benidorm, til að sjá um handrit og umsjón þáttanna. Það gekk eftir. Minnst var á þessa hug- mynd við dagskrárstjóra Sjónvarps og taldi hann þetta nokkuð áhuga- vert sjónvarpsefni, en engir samn- ingar voru gerðir. Þegar samningur var gerður við Evrópuferðir um gerð kynningarmyndar og tveggja sjónvarpsauglýsinga lá _ það ljóst fyrir að Plús film ásamt Ástu Ragn- heiði ætluðu að gera sjónvarps- þætti um íslendinga í Portúgal í þessari sömu ferð. Jóhanna var reyndar ánægð með að þurfa ekki að greiða fargjöld til og frá megin- landi Evrópu. í samningi Plús fiim og Evrópuferða var tekið fram að reynt yrði að selja kynningarmynd Evrópuferða til RÚV eða Stöðvar 2 og rynni ágóði af þeirri sölu til Evrópuferða að frádregnum vinnslukostnaði við þær breytingar sem sjónarpsstöðvamar færu fram á. Upptökulið eyddi síðan 5 dögum með Friðriki Brekkan og fulltrúa ferðamála Norður-Portúgal og 7 dögum með Ástu Ragnheiði við upptökur í Portúgal. Þegar heim var komið skilaði Plús fílm síðan 2 kynningarmynd- um, annarri með ensku tali og hinni án texta, til Evrópuferða á tilskild- um tíma. Stór hluti myndefnisins var tekinn við gerð þáttanna um íslendingana og nutu Evrópuferðir þess. Einnig var ferðaskrifstofunni afhent fullfrágengin sjónvarpsaug- lýsing. Evrópuferðir greiddu síðan ‘/3 af umsömdu verði í sænskum krónum, sem komu erlendis frá, og hluta af útlögum kostnaði vegna bflaleigubíls, en síðan ekki söguna meir. Jóhanna skrifaði reyndar upp á víxla að upphæð kr. 100.000 sem Plús film þurfti síðan að leysa út með tilheyrandi kostnaði. Jóhönnu var gerð grein fyrir að Plús film }mni ekki frekar í málinu fyrr en hún hefði gert hreint fyrir sínum dyrum og svo er ekki enn. Heildar- útgjöld ferðaskrifstofunnar vegna þessa samnings við Plús fílm voru því tæpar fímmtíu þúsund krónur (bílaleigubíllinn). Plús film og innlend dagskrár- gerð Sjónvarps gerðu síðan með sér staðlaðan samning um kaup á þátt- unum „íslendingar í Portúgal“ í umsjón Ástu R. Jóhannesdóttur al- gjörlega óháðan ferðaskrifstofunni Evrópuferðum. Jóhanna heldur því reyndar fram í grein sinni að í samningnum séu einhver sérákvæði hennar vegna, en svo er ekki. Ef hún skoðaði aðra samninga kæmist hún að því. Vandi Jóhönnu Tryggvadóttur hefur ekkert að gera með innlenda dagskrárdeild Sjónvarpsins, yfir- menn þess eða Ástu R. Jóhannes- dóttur. Evrópuferðir létu birta sjón- varpsauglýsingu þá sem Plús Film gerði hjá auglýsingadeild Sjón- varpsins snemma á árinu 1990. Jóhann greiddi ekki þær birtingar frekar en annað og er það ástæða eðlilegra innheimtuaðgerða auglýs- ingadeildar Sjónvarpsins. Það hlýtur að vera erfitt að lifa við stöðugan ótta við að allir reyni sífellt að svindla á sér, en svo virð- ist vera með suma. Undirritaður bendir Jóhönnu á að það sem hún vill að aðrir geri henni, það skal hún einnig gera öðrum. Sveinn M. Sveinsson Plús film hf Tryggvagötu 10, Reykjavík Pennavinir Bandarískur 25 ára karlmaður með margvísleg áhugamál: Ken Caflamme, Box 538-819559, 1150 Sco. Allapattah Road, Indiantown, Fl. 34956, U.S.A. ítalskur 28 ára karlmaður sem getur ekki um áhugamál: Gabriele Tognacci, Via M. Gorki 7, 40128 Bologna, Italy. Frá Ghana skrifar 26 ára kona með áhuga á ljósmyndun: Christina Emma Quarshie, P.O. Box 1135, Cape Coast, Ghana. Fjórtán ára ítölsk stúlka með margvísleg áhugamál: Maike Tiemann. Sonnleitenstrasse l'A, 8170 Bad Tölz, Germany. Þýsk 33 ára kona með margvís- leg áhugamál: Christiane Berkenbosch, Im Bottermoor 6, 27404 Heeslingen, Germany. LEIÐRÉTTINGAR Féll úr dómi í tónlistardómi sem birtist um Tríó Reykjavíkur í gær, föstudag, féllu út hlutar af setningum sem röskuðu samhengi. Réttur er text- inn þessi: „Tríó í e-moll, op. 67 eft- ir Sjostakovitsj er stórbrotið lista- verk, sterkt í formi og tónbálkurinn samfelldur og efnisríkur. í fyrsta þættinum var sorgin vegna vina- missis ráðandi og í öðrum þætti hverfur höfundurinn til minning- anna sem birtast í þjóðlegum og allt að því bamalegum söngstefj- um.“ Og ögn síðar: „Sem innskot og í tilefni sýningarinnar, lék Halldór smá lag eftir Carl Hasse, vin og aðdáanda málarans og lék Halldór þetta saklausa lag mjög fallega." Rangt skip Á forsíðu blaðsins „Úr verinu" siðastliðinn miðvikudag misritaðist nafn togarans, sem fékk risahalið og mynd var af. Skipið, sem mynd- in er af er Árbakur EA 308. Hlutað- geigendur eru beðnir velvirðingar. Y en ekki C í fyrirsögn fréttar sem birtist sl. fimmtudag um opnun á sýningu þýska listamannsins Ludvig Gose- vitz í sýningarsalnum Annarri hæð, misritaðist föðurnafnið og var hann kallaður Gosecitz. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar. VELVAKANDI TAPAÐ/FUNDIÐ Fatnaður í poka KVENFATNAÐUR fannst í poka merktum versluninni 5. stræti á bílastæði á efra bílastæði bak við Hagkaup í Kringlunni. Ofan í pokanum var annar poki merktur Hagkaup og voru kvenmannsföt í honum líka. Upplýsingar eru gefnar í síma 680210. Týndur bakpoki RÓNDÓTTUR, svartur og hvít- ur, bakpoki tapaðist í miðbænum sl. föstudagskvöld. Finnandi vin- samlega hringi í síma 75037. Körfuboltamyndir TAPAST hafa á annað hundrað myndir af körfuboltastjömum. Finnandi vinsamlega hringi í síma 12983. Veski tapaðist SVART veski með rauðri og gulri rönd utan um og Ólympíumerk- inu framan á tapaðist 19. júlí sl. í Norðurmýri eða Hlíðahverfi. Finnandi vinsamlega hringi í síma 12798. Týnt hjól SVART og dökkfjólublátt hjól hvarf frá Bogahlíð 9 aðfaranótt 18. júlí. Hjólið er af gerðinni Pro-Style. Finnandi vinsamlega hringi í síma 679147. MÓANÓRA OG TÖSKUR SVANHILDUR í versluninni Móanóru, Laugavegi 17, hafði samband við Velvakanda vegna auglýsingar sem birtist sl. fímmtudag þess efnis að ung stúlka hafi tapað Móanóm-tösk- unni sinni. Hafí stúlkan ekki haft erindi sem erfiði við leit tösk- unnar má hún hafa samband við verslunina og ætlar verslunin þá að gefa henni aðra tösku. LÍTIL GÆLUDÝR í TÍVOLÍ HVERAGERÐI í BYRJUN júlí birtist í Velvak- anda bréf Jóns Magnússonar hundavinar um gæludýr í Tívolí Hveragerði. Ég vil þakka honum hlý orð í garð Tívolís Hveragerð- is og vonast eftir að sjá hann og fjölskylduna sem oftast hjá okk- ur, en fjölskylda hans var hjá okkur einhvern þriðjudaginn í júlí. Kvörtun Jóns vegna banns við hundahaldi í Tívolíinu vil ég svara þannig: Varðandi tíkina Topp, þá er hún af sjeffer-kyni og flokkast varla undir lítil gæludýr eins og segir í bréfinu, jafnvel þó að Toppur sé aðeins fimm mánaða. Toppur var ekki með hundaól og lék því lausum hala í öllu Tívolí- inu. Þess vegna var Jón beðinn að vista hundinn utanhúss meðan á heimsókninni stóð. Hundahald í Tívolíinu er leyfi- legt ef um er að ræða kjöltu- rakka enda séu þeir í bandi allan tímann. Öll gæludýr em velkom- in að ég taji nú ekki um lítil gæludýr. F.h. Tívolís Hveragerðis, Ólafur Ragnarsson. Ættarmót Feliskotsættar verður haldið í Aratungu í Biskupstungum dagana 6. og 7. ágúst 1993. Sameiginlegt borðhald verður í Aratungu laugar- daginn 7. ágúst og hefst dagskrá á tjaldstæðinu kl. 17.00. Æskilegt er að fólk láti vita um þátttöku fyrir 3. ágúst í sím- um 91-651089 Sigríður Þorláksdóttir og 98-22371 Eyvindur Þórarinsson. Ath.: Farfuglaheimili er á staðnum, símar 98-68830 og 68B31. ---------------------------------\ Frá París Fyrir brúðkaupsveisluna meiriháttar kjólar, dragtir, pils og blússur. ,Mér'\ Laugavegi 54, 2. hæð, sími 624710. V_________________________________ Gabriel HÖGGDEYFAR STERKIR, ORUGGIR ÓDÝRIR! SKEIFUNNI 5A. SIMI: 91 - 8 47 88 Auglýsing um starfsleyfistillögur skv. gr. 8.4. í mengunamrnareglugerð nr. 396/1992 I samræmi við gr. 8.3. ofangreindrar reglugerðar liggja frammi til kynningar hjá upplýsingaþjónustunni (1. hæð) í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 26. júlí nk., starfsleyfistillögur fyrir eftirtalin fyrirtæki: 1. Hreyfill sf., biðstöð við Lönguhlíð. Fellsmúla 26, 108 Rvík. 2. Hreyfill sf., biðstöð við Hlemm, Fellsmúla 26, 108 Rvik. 3. Bæjarleiðir sf., skiptistöð í Mjódd Langholtsvegi 115 104 Rvík. 4. Regnbogaframköllun Siðumúla 34 108 Rvik. 5. Tokyo (framköllun) Laugavegi 116 101 Rvík. 6. Borgarprent hf. Skipholti 11-13 105 Rvík. 7. Merking Brautarholti 24 105 Rvik. 8. Vélvík Dugguvogi 17-19 104 Rvik. 9. Málmsmiðjan hf. Funahöfða 7 112 Rvík. 10. Innréttingar og húsgagnasprautun Dugguvogi 10 104 Rvík. 11. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Laugardal 104 Rvík. 12. Haraldur Guðjónsson (bílaréttingar) Grettisgötu 50 101 Rvík. 13. Bilaleigan Geysir hf. (bilaspr. og réttingar) Dugguvogi 10 104 Rvík 14. Bræðurnir Ormsson hf. (vélaverkstæði) Lágmúla 9 108 Rvík. 15. Pústþjónusta BJB Sigtúni 3 105 Rvík. 16. Bón- og bílaþvottastöðin Bíldshöfða 8 112 Rvik. 17. Bón- og þvottastöðin Sigtúni 3 105 Rvík. 18. Kringlubón Kringlunni 4 103 Rvik. 19. Litla bónstöðin Síðumúla 25 108 Rvik. 20. Hjó Jobba Skeifunni 17 108 Rvík. 21. Stjörnubón Bildshöfða 14 112 Rvík. 22. Gljáinn Ármúla 26 108 Rvík. 23. Bílaþvottastöð Skeljungs Laugavegi 180 105 Rvík. 24. Stóra bllaþvottastöðin Þórðerhöfða 1 112 Rvík. 25. Bón og þvottur Skeifunni 5 108 Rvik. 26. B.T. þjónustustöðin (bílaþvottur) Klettagörðum 11 104 Rvík. 27. Strætisvagnar Reykjavlkur (bílaþvottur) Borgatúni 35 105 Rvík. 28. Bónstöð Reykjavíkur Hverfisgötu 105 101 Rvik. 29. Besta bón og þvottur Ármúla 1 108 Rvik. 30. Laugin sf. Vatnagörðum v/Holtaveg 104 Rvík. 31. Gæðabón Ármúlo 17a 108 Rvik. 32. Aðalbónstöóin Suðurlandsbraut 32 108 Rvík. 33. Bón og þvottur Vatnsmýrarvegi 10 101 Rvik. 34. Olíufélagið hf. (bón- og þvottastöð) Gagnvegi 2 112 Rvik. 35. Olíufélagið hf. (bílaþvottastöð) Skógarseli 100 109 Rvík. 36. Bónus Bón — Bóntorg Súðarvogi 40 104 Rvík. 37. Bónhöllin Dugguvogi 10 104 Rvík. Rétt til að gera athugasemdir hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi, svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. íbúar þess svæðis, sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir, sem málið varðar. Athugasemdir, ef gerðar eru, skulu vera skriflegar og sendast Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur, Drápuhlíð 14, 105 Reykjavík fyrir 24. ágúst nk. Heilbrigóiseftirlit Reykiavikur. 'ffi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.