Morgunblaðið - 24.07.1993, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.07.1993, Qupperneq 1
48 SIÐURB STOFNAÐ 1913 164. tbl. 81. árg. LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Þingið sneiðir að mönnum Jeltsíns Sjúmeiko sakaður um að hafa misnot- að opinbert fé og braskað með íbúðir Reuter Stiklað á vísundum á flóðasvæðum í Indlandi GÍFURLEG flóð hafa verið í Indlandi, Bangladesh og Nepal í vikunni af völdum monsúnvinda. Vitað er um a.m.k. 1.200 manns sem hafa drukknað en óttast var í gær að talan ætti eftir að hækka því miklu fleiri er saknað. Akurlendi hefur eyðilagst á stórum svæðum og rúmlega milljón manns hefur misst heimili sín af völdum flóða eða skriðufalla. Myndin var tekin í ríkinu Haryana í norðurhluta Indlands og sýnir unga menn reyna að komast yfir fljót með því að stikla á baki vísunda. Moskva. Reuter. RÚSSNESKA þingið samþykkti í gær að efna til rannsóknar á meintri misnotkun Vladímírs Sjúmeiko, aðstoðarforsætis- ráðherra Rússlands, á opinberu fé, en hann er einn nánasti samstarfsmaður Borísar Jeltsíns, forseta landsins. Þingið, sem lýtur meirihluta harðlínumanna, óskaði einnig eftir að Viktor Jernín, innanríkisráðherra, yrði vikið úr embætti vegna átaka lögreglu við mótmælendur þann 1. maí. Jeltsín sakaði þingið aftur á móti um að reyna að grafa undan lýðræðisþróuninni og um valdagræðgi. Undanfama viku hefur þingið ítrekað ögrað Jeltsín og umbóta- stefnu hans, meðal annars sam- þykkt Qárlög með miklum halla og unnið gegn stefnu hans um erlenda banka, ásamt því að reyna að klekkja á nánum samstarfs- mönnum. Sagðist Jeltsín myndu hundsa samþykktir þess í gær Að sögn /nteríax-fréttastofunnar er mikil spenna í Moskvu um þessar mundir. í yfírlýsingu varaði Jeltsín við því að þessar árásir líktust undir- búningi harðlínuaflanna til þess að ná vöídum í Rússlandi. Forsetinn hefur verið í sumarleyfí skammt frá Novgorod í norðvesturhluta Rússlands frá 13. júlí. Talsmaður hans sagði forsetann íhuga að snúa aftur tii Moskvu vegna aðgerða þingsins, en hlé var gert á störfum þess í gær vegna sumarleyfis þing- manna. Sjúmeiko neitar ásökununum og segir talsmaður hans samþykktina minna á hreinsanir Stalíns á fjórða áratugnum. Á Sjúmeiko að hafa flutt 14 milljónir dollara, eða einn milljarð króna, á reikning svissnesks fyrir- tækis og að hafa tekið þátt í íbúða- braski í Mónakó. Þann 1. maí lenti lögreglan í Moskvu í átökum við þjóðernis- sinna og kommúnista með þeim afleiðingum að 600 slösuðust og einn lögreglumaður lét lífíð. Segja harðlínumenn lögreglu hafa átt upptökin og vilja draga Jemín til ábyrgðar. Breska stjórnin fékk traustsyfirlýsiugu samþykkta á þingi Kosningahótun Majors fleytti Maastricht í gegn 25 götubörn myrtí Ríó Rio de Janeiro. Reuter. DAUÐASVEITIR myrtu allt að 25 svonefnd götubörn í Rio de Janeiro í fyrrinótt, að sögn fréttastöðvarinnar Estado. Hafði fréttastofan eftir Ivone Mello, sem kunn er fyrir aðstoð við börn sem búa á götum borg- arinnar, að morðin hafi átt sér stað víða í borginni. Talsmaður Leonels Brizola borgarstjóra sagði að embættið gæti engu svarað ásökunum Mello þar sem engar upplýsingar um meint bamamorð lægju fyrir. Ynni herlögreglan að rannsókn málsins. Að sögn Estado sluppu nokkur börn í miðborginni lifandi er dauðasveitimar iétu til skarar skríða að næturlagi. Sum þeirra héldu því fram að herlögreglu- menn hefðu verið að verki. Tals- maður herlögreglunnar, Abilio Faria Pinto, sagði hins vegar að ekki væri vitað hveijir bæru ábyrgð á morðunum. Faria upplýsti að fjórir menn hefðu myrt átta börn í miðborg Rio í gærmorgun. Sex þeirra vom skotin við Candelaria-kirkjuna, frægustu kirkju borgarinnar. Gráta félaga GÖTUBÖRN í Rio de Janeiro grátandi við lík eins félaga sinna sem dauðasveitir myrtu í fjármálahverfi borgarinnar í fyrrinótt. London. The Daily Telegraph, Reuter. NÆR 15 mánaða langri baráttu Johns Majors, forsætisráð- herra Bretlands, fyrir því að fá Maastricht-samkomulagið samþykkt í þinginu lauk í gær með sigri ráðherrans. Hann lagði líf stjórnarinnar að veði er greidd voru atkvæði um tvær tillögur, annars vegar breytingatillögu frá Verka- mannaflokknum er vill samþykkja félagsmálaákvæði Maastricht, hins vegar stjórnartillögu er tryggði staðfest- ingu á samningnum. I fyrri atkvæðagreiðslunni féllu at- kvæði 339-301, stjóminni í vil, í þeirri síðari 339-299. í fyrradag tapaði stjórnin er kosið var um Maastricht-tillöguna þar eð hópur íhaldsmanna hljópst undan merkjum. íhaldsmenn hafa verið við stjórnvöl í Bretlandi í samfellt 14 ár og hafa ekki farið fram á traustsyfirlýsingu á þingi öll árin fyrr en nú. John Smith, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sagði Major hafa stillt flokksmönn- um sínum upp við vegg með því að hótaþeim „kosninga-sjálfsvígi". „Mér kæmi síst af öllu til hugar að láta þá sem sitja þarna á móti mér stjóma málefnum þessarar þjóðar," sagði BiII Cash, einn skel- eggasti andstæðingur Maastricht í þingliði Ihaldsflokksins. Hann greiddi atkvæði með stjórninni eins og aðrir uppreisnarmenn í liði flokksins enda sagðist Major myndu efna til nýrra þingkosninga ef stjórnin yrði undir. Skoðana- kannanir gefa til kynna að staða íhaldsflokksins meðal kjósenda sé með versta móti um þessar mund- ir. Bæði Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndir demókratar eru með meira fylgi og íhaldsflokkurinn hefur tapað hveijum aukakosning- unum á fætur öðrum, einnig í kjör- dæmum sem talin hafa verið mjög traust vígi flokksins. Óvissa þrátt fyrir allt Höfðað hefur verið mál í Bret- landi til að fá Maastricht-samn- ingnum hnekkt á þeirri forsendu að afgreiðsla hans stríði gegn bresku stjórnarskránni og geta Iið- ið nokkrar vikur, jafnvel mánuðir, þar til úrskurður fæst. Þar að auki er enn ekki ljóst hvort stjórnlaga- dómstóll í Þýskalandi telur hann vera í samræmi við þýsku stjórnar- skrána. Klaus Kinkel, utanríkis- ráðherra Þýskalands, óskaði starfsbróður sínum í Bretlandi, Douglas Hurd, til hamingju með niðurstöðuna og sagði Breta með þessu hafa þokað evrópsku sam- starfí verulega fram á við. Sjá „Urslitakosti þurfti gegn uppreisnarliði ... “ á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.