Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 í fótspor latínu- skólapilta 1864 Greinarhöfundur við fallbyssu Akureyringa á byggðasafninu. Sr. Sigiu-ður á gæðingi sínum Sporði. eftir Leif Sveinsson i. Seint í ágúst 1864 lögðu þrír 16 ára piltar úr Fljótsdal af stað áleið- is til Reykjavíkur til þess áð þreyta inntökupróf í hinn lærða skóla í Reykjavík eins og hann hét þá (nú MR). Piltar þessir voru: Sigurður Gunnarsson frá Brekku, Stefán Sig- fússon frá Skriðuklaustri og Þor- varður Andrésson Kjerúlf frá Mel- um. Þeir höfðu allir lokið undirbún- ingsnámi vorinu áður hjá síra Sig- urði Gunnarssyni prófasti á Hall- ormsstað. Síra Sigurður fylgir pilt- unum fyrsta áfangann, en Andrés á Melum allt til Ámaness í Nesjum. Hefst ferðin á Þorgerðarstöðum, innsta bæ í syðra botni Fljótsdals. Síra Sigurður hafði forystu í för okkar og „stefndi nú suður öræfí, um Sviðinshomahraun, fram hjá Kelduárdrögum, með Vatnajökul á hægri hönd, en Þrándarjökul til vinstri, og það svo nærri honum, að við riðum á hjarni við rætur hans æði spöl. Var þá all- skammt í Geit- hellnabotn". „Að bijóta sér veg, þar sem enginn var fyr- ir“ var mjög að skapi síra Sigurðar á Hallormsstað. Ofangreint er byggt á ferðasögu langafa míns Sig- urðar Gunnarsson- ar, er hann reit á fyrsta degi þorra 1932 og birtist í Eimreiðinni sama ár: „Fyrir sextíu og sjö árum“. Ég hafði lengi haft mikla löngun til þess að feta í fótspor langafa míns og aka um svipaðar slóðir og heimsækja sem flesta af þeim áfangastöðum, sem þeir félagar gistu á í för þeirra á vit menntagyðjunnar. Því var það föstudaginn 16. júlí sl. að við hjónin lögðum upp frá Akureyri um hádegið og var áfangastaður okkar Hallormsstað- ur. Eftir góða máltíð á Edduhótel- inu ókum við að þeim þrem bæjum, sem skólapiltamir voru ættaðir frá, að Brekku, Melum og Skriðu- klaustri. Skoðuðum kirkjuna á Val- þjófsstað, þar sem langafi minn varð seinna prestur. II. Laugardaginn 17. júlí hefst svo pílagrímsför okkar hjóna og komum við fyrst að Hofí í Álftafírði, en þar höfðu þeir fímmmenningamir komið seint að kveldi úr Geit- hellnadalnum og gistu hjá séra Þórarni Erlendssyni á Hofi. Við skoðum kirkjuna með leiðsögn heimamanns og mikið rétt, í kirkju- garðinum er leiði sr. Þórarins, f. 1800, d. 1898. Af sr. Þórami er mikil ætt komin, m.a. Tuliniusar- ættin. Rétt er að geta um hestakost skólapiltanna, þeir vom allir ein- hesta, en með einn klyfjahest undir farangur. Langafí reið Sandfells- bleik, 20 vetra hesti, sem móðir hans Guðrún Hallgrímsdóttir hafði eignast, er hún var enn í föðurhús- um hjá Hallgrími Ásmundssyni á Stóra-Sandfelli. Síra Sigurður varð eftir að Hofi og hóf þar kirkjuskoð- un, en Andrés og þremenningarnir halda suður Lónsheiði að Stafafelli í Lóni. í dag liggur þjóðvegurinn um Hvalnesskriður, svo ekki er unnt að fylgja leið þeirra félaga, en við höfðum þó ekið um Lóns- heiði 1972. Þeir gistu hjá sr. Bjama Sveinssyni á Stafafelli í Lóni, en hann var faðir sr. Jóns forseta hins evangelísk-lúterska kirkjufélags í Vesturheimi. Við hjónin skoðum nú kirkju- garðinn í Stafafelli og þar er leg- steinn sr. Bjarna með áletrun: Sra. Bjami Sveinsson, d. 3. ág. 1889. „0 blessuð stund er burtu þokan líður“ d. á 77. ári. Næsti áfangi þeirra félaga var Árnanes í Nesjum og gistu þeir þar hjá héraðshöfðingjanum Stefáni al- þingismanni Eiríkssyni. Þar sneri Andrés Kjerúlf við. Við hjónin gistum aftur á móti hjá Áma Stefánssyni í Hótel Höfn eftir frábæra dagleið frá Hallorms- stað. Ógleymanlegt var útsýnið, sem opnaðist okkur á Breiðdals- heiði. 011 leiðin þaðan að Almanna- skarði var ein fegurðaropinbemn, óslitin litasinfónía alla leið. III. Snemma er risið úr rekkju sunnu- daginn 18. júlí. Morgunverður snæddur og fyrsti áfangastaður Kálfafellsstaður. Þar gistu þeir þre- menningarnir hjá sr. Þorsteini Ein- arssyni og ræddu við dóttur hans, Torfliildi, er síðar átti Jakob Hólm í Hólanesi, varð hin merkasta kona. Ekki fínnum við leiði sr. Þorsteins í kirkjugarðinum, hann mun vera jarðsettur annars staðar. Við rétt rennum upp að Jaðri og köstum kveðju á Ingimar bónda, hinn kunna hestamann og hrossaræktanda. IV. Eftir að hafa drukkið kaffíð okk- ar við Jökulsárlónið og skálað við jakana, ökum við að næsta áfanga- stað þeirra félaga, Hnappavöllum. Eigi mundi sr. Sigurður eftir 67 ár nafn bóndans, sem þeir gistu hjá, en það þekkja allir Hnappavelli, þaðan var Páll Þorsteinsson kenn- ari og alþingismaður, einna seigast- ur fyrirgreiðsluþingmaður íslands- sögunnar. Næsti áfangi þremenn- inganna var Svínafell og gistu þeir þar hjá Sigurði Jónssyni bónda, sem fylgdi þeim síðan yfír Skeiðarár- sand næsta dag. Að Svínafelli hafði ég komið 1935, þá átta ára, er fað- ir okkar fór með okkur bræður ríð- ándi frá Teigingarlæk að Skapta- felli, yfír Skeiðarársand, og til baka. Veðrið er frábært, glaðasólskin í „sveitinni milli sanda“ eins og Ör- æfasveitin er kölluð. Næst gistu þremenningarnir hjá Eyjólfi bónda Stefánssyni að Núpsstað, en nú býr þar Eyjólfur Hannesson. Við tökum tal saman og þótti honum merki- legt, að maður væri að rekja slóð þriggja manna eftir 129 ár. Eyjólf- ur er sonur Hannesar á Núpsstað, sem flestir hafa heyrt getið. V. Frá Núpsstað héldu þremenning- amir að Kirkjubæjarklaustri til Árna sýslumanns Gíslasonar. Eigi „Það tók okkur tvo daga að aka það sem skólapiltar riðu á rösk- um hálfum mánuði. Le- sandanum læt ég eftir að meta þær framfarir, sem orðið hafa í sam- göngumálum á Islandi á 129 árum.“ þurftum við að leita að leiði hans þar, því það þekki ég úr kirkjugarð- inum í Krýsuvík, þar sem hann er jarðsettur. Við snæðum dýrindislax úr Skaftá í hinu stórglæsilega hót- eli staðarins, nú er 20 stiga hiti, þetta er unaðslegur staður. Við skoðum minningarkirkju Jóns Steingrímssonar eldklerks og leggj- um síðan af stað á ný. Við treystum okkur ekki í næsta áfanga þeirra félaga, Þykkvabæjarklaustur, því þar er ég alls ókunnugur. Þar bjó 1864 Sigurður Nikulásson, faðir Bjarna Sigurðssonar er lengst var skrifstofustjóri Varðar. Næsti áfangi félaganna var Höfðabrekka, þeir gistu þar hjá Jóni Jónssyni umboðsmanni þjóð- jarða í Skaftafellsþingi. Við rennum heim að Höfðabrekku, þar er nú bændagisting, en árið 1954 dvaldi þar Júlíana Sveinsdóttir listmálari, föðursystir mín, og ætlaði að mála nokkrar myndir þar. Varð minna úr því en skyldi, því Höfðabrekku- Jóka vildi halda um pensilinn líka. Þó varð þarna til ein allra fegursta mynd Júlíönu, Hjörleifshöfði. Frá Höfðabrekku héldu þeir félagar um Kerlingardal, Heiði og Steigarháls, að Felli í Mýrdal. Að Felli var þá prestur síra Gísli skáld Thoraren- sen. Gistu þeir hjá sr. Gísla og höfðu gaman að ræða við þennan mann: „fullan af spaugi og orðkringan mjög“ (orðkringi = hnyttni). Næsti áfangastaður þremenning- anna var Holt undir Eyjafjöllum og þar dvöldu þeir í tvo daga hjá sr. Birni Þorvaldssyni, föður Þorvaldar lögregluþjóns í Reykjavík (Valda pól), en hann var aftur á móti fað- ir Stefáns Þorvaldssonar á Kálfa- felli í Fljótshverfi, sem fylgdi okkur feðgum yfír Skeiðarársand 1935. Tími okkar leyfði ekki heimsókn í Fell eða Holt, þar sem við ókum 509 km á einum degi frá Horna- firði til Reykjavíkur. Eigum við þessa bæi eftir. Næst gistu þeir félagar líklega í Þykkvabænum eða á Sandhóla- feiju, langafí man það ekki. Eftir að hafa verið feijaðir yfir Þjórsá ríða þeir um Loftsstaði hið neðra, allt að Litla-Hrauni. Við sleppum Litla-Hrauni, því ég kom þar oft og mörgum sinnum á vegum Vernd- ar með Árelíusi Níelssyni að boða föngum fagnaðarerindið rétt fyrir jólin. Árið 1864 réði aftur á móti ríkjum að Litla-Hrauni Þórður sýslumaður og kanseílíráð Guð- mundsen. Þeir gistu hjá honum og ræddu við Margréti dóttur hans, er giftist sr. Páli Sigurðssyni í Gaul- veijabæ. Þau voru foreldrar Áma Pálssonar prófessors. í páskaræðu sinni 1885 réðist sr. Páll fyrstur manna gegn útskúfunarkenning- unni og veri hann ævinlega blessað- ur fyrir það. VI. Nú fer að styttast leiðin hjá þeim skólapiltum, þeir slást í för með frú Guðlaugu Guttormsdóttur, konu Gísla læknis Hjálmarssonar og Guð- rúnu dóttur hennar, er síðar varð kona Eiríks prófessors Briem. Var síðan haldið um Ölfusið og sem leið lá að Bessastöðum, þar sem Gísli og Guðlaug bjuggu. Þeir Gísli og Sigurður á Hallormsstað voru svil- ar, tengdasynir Guttorms í Valla- nesi Pálssonar. „Frá Bessastöðum var okkur fylgt til Víkur“, segir í frásögn langafa. Þótti okkur daladrengjun- um það furðumikill bær. Hafa íbú- arnir verið þá að líkindum um 1500. Fjárhaldsmaður langafa míns öll skólaár hans var Jón Arnason þjóð- sagnaritari. Hjörleifshöfði eftir Júlíönu Sveinsdóttur, máluð 1954.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.