Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 Heimsendafrétt Tímans eftir Svein Hannesson Hún var ekki uppörvandi fréttin í Tímanum 15. júlí sl. sem birtist undir fyrirsögninni Innlendar vörur aðeins 'h af öllum innkaupum heim- ila. Henni er síðan fylgt eftir í leið- ara 17. júlí undir fyrirsögninni Iðn- aðurinn á niðurleið. í báðum tilvik- um er þar fjallað um minnkandi hlut iðnaðar af heildarinnkaupum heimilanna undanfarin fímm ár og vitnað til neyslukönnunar Hagstof- unnar. í fréttinni segir: „Innlendar vörur eru aðeins orðnar lítið brot og stöð- ugt minnkandi, af innkaupum ís- lenskra heimila, öðrum en matvæl- um.“ Kjaminn í fréttinni er þessi tafla (samlagning á ábyrgð Tímans): 1988 1998 % % Búvörur í verðl.grundv. 13,3 9,0 Aðrar innl. matvörur 19,8 17,2 Innfluttar matvörur 5,1 6,2 Matur og-drykkjarvörur 38,2 32,4 Áfengi og tóbak 5,8 6,2 Bíll, bensín, varahlutir 17,7 23,7 Aðrar innfl. vörur 27,8 29,1 Aðrar innlendar vörur 10,7 8,8 Aðrar vörur en matv. 61,8 67,6 Vörukaup alls 100,0 100,0 Þ>ar af fslenskar 43,7 34,9 Gallinn við þessa töflu er sá einn, að hún er lýsing á mælitæki sem Hagstofan notar við útreikning á vísitölu framfærslukostnaðar en Hagstofan telur það raunar rang- nefni og væri réttara að tala um „vísitölu neysluverðs" (Hagtíðindi des. 1992). Þetta er verðkönnun en alls ekki tæki til að mæla markaðs- hlutdeild. Um þetta segir í bréfí Hagstofu íslands til FÍI dags. 21. júlí 1993: „Mestu máli skiptir að um nákvæmlega sömu vöru ogþjón- ustu sé að ræða frá einum mánuði til annars. Vísitala framfærslu- kostnaðar mælir því ekki breytingar á hlutfalli innlendra og erlendra vara í innkaupum heimila. “ Þessar tölur tekur Tíminn svo og breytir í frétt um minnkandi markaðshlut- deild innlendrar framleiðslu! Ein- hvem tíma hefði þetta nú þótt „kryddsíldarblaðamennska" af bestu gerð. Tökum dæmi til skýringar. Af kostnaðarliðunum í töflunni hér að framan sker einn liðurinn sig úr hvað hækkun varðar en það er liður- inn „Bíll, bensín og varahlutir" sem hækkar úr 17,7% af vörukaupum alls í 23,7% sem er 33,9% hækkun. Hér kemur ugglaust hvort tveggja til, aukin bílaeign og aukin skatt- lagning. Þar sem bílar, bensín og flestir varahlutir em innfluttar vör- ur, eykst hlutur þeirra og hlutur innlendrar vöm minnkar, jafnvel þótt ekkert annað hafí gerst og all- ar aðrar vömr væm seldar í óbreyttu magni og á óbreyttu verði, því að heildarkaupin em samtals óbreytt 100,0%. En hvað gerist nú ef innlend iðn- aðarframleiðsla lækkar í verði. Þá lækkar hundraðshluti þessa inn- lenda liðar í heildarútgjöldunum. Hvort tveggja, hækkun skatta á bensín og lækkað verð á innlendri „En við skulum ekki skella skuldinni af eigin óstjórn á fríverslun. Fáar þjóðir eigameira undir því en við íslend- ingar að ekki verði horfið af braut fijáls- ræðis í milliríkjavið- skiptum.“ vöm líta blaðamaðurinn HEI og leið- arahöfundur Tímans á sem fréttnæ- man ósigur íslensks iðnaðar. Ef áhugi er fyrir að fýlgjast með markaðshlutdeild innlendrar fram- leiðslu, eins og við hjá FÍI höfum, þá má benda á að slíkar upplýs- ingar em unnar af félaginu og í samvinnu við Hagstofuna fyrir nokkra vömflokka. Nýjastar eru upplýsingar í júníhefti fréttabréfsins Á döfínni. Ekki er ástæða til að fjalla nánar um granninn að skrifum Tímans um íslenskan iðnað en ekki batnar það þegar leiðarahöfundurinn fer að draga ályktanir af tölunum. Hann sér einungis eina ástæðu fyrir því hversu illa gengur í iðnaðinum, nefnilega fríverslun með iðnað- arvörur. Þar ganga fremstir í flokki iðnrekendur sem em svo kolmglaðir að þeir vilja aðild að Evrópsku efna- hagssvæði, eins og þeir hafi ekki Sveinn Hannesson fengið nóg af samkegpni þau rúm tuttugu ár sem liðin eru frá inn- göngunni í EFTA. Má ég í fullri vinsemd benda leið- arahöfundi Tímans á að í hans eigin töflu hér að framan minnkar lið- urinn „Búvörar í verðlagsgmnd- velli“ úr 13,3% í 9,0% sem er 32,3% lækkun og verður ekki skýrð með verðlækkunum á þessum vömm. Ekki er heldur um að kenna skaðleg- um áhrifum fríverslunar, svo er inn- flutningsbanni fyrir að þakka. En við skulum ekki skella skuld- inni af eigin óstjóm á fríverslun. Fáar þjóðir eiga meira undir því en við íslendingar að ekki verði horfið af braut fijálsræðis í milliríkjavið- skiptum. I Tímanum er auðvitað ekkert minnst á þær ástæður sem flestir hugsandi menn telja að hafí hindrað eðlilegan vöxt og viðgang iðnaðarins undanfama tvo áratugi: Óðaverð- bólgu, verðlags- og gjaldeyrishöft, ranga gengisskráningu, lánsijárs- kort og síðan afar háa raunvexti, annað og verra skattkerfi en í sam- keppnislöndunum og fleira mætti telja. Að öllu þessu samanlögðu var ef til vill ekki von að upp gæti vax- ið öflugur iðnaður en margt af þessu hefur nú verið lagfært eða er verið að lagfæra þótt það hafí enn ekki skilað sér vegna þeirrar djúpu efna- hagslægðar sem við nú emm í. Sennilega er þakkarvert að leið- arahöfundurinn, sem skrifar undir merkjum frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju, lætur alveg hjá líða að koma með tillögur til úrbóta. Hann getur þó ekki stillt sig um að hnýta í það átak sem samtök iðnaðarins, verkalýðsfélögin og fleiri hafa staðið að og skilað hefur sýni- legum árángri. Það er fljótafgreitt: „Áróðurinn fyrir að kaupa íslenskt er hjáróma og marklítill og heilu framleiðslugreinarnar hafa hrein- lega gefíst upp fyrir innfluttri vöm ...“ en síðan lýkur leiðaranum á þessum orðum: „Til ráða er ekk- ert annað en að kaupa íslenskt, en á svoleiðis ráðgjöf er ekki hlustað." Við þetta er engu að bæta öðru en þeirrí spumingu einni sem hver svarar fyrir sig: Hvers konar blaða- mennska er þetta eiginlega? Höfimdur er frnmkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda. Mannréttíndabrot á íslandi eftir Daða Einarsson Nýlega barst úrskurður Mann- réttindadómstóls Evrópu í máli leigubílstjóra sem vildi standa utan félags leigubflstjóra, Frama. Niður- staða dómstólsins var að íslensk stjómvöld höfðu brotið mannréttindi á honum með því að skylda hann tii aðildar að verkalýðsfélaginu. Dómurinn túlkar því 11. grein Mann- réttindasáttmála Evrópu þannig að með réttinum til að stofna félög í öllum löglegum tilgangi fylgi réttur- inn til að standa utan félaga. En grein 11 í mannréttindasáttmála Evrópu er orðuð á svipaðan hátt og 73. grein stjórnarskrárinnar, þ.e. sú grein í stjómarskrármi sem fjallar um félagafrelsi. Mannréttindasátt- máli Evrópu er ekki eini alþjóðlegi sáttmálinn sem ísland hefur staðfest sem fjallar um félagafrelsi og má nefna Mannréttindayfirlýsingu SÞ til dæmis. Þar segir í grein 20.2.: „Engan mann má neyða til að vera í félagi." ísland staðfesti þessa yfir- lýsingu 1948, einungis fjómm ámm eftir að stjórnarskrá íslenska lýð- veldisins tók gildi. Með þessu má segja að staðfest hafí verið sú túlkun sem Mannréttindadómstóllinn hefur komist að. Enda hefur það varla verið tilgangur höfunda stjórnar- skrárinnar að heimila mönnum að stofna félög en skylda um leið aðra menn til aðildar að félögum einung- is vegna þess að þeir vinna við ákveðin störf eða leita sér ákveðinn- ar menntunar. Mun fækka umtalsvert í skylduaðildarfélögum? Ekki er það reynslan hjá félögum sem fólk var áður skyldað til aðildar að en hafa nú tekið upp félaga- frelsi. Gott dæmi um slíkt er Nem- endafélag Verzlunarskóla íslands en þar hefur nemendum verið frjálst að velja um hvort þeir em félagar eður ei síðastliðinn vetur og eru all- ir nemendur skólans félagar og hafa tekið virkari þátt í starfi félagsins. Svipað ætti að gerast í verkalýðsfé- Iögunum það er að segja ef forysta þeirra stendur rétt að starfí félag- anna geta þau verið áhyggjulaus um fjöldaúrsagnir. Vegna eðlis verka- lýðsfélaganna mun þó að öllum lík- indum eitthvað fækka í þeim til að byija með, en á móti kemur að starf- ið verði í höndum fleiri aðila og yrði því frekar í samræmi við óskir fé- lagsmanna og mun því skila sér í öflugra félagi. Hvað er hægt að gera? Afnema skylduaðild að verkalýðs- félögum og öðrum þeim félögum sem skylduaðild er að, með því að nema úr gildi þær lagagreinar og reglu- gerðir sem tryggja skylduaðildina. Þetta verkefni verður Alþingi að leggja út í strax í haust og í þeirri vinnu mega menn ekki hlusta á áróð- ur verkalýðsforingjanna sem halda því fram að ekki sé um skylduaðild að verkalýðsfélögum að ræða. Verkalýðsforingjar halda fast við það að ekki sé um skylduaðild að ræða heldur gjaldskyldu, en það er „Enda hefur það varla verið tilgangur höf- unda stjórnarskrárinn- ar að heimila mönnum að stofna félög en skylda um leið aðra menn til aðildar að fé- lögum einungis vegna þess að þeir vinna við ákveðin störf eða leita sér ákveðinnar mennt- unar.“ margfalt verra. Það er eins og að borga fyrir vöru en fá ekkert í stað- inn þ.e. engin félagsleg réttindi í félögunum á móti greiðslu félags- gjalda. En þessi félög em líka oft í pólitískri andstöðu við þá sem er’u neyddir til að borga í þau. Að lokum Mannréttindadómstóll Evrópu hefur nú í annað sinn úrskurðað um að ísland bijóti grunnmannréttindi á þegnum sínum og er það hneisa fyrir ísland og íslendinga. Fyrst var það um verndun tjáningarfrelsisins og nú um félagafrelsið. Þessir tveir úrskurðir ættu að vera þjóðinni við- vörun og ástæða fyrir stjórnmála- menn iandsins að hrista af sér slen- ið og sjá til þess að mannréttindi séu virt á íslandi. Höfundur er ungur sjálfstæðismaður. Fjármálastjórn eftir Sigurjón Pétursson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arfuiltrúi, ritaði grein hér í Morgun- blaðið þar sem hann telur fjárhags- stöðu Reykjavíkurborgar trausta og fjármálastjóm sterka. Ég get fallist á að enn megi telja fjárhagsstöðu borgarinnar sterka, en að fjármálastjómin sé traust eru ótrúleg öfugmæli. Hættulegast er kannski ef þeir, sem fjármálum borgarinnar stýra, eru blindir á eigin verk og sjá ekki eða_ vilja ekki sjá hvert stefnir. Á árinu 1992 urðu gjöld borgar- innar umfram tekjur um 2.000 millj- ónir króna og allt stefnir í svipaða tölu í ár. Vextir og afborganir af þessum eyðslulánum verða næstum 1.000 milljónir króna þegar þau koma til greiðslu innan tveggja ára. Fjárvöntun Reykjavíkurborgar verður því um 3.000 milljónir króna miðað við óbreyttan rekstur og fram- kvæmdir á meðan verið er að greiða lánið. í árslok 1991 skuldaði hverReyk- víkingur sem svaraði 48.000 krón- um. I árslok 1992 er þessi skuld „ Af þessari fjármála- stjórn hef ég áhyggjur, og kannski enn meiri áhyggjur af því að meirihlutaflokkurinn skuli telja þetta í besta lagi.“ komin í 72.000 krónur eða sem svar- ar tæpum 300.000 krónum á hveija fjögurra manna fjölskyldu. Af þessari fjármálastjórn hef ég áhyggjur, og kannski enn meiri áhyggjur af því að meirihlutaflokk- urinn skuli telja þetta í besta lagi. Þar er einnig áhyggjuefni hvernig borgarsjóður mergsýgur fyrirtæki borgarinnar. Af hveijum 100 krónum sem greiddar em fyrir rafmagn eða heitt vatn hjá Rafmagnsveitu og Hita- veitu farar 10 krónur beint í borgar- sjóð í formi sérstaks afgjalds. Þegar vinstri menn réðu borginni 1978-1980 var afgjaldið um 1,50 kr. af hveijum 100 krónum. Flokk- urinn sem hækkar ekki skattana hefur nær sjöfaldað þessar álögur. í molum Sigurjón Pétursson Borgarsjóður Reykjavíkur hefur að láni frá sjóðum og fyrirtækjum borgarinnar um 1.400 milljónir króna en lánar öðram fyrirtækjum samtals rúmar 300 milljónir króna. Á síðasta ári greiddi borgarsjóður þeim fyrirtækjum, sem áttu fé hjá Daði Einarsson honum 1,35% í vexti en á sama tíma lét hann fyrirtæki sem skulduðu honum greiða 15,29% vexti. Vilhjálmur var svo djarfur að nefna í grein sinni bæði Ráðhús og Perlu og var harla glaður yfir þeim framkvæmdum. Á síðasta ári var framkvæmda- kostnaður við Perluna 27,4 milljónir króna (allt umfram fjárhagsáætlun) og rekstrarkostnaður 33,1 milljón króna. Tekjur af húsinu voru hins vegar kr. 9,6 milljónir. Notendur Hitaveitunnar greiða því um 2 milljónir króna með rekstri hússins á hveijum mánuði. Það var með ofanritað í huga, auk annars, sem ég ályktaði svo við af- greiðslu á reikningum borgarinnar fyrir árið 1992: „Augljóst er að mik- illa umskipta er þörf í fjármálastjórn Reykjavíkurborgar. Núverandi meirihluti er greinilega ekki þeim vanda vaxinn að stjórna fjármálum borgarinnar. Þeir, sem kjörnir verða til að fara með fjármál hennar á næsta kjör- tímabili, verða að glíma við mikinn fortíðarvanda, auk þeirrar lægðar, sem nú gengur yfir þjóðfélagið. Yfirstandandi kjörtímabil sannar að Sjálfstæðisflokknum er ekki treystandi til að leiða borgarsjóð út úr fjárhagsvandanum." Höfundur er borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.