Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 15 Björgunarmenn reiðir vegna leitar að manni á Langjökli Þyrla og björgunarsveit kölluð út vegna glópsku Björgunaraðgerðir kosta stórfé segir Snorri Jóhannesson GLÓPSKA varð þess valdandi að að kalla þurfti björgunar- sveitina Ok og þyrlu Landhelgisgæslunnar út til að leita að vélsleðamanni á Langjökli sl. sunnudag. Þetta segir Snorri Jóhannesson félagi í Oki en tveir vélsleðamenn urðu viðskila á Langjökli sl. sunnudagsnótt en ekki um daginn eins og áður var sagt í Morgunblaðinu. Snorri segir að mennimir hafi verið vel útbúnir og þessa nótt hafi verið eitt besta veð- ur, sem komið hafi í sumar. Það hefði því átt að vera mjög erfitt fyrir mennina að verða viðskila. Sigurður Gunnarsson varð stúd- ent 1870 með 1. einkunn, 88 stig- um. Stefán Sigfússon varð stúdent 1871 með 2. einkunn, 73 stigum. Þorvarður Kjerúlf varð stúdent 1871 með 2. einkunn, 73 stigum. VII. Til glöggvunar fyrir lesendur tel ég hér upp gististaði þeirra félaga og húsbændur á þeim: 1. Þorgerðarstaðir í Fljótsdal — eigi vitað um húsbónda þar. Nú í eyði. 2. Hof í Álftafirði, sr. Þórarinn Eriendsson, f. 1800, d. 1898. 3. Stafafell í Lóni, sr. Bjarni Sveinsson, f. 1813, d. 1889. 4. Árnanes í Nesjum, Stefán Eiríksson alþingismaður f. 1817, d. 1884. 5. Kálfafellsstaður, sr. Þorsteinn Einarsson prestur, f. 1809, d. 1877. 6. Hnappavellir í Öræfum — eigi vitað um húsbónda þar. 7. Svínafell í Öræfum — Sigurð- ur Jónsson, f. 1832, d. 1902. 8. Núpsstaður í Fljótshverfi — Eyjólfur Stefánsson, 1837-1885. 9. Kirkjubæjarklaustur, Árni Gíslason sýslumaður, 1820-1898. 10. Þykkvabæjarklaustur, Sig- urður Nikulásson bóndi, 1830- 1909. 11. Höfðabrekka, Jón Jónsson umboðsmaður, 1830-1878. 12. Fell í Mýrdal, sr. Gísli skáld Thorarensen, 1818-1874. 13. Holt undir Eyjafjöllum, sr. Björn Þorvaldsson, 1805-1874 (2 gistinætur). 14. Þykkvibær eða Sandhóla- feija — man eigi. 15. Litla-Hraun, Þórður Guð- mundsen sýslumaður með meiru, 1848-1899. 16. Bessastaðir, Gísli læknir Hjálmarsson, 1807-1867. VIII. Hvað varð svo um þremenning- ana? A) Sigurður Gunnarsson varð prestur að Ási í Fellum, Valþjófs- stað og í Stykkishólmi, þingmaður til fjölda ára, formaður fjárveitinga- nefndar um skeið. Faðir Bergljótar fyrri konu Haraldar Níelssonar, en dóttir þeirra var Soffía móðir grein- arhöfundar. Sr. Sigurður dó 7. jan- úar 1936. B) Stefán Sigurðsson varð prest- ur m.a. í Mývatnsþingum og Hofi í Álftafirði, en flutti síðan til Winnipeg og dó þar 1906. C) Þorvarður Kjerúlf varð læknir 5. júlí 1874, bjó lengst af á Orms- stöðum í Fellum, þar sem hann var læknir í 14. læknishéraði frá 1876. Hann dó 1893. Allir voru þeir félagar fæddir 1848. IX- í lok greinar sinnar í Eimreiðinni 1932, bls. 52-64, segir sr. Sigurður Gunnarsson: „Ekki man ég til þess, að við sæjum á allri hinni löngu leið vegarspotta gerðan af manna- höndum, fyrr en við komum niður af Bakarabrekkunni í Reykjavík. Þar varð fyrir okkur brú, en vatns- fallið ekki stórt þá fremur en nú ... engir vegir, engar brýr, ekkert strandferðaskip. En þrátt fyrir allt fannst mér unglingnum þá, eins og nú, ég geta af hjarta tekið undir með Jónasi Hallgrímssyni: Landið er fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar himinninn heiður og blár, hafið er skínandi bjart. Landið fríða og tígulega beið óþol- inmótt og áfjáð eftir frelsinu, er knýr til dugnaðar, drengskapar og dáða, sé rétt með farið.“ Það tók okkur tvo daga að aka það sem skólapiltar riðu á röskum hálfum mánuði. Lesandanum læt ég eftir að meta þær framfarir, sem orðið hafa í samgöngumálum á ís- landi á 129 árum. Heimildir: Eimreiðin, 88. árg. 1932, bls. 52-64. Skýrslur lærða skólans í Reykjavík 1861-1874. íslenzkar æviskrár eftir Pál Eggert Ólason, I-V. Vestur-Skaftfellingar eftir Bjöm Magnússon, I-IV. Islandsk Kortlægning, útg. Geodætisk Institut, Köbenhavn 1944, ved Nörlund. Höfundur er lögfræðingur. „Þetta var þannig að það fóru tveir menn inn í Fjallkirkju saman á sleðum og virtust nokkuð vel útbúnir í einu besta veðri, sem ver- ið hefur í sumar, sól og heiðríkju og mjög góðu skyggni. Seint um kvöldið kemur annar maðurinn nið- ureftir og segist hafa týnt félaga sínum, sem er nú út af fyrir sig afskaplega einkennilegt. Það getur gerst ef það bilar sleði að hinn haldi áfram en þarna bilaði ekki neitt,“ segir Snorri. Hlaut að vera alvarlegt „Frá okkar sjónarhóli hlaut þetta að vera alvarlegt því það gat ekki Ms. Zaan- dam til Þórs- hafnar með 70tonn Þórshöfn Færeyska skipið ms. Zaand- am, sem skráð er í dóminík- anska lýðveldinu, kom á fimmtudag til hafnar í Þórs- höfn, heilt á húfi eftir skothríð Norðmanna og flutti 70 tonn af ýsuðum þorski. Fréttaritari ræddi við kaptein- inn, Daníel Pétur Nilsen, og var hann frekar undrandi en reiður yfir þeirri stefnu, sem málin hafa tekið, varðandi veiðar skips hans við Svalbarða. Sagði hann að öll strandríkin á svæðinu hefðu sama rétt til veiða á þessum miðum. Að sögn Daníels Péturs kom norska strandgæslan nokkrum sinnum um borð í ms. Zaandam en hafði ekki heimild til þess að færa skipið til hafnar. Að lokum var skipstjóranum hótað fallbyssu- skothríð ef hann ekki hypjaði sig burtu innan tíu mínútna og þegar strandgæslan stóð við þá hótun sína og skaut að ms. Zaandam sá skipsstjórinn þann kost vænstan að hverfa burtu af svæðinu um sinn. Daníel sagði ennfremur að af hans hálfu væri málið opið en hann myndi verða um kyrrt með skip sitt um sinn og sjá til hvort málið leystist ekki farsællega. L.S. NÝLEGA var haldin í Lundi í Svíþjóð norræn vísindaráð- stefna um ofnæmi. Um 400 of- næmislæknar sóttu þessa ráð- stefnu, þ. á m. þrír íslenskir læknar. Undanfarin ár hefur vaxandi áhersla verið lögð á það að kynna á spjöldum (posters) niðurstöður rannsókna í læknisfræði. Þessi aðferð hefur þann kost að þátttak- gerst að menn týndu hvor öðrum í svona góðu veðri,“ segir Snorri. Hann segir að þyrlan hafi fundið manninn um fimm leytið sunnu- dagsmorgun og tilkynnt björgunar- sveitinni, sem ekki var farin af stað, að maðurinn væri fundinn og sleð- inn væri sennilega bilaður. Hún bað Ok um að fara upp á Geitlandsjök- ul þar sem maðurinn var og sækja hann. Snorri segir að þeir hafi þá farið á sjö eða átta sleðum upp á jökulinn en þegar þangað var kom- ið hafi maðurinn verið horfinn. „Það var einfaldlega vegna þess að þegar að þyrlan flýgur yfir set- ur hann sleðann í gang og keyrir Dagsveiðin í Laxá í Ásum var 90 Iaxar HINIR þekktu laxveiðimenn og tannlæknar Þórarinn Sigþórsson og Egill Guðjohnsen fengu met- veiði í Laxá í Ásum þegar þeir veiddu 82 laxa á eina stöng á ein- um degi. Megnið af þessum laxi veiddu þeir á maðk en sá sem hafði hina stöngina í ánni veiddi eingöngu á flugu og fékk 8 laxa á sama tíma. Dagsveiðin úr ánni nam því 90 löxum. Þórarinn Sigþórsson segir að hann hafi aldrei áður veitt jafn- marga laxa á einum degi og nú. Hið mesta áður voru 58 laxar á eina stöng. „Við fengum 43 laxa á stöngina seinnpart fimmtudags og síðan 39 laxa fyrripart föstu- dagsins,“ segir Þórarinn. „Það er óhætt að segja að við séum mjög ánægðir með þennan afla en við lentum í göngu í ánni og fiskurinn gaf sig vítt og breitt um alla á.“ Stærsti laxinn af þessum 82 var 12 pund en Þórarinn segir að megnið af honum hafi verið 5-7 punda mjög vænn og fallegur smá- lax. Með þessari veiði hafa ríflega 550 laxar komið á land úr Laxá í Ásum og má segja að þeir félagar hafi aukið fjöldann í sumar um 20% á einum degi. Að sögn Þórarins hefur þetta sumarið verið ágætt fyrir hann i laxveiðinni. Stærsta laxinn enn sem komið er veiddi hann í Norð- lingafljóti og var sá rúmlega 21 endur geta gefíð sér góð- an tíma til að kynna sér nið- urstöðurnar og ræða þær við þá sem að þeim standa. Á ráðstefn- unni í Lundi var ekki nema niður. Aðspurður þegar hann kem- ur niður sagðist hann hafa áttað sig á því að hann var kominn upp á Geitlandsjökul og væri því ekki á réttri leið. Þá drap hann á sleðan- um eftir því sem hann sagði sjálf- ur, fékk sér sígarettu, og gekk svo eitthvað illa að koma sleðanum í gang á eftir,“ segir Snorri og bæt- ir við að það hafi tekið ansi marga klukkutíma að reykja þessa sígar- ettu. Ekkert einkamál manna Snorri vill koma því á framfæri að óvanir menn séu ekki að æða upp á jökul. „Hvorugur þeirra gat gefíð skýringu á því af hverju þeir urðu viðskila," segir hann og vill brýna það fyrir fólki, sem fer svona ferðir, að halda hópinn í öllum til- fellum. „Þetta kostar auðvitað stór- pening. Það er ræstur út að nóttu til fjöldi manns í björgunarsveit og þyrla frá Reykjavík. Þetta er ekk- ert einkamál manna,“ segir Snorri. pund. Þórarinn segir að hann hafi verið að kanna þessa á og í leið- inni veiddi hann kvóta hennar, eða 7 laxa á dag. ítalskur listmálari fékk 20 laxa Veiðin í Laxá í Kjós hefur tekið mikinn kipp síðustu daga og hafa um 100 laxar veiðst í ánni á síð- ustu tveimur dögum. Af þessum fjölda hefur ítalski listmálarinn Giovanni Leon Bianchi fengið 20 laxa og þar á meðal stærsta laxinn hingað til úr ánni, 17 punda físk, sem hann veiddi á flugu í Króar- hamri. Var það að sögn veiðivarð- ar skemmtileg hálftíma viðureign og Giovanni hinn ánægðasti á eft- ir en hann hefur oft komið hingað til lands og rennt fyrir lax. Heildarveiðin í Laxá í Kjós er nú tæplega 600 laxar en áin byij- aði mjög illa og hefur mengið af aflanum komið á síðustu vikum. Þokkaleg byijun í Dölum Laxveiðin í Laxá í Dölum fór þokkalega af stað er áin var opnuð þann 26. júní en hefur dottið nokk- uð niður síðan. Er langvarandi þurrkum kennt um og segja veiði- menn að rigningu skorti til að lax- inn fari að taka á ný en töluvert sést af honum í ánni. Hann virðist hinsvegar taka lítið eða illa í veður- blíðunni. Nú eru komnir 250 laxar á land úr ánni og mun það á svipuð- um nótum og veiðin var í fyrra. Menn hafa þó ient í stöku skotum ein rannsóknastofa frá íslandi. Fyrir henni stóð Magnús Ólafsson læknir á Akureyri og kynnti hann athugun á eðli og orsökum of- næmissjúkdóma á svæðinu kring- um Eyjafjörð. I lok ráðstefnunnar voru sérstök verðlaun veitt fyrir þijár áhuga- verðustu spjaldkynningarnar, og hlaut framlag Magnúsar Ólafsson- ar verðlaun. Vísindaráðstefna norrænna ofnæmislækna Læknir frá Akureyri fékk verðlaun Magnús Ólafsson Morgunblaðið/Alfons. SIGURBJÖRG Kristjánsdóttir. Golþorskur kom á stöng SJÓSTANGAVEIÐIFÉLAG Snæ- fellsness hélt árlegt opið mót sitt dagana 16. og 17. júlí. Þátttakend- ur urðu alls 47, víðsvegar af land- inu. Róið var á 11 bátum sem fengnir voru frá Grundarfirði og Rifi, auk Ólafsvíkur. Afli var góð- ur, að meðaltali 221 kg. á stöng. Það bar til tíðinda að sett var Is- landsmet, jafnvel talið Evrópumet, þegar landað var golþorski sem vó 19.220 kg. Það var Axel Clausen frá Reykjavík sem þann happadrátt fékk. Alfahæstur varð Helgi Magnússon frá Siglufirði og fékk hann 462 kg. og voru það 298 fiskar. Mestan afla kvenna _ fékk Sigurbjörg Kristjáns- dóttir, Ólafsvík, 340 kg. Mesti afli á bát var á Geysi undir stjóm Ómars Þórhailssonar, 388 kg. á stöng. Sveitakeppni kvenna sigraði sveit skipuð ísfirðingum og Akur- eyringum og keppni karla vann sveit sem skipuð var Siglfirðingum og Akureyringum. - Helgi. Morgunblaðið/Magnús Jónasson Þrír á Breiðunni HINN landskunni veiðimaður Þórður Pétursson, leiðsögu- maður við Laxá í Aðaldal, skellti sér í fyrsta sinn á ævinni í veiði í Elliðaánum ásamt ung- um veiðimanni. Saman fengu þeir þrjá laxa á Breiðunni á klukkutima og veiddi sá ungi, Jónas Breki Magnússon, einn þeirra. eins og eitt þriggja daga holl ný- lega sem náði 60 löxum á stangim- ar fimm í ánni og taldist það góð- ur afli. Hægt og hyótt Veiðin í Laxá í Þing hefur geng- ið hægt og hljótt fyrir sig í sumar eins og veiðivörður orðaði það. Mun rólegri byijun en í fyrra og mun laxinn taka illa í þeim kuldum sem verið hafa á þessu svæði það sem af er sumri. Úr ánni eru komn- ir rúmlega 700 laxar og þar af tveir 20 punda boltar. Annan þeirra fékk Sigríður Guðmunds- dóttir á maðk en hinn fékk Axel Gíslason einnig á maðk. - hótelið þitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.