Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JULI 1993
21
læðast úr herkví Bandamanna um
hafið austan og vestan íslands.
Skyndilega var hildarleikur heims-
styijaldarinnar háður upp á líf og
dauða á fiskimiðum úti fyrir Vest-
§'örðum.
Vorið 1941 komu fjórir breskir
dátar til Aðalvíkur og tóku land í
Görðum. Þar settu þeir upp strand-
vörslu og fylgdust með skipaferð-
um. Á þessum árum var Aðalvík í
símasambandi við umheiminn og
því hægt að láta vita til höfuðstöðv-
anna ef eitthvað sást fréttnæmt. í
febrúar 1942 barst liðsauki til Að-
alvíkur undir forystu bygginga-
verkfræðingsins Jacks Lewis laut-
inants. Reistir voru sjö braggar í
landi Garða um vorið og hafist
handa við byggingu lítillar ratsjár-
stöðvar á Hjallhóli í Garðalandi.
Settar voru upp tvær loftvarna-
byssur til varna og standa undir-
stöður þeirra enn. Baldur T. Jóns-
son forstjóri var á tíunda ári þegar
Bretarnir komu í Aðalvík. Faðir
hans, Jón Magnússon í Sæborg í
landi Garða, starfaði hjá Bretunum
sem verkstjóri og túlkur. Baldur
segir Bretana hafa verið heimilis-
vini á bernskuheimili sínu og vin-
skapur við nokkra þeirra hafi hald-
ist fram á þennan dag.
Vorið 1942 var lagt í enn meiri
framkvæmdir. Heimamenn voru
ráðnir til að leggja veg upp í fjallið
Darra, sem er ofan við Garða og
Sæból. Svo vel var staðið að vegar-
lagningunni að nú, rúmum 50 árum
síðar, er vegurinn í ótrúlega góðu
standi. Þar sem brattinn eykst í ■
fjallshlíðinni var settur upp krana-
gálgi og brautarteinar alla leið upp
á brún. Miðja vegu í hlíðinni var
dráttarspil og annað á brúninni.
Flutningar til Aðalvíkur voru með
skipum. Byggingarefni og þunga-
varningi var síðan ekið upp veginn
og híft upp í gálgann. Brautar-
vagni var rennt undir varninginn
og hann látinn síga í vagninn sem
dreginn var upp á fjallið. Uppi á
ijallinu var varningnum ekið eftir
2 km löngum vegi upp á hábungu
Darrans. Af fjallinu er mjög víð-
sýnt, til austurs sést inn éftir ísa-
fjarðardjúpi og fyrir vestan opnast
Aðalvíkin út á sundið milli Græn-
lands og íslands. Á Darra var sett
upp öflug ratsjárstöð sem Baldur
T. Jónsson telur að hafi verið opn-
uð í september 1942. Þetta var í
árdaga ratsjártækninnar og var
þessi breska uppfinning mikið
hernaðarleyndarmál. Ratsjárstöðin
á Darra mun hafa verið ein hin
fyrsta sem sett var upp utan Bret-
lands og af fullkomnustu gerð þess
tíma.
Árið eftir var reist enn fullkomn-
ari og öflugri ratsjárstöð á fjallinu
og dró hún um 100 km á haf út.
Ratsjárnar á Darra munu vera hin-
ar einu sem sérstaklega voru settar
upp hér á landi til að fylgjast með
skipaferðum. Jack Lewis stjórnaði
öllum þessum framkvæmdum og
þótti standa sig með slíkri prýði
að hann var gerður að yfirmanni
alls ratsjárkerfis Breta á Indlandi.
Ratsjárstöðin á Darra var starf-
rækt allt til stríðsloka. Baldur hef-
ur eftir föður sínum þau ummæli
Bretanna að ratsjárstöðin í Aðalvík
hafi sparað tvö eftirlitsskip á hafínu
milli Islands og Grænlands. Fram
að þessu höfðu beitiskipin Norfolk
og Suffolk vaktað sundið og meðal
annars fundið þýska bryndrekann
Bismarck árið 1941.
Ekkert „ástand“ í Aðalvík
I setuliðinu í Aðalvík voru 60 til
70 menn, þar af voru um 20 uppi
á fjallinu og hinir í Görðum. Baldur
T. Jónsson segir að ekki hafí skap-
ast neitt „ástand“ í Aðalvíkinni.
„Lautinant Lewis fór í herbúðir í
Southampton og fékk að velja sér
liðsmenn. Honum var kunnugt um
aðstæður í Aðalvíkinni og hvers
hann varð að krefjast af sínum
mönnum. Flestir strákanna voru
vel menntaðir, ýmist búnir að Ijúka
háskólanámi eða í námi þegar þeir
voru kallaðir í herinn. Þarna var
læknir og svo tæknimenntaðir
menn. Þetta voru prúðir og hjálp-
samir menn, öbbuðust ekki upp á
neinn. Þeir gengu margir með gler-
Víðsýnt er af Darra. Lengst til vinstri sést hvítur sandur Látravík-
ur, þá kemur Miðvík, Þverdalur og næst sést móta fyrir Garðadal.
Búið var í hverjum dal á árum áður, en stærstu byggðirnar voru í
Aðalvík og á Sæbóli. Til að komast á milli byggða þarf að krækja
fyrir fjöllin eða fara yfir þau, reyndist það oft torfært á vetrum.
Vegurinn upp að kranagálganum
er grasi gróinn en heillegur. Enn
sést marka greinilega fyrir
brautinni sem vagnarnir voru
dregnir eftir upp fjallið.
flytja hann frá Darra. Þeir sem til
þekkja leggja ekki trúnað á sög-
una, en Baldur T. Jónsson varð
vitni að atviki sem kann að skýra
hvernig sagan varð til. „Þegar
stríðinu lauk var starfrækslu rat-
sjárstöðvarinnar hætt. Það kom
flutningaskip í júlí 1945 til að
sækja tæki og mannskap til Aðal-
víkur. Þegar síðustu mennirnir voru
að fara fluttu þeir með sér kassa
og í honum var glerlampi úr rat-
sjánni og kostaði mörg þúsund
sterlingspund. Vel var búið um
lampann í kassanum og hékk hann
í sérstökum fjaðrabúnaði. Þegar
átti að flytja þennan dýrmæta
lampa um borð í skipið kom í ljós
að það var of lítið til að mega flytja
lampann, enda giltu sérstakar regl-
ur um hernaðarleyndarmál af þessu
tagi. í stað þess að lampinn færi
með skipinu var hann leystur úr
flutningskassanum um borð í bátn-
um og braut faðir minn lampann
með skiptilykli.“ Brotunum var síð-
an hent í sjóinn og segir Baldur
að sumir hermennirnir hafí ekki
getað horft upp á þessar aðfarir
heldur gripið fyrir augun þegar
lampanum dýra var fargað.
Texti: Guðni Einarsson.
Myndir: Árni Sæberg og Breska
stríðsminjasafnið.
Baldur T. Jónsson forstjóri.
augu og því ekki gjaldgengir í víg-
vallasveitir. Það var algengt að
sjóndaprir væru sendir í l'jarskipta-
sveitir, því sjóndepra þótti ekki
koma að sök þár,“ segir Baldur.
Bretarnir kynntust fólkinu í Að-
alvík vel og segir Baldur samskipt-
in við þá hafa verið mjög jákvæð.
„Það voru góðir tónlistarmenn í
hópnum og í einum bragganum í
Görðum voru sýndar nýjar bíó-
myndir. Það var verið að sýna sömu
myndirnar á ísafirði fjórum árum
síðar. Þeir fengu ensku blöðin og
leyfðu okkur að sjá þau. Aðbúnað-
ur Bretanna var ágætur, margir
þeirra komu frá sveitaheimilum og
voru ekki vanir munaði heldur féllu
vel inn í umhverfið þarna í Aðal-
vík. Kuldinn kom þeim ekkert á
óvart. Braggarnir voru kyntir með
kolum og þeir höfðu nógan mat.
Það kom fyrir að þeir skiptu við
heimamenn á niðursuðumat og
kjöti, helst nautakjöti. Þetta voru
miklu frekar vinir okkar en her-
námslið,“ segir Baldur T. Jónsson.
Dularfullur lampi
Sem von var spunnust ýmsar
sögur um Bretana og ratsjárstöðina
á Darra. Bretinn lúrði sem von var
á leyndarmáli ratsjárinnar eins og
ormur á gulli. Tæki til stöðvarinnar
voru flutt að og frá Aðalvík undir
hervernd. Ein lífseig saga er um
að erindrekum Þjóðveija hafi tekist
að ná innvolsinu úr einum rat-
sjárskjánum á Darra og þannig
komist nær leyndardómum ratsjár-
tækninnar. Sagan segir að ratsjár-
lampinn hafi verið fluttur í sérstök-
um kassa. Erindreka Þjóðveija hafi
tekist að bijóta lampann þannig
að hægt var að ná kjarnanum úr
lampanum meðan verið var að.
Nú er rétti tíminn til þess að endurnýja húsið í stað þess að byggja
nýtt - a.m.k. fyrir marga. í tilefni þess og hins, að nú eigum við
5 ára afmæli sem sérhæfðir innréttingaframleiðendur, bjóðum
við til veislu allan ágústmánuð.
Þú getur dottíð í lukkupottínn og fengið innréttínguna fría ef þú pantar í
afmælismánuðinum.
Allir sem staðfesta pöntun í ágúst fara í pott og ein afmælisfjölskylda fær fría innréttingu.Hinar fjölskyldurnar,
sem staðfesta pöntun,fá 5% afmælisafslátt og frítt matreiðslunámskeið hjá meistarakokkinum Sigurði L.Hall í
tilefni afmælisins. (Við tökum við pöntunum til afhendingar allt til áramóta, en fyrstu afhendingar okkar fyrir
pöntun nú, geta orðið í septemberlok.
Á afmælisdaginn 12, ágúst verðum við með opið hús og sýnum trésmiðjuna okkar og verðum með
ýmsar uppákomur - bíddu ekki til þess tíma heldur fáðu tilboð núna til þess að geta gengið frá
kaupunum í ágúst.
mmm
Funahöfða 19, sími 685680
M 9307