Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 24. JUU 1993 39" KNATTSPYRNA URSLIT 0H 4 Pramarar fengu ■ | aukapspyrnu rétt ut- an við vítateig KR hægra megin á 9. mínútu. Ingólfur Ingólfsson tók spymuna, þrumaði á mark- ið, Ólafur Gottskáiksson varði en hélt ekki boltanum, og Helgi Sigurðsson fylgdi veí á eftir. 0H Atli Einarsson var ■ dCastaddur með knöttinn á miðjum vallarhelmingi KR á 13. mínútu, gaf frábæralega yfír tirhægri á Valdimar Kri- stófersson, sem iagði knöttinn fyrir sig, lék inn í teiginn hægra megin og þrumaði í netið. 1m Helgi Björgvinsson ■ Jfaíibraut á Einari Þór Daníelssyni, inn í vítateig upp við endalínu vinstra megin, og dæmdi dómarinn umsvifalaust vitaspymu. Rúnar Kristinsson tók spymuna og skoraði með öruggu skoti í homið vinstra megin. IB^jÞormóður Egiisson ■ %pmissti boltann rétt fyrir innan miðju á eigin vallar- helmingi á 84. mínútu. Atli Ein- arsson hirti knöttinn, óð upp völlinn með Þormóð á hælunum og skoraði með fallegu skoti frá vítateig. 1./IAtii Einarsson tók ■■Wrispu upp hægri kantinn á 85. mínútu, gaf fyrir markið, beint á Ingólf Ingólfs- son sem stóð einn og óvaldaður f vítateignum miðjum, og átti hann ekki í vandrseðum með að skora. GOLF / EM Karen áfram með Karen Sævarsdóttir lék á 80 högg- um á öðrum degi Evrópumeist- aramóts kvenna sem haldið er í Tór- ínó á Ítalíu þessa dagana. Hún er samtals á 156 höggum eftir tvo daga, en ekki var ljóst í hvaða sæti hún væri yfír heildina, þegar Morgunblað- ið náði tali af henni í gær. Keppendum var fækkað eftir dag- inn í gær, en Karen mun leika í dag. Keppendum verður enn fækkað eftir daginn í dag, en Karen sagðist stefna að því að vera með fjórða og síðasta daginn. Henni gekk ekki eins vel í gær og fyrsta daginn, þegar hún lék á 76 höggum. Hún var tveimur högg- um yfír pari á þremur holum í gær, en gekk vel með aðrar. Mótið er mjög sterkt að sögn Karenar, að minnsta kosti tíu konur eru undir pari vallar- ins, og þær tvær sem eru efstar og jafnar eru á sex höggum undir pari. Morgunblaðið/Þorkell Izudin Daðl Dervlc rennir sér í knöttinn í fyrri hálfleik í leiknum í gærkvöldi, en Helgi Sigurðsson Framari og Þormóður Egilsson KR-ingur fylgjast með. Fram skellti KR Framarar voru einum færri í hálftíma en bættu tveimur mörkum við ÞAÐ ER ekki hægt annað en taka ofan fyrir leikmönnum Fram eftir frœkinn stórsigur þeirra á KR, með fjórum mörkum gegn einu, i síðasta leik níundu umferðar 1. deilar karla í knattspyrnu, á heimavelli KR-inga í gærkvöldi. Ekki aðeins vegna þess að þetta var í fyrsta sinn ítvö ár sem KR tapar á heimavelli í deild- inni, heldur lika vegna þess að síðasta hálftímann léku Framarar einum færri, búnir að missa tvo af bestu mönnum sínum út af meidda, og sá þriðji haltraði um völlinn. Þá var staðan 1:2 og áttu flestir von á því að KR-ingar myndu bæta við mörkum. En Framarar voru ekki á því, vörðust vel og skoruðu tvö mörk und- ir lokin, og skutust þar með upp í þriðja sæti deildarinnar. Framarar byxjuðu af miklum krafti og voru komnir tveimur mörkum yfír áður en stundarfjórð- ungur var liðinn. Stefán KR-ingar vöknuðu Eiríksson nokkuð um miðjan skrífar hálfleikinn og léku ágætlega síðustu tuttugu mínúturnar í hálfleiknum, og náðu þá að minnka muninn, en ekki að jafna þrátt fyrir nokkur góð færi. KR-ingar byijuðu síðari hálfleik- inn betur en Framarar, sem misstu •Pétur Amþórsson út af í hálfleik meiddan. Þegar hálftimi var eftir af leiknum dró til tíðinda. Helga Björgvinssyni var þá vísað af leik- velli fyrir að toga Ómar Bendtsen niður þegar hann var að sleppa einn í gegnum vörn Fram. Skömmu síð- ar fór Helgi Sigurðsson meiddur af velli, og Steinar Guðgeirsson haltraði um, en gat ekki farið út af þar sem Framarar voru búnir að skipta inn á báðum varamönnum sínum. Utlitið var því vægast sagt ekki gott hjá Fram á þessari stundu, þó svo að þeir væru marki yfír. KR-ingar breyttu leikskipulagi sínu aðeins þegar þeir voru orðnir einum fleiri, ætluðu að leggja meiri þunga í sóknina, en það gekk illa upp. Vörn Fram átti svör við öllum sóknarfléttum þeirra, og þegar líða fór á leikinn fylltust KR-ingar ör- væntingu, sem skilaði þeim akkúrat engu. Atli Einarsson var skilinn eftir einn frammi þennan síðasta hálftíma hjá Fram, hafði leikið vel fram að því, en sýndi hreinan stjömuleik síðasta hálftímann. Fyrst byijaði hann á því að físka víti á 70. mínútu, Kristján Jónsson tók það en Ólafur Gottskálksson varði meistaralega með tánum. Síð- an skoraði Atli mark á 84. mínútu eftir frábært upphlaup, og lagði upp annað mínútu síðar. Leikurinn var mjög skemmtiieg- ur á að horfa, ágætlega leikinn í Stoltur af strákunum Við ætluðum okkur að vinna þennan leik, byijuðum líka vel, en misstum svo tök á leiknum. Við fómm af krafti í síðari hálfleik- inn, og það að ná sigri eftir það sem á undan gekk sýnir einfaldlega hvað móralinn í liðinu er geysilega góður. Ég er stoltur af strákunum, þeir áttu þetta svo sannarlega skilið," sagði Asgeir Sigurvinsson þjálf- ari Fram eftir sigurinn á KR. Aðspurður um stöðu liðsins í deildinni eftir fyrri hluta mótsins sagði Ásgeir: „Við stefnum auðvitað að því að taka flugið enn hærra upp á við í deildinni," sagði Ásgeir. KR - Friam 1:4 KR-völlur, fslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild karla, 9. umferð, fimmtudaginn 2S. júlí 1993. ~~ Aðstæður: Gola, sólskin, völlurinn góður. Mörk KR: Rúnar Kristinsson, (vsp. 33.) Mörk Fram: Helgi Sigurðsson (9.), Valdi- mar Kristófersson (12.), Atli Einarsson (84.), Ingólfur Ingólfsson (85.). Gult spjald: Ágúst Ólafsson, Fram (50.), fyrir brot, Pétur Arnþórsson, Fram (26.), fyrir brot, Ríkharður Daðason, Fram (35.), fyrir mótmæli, Tómas Ingi Tómasson, KR (67.), fyrir brot. Rautt spjald: Helgi Björgvinsson, Fram (61.), fyrir að rífa andstæðing niður og ræna hann um leið marktækifæri. Dómari: Egill Már Markússon, gerði nokk- ur mistök en stóð sig yfir heildina vel. Línuverðir: Sæmundur Víglundsson og Svanlaugur Þorsteinsson. ^ .Áhorfendur: 1402 greiddu aðgangseyri. KR: Ólafur Gottskálksson - Atli Eðvalds- son, Þormóður Egilsson, Izudin Daði Dervic - Bjarki Pétursson, Rúnar Kristinsson, Sig- urður Ómarsson, Heimir Guðjónsson (Sig- urður Ragnar Eyjólfsson 87.), Einar Þór Daníelsson - Ómar Bendtsen (Steinar Ingi- mundarson 68.), Tómas Ingi Tómasson. Fram: Birkir Kristinsson - Ágúst Ólafsson, Helgi Björgvinsson, Kristján Jónsson - Ing- ólfur Ingólfsson, Atli Einarsson, Pétur Arn- þórsson (Kristinn R. Jónsson 46.), Steinar Guðgeirsson, Rikharður Daðason - Valdi- mar Kristófersson, Heigi Sigurðsson (Ómar Sigtryggsson 64.). fyrri hálfleik, en meiri barátta í síð- ari hálfleik var á kostnað gæðanna. Framarar léku mjög vel, duttu nið- ur á kafla í fyrri hálfleik, en vörnin sló vart feilpúst. Atli Einarsson átti frábæran leik, hraði hans og tækni kom KR-vörninni hvað eftir annað í bobba, og Valdimar Kristófersson var líka sprækur. Kristján Jónsson og Ágúst Ólafsson léku líka mjög vel í vöminni. Rúnar Kristinsson var bestur KR-inga, nokkrir aðrir léku líka ágætlega en duttu langt niður á milii. Tómas Ingi Tómasson sýndi þó góða baráttu. Rúnar Kristinsson var að vonum svekktur eftir leikinn, KR-ingar em í Qórða sæti eftir níu umferðir, þegar íslandsmótið er hálfnað, að minnsta kosti tveimur sætum neðar en stefnan var sett á í upphafi. „Sigurinn var full stór miðað við gang leiksins. Við breyttum um leikskipulag þegar einn þeirra var rekinn út af. Við það opnaðist vöm- in, og þeir eiga fljóta menn sem klámðu leikinn," sagði Rúnar. „En það er nóg eftir og við hljótum að geta bætt okkur úr þessu.“ KA lagði Breiðablik 1 eikmenn KA-liðsins unnu sinn annan sigur, 2:1, í röð þegar þeir fengu Blikana í heimsókn á Akureyri í gær- Páimi kvöldi “ 5 íjörugum Óskarsson °£ oft á tíðum hörð- skrífar um leik, þar sex leikmenn fengu að sjá gula spjaldið og einn það rauða. Blikinn Siguijón Kristjánsson var rekinn af leikvelli eftir að venjuleg- um leiktíma lauk, er hann s'parkaði Steingrím Birgisson niður. KA-menn voru sprækari í leikn- um og gátu unnið stærri sigur. Það var Stefán Þórðarson sem gaf þeim tóninn, eftir mikinn einleik — hann fékk knöttinn 40 m frá marki Breiðabliks; brunaði upp kantinn og lék skemmtilega að marki Breiðabliks og sendi knöttinn í net- ið. _ Ivar Bjarklind bætti síðan við öðru marki, 2:0, á 50. mín., efbir að Halldór Kristinsson hafði skallað knöttinn til hans. Tíu mín. seinna skoraði Willum Þór Þórsson mark Breiðabliks, eftir að hafa komist inn fyrir vörn KA. Blikarnir voru grimmari eftir það, en náðu ekki að jafna metin. Haukur Bragason, Bjarki Braga- son og Steingrímur Birgisson voru bestu menn KA, en Breiðabliksliðið var jafnt. Atli Einarsson, Fram. Kristján Jónsson, Ágúst Ólafsson, Fram. Rúnar Kristinsson, KR. Birkir Kristinsson, Helgi Sigurósson, Ingólf- ur Ingólfsson, Valdimar Kristófersson, Steinar Guðgeirsson, Ríkharður Daðason, Fram. Atli Eðvaldsson, Tómas Ingi Tómas- son, Einar Þór Daníelsson, KR. Fj. leikja u J T Mörk Stig lA 9 8 0 1 28: 9 24 FH 9 5 3 1 18: 10 18 FRAM 9 5 0 4 23: 16 15 KR 9 4 1 4 19: 14 13 ÍBK 9 4 1 4 12: 18 13 VALUR 9 4 0 5 14: 12 12 ÍBV 9 3 3 3 15: 15 12 ÞÓR 9 3 3 3 8: 9 12 FYLKIR 9 3 0 6 9: 19 9 VÍKINGUR 9 0 1 8 8: 32 1 1. deild kvenna: Síjarnan - Þróttur N.................5:2 Guðný Guðnadóttir 2, Auður Skúladóttir, Heiða Sigurbergsdóttir, Ásgerður Ingi- bergsdóttir - Jónfna Guðjónsdóttir, Sirrý Haraldsdóttir. 2. deild karla: KA-UBK............................... Stefán Þórðarson, ívar Bjarklind - Wilium Þór Þórsson. 3. deild: Reynir S. - Selfoss..................1:2 Jónas G. Jónasson - Grétar Þórsson, Sveinn Jónsson. HK - Skallagrímur....................3:3 Steindór Elison, Einar Tómasson, Ejub Purisevic - Valdimar Sigurðsson 2, Stefán Broddi. Magni - Grótta.......................1:2 - Gísli Jónsson, Rafnar Hermannsson. Tourde France Úrslitól8. legg: klst. 1. D. Abdoujaparov (Ús.)........5:09.04 2. Frankie Andreu (Bandar.) 3. Rolf Sorensen (Danm.) 4. Frans Maassen (Holl.) 5. Dag-Otto Lauritzen (Nor.) 6. Stefano Colage (Ítalíu) y 7. Francois Simon (Frakki.) 8. Rolf Aldag (Þýskal.) 9. Jacky Durand (Frakkl.) 10. Brian Holm (Danm.) 11. Herman Frison (Belgíu) 12. Massimo Ghirotto (Ítalíu) 13. Vyacheslav Ekimov (Rússlandi) 14. Davide Cassani (ftalíu) 15. Christian Henn (Þýskal.) 16. Davide Bramati (Ítalíu) 17. Charly Mottet (Frakkl.) 18. Stefano Zanatta (ftaliu) 19. Philippe Louviot (Frakkl.) 20.SteveBauer(Ka.).....allir á sama tíma Staðan eftir 18 leggi: klst. 1. Miguel Indurain (Spáni).....89:32.05 2. Alvaro Mejia (Kól.).4.28 mín. á efjár_ 3. Zenon Jaskula (Póllandi)........4.42 4. Tony Rominger (Sviss)...........5.41 5. BjarneRiis(Danm.)..............12.08 6. Claudio Chiappucci (ítalfu)....14.19 7. Andy Hampsten (Bandar.)........14.35 8. Johan Bruyneel (Belgíu)........16.30 9. Pedro Delgado (Spáni)..........19.21 10. Vladimir Poulnikov (Úkraínu)..20.40 11. Antonio Martin (Spáni)........24.19 12. Jean-Philippe Dojwa (Frakkl.).25.27 13. Gianni Faresin (ftaliu).......25.44*<r 14. Roberto Conti (ftalíu)........26.16 15. Oliveiro Rincon (Kólumbíu)....26.19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.