Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 fólk i fréttum LYTALÆKNIN G AR Fór fimmtán ára í brjóstaaðgerð Soleil Moon var þekkt bama- stjarna í Bandaríkjunum fyrir um það bil 5-10 árum, en þá lék hún Punky Brewster í samnefndum sjónvarpsþáttum. Frægðin olli henni þó ekki vandræðum. Hins vegar þegar hún var orðin fimmtán ára komu upp vandamál sem hún átti ekki von á. Hún var orðin svo bijóstastór að það olli henni óþæg- indum bæði líkamlega og andlega. Hvar sem hún fór varð hún vör við aðfínnslur eða það var flautað á eftir henni. Ef hún fór út að skokka var kallað til hennar ósmekklegum athugasemdum. Hún segist ekki einu sinni hafa getað faðmað fólk með góðu móti og þyngslin á bijóst- unum gerðu það að verkum að hún fann til í bakinu. Þar fyrir utan heftu svo stór bijóst leikkonu á hennar aldri, því hún gat ekki leikið jafn- aldra sinn. Hún ákvað því að fara í bijóstaaðgerð eins og um það bil 2.500 aðrar bandarískar stúlkur á svipuðum aldri gera. Líðanin eftir aðgerðina var þó langt frá því að vera góð og næstu sex mánuði gat Soleil hvorki lyft handleggjunum né sofíð öðruvísi en á bakinu. Var kærasta Marky Mark Soleil kveðst ekki oft hafa verið á föstu, því það var sama hversu stráknum þótti vænt um hana, alltaf fannst henni bijóstin vera aðalatrið- ið. Hún var um tíma með leikaranum Eddie Furlong, sem Iék í Terminator 2 og síðar með rappsöngvaranum Marky Mark. „Þegar ég fór baksviðs eftir tónleika Markys litu stelpurnar á mig eins og ég væri eitthvert frík,“ er haft eftir Soleil. Smám saman missti hún sjálfstraustið. „Mér var skapi næst að fara heim og grenja," segir hún í viðtali við tímaritið Pe- ople. Lágmarksaldur 16 ár Að öllu jöfnu er ekki ráðist í lýta- aðgerð fyrr en viðkomandi er orðinn 16 ára. Þó eru gerðar undantekning- ar eins og í tilviki Soleil, því hana vantaði þijá mánuði upp á aldurinn. Hún kveðst vera mjög ánægð með útlitið núna. „Ég vissi ekki að ég yrði svona ánægð. Nú líkar mér við líkama minn og ég nýt þess að vera táningur," sagði hún. sem 21.500 unglingar gangast undir lýtaaðgerðir árlega Um það bil 21.500 drengir og stúlkur á unglings- aldri gangast undir ýmiss konar lýtaaðgerðir í Bandaríkjunum ár hvert. Dr. Vivian Center Seltzer, prófessor við Pennsylvaníuháskóla, sagði í viðtali við People að ef líkamslýti væru veruleg og brytu niður sjálfstraust tánings væri lýtaaðgerð til bóta. Venju- lega væri þó reynt að fresta aðgerðinni um nokk- ur ár eða þar til fullum vexti væri náð. Hún kannaðist við að sjónvarps- og kvikmynda- i stjömur hefðu áhrif á unglinga í þá átt, að ! þeim fyndist ýmislegt bagalegt við eigið útlit og þeir væm sífellt að reyna að líkjast goðun- um. Að lokum var hún spurð hvernig foreldr- ar gætu hjálpað börnum sínum að efla sjálfs- traustið og byggja það ekki á því sem kvik- myndir sýndu. Hún svaraði því til, að nauð- synlegt væri að gera börnum grein fyrir hvaða kostum þau væru prýdd án tillits til útlits, í hvert skipti sem hægt væri að benda á góða eiginleika væri sjálfstra-*- ustið smám saman byggt upp. UPPBOÐ Bréf frá Lennon fórá 240 þúsund Bréf frá John Lennon til manns að nafni Tom Bonifield var selt á uppboði í New York fyrir nokkru á rétt um 240 þúsund íslenskrar krónur. Það var árið 1971 að Tom þessum blöskraði von- leysið í texta Lennons á plöt- unni Imagine. í titillaginu seg- ir m.a.: ímyndið ykkur að það sé ekkert himnaríki til... Tom sendi því fyrrverandi bítlinum bréf þar sem hann hvatti hann til að vera bjartsýnni. Lennon sendi handskrifað svarbréf og í því stóð eitthvað á þessa leið: Heyrðu, vinur. Af hveiju getið þið Jesús-vinir ekki látið fólk í friði? Ástandið r hefur verið eins í tvö þús- und ár — ætlið þið aldrei að læra neitt? Þeir sem vita tala ekki. Þeir sem tala vita ekki. Hugsun þín kemur ekki fram í hugsjúku bréfí þínu, sonur sæll. Eins dauði er annars brauð. „Peace off!“. John + Yoko. Joe Mann er einn þeirra 21.500 unglinga árlega fara í lýtaaðgerð. Hann hafði orðið fyrir miklu aðkasti vegna þess hversu nefið var stórt. Meira að segja læknirinn viður- kenndi að þetta væri eitt stærsta unglingsnef sem hann hafði séð og því hefði hann ákveðið að þörf væri á aðgerð. Hann kvaðst þo alltaf vera varkár þegar drengir væru annars vegar. Soleil var aðeins fimm ára þegar hún fékk hlutverk í myndinni „Hver gætir barn- anna minna?“. Þá lék hún í mörg ár í sjónvarpsþáttunum Punky Brewster. Hún segist vera ánægð með aðgerðina og nú geti nú einbeitt sér að því að vera hún sjálf, auk þess sem hún geti nú valið úr fleiri hlutverkum. John Lennon KLUBBURINN SÆNSKAR GO-GO" STULKUR A HOTEL ISLANDI Næstu helgar munu þær Jannica Midas og Sara Simsson koma fram 5 sinnum á kvöldi og skipta jafnoft um búninga og dansa við tónlist frá diskótímabilinu. Diskótekarar Daddi DJ — Alli Bergás - Gísli Sveinn Hollywood/Sigtún rifja upp gamlar rispur. HÚTEL Jj'I.AND MIÐASALA OG BORÐAPANTANIR I S: 687111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.