Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 37 ATVINNUAUGí YSINGAR Vélskóflustjóri Okkur vantar vanan mann á vélskóflu. Björgun hf., Sævarhöfða 33, sími 681833. Yfirvélstjóri Yfirvélstjóra vantar á mb. Sæborgu GK 457, sem er að fara á netaveiðar. Upplýsingar eftir helgi í síma 92-68755. Trésmiðaflokkar Óskum eftir að komast í samband við tveggja til fjögurra manna trésmiðaflokka, sem eru tilbúnir að gera föst tilboð í trésmíðavinnu utan- og innanhúss. Um er að ræða m.a. gluggaísetningar, þakfrágang, innveggjafrágang ásamt upp- setningu á innihurðum og innréttingum. Áhugasamir aðilar leggi inn nafn og síma- númer á auglýsingadeild Morgunblaðsins fyrir fimmtudaginn 5. ágúst merkt: „T - 10846“. Frá Fósturskóla íslands Okkar góða matráðskona er hætt störfum. Þess vegna vantar okkur, starfsfólki skólans, góða konu í mötuneytið. Starfið er 75% og laust nú þegar. Umsóknir berist skólanum fyrir 7. ágúst og upplýsingar eru gefnar á skrifstofu í síma 813866. Skólastjóri. HÆKM>AUGL YSINGAR íbúðir óskast Húsnæðisnefnd Selfoss óskar eftir kaupum á 2 íbúðum, annars vegar 2ja-3ja herb. (50-80 m2 ) og hinsvegar 4ra-5 herb. (90-130 m2). íbúðirnar skulu vera í sambýlishúsi, rað- eða parhúsum, án bílgeymslu. Tilboð skulu vera skrifleg og greina frá stærð íbúðar í fermetrum (brúttó), herbergjafjölda, húsgerð og staðsetningu í húsi. Ennfremur aldri húss, almennri lýsingu á ástandi íbúðar- innar, þar á meðal hvort íbúðin sé notuð eða í smíðum. Einnig skal koma fram áætlaður afhendingar- tími og upplýsingar um áhvílandi veð ef ein- hver eru. Við mat á tilboðum verður farið eftir ákvæð- um laga nr. 86/1988 með síðari breytingum og ákvæðum reglugerðar nr. 46/1991 um félagslegar íbúðir. Tilboð sendist Húsnæðisnefnd Selfoss c/o bæjarritari, Austurvegi 10, Selfossi, eigi síð- ar en 20. ágúst 1993. Húsnæðisnefnd Selfoss. Aflaheimildir Óska eftir að koma eftirfarandi aflaheimildum í geymslu: Þorskur.............200tonn Ýsa.................200tonn Ufsi................150 tonn Karfi...............100 tonn Grálúða.............300tonn Dreifa má geymslunni á marga aðila. Einnig koma til greina ýmis skipti og leiga. Leggið inn tilboð og hugmyndir á auglýsinga- deild Mbl., merktar: „Kvóti - 12802.“ .. x ■■ . " ' KENNSLA VÉLSKÓLI ÍSLANDS Vélavarðanám iðnsveina Haldið verður kvöldnámskeið fyrir iðnsveina í málm- eða rafiðnaðargreinum ef næg þátt- taka fæst. Námskeiðið veitir vélavarðarétt- indi og hefst það 13. september og lýkur í nóvember. Umsóknir, ásamt námskeiðsgjaldi, sem er kr. 20.000, þurfa að berast fyrir 1. septem- ber nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans frá kl. 8.00-16.00 alla virka daga. Sími 19755. Skrifstofan verður opnuð þann 18. ágúst nk. Póstfang: Vélskóli Islands Sjómannaskól- anum v/Háteigsveg, 105 Reykjavík. Endurmenntunarnámskeið í Vélskóla íslands íReykjavík Eftirtalin námskeið verða haldin, ef næg þátttaka fæst: Kælitækni Fyrirkomulag: Fyrirhugað er 20 tíma nám- skeið í kælitækni og fer það fram í vikunni 19.-25. september. Kennt verður þrjá eftir- miðdaga og einn laugardag. Námsefni: Stutt upprifjun á grundvallaratr- iðum. Mikilvæg atriði í norskum kælitækni- staðli sem varða rekstur og hönnun kerfa. Varðveisla og endurvinnsla kælimiðla. Tæki: Við kennsluna verður stuðst við nýtt kælikerfi í Vélskóla íslands. Námskeiðsgjald 3.000 kr. Námskeið ívélarúmsstjórnun Fyrirkomulag: Fyrirhugað er 40 tíma nám- skeið í vélarúmsstjórnun frá stjórnstöð. Námskeiðið dreifist á tvær vikur, þ.e. frá 26. september til 9. október. Kennt verður eftirmiðdaga og laugardaga. Námsefni: Stjórn og eftirlit vélbúnaðar frá stjórnstöð (stjórnborð og litgrafískur búnað- ur). Þjálfun í viðbrögðum við gangtruflunum. Stilla tæki og búnað (stillar og viðvörunar- kerfi) og beita vélum þannig að rekstur verði sem hagkvæmastur. Tæki: Við kennsluna verður notast við véla- rúmshermi Vélskóla íslands. Námskeiðsgjald 5.000 kr. Stýrt viðhald Fyrirkomulag: Fyrirhugað er 20 tíma nám- skeið í stýrðu viðhaldi og fer það fram í vik- unni 12.-18. september. Kennt verður tvo til þrjá eftirmiðdaga og einn laugardag. Námsefni: Hvað er stýrt viðhald? Viðhalds- forrit og notkun þeirra. Hver getur hagnaður- inn orðið af stýrðu viðhaldi? Hvernig koma flokkunarfélögin inn í stýrt viðhald? Tæki: Tölvur í tölvustofu Vélskóla íslands. Námskeiðsgjald 3.000 kr. Umsóknir ásamt námskeiðsgjaldi þurfa að berast fyrir 1. september nk. Þessi nám- skeið ættu að gagnast mönnum með 2., 3. og 4. stig frá Vélskóla íslands. Skólameistari. Svensson® Svenson heilsubúðin í Mjódd verður lokuð vegna breytinga 3.-7. ágúst. Póstverslunin er opin eins og venjulega. Opnum aftur mánudaginn 9. ágúst. Opið mánudaga - föstudaga kl. 13-18. BellS Heilsuvörur h.f. sími 667580. Auglýsing um tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Arnarnesi Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Garða- bæjar og skipulagsstjóra ríkisins og með vís- an til gr. 4.4.1. í skipulagsreglugerð nr. 318/1985 er hér með lýst eftir athugasemd- um við tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Súlunes 7 í Arnarnesi. Breytingin felst í því að heimilað er að skipta einbýlis- húsi í tvíbýlishús. Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofunum í Garðabæ, Sveinatungu við Vífilsstaðaveg frá 4. ágúst til 1. september 1993 á skrif- stofutíma alla virka daga. Athugasemdum við skipulagstillöguna skal skila til undirritaðs fyrir 15. september 1993 og skulu þær vera skriflegar. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Bæjarverkfræðingurinn í Garðabæ. Umsóknir um styrki frá Vestur-Norrænu samstarfsnefndinni (Vest Norden samarbejdet) Vestur-Norræna samstarfsnefndin, sem starfar á vegum Norðurlandaráðs, auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 1994. Nefndin veitir styrki til samstarfsverkefna fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka á hin- um vestlægu Norðurlöndum, þ.e. á íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Flestir þeirra styrkja, sem nefndin hefur veitt á undanförn- um árum, hafa runnið til hagnýtra rannsókna og atvinnuþróunarverkefna þó styrkirnir ein- skorðist ekki við slík verkefni. Styrkir eru eingöngu veittir á verkefnagrund- velli. Skilyrði fyrir veitingu þeirra er að verk- efnið feli í sér samstarf aðila frá a.m.k. tveim- ur hinna vestlægu Norðurlanda, að gildi þeirra sé ekki bundið við ákveðið land elleg- ar að verkefnin geti á annan hátt stuðlað að framþróun og auknu samstarfi innan svæðisins. í umsóknum skal tilgreina samstarfsaðila í Færeyjum eða á Grænlandi, en einnig skal fylgja umsóknum greinargóð lýsing á verk- efninu, áætlun um framkvæmd þess, kostn- aðaráætlun og upplýsingar um hvernig kosta eigi verkefnið. Umsóknum má skila á íslensku. Umsóknir sendist til: Byggðastofnunar - þróunarsviðs, Rauðarárstíg 25, . 105 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 1. október 1991.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.