Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 23 . , Morgunblaðið/RR. Fiskur ut um allt MIKIL mildi var að ekki skyldi verða slys á fólki er vörubíllinn rann um lengd sína á Gatnabrú í Mýrdal. Bflvelta í Mýrdal Litla Hvammi, Mýrdal. VÖRUBÍLL frá Hafnarfirði fór á hliðina í Gatnabrú í Mýrdal um 9 leytið á þriðjudagskvöld. Var hann að koma frá Höfn í Horna- firði með 12 tonn af fiski er áttu að fara á fiskmarkað syðra. Fljótlega dreif að menn úr ná- grenni og frá Vík með vélar og fiskkassa til að setja farminn í, réttu síðan bílinn við. Er skipt hafði verið um olíu á bílnum gat hann haldið ferð sinni áfram eftir um flögurra tíma stans, en þó án þess að taka farminn með. Var öll yfir- bygging bílsins að sjá mikið skemmd. Annar bíll tók síðan farm- inn suður seinna um nóttina. Öku- maður slapp ómeiddur. - Sigþór. Er bíllinn var kominn um miðja vegu niður brattann, fóru brems- urnar skyndilega af og ætlaði öku- maður að koma bílnum í lægri gír, en heppnaðist ekki svo hann fríhjól- aði niður að næstu beygju þar sem ökumaður lagði snarpt á hann inn- úr beygjunni, með þeim afleiðing- um að farmurinn kastaðist út í yfirbygginguna og lagði bílinn á götuna. Rann bíllinn um lengd sína á hliðina eftir veginum og fiskurinn flóð út um allt. Bygging fyrir aldraða á Höfn í Hornafirði Ekra og Lands- bankinn semja EKRA, sjálfseignarstofnun, hefur samið við Landsbanka íslands um fjármögnun og ráðgjöf við byggingu íbúða fyrir aldraða á Víkurbraut 28 á Höfn. Þetta fyrirkomulag á sífellt meiri vinsældum að fagna og Landsbankinn hefur nú fjármagnað byggingar eldri borgara víða á landinu og á höfuðborgarsvæðinu. London frá 68 kr* Með slíkum samningi vinnst tvennt: Félagsmenn fá góðan tíma til að selja íbúðir sínar eða losa um annað fé og hagstæðir samningar nást við verktaka, þegar traustur aðili tekur að sér að tryggja fjár- mögnun verksins. Hönnuður hússins er Kím sf., byggingaraðili er Trévirki sf., Lands- bankinn annast fjármögnun þess og Fjarhitun fer með byggingar- og kostnaðareftirlit. Landsbankaútibúið á Höfn annast alla þjónustu og fyrir- greiðslu við kaupendur og hefur Ní- els Jónsson útibússtjóri yfírumsjón með þeim málum. Samningur Landsbankans og Ekru var undirritaður 16. júlí og eru byggingarframkvæmdir hafnar. Hér er um 13 íbúðir að ræða auk þjón- usturýmis sem bæjarsjóður stendur að. Heildarkostnaður er um 80,5 milljónir kr. á verðlagi í maí 1993. Samninginn undirrituðu Guð- mundur Jónsson og Sigurður Hjalta- son af hálfu Ekru hf., Níels Jónsson útibússtjóri og Edvard Ragnarsson Góðir gestir FÉLAGAR úr Flugklúbbi Mosfellsbæjar sóttu Hólmvíkinga heim laugardaginn 17. júlí sl. Flugdagnr á Hólmavíkurvelli H61mavík. ÞAÐ VAR mikið um að vera á Hólmavíkurflugvelli þegar félagar úr Flugklúbbi Mosfellsbæjar fjölmenntu til Hólmavíkur á flugvélum sínum laugardaginn 17. júlí síðastliðinn. Alls komu tólf flugvélar af ýmsum stærðum á staðinn, en einna mesta athygli vakti koma rússneskrar tví- þekju af Antonov-gerð. Meðal far- þega i þeirri vél voru rússnesku sendiherrahjónin á íslandi. Félagar í Flugklúbbi Mosfellsbæj- ar buðu Hólmvíkingum, ungum sem öldunm, í stutta flugtúra og var það vel þegið af heimamönnum. Á annað hundrað Hólmvíkingar komu á stað- inn í tilefni af flugkomunni og þótti dagurinn heppnast einstaklega vel. Miklar framkvæmdir hafa verið á Hólmavíkurflugvelli undanfarið. Lokið er frágangi 1.000 metra flug- brautar og 60 metra öryggissvæða á sitt hvorum enda, auk þess verður ný flugstöð tekin formlega í notkun á næstunni. - M.H.M. Morgunblaðið/Ámi Helgason Hafnarsvæðið fegrað STÓRÁTAK hefur verið gert við fegrun hafnasrvæðisins í Stykkis- hólmi. Myndin er tekin úr Súgandisey. Töluverðar fram- kvæmdir við höfn- Bíianem ina í Stykkishóhni jéffrvib Brekkustíg 38 - Njarðvík - sími 92-15944 - fax 92-15946 Stykkishólmi. TÖLUVERÐAR framkvæmdir hafa í sumar verið við höfnina í Stykk- ishólmi. Meðal annars hefur svæðið allt verið lagt bundnu slitlagi, þar á meðal leiðin út í Súgandisey þar sem flóabáturinn Baldur hefur at- hafnasvæði. Hafnarkanturinn hefur verið hlað- stjóri sagði að þessi framkvæmdir inn varanlega og smekklega. Með ættu að duga lengi enda ættu bæjar- þessu eru nú allir garðar hafnarinnar yfirvöld ávallt að horfa til framtíðar. hlaðnir. Ólafur Sverrisson bæjar- Árni Toyota 4Runner árg. '92, ek. 10 þús., álfelgur, 31“ dekk, sóllúga. af markaðssviði H fyrir hönd Lands- banka íslands og Syava Kristbjörg Guðmundsdóttir og Ásta Guðmunds- dóttir af hálfu bæjarins. (Fréttatilkynning) ♦ ♦ ♦ Gönguferð um Straums- víkursvæðið SUNNUDAGINN 25. júlí kl. 14, mun skátafélagið Hraunbúar í Hafnarfirði stand fyrir hinni mán- aðarlegu sunnudagsgöngu sinni fyrir almenning. Að þessu sinni er ætlunin að taka fyrir svæðið í kringum Straumsvík og Kapellu- hraun. Það er Jón Kr. Gunnarsson rithöf- undur sem leiðir gönguna, en hann er nýbúinn að gefa út bók um Hafn- arfjörð. Gangan hefst við listamið- stöðina í Straumi kl. 14 og mun taka um lVi klst. Allir eru velkomnir í gönguferðir skátanna síðasta sunnu- dag hvers mánaðar. -----»"»'-4--- Engeyjarför á sunnudag Boðið verður upp á tvær skoðun- arferðir út í Engey sunnudaginn 25. júlí. Fyrri ferðin verður farin kl. 10 en sú seinni kl. 14. Gengið verður umhverfis eyna. Farið verður með Viðeyjarferju úr Suðurbugt, bryggju neðan við Hafnarbúðir. Ferðir fýrir alla fjölskylduna. Verð 800 kr., hálft gjald fyrir börn þrettán ára og yngri. Það kostar minna en þig grunar að hringja til útlanda PÓSTUR OG SÍMl * 68 kr.: Verð á 1 mínútu símtali (sjálfvirkt val) til London á dagtaxta m.vsk. Þú svalar lestrarþörf dagsins _ ' stóum Moggans! Biskup til Yestfjarða NÆSTKOMANDI miðvikudag, 28. júlí, hefst vísitasía biskups íslands herra Ólafs Skúlasonar í ísafjarð- arprófastsdæmi. I fréttatilkynnungu frá Biskups- stofu segir: „Biskup hefur vísitasíuna á Hrafnseyri og vísiterar síðan Þing- eyrarkirkju kl. 14. Á fimmtudeginum verður síðan kirkjuskoðun a ðHrauni og á Sæbóli. Biskup mun vlsitera alla söfnuði og kirkjur í prófastdæminu, sem eru 18 talsins. Með biskupi í för verður eiginkona hans, frú Ebba Sigurðar- dóttir og prófastur ísafjarðarpróf- astsdæmis, séra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði. Vísitasíu biskups lýkur 7. ágúst.“ VINDHEIMAMELAR 1993 DAGSKRÁ: Föstudagur 30. júlí Kl. 9.00 Dómar kynbótahrossa. Laugardagur 31. ágúst Kl. 10.00 Töltkeppni - 200 m völlur. Kl. 10.00 Eldri flokkur unglinga. Yngri flokkur unglinga. Kl. 13.00 Gæðaíþróttir A fl. Gæðaíþróttir B fl. Skeið, fyrri sprettur. Yfirlitssýning kynþótahrossa. Björn og Hrímnir. Sigurbjörn og Vídalín. Opin keppni í gæðingaíþróttum. Opin keppni í tölti og gæðingaskeiði. í unglingakeppni leiða saman hesta sína Ólafsfirðing- ar, Siglfirðingar, Húnvetningar og Skagfirðingar. Sunnudagur 1. ágúst Kl. 11.00 Gæðingaskeið. Kl. 13.00 Töltúrslit. Yngri fl. unglinga, úrslit. Eldri fl. unglinga, úrslit. Björn og Hrímnir. Sigurbjörn og Vídalín. Kynbótahross, úrval. Kl. 16.00 Skeið, seinni sprettur. Gæðingaíþróttir B fl., úrslit. Gæðingaíþróttir A fl., úrslit. Verðlaun í skeiði 250 m 1. verðl. kr. 75.000,- 2. verðl. kr. 30.000,- 3. verðl. kr. 20.000,- 150 m 1. verðl. kr. 40.000,- 2. verðl. kr. 20.000,- 3. verðl. kr. 15.000,- Skráning hjá Magnúsi Lárussyni á Hólum í síma . 95-36587 dagana 26. og 27. júlí frá kl. 10-22. Aðgangseyrir kr. 1.500 fyrir alla dagana. Kr. 1.000 á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.