Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 27 Marg’arítur Runnabrá — Argyranthemum frutescens. Blóm vikunnar Umsjón Ágústa Björnsdóttir Nr. 274 Nafnið margaríta eða marguerite eins og það er ritað á frönsku hefur alltaf haft yfir sér þokkafulla dulúð — e.t.v. vegna þess að ekki er fullkom- lega ljóst við hvaða plöntu eða plöntur er átt. Þó má slá því föstu að margarítur eru körfu- blóm og tilheyrðu eitt sinn ætt- kvíslinni Chrysanthemum — pre- stafíflum. Ekki alls fyrir löngu komust grasafræðingar með klærnar í þessa ættkvísl og tóku hana til gagngerðrar endurskoð- unar með þeim afleiðingum, að margaríturnar flokkast nú í aðr- ar ættkvíslir. Ein þeirra plantna sem stund- um hefur verið nefnd margaríta norðursins er Freyjubrá — Leuc- anthemum vulgare, 30-60 sm há fjölær jurt. Blómin minna á blóm Baldursbrár, körfur með gulum hvirfilblómum og hvítum jaðarblómum. Hún véx í Evrópu og Asíu og hefur reyndar slæðst víðar, t.d. til íslands, þar sem hún fínnst hér og hvar í nánd við tún, sáðsléttur og garða. Margarítunafn hennar er talið dregið af nafni Margrétar (Marguerite) af Anjou (1429- 1482), franskrar prinsessu, sem 15 ára gömul giftist Hinriki VI Englandskonungi. Margrét var mikill skörungur og var um tíma leiðtogi Lancasterættarinnar í Rósastríðunum. Að hætti aðals- kvenna fyrri alda lét hún sauma einkennismerki sitt á klæði hirð- fólks síns. Þetta merki voru þrjú margarítublóm eða Freyjubrár eins og við köllum þær. Önnur planta hefur verið nefnd margaríta suðursins. Það er Runnabrá — Argyranthemum frutescens, sem nú er almennt talin hin eina og sanna marga- ríta. Runnabrá er 60-90 sm hár marggreindur runni. Blómin líkj- ast blómum Freyjubrár en standa á löngum stilkum og mynda samfellt blómahaf yfir runnanum sjálfum. Runnabrá vex villt á Kanaríeyjum. Talið er að hún hafí borik til Frakk- lands á seinni hluta 16. aldar. Sumir telja margarítunafn henn- ar kennt við Margréti af Valois, franska prinsessu sem giftist Hinriki af Navarra, leiðtoga Húgenotta árið 1572. Brúð- kaupsdagur hennar varð óneit- anlega eftirminnilegur. Brúð- kaupsins er minnst í sögunni sem blóðbrúðkaupsins, því þann dag voru Húgenottar brytjaðir niður af kaþólskum andstæðingum sínum. Hinrik varð síðar konung- ur í Frakklandi. Margrét af Valo- is var áhugasöm um garðrækt og voru garðar hennar frægir um alla álfuna. Hún er talin hafa ræktað Runnabrá fyrst allra á setri sínu nálægt París. Setrið ánafnaði hún kirkjunni eftir dauða sinn og var þar stofn- að nunnuklaustur. Þar lokaðist Runnabráin inni og komst ekki í almenna ræktun fyrr en í lok 17. aldar. Runnabrá er ekki harðger og þýðir ekki að rækta hana úti vetrarlangt hér á norðurslóð. Hún er því best geymd innan dyra á vetrum, en er tilvalin í blómaker með góðu afrennsli og getur staðið úti sumarlangt. Runnabrá hefur stundum fengist hér sem pottablóm í blómaversl- unum. Einhvers staðar sá ég að nafn- ið Möggubrá hefur verið notað um þessa plöntu. Með tilliti til þeirra merkiskvenna, sem hér hefur verið minnst á, fínnst mér það nafn óhæft. Það minnir líka óþægilega á þann hvimleiða löst að nefna þekkt fólk gælunafni. Kannski er það tilraun til að sannfæra sig um að merkisfólkið sé svo sem ekkert merkilegra en maður sjálfur. Ég fletti að gamni mínu upp nafninu marguerite í Ensk- íslenskri orðabók frá Emi og Örlygi. Þar sá ég að Fagurfífill — Bellis perennis er talinn til margaríta. Þetta held ég að sé alrangt. Fagurfífill er ekki skyld- ari margarítum en t.d. Jakopsfíf- ill. Vitleysan er að öllum líkind- um komin úr bandarískri orða- bók Websters og misskilningur- inn fólginn í því að ensku nöfnin á þessum plöntum eru að nokkru leyti þau sömu. Fagurfífíll kall- ast Daisy, Freyjubrá Oxeye Da- isy og Runnabrá Paris Daisy. Þá má að lokum geta enn einn- ar plöntu sem margir telja margarítu. Það er Biskupsbrá — Tanacetum coccineum. Þessi fjö- læra planta á heima í suðvestur Asíu, en þrífst ágætlega í görð- um hér. Hún getur orðið 70-80 sm há og er frábrugðin frænkum sínum m.a. að því leyti að hún er með bleik jaðarblóm en ekki hvít. Plöntulýsingum hefur verið stillt hér í hóf, en Freyjubrá, Runnabrá og Biskupsbrá em all- ar til í Grasagarðinum í Reykja- vík og geta þeir sem hafa tæki- færi til skoðað þær þar, því sjón er sögu ríkari og reyndar ættu þær líka að vera í fullum blóma þegar þessar línur birtast. Dóra Jakobsdóttir. Heimildir: 1. Anderson, A.W. 1966. How We Got Our Flow- ers. Dover Publications. New York. 2. Bailey, L.H. et.al.1954. Manual of Cultivated Plants. The Macmillan Company. New York. 3. Brewer, C.E. 1978. The Dictionary of Phrase and Fable. Avenel Books. New York. 4. Crystal, D. (ed.) 1990. The Cambridge Encyc- lopedia. Cambridge University Press. 5. Hörður Kristinsson. 1986. Plöntuhandbókin. Örn og Örlygur. Reykjavík. 6. íslenska alfraíðiorðabókin 1990. Öm og Örl- ygur. Reykjavík. 7. Sören Sörenson 1984. Ensk-íslensk orðabók. Öm og Örlygur. Reykjavík. Guðrún Asa Ölafs- dóttír - Minning Fædd 10. júlí 1894 Dáin 11. júlí 1993 Ég er hrædd um að henni Ásu minni myndi ekki líka, ef hún vissi að hennar væri getið á opinberum vettvangi. „Hvað á að vera að skrifa um svona kerlingu eins og mig,“ myndi hún sjálfsagt segja. En ef nokkrir verðskulda að minningu þeirra sé haldið á loft, þá eru það þessar góðu konur sem lifa lífinu til að þjóna öðrum, en gera litlar sem engar kröfur sjálfum sér til handa. Þeire eiginleikar sem fyrst og fremst vom einkennandi fyrir Ásu, vom hvað hún var jafnlynd, þolin- móði og barngóð. Hún giftist aldrei og eignaðist engin börn sjálf, en átti engu að síður miklu barnaláni að fagna, ef svo má að orði komast. Þegar Sigríður, elsta systir henn- ar og Sigurður Guðmundsson gift- ust og stofnuðu heimili á Eyrar- bakka, þar sem þau öll voru fædd og uppalin, fluttist Ása til þeirra, um 10 ára gömul, og átti sitt heim- ili hjá þeim upp frá því. Hún tók þátt í uppeldi tíu barna þeirra, og eftir því sem árin liðu, ótalins fjölda barnabarna og barna- barnabarna, þar á meðal undirrit- aðrar. Mér skildist snemma að ég myndi vera einn óþekkasti krakkinn á Bakkanum og þó að víðar væri leitað. Það kom því oft í Ásu hlut að reyna að tjónka við mig, en ekki man ég til að hún hafi nokkurn tíma hækkað röddina, hvað þá danglað í endann á mér. í staðinn tók hún mann með lempni og leiddi hugann að einhveiju öðm. Hún varð eins konar vara-mamma eða -amma þear og þar sem þess þurfti með. Gallinn við að eyða mestallri ævinni erlendis er að börnin manns fá ekki nóg tækifæri til að umgang- ast eldri kynslóðina. Engu að síður leikur enginn vafi á því hvern sess Ása skipaði í hugum og hjörtum krakkanna minna, þrátt fyrir til- töluiega stopular heimsóknir. Og þannig lifír kannski minningjn um hana lengur og víðar en hana sjálfa gat gmnað. Ég hef séð son minn reyna að lýsa kleinunum hennar Ásu fyrir vinkonu sinni austur í Tókýó og í Gautaborg ber lítil stelpa nafnið hennar. Það hafa orðið þáttaskil. Með Ásu er síðasti fulltrúi elstu kynslóð- arinnar í fjölskyldunni horfínn. Hún lifði síðust eftir af gamla fólkinu á „Grænó“. Þau kvöddu hvert af öðm í hárri elli, afí Sigurður, amma Sig- ríður og systirin Ólafía (Lóa). Og sjálft „Grænó“, heimilið á Grænu- völlum 6 á Selfossi, áður miðpunkt- ur alls, er ekki lengur til sem staður- inn þangað allar leiðir lágu. Þar sem ég hef dvalist flest mín fullorðinsár nokkuð afsíðis, miðað við Selfoss, hafði ég ekki tækifæri né framtakssemi til að gjalda þeim öllum fósturlaunin sem skyldi. Ég hugsa því með þakklæti til móðursystra minna sérstaklega og annars venslafólks, sem sáu um þau í ellinni. Fjölskylda mín og ég sendum ykkur öllum kveðjur okkar. Sigríður Þorvaldsdóttir. jfleööur r a morgun ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er minnt á guðsþjónustu í Laugarneskirkju sunnudag kl. 11. Sóknarprest- ur. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthías- son. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmunds- son. Dómkórinn syngur. Organ- isti Marteinn H. Friðriksson. Ferming og altarisganga. Fermdur verður Stefán Úlfur Brynjólfsson, Keilufelli 6, Rvk. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Halldór S. Grön- dal. Organisti Pavel Smid. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Fermd verður Lilja Sturludóttir, Macon, USA, Ofanleiti 23, Rvk. Tónleikar kl. 20.30. Oskar Gottlieb Blarr leikur á orgelið. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Hámessa kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Engin guðsþjónusta vegna sumarleyfa starfsfólks. LAUGARNESKIRKJA: Bæna- stund með altarisgöngu kl. 11. Prestur sr. Sigrún Óskarsdóttir. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Helgistund kl. 11 í umsjá sókn- arnefndar. Organisti Hákon Leifsson. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11 árdegis. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson hér- aðsprestur. Organisti Þóra Guðmundsdóttir. Eiríkur Jóns- son leikur á trompet. Sóknar- prestur. BREIÐHOLTSKIRKJA: Biblíu- lestur í umsjá Ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. Sr. Gísli Jón- asson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Sumarsamvera kl. 20.30. Kristniboð, ábyrgð kristinna manna. Skúli Svavarsson kristniboði prédikar. Jón Ágúst sér um tónlist. Ritningarlestra annast Ásthildur Sigurðardóttir, Ragnhildur Hjaltadóttir og Örn Egilsson. Tekið verður á móti gjöfum til kristniboðsins. Prest- arnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Þorbergur Krist- jánsson. SELJAKIRKJA: Kvöldguðsþjón- usta kl. 20. Altarisganga. Prest- ur sr. Þórhallur Heimisson. Org- anisti Kjartan Sigurjónsson. Jónas Ingimundarson sér um tónlistarkynningu. Sóknarprest- ur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Safnaðar- ferð. Brottför kl. 9 frá kirkjunni. Farið um Kaldadal í Reykholt undir fararstjórn Jóns Böðvars- sonar. Guðsþjónusta í Reyk- holtskirkju kl. 14. Heimferð um Akranes og Hvalfjörð. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga mess- Guðspjall dagsins: (Mk. 8). Jesús mettar 4 þús. manna. ur kl. 8 og kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Alla rúmhelga daga messa kl. 18.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filad- elfía: Almenn samkoma kl. 20. Ræðumaður Mike Fitzgerald. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dag kl. 20 hjálpræðissamkoma. Majorarnir Álma Kaspersen og Ragnhild Ihle tala og stjórna. Útisamkoma á Lækjartorgi kl. 16 ef veður leyfir. FÆR. sjómannaheimilið: Sam-, * koma sunnudag kl. 17. Pétur og Svanhild frá Færeyjum tala. VIÐISTAÐAKIRKJA: (Sjá Garðakirkja) GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Helgi Guð- mundsson prédikar. Kór Víði- staðasóknar syngur. Organisti Úlrik Ólason. Sóknarprestur. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Mánud.-fös. kl. 18 messa. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðs- - þjónusta sunnudag kl. 11 ár- degis. Ólafur Oddur Jónsson. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 16. LANDAKIRKJA, Vestmanna- eyjum: Almenn guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Bolli Gústavs- son, vígslubiskup í Hólastifti og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjóna fyrir altari. Birkir Matthíasson leikur á trompet. Altarisganga. Boðið upp á akstur frá Hraun- búðum. Kl. 20.30 er unglinga- fundur KFUM/K. HVALSNESKIRKJA: Guðsþjón- “ usta fellur niður vegna viðgerða í kirkjunni. Sandgerðingum er bent á guðsþjónustu í Utskála- kirkju kl. 14. Hjörtur Magni Jó- hannsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Messa kl. 14. Organisti Frank Herlufsen. Altarisganga. Hjörtur Magni Jó- hannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.