Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 Hjónaminning Soffía Margrét Páls- dóttir ogJóhann Sigurður Jóhannsson Soffía Fædd 10. febrúar 1917 Dáin 29. maí 1990 Jóhann Fæddur 9. september 1906 Dáinn 13. júlí 1993 Með örfáum orðum langar mig að minnast hinna mætu hjóna, Soff- íu Margrétar Pálsdóttur frá Vík i Héðinsfirði og Jóhanns Sigurðar Jóhannssonar, sem ætíð var kenndur við Siglunes. Ég á Soffíu og Jóa mikið að þakka í gegnum árin. Með- an ég átti heima á Siglufirði var heimili þeirra mitt annað heimili, og eftir að ég fluttist frá Siglufirði og foreldrar mínir voru látnir, eyddi ég sumarfríinu mínu ætíð hjá Soffíu og Jóa, alltaf jafn velkomin. Sem ungl- ingur fór ég í sveit til Héðinsfjarðar til móðursystkina minna, Helgu Val- gerðar Erlendsdóttur og Haraldar. Soffía var dóttir Helgu og Páls Þor- steinssonar bónda, en hann fórst í snjóflóði er Soffía var á þriðja ári og Páll Ásgrímur bróðir hennar rétt ófæddur. Þegar ég kom í Vík var Soffía ung og ógift. Ég minnist þess er ég sá hana fyrst á hestbaki hvað hún bar sig vel á hestinum. Soffía var ávallt svo traust og sterk og allt sem hún gerði svo sérlega vel og fallega unnið. Hún var vel gefin og hafði gaman af lestri góðra bóka. En hún hafði sínar ákveðnu skoðan- ir á mönnum og málefnum sem erf- itt var að hagga. Með okkur Soffíu tókst ævilöng vinátta sem aldrei féll skuggi á. Ég tók ekki aðeins ást- fóstri við þetta frændfólk mitt í Vík, heldur varð Héðinsfjörður í mínum augum og huga einn dásamlegasti staður á jörðu. Við Soffía gerðum okkur margt til gamans, skruppum á hestbak, drógum fyrir silung í Horninu. En minnisstæðast verður mér er við rerum til fískjar að fá í soðið, ég bundin við þóftuna vegna t Ástkœr eiginkona mín, móftir, tengdamóftir, amma og langamma, PETRÍNA R. GUÐMUNDSDÓTTIR, Samtúni 20, Reykjavfk, andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 22. júlí. Björgvin V. Færseth, Jóhann R. Símonarson, Heiga Þ. Gunnarsdóttir, barnabörn, tengdabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför systur minnar, GUÐRÚNAR GUNNARSDÓTTUR, Höfða, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Höfða. Jóhannes Gunnarsson, Steinunn Þorsteinsdóttir. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð, hlýhug og vinsemd við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VIKTORÍU KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Björk, Sandvíkurhreppi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Suðurlands. Guð blessi ykkur. Jón Gíslason, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför okkar elskulega föður, tengdaföður, afa og langafa, SKAPTA ÁSKELSSONAR, Reynivöllum 8, Akureyri. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks lyfjadeildar FSA, Þóreyjar Bergsdóttur hjúkrunarfræðings og Heimahjúkrunar. Hallgri'mur Skaptason, Heba Ásgrímsdóttir, Brynjar Ingi Skaptason, Sigrún Sveinbjörnsdóttir og fjölskyldur. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞURÍÐAR SÆMUNDSDÓTTUR frá Túni, Stokkseyri. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. þess hvað mig svimaði er ég kom nálægt vatni, hún dró fiskinn sem ég gerði að. Það var alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast. Svo kom að því að hún hitti sinn lífsförunaut, Jóhann Sigurð Jóhannsson frá Siglu- nesi, mannkostamann. Jóhann missti móður sína tólf ára að aldri og var fyrst hjá afa sínum og ömmu, Bald- vini og Marsibil, en síðar hjá Magn- úsi móðurbróður og konu hans Anto- níu. Jóhann stundaði sjó með móður- bræðrum sínum, Magnúsi og Guð- mundi, vor og haust, en vann við sfldarstörf yfír sumarið á Siglufírði. Átjánda desember 1942 ganga þau Minning Þorbjörg Olafsdótt- ir frá Mælifellsá Fædd 12. janúar 1906 Dáin 17. júlí 1993 Nú er hún elsku Þorbjörg amma mín og nafna dáin. Hún fæddist hinn 12. janúar 1906 á Starrastöðum, Lýtings- staðahreppi í Skagafírði elst þriggja barna hjónanna Margrétar Eyjólfs- dóttur og Ólafs Sveinssonar stór- bónda. Amma þótti snemma hinn besti kvenkostur sem sannaðist er hún, einungis sextán ára, tók við húsfreyjuhlutverkinu á Starrastöð- um, sem þá voru eitt mesta stórbýli í Skagafírði, eftir fráfall móður sinnar. Þætti það sennilega flestum ungum og lífsglöðum stúlkum erfítt hlutskipti í dag, enda tíðarandinn annar. Oftsinnis sagði amma mér það, að sín mesta gæfa í lífinu hefði verið að fá að kynnast honum afa, Birni Hjálmarssyni. Þau giftu sig í Mælifellskirkju í Skagafirði á gaml- ársdag árið 1936. Bömin urðu þijú: Margeir, bóndi á Mælifellsá, fæddur 1938, Rósa, húsfreyja á Hvíteymm, fædd 1941, og Anna Steingerður, kaupmaður á Akranesi, fædd 1946. Ómmu þótt alla tíð sérlega vænt um heimahagana í Skagafirðinum og vildi hvergi annars staðar vera. Hún var óvenju ljóðelsk og gat allt þar til undir það síðasta þulið hvert kvæðið á fætur öðru. Mér þykja því eftirfarandi ljóðlínur Hallgríms Jónssonar frá Ljárskógum lýsa lífs- hlaupi hennar betur en orð mín. Undir Dalanna sól við minn einfalda óð hef ég unað við kyrrláta för, undir Dalanna sól hef ég lifað mín ljóð, ég hef leitað og fundið mín svör, undir Dalanna sól hef ég gæfuna gist, stundum grátið, en oftast í fögnuði kysst. Undir Dalanna sól á ég bú mitt og ból og minn bikar, minn arin, minn svefnstað og skjól. Það er svo skrítið, að þegar ein- hvem sem að manni þykir svo óend- anlega vænt um, kveður okkur end- anlega, þá streyma minningamar fram. Ég gæti talið endalaust upp. Ég var svo heppin að fá að búa í nokkurra metra fjarlægð við ömmu og afa á Mælifellsá fyrstu 5 ár ævi minnar. Hversu oft hef ég ekki brosað að minningunni um litla stelpu sem afí og amma pössuðu, á meðan að mamma var að kenna á daginn. Lífíð var leikur einn, og eftir margar og langar salíbunur á snjóþotunni var ekkert betra en að fara inn í „gamla bæ“ til ömmu sem alltaf virtist geta töfrað fram ijómapönnuköku og kakó. Fylgja henni svo inn í stofu og hlusta á hana fara með vísur eða segja sög- una um það þegar hún slökkti eld í sæng gestkomandi stráks, með innihaldinu úr koppnum hans afa. Ég gat hlustað endalaust á þessa sögu og hafði alltaf jafn gaman af. Á meðan sat amma og spann á rokkinn sinn eða pijónaði sokka og vettlinga á þurftarfrek bamaböm- in. Auðvitað fannst mér litla vemd- aða veröldin mín fullkomin, ég miklu þægari og betri en aðrar litl- ar stúlkur, og amma og afí best af öllum ömmum og öfum sem til vom. Með auknum þroska breytist lífssýnin, og maður kemst að því að það er ekki alltaf jafn gaman og gott að vera til. Eitt hefur þó aldrei breyst. í huga mínum sem fullorðinnar manneskju skipa afí ög amma enn sama sess og í barnssál- inni, þau verða alltaf þau bestu. Sumarið 1977 er mér ofarlega í huga. Mamma og ég vorum nýflutt- ar til Reykjavíkur og um haustið skyldi stúlkan hefja skólagöngu. Amma og afi höfðu dvalist á Heilsu- hælinu í Hveragerði um vorið, og í júní átti ég að fara með þeim norður og vera hjá pabba og Helgu í nokkrar vikur. Mér fannst ég ótrú- lega mikil manneskja og fær í flest- an sjó, en eitthvað hefur mér þótt öruggara að sofa inni í stofu hjá afa úti í „gamla bæ“, þar sem amma hitaði iðulega upp rúmið mitt með gamla græna hitapokan- um, en að hætta á að þurfa að vera ein í herbergi úti í „nýja húsi“, því það fór reyndar á þá leið, að ég var mest hjá þeim þetta sumar. Þetta voru yndislegar stundir. I ágústlok þetta ár brugðu þau amma og afi búi og fluttu út á Sauðárkrók. Ég þykist vita að fyrir jafn mikla búkonu og ömmu voru þetta erfið spor, en aldrei heyrði ég hana kvarta, enda annáluð fyrir skynsemi og góðar gáfur. Hún amma hafði óvenju heilbrigða lífs- sýn, sem við nútímafólkið mættum oft taka okkur til fyrirmyndar. Það Soffía og Jóhann í hjónaband og hefja búskap á Siglufirði. Á heimili þeirra var ætíð mikill gestagangur, enda bæði gestrisin og hlýleg heim að sækja. Jóhann var einn þeirra manna sem var bæði atorkumaður og ósérhlífinn, enda eftirsóttur til vinnu. Eftir að Helga móðir Soffíu brá búi í Héðinsfirði, flutti hún til ungu hjónanna og var hjá þeim til æviloka. Eins og allar konur á Siglufirði fór Soffía í síldar- söltun og var feikilega dugleg og metnaðargjörn. Aðalsmerki síldar- stúlkunnar var að skara framúr og það gerði Soffíá. Soffía og Jóhann eignuðust fímm syni. Sá fyrsti fó í fæðingu og var það þungbær sorg hinum ungu hjónum. En þau létu ekki bugast og áttu eftir að eignast flóra syni sem allir eru vel af guði gerðir og dugnaðarmenn. Þeirra elstur er Páll Þorsteinn mjólkurfræð- ingur, búsettur á Akureyri. Helgi skipstjóri, búsettur í Hafnarfirði. Már skrifstofumaður, búsettur í Reykjavík. Oddur Guðmundur verkamaður, búsettur á Siglufírði. Ég kom til Jóa rétt áður en hann dó. Þegar ég kvaddi hann var hann svo hress og kátur. Nú er hann kom- inn til Soffíu sinnar og megi þeim farnast vel á nýjum leiðum. Guð blessi minningu þeirra. Ég sendi sonum, tengdadætrum og barna- bömum samúðarkveðjur. Guðlaug Magnúsdóttir. endurspeglast best í atviki sem kom upp í huga minn morguninn sem ég frétti af andláti hennar. Nútímabarnið ég, fjögura ára, smituð af bíladellu pabba og stóra- bróður, taldi upp 5 til 10 bílategund- ir fyrir ömmu og tíundaði auðvitað kosti og galla hverrar og einnar af mikilli „kunnáttu". Sú gamla gaf nú lítið fyrir svona nútímadrasl, heldur leiddi mig við hönd sér út í gömlu fjárhúsin á Mælifellsá og nefndi nöfn allra kindanna sem þar voru inni og sagði; „Þetta er það sem skiptir máli, nafna mín. Lif- andi verur sem fínna til og enga björg geta sér veitt, en ekki dauðir hlutir sem þú ert tilbúin að henda um leið og þér býðst eitthvað nýrra og betra.“ Ég skildi ekki boðskapinn þá, en ég skil hann nú, og er þess fullviss að amma kvaddi okkur öll sátt við Guð og samtímamenn. Elsku afi. Eg er svo stolt og ánægð yfir að hafa fengið að kynn- ast og bera nafn jafn viturrar og góðrar konu og amma var. Ég veit samt, að þó að amma væri búin að vera jafn lasburða og hún var hin síðustu ár, þá er alltaf jafn erfítt að kveðja þá sem að maður elskar jafnmikið og þú elskaðir ömmu. Hins vegar veit ég líka að hún er hvíldinni fegin, því að það samræm- ist ekki lífsstíl jafn mikillar baráttu- og dugnaðarkonu og hennar að vera upp á aðra komin líkt og hún var hin síðustu ár. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verö. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir) Guð blessi elsku ömmu mína. Þorbjörg Margeirsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.