Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 Shítar flýja frálrak til Iran UM 3000 shítar búsettir í fenj- um Suður-íraks hafa flúið til írans undanfarna daga eftir að íraski herinn gerði árás á svæð- ið, að sögn talsmanna Flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóð- anna. Um 150 manns fara yfir landamærin dag hvern og er búist við að um 15.000 manns eigi eftir að flýja til viðbótar. Armenar vinna á HER Azerbajdzhan beið ósigur er her Armena tókst að ná bænum Agdam á sitt vald í gær, að sögn hemaðarráðu- neytis Azera. Armenar gerðu einnig harðar árásir á bæinn Fizuli, en báðir þessir bæir eru hernaðarlega mikilvægir. Tals- maður Armena neitaði þessum fregnum. Barnard ger- ist Grikki SUÐUR-afríski hjartaskurð- læknirinn Christiaan Barnard fékk í gær grískan ríkisborg- ararétt og var útnefndur heið- ursborgari í Aþenu. Barnard, sem nú stendur á sjötugu, græddi fyrstur hjarta í mann árið 1967. Hann sagði við at- höfnina að hann hefði viljað gerast ríkisborgari í landinu alveg frá fyrstu heimsókn sinni þangað á sjöunda áratugnum. Ólöglegar veiðar SKIPSTJÓRI á spænskum tog- ara var sektaður í breskum rétti í gær fyrir að hafa veitt fisk vemdaðan af evrópskum fiskveiðireglum. Nam sektin um 190.000 krónum. Togarinn var að veiðum undan suðvestur- strönd Englands þegar hann var stöðvaður og við leit í skipi hans fundust um 400 kg af ólöglegum fiski, meðal annars lúðu og þorski. Herinn borgar skaðabætur SVARTUR hermaður í breska hemum, sem sakaði hvíta fé- laga sína um að uppnefna sig vegna litarháttar síns og þvo sér með klór, fékk dæmd 8500 pund, um 900.000 krónur, í skaðabætur í gær frá breska hemum. Anthony Evans gekk f herinn árið '1985 en gerðist liðhlaupi árið 1991 vegna árás- anna. Þetta er í annað skipti sem herinn borgar skaðabætur vegna ásakana um kynþátta- fordóma. Rauðir klefar snúa aftur RAUÐU símaklefamir sem settu svip sinn á London þang- að til í lok níunda áratugarins, verða settir upp aftur á þeim stöðum þar sem straumur ferðamanna er mikill um borg- ina. Verða þeir settir upp á leið- inni frá Westminster Abbey til Pálskirkju. Var búið að fjar- lægja flesta þessara símaklefa og setja í staðinn nútímalegri klefa. Það eru litlar líkur á því að þeir rauðu verði algengir á ný, þar sem nýrri klefar henta betur fötluðum og einnig er auðveldara að þrífa þá. Reuter Eldraun lokið JOHN Major og eiginkona hans, Norma, á leið frá þinghúsinu í gær eftir að breska stjómin hafði varist vantrausti. Viðræður eru ekki tímabærar —segir Radovan Karadzic Genf, Brussel. Reuter. SÁTTASEMJARAR í Bosníudeilunni höfnuðu í gær tillögu Radovans Karadzics, leiðtoga Bosníu-Serba, þess efnis að öllum samningaviðræð- um yrði frestað til hausts. Sögðust þeir vænta þess að hann mætti til viðræðna í Genf á morgun. Sameinuðu þjóðirnar hafa mælst til þess við Atlantshafsbandalagið (NATO) að það sendi flugvélar sínar ekki strax til vemdar gæsluliðum í Bosníu. Talsmaður sáttasemjaranna sagði þeim hafa borist bréf frá Karadzic, þar sem hann sagði að viðræður nú gætu reynst „ótímabærar og árang- urslausar" og myndu leiða til harðn- andi átaka. „[Alija] Izetbegovic [Bos- níuforseti] hefur alls ekki í hyggju að ganga að samkomulagi sem Serb- ar og Króatar geta sætt sig við,“ sagði Karadzic, og lagði til að frek- ari viðræður yrðu haldnar í haust. Útvarpið í Sarajevo greindi frá því í gær að árásir hefðu verið gerðar á borgina síðdegis, eftir að allt hafði verið þar með kyrrum kjörum frá því á fimmtudag, þegar sjö manns létust í hörðustu árásum sem gerðar hafa verið á borgina síðan stríðið hófst, í apríl á síðasta ári. Framkvæmdastjóri SÞ, Boutros Boutros-Ghali, bað NATO í gær um að fresta áætlunum um að senda flugvélar til vemdar gæslusveitum SÞ í Bosníu. Getum var að því leitt, að Boutros-Ghali væri í mun að ekki yrði hafst að áður en samningavið- ræður hefjast í Genf. Hann vildi hvorki styggja Bosníu-Serba né vekja falskar vonir múslima um vernd. John Major gengur óstyrkum fótum af orrustuvellinnin Urslitakosti þurfti gegn uppreisnarliði flokksins London. The Daily Telegraph og Reuter. MEÐ sigri sínum í atkvæðagreiðslu um van- traust á breska þinginu í gær hefur John Major forsætisráðherra tekist að framlengja líf stjórnar sinnar en sljórnmálaskýrendur eru á þvi að vandi hans sé síður en svo úr sögunni. Samkvæmt könnunum er hann ein- hver óvinsælasti forsætisráðherra landsins síðustu áratugi og mikils stjórnmálaleiða gætir meðal almennings. Þingið hefur að vísu endanlega afgreitt Maastricht-samning- inn en ekki er útilokað að Rees-Mogg lá- varði takist að bregða fæti fyrir staðfestingu Breta á samningnum með málshöfðun sinni. Lávarðurinn telur að meðferð málsins hafi strítt gegn bresku stjórnarskránni. Heimildarmenn álíta að fyrir atkvæðagreiðsl- umar tvær á fímmtudagskvöld hafí Major flutt bestu þingræðu sína frá því hann tók við af Margaret Thatcher. En allt kom fyrir ekki. Full- trúar Verkamannaflokksins á þingi fögnuðu gríðarlega á fimmtudagskvöld er ósigur Majors var staðreynd, þeir stöppuðu í gólfið, hrópuðu og blístruðu. -íhaldsleiðtogar sátu hnipnir á bekkjum sínum, Major grár og gugginn, enda var hann að ganga í gegnum mestu eldraun sína á stuttum ferli í embætti forsætisráðherra. Heimildarmenn segja að forysta íhaldsflokks- ins hafi beitt örþrifaráðum til að reyna að telja uppreisnarmönnum hughvarf á fimmtudag, hvers kyns hótunum en vafalaust einnig loforð- um um laun fýrir hollustu. Er hvorki gekk né rak var ákveðið að leita hófanna um stuðning hjá níu þingmönnum Sambandsflokksins á Norð- ur-írlandi. Þeim var heitið að sett yrði á laggim- ar sérstök nefnd um n-írsk málefni, landshlutinn fengi sinn eigin tíma í þingumræðum og aukin áhrif í eigin málum. Þetta nægði og í fyrsta sinn frá því íhaldsmenn komust til valda 1979 tókst Sambandsflokknum að kría út tilslakanir af hálfu bresku stjómarinnar. Vanmátu Maastricht-andstöðuna Ihaldsleiðtogamir höfðu hins vegar vanmetið hve andstaðan við Maastricht var öflug í þing- flokknum og spennan jókst stöðugt í þinghús- inu. Yfírstéttarmaðurinn Douglas Hurd utanrík- isráðherra, sem venjulega heldur ró sinni, sýndi óvenjuleg spennumerki, nagaði neglur og boraði jafnvel í nefíð meðan atkvæði voru talin. Stjórn- inni tókst aðeins með harmkvælum að merja. sigur í atkvæðagreiðslunni um tillögu Verka- mannaflokksins, er vill að Bretar gangist undir félagsmálareglur Maastricht. í seinni atkvæða- greiðslunni, þar sem tekist var á um stjómartil- lögu er greiða myndi leiðina fyrir staðfestingu samningsins, varð Major undir. Aðeins eitt ráð var eftir, að hóta þingkosningum fyrir tímann. Hæpið að Bandaríkjamaðurinn John Demjanuk sé ívan grimmi Getur torveldað mjög saksókn - segir Efraim Zuroff og telur að málið hafi alþjóðleg áhrif SÍÐAR í þessum mánuði kemur John Demj- anuk að nýju fyrir rétt í Israel en hann er grunaður um að vera ívan grimmi sem vann í útrýmingarbúðum nasista í Treblinka í Pól- landi. Nýjar upplýsingar frá Bandaríkjunum benda til að Demjanuk hafi verið hafður fyrír rangri sök. Og alríkisdómarí í Bandaríkjunum úrskurðaði fyrir skemmstu að þaðléki allnokk- ur vafi á því að Demjanuk væri fvan grímmi. Bandarísk og ísraelsk stjómvöld voru á sínum tíma sannfærð um að ívan grimmi væri fundinn þar sem fór John Demjanuk, fyrrverandi starfs- maður bifreiðaverksmiðju í Cleveland. Hann var framseldur til ísraels árið 1986 að loknum réttar- höldum, sakfelldur í ísrael árið 1988 og dæmdur til hengingar. Síðar í þessum mánuði, 29. júlí nánar tiltekið, mun Hæstiréttur ísraels ijalla um áfrýjun Demjanuks. Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum fjallaði fyrr í þessum mánuði um það hvort framsalið 1986 hefði verið réttmætt. Fyrir réttinum lágu ný sönn- unargögn, se;n reyndar eru einnig lögð til grund- vallar í áfrýjun Demjanuks í ísrael. Um er að ræða vitnisburði 32 fyrrverandi fangavarða í Tre- blinka og fímm þrælkunarfanga í sömu búðum. Allir segja að Ivan grimmi sé maður að nafni Ivan Martsjenkó, Úkraínumaður eins og Demj- anuk, sem sást síðast árið 1944 í Júgóslavíu. Ekki er einvörðungu um nýjar upplýsingar að ræða því stríðsglæpadeildin í bandaríska dóms- málaráðuneytinu (Office of Special Investigations) John Demjanuk vissi um tvo af þessum vitnisburðum þegar árið 1978 en hélt þeirri vitneskju leyndri fyrir lögmönnum Demj- anuks. Þjálfaður fangavörður Önnur gögn bentu hins vegar sterklega til að Demjanuk væri í raun ívan grimmi. Samkvæmt sovéskum persónuskilríkjum sín- um var Demjanuk þjálfaður SS-fangavörður. Þeg- ar Demjanuk sótti um vegabréfsáritun til Banda- ríkjanna skrifaði hann ranglega á umsóknina að meyjarnafn móður sinnar væri Martsjenkó, sem er algengt úkraínskt nafn. Loks þótti grunsamlegt að hann sagðist hafa stundað búskap í Sobibor í Póllandi en þar voru aðrar útrýmingarbúðir. Niðurstaða alríkisdómstólsins er samt sú að bandarískir embættismenn hafí framselt Demj- anuk í góðri trú og að brottvísun úr landi hafí verið réttmæt vegna þess að hann laug til um fortíð sína er hann sótti um landvistarleyfi. Á hinn bóginn reisti ísraelski dómstóllinn sak- fellingardóm sinn fyrst og fremst á framburði fímm manna sem sluppu lifandi úr Treblinka og sakbendingu af þeirra hálfu. Sakbendingin var þó eftir á að hyggja ekki gallalaus. Fyrst var fólk- ið látið skoða fjölda mannamynda og benda á þann sem líktist mest ívani grimma. Myndin af Demjanuk varð fyrir valinu enda var hún hlutfalls- lega stærst. Sakbending fór einnig fram í réttar- salnum en þá höfðu öll vitnin séð myndir af Demj- anuk í ísraelska sjónvarpinu, sem fjallaði ítarlega um framsalsmálið í Bandaríkjunum. Hæstiréttur ísraels býr núna yfír vitneskju sem ekki lá fyrir þegar dómurinn, sem nú er búið að áfrýja, var kveðinn upp: Til voru tveir menn, ívan- Demjanuk og ívan Martsjenkó, sem voru mjög líkir í æsku, af myndum af dæma. Margt bendir til að Demjanuk hafi verið fangavörður annars staðar en í Treblinka, þ. á m. í Sobibor en vonlít- ið er að ákæra hann fyrir slíkt því engin sönnunar- gögn liggja fyrir um framferði hans þar. Fyrirhafnarinnar virði? Efraim Zuroff, forstöðumaður Wiesenthal- stofnunarinnar í Jerúsalem, segir að Demjanuk- málið og þær efasemdir sem hafðar hafa verið uppi um áreiðanleika vitnisburða frá fólki, sem lifði helförina af, torveldi mjög saksókn á hendur stríðsglæpamönnum um allan heim. Segir hann að það kunni hugsanlega að veikja staðfestu stjómvalda og menn hugsi með sér: Er þetta fyrir- hafnarinnar virði? Heimild: Time

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.