Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 1
64 SIÐURB STOFNAÐ 1913 171. tbl. 81. árg. LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hart sótt að gengi franska frankans ^ Brussel, París, London. Reuter. OROINN í Gengissamstarfi Evrópu, ERM, að undanförnu er ekki einvörðungu atlaga að einstökum gjaldmiðlum, heldur er hann grundvallar prófsteinn á sljórnmálalega einingu ríkjanna sem að því standa, segja stjórnarerindrekar í ríkjum Evrópu- bandalagsins. Gífurlegt framboð sökkti gengi franska frankans niður fyrir lágmark í gærmorgun, og þrýsti mjög á dönsku krónuna og belgíska frankann. Nærri lét að spænski pesetinn og portúgalski eskúdinn féllu út fyrir samstarfsrammann. Þyk- ir líklegt að ERM sé í mikilli hættu. Haft var eftir reyndum erindreka að samstarfið nyti enn mikils póli- tísks stuðnings. „Gengissamstarfið er þungamiðja Maastricht. Ég trúi því ekki að eftir allt það sem geng- ið hefur á við að koma samkomulag- inu á koppinn verði því skyndilega fargað," sagði ónefndur erindreki. Sjónarmið manna á gjaldeyris- mörkuðum voru önnur. Fáir kaup- menn töldu að hægt yrði að kom- ast hjá því að endurskoða ERM- samstarfið. Soros hugar að frankanum Bandaríkjamaðurinn George So- ros hagnaðist í september síðast- liðnum um milljarð dollara, 72 millj- arða króna, með því að veðja rétti- lega á að breska pundið yrði dregið út úr samstarfinu. Hann sagði í gær að tilgangslaust væri að ætla að reyna að halda gengissamstarfinu á floti. Á mánudag hét hann að reyna ekki að fella franska frankann, sagðist ekki vilja eyðileggja ERM- samstarfíð. Nú segist hann ekki lengur sjá nein tormerki á að hefja Veiðiráðstefna SÞ Samkomulag um pólitíska framtíð Bosníu í burðarliðnum Eftir að útkljá deilur um skiptingu landsins aftur viðskipti með franka. Töldu spákaupmenn líklegt að franski seðlabankinn hefði að heita þurr- ausið gjaldeyrisvarasjóði sína og einungis stórfelld kaup þýska seðla- bankans hefðu komið í veg fyrir að frankinn félli aftur niður fyrir lágmark samstarfsrammans. Hagfræðingar fullir efasemda Fimmtán af 22 hagfræðingum sem Reuters-fréttastofan ræddi við í mörgum helstu fjármálastofnun- um aðildarlanda gengissamstarfs- ins í gær, töldu að samstarfið myndi ekki haldast í núverandi mjmd. Sigurvegari í FRAMBJÓÐANDI Fijálslyndra demókrata í Christ- church, Diana Maddock (t.h.), fagnar sigri í gær ásamt dóttur- sinni, Becki. Maddock fékk flest at- kvæði, rúmlega 33.000, í aukakosningum í kjördæm- inu en frambjóðandi íhaldsmanna, sem hafa haldið þingsætinu í áratugi, fékk innan við 17.000 at- kvæði. Verkamannaflokkurinn varð að láta sér nægja tæp 1.500 atkvæði en hann hefur reyndar ekki átt fylgi að fagna í Christchurch. Ósigurinn er talinn mikið áfall fyrir John Major forsætisráðherra sem nú á mjög í vök að veijast. Sjá einnig frétt á bls. 26. Christchurch Reuter Gengissam- starf í voða Atakgegn rányrkju SÞ. Reuter. RÁÐSTEFNU 50 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna, þ. á m. íslands, um fiskveiðar og fiski- stofna lauk í New York í gær með því að samþykktar voru 58 reglur sem eiga að stuðla að verndun stofna. Hvatt er til þess að fiskiskipum verði fækkað, of mörg skip reyni nú að veiða æ minni afla. Fulltrúi Evrópubandalagsins sagði að hér væri aðeins um fyrsta skrefið að ræða og gaf í skyn að erfiðustu deilumálin væru enn ekki útkljáð. Forseti ráðstefnunnar, Fidjimaðurinn Satya Nandan, benti á að vandinn væri ekki eingöngu minnkandi veiðar. Vaxandi hætta væri á harðvítugum deilum milli þjóða um fiskimið. í lokaskjalinu er sagt að öll ríki þurfi að setja reglur um vemdun stofna og veiðistjórnun, m.a. geti þar komið til greina takmörkun á stærð skipastólsins og veiðibann á ákveðnum svæðum. Genf. Reuter. LEIÐTOGAR stríðandi fylkinga í Bosníu náðu samkomulagi í gær um pólitíska framtíð Bosníu og verður landið samband þriggja lýðvelda. Leiðtogar múslima eiga þó eftir að fá endan- legt samþykki heima fyrir og fullnaðarsamkomulag um skipt- ingu landsvæða var ekki í höfn í gærkvöldi. Þá var tilkynnt í Sarajevo að foringjar herja deiluaðila hefðu hist í gær og sam- ið um að koma tafarlaust á vopnahléi. Tilkynnt var um Genfar- samkomulagið eftir fimm stunda fund þar sem leiðtogar deilu- aðila toguðust á um texta uppkasts sáttasemjaranna að stjóm- skipan „Sambandslýðvelda Bosníu og Herzegovínu". Izetbegovic. Eftir fundinn sagði Slobodan Milosevic Serb- íuforseti að nið- urstaðan væri skotheld því samkomulag væri um hvert orð, hvern ein- asta staf. Hann sagði að með Niðurstöður víðtækra gervihnattarannsókna 114 ár Engin merki um hærri hita London. Daily Telegraph. ÁKÖF leit að sönnunum þess efnis að veðurfar fari hlýnandi af mannavöldum hefur engan árangur borið þrátt fyrir að fullkomnustu tækni, sem völ hefur verið á, hafi verið beitt við leitina. „Við höfum ekkert fundið nema náttúrulegar sveiflur," sagði John Christy hjá bandarísku geimferða- stofnuninni NASA. „Við höfum rannsakað hvern blett á jörðinni frá 1979 og notað til þess kerfi gervihnatta. Ef einhvetjar breyt- ingar í átt til hlýrra andrúmaslofts hefðu orðið myndum við hafa kom- ið auga á þær,“ bætti hann við. Andmæli Nýjustu tölur yfir þróun hita- stigs sýna meir að segja að kólnun á sér stað í lofthjúpnum því meðal- talshiti í júnímánuði var lægri en fyrir 10 árum. Hið sama má segja um síðustu 19 mánuðina, meðal- hiti þeirra er mun lægri en á sama tímabili fyrir áratug. Dr. Keith Shine, veðurfarsfræð- ingur við háskólann í Reading í Englandi, dregur niðurstöður mæl- inganna í efa. ;,Ekkert tillit er tek- ið til eldgosanna miklu í Pinatubo- fjallinu 1991 og E1 Chichon 1983 sem ollu _ verulegri tímabundinni kælingu. Ég geri ráð fyrir að gervi- hnettirnir hefðu fundið merki um hlýnun hefðu eldgosin ekki átt sér stað,“ sagði Shine. Mengun í loft- hjúpnum frá eldgosum veldur því að sólargeislar eiga erfiðara með að hita jörðina. þessu hillti undir að 16 mánaða stríðsátökum í Bosníu lyki. Alija Izetbegovic, Bosníuforseti og leiðtogi múslima, hafnaði um tíma tillögu sáttasemjaranna og ekki var ljóst í gærkvöldi hvort breytingartillögur hans um að styrkja miðstjórn lýðveldasam- bandsins hefðu verið samþykktar. Stjómarerindrekar sögðu að for- sætisráð Bosníu hefði beitt hann miklum þrýstingi um að fallast á skiptingu Bosníu í svo til sjálfstæð lýðveldi og á endanum hefði hann látið undan, ekki síst þar sem múslimar hafa að undanförnu stað- ið höllum fæti á sjálfum vígvellin- um. Landakortið ófrágengið Þrátt fyrir samkomulag um framtíðarstjórnskipan Bosníu í gær er enn eftir að leysa ágreining um landamörk lýðveldanna þriggja og sögðu stjórnmálaskýrendur það erfiðasta hjallann á leið til friðar- samkomulags. Við það munu leið- togar deiluaðila glíma í Genf í dag. I gærkvöldi sagði Haris Silajdzic utanríkisráðherra Bosníu að sam- komulagið um framtíð landsins væri háð því að það öðlaðist stað- festingu stofnana þjóðarbrotanna þriggja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.