Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 29 Valur Valsson höfum við tekið þessa ákvörðun 21. dag mánaðarins. Núna voru vextirnir á talsverðri hreyfingu í mánuðinum. Við töldum því skyn- samlegt að bíða og sjá fyrir end- ann á þessari þróun enda varð það til þess að við getum lækkað meira.“ — Náðist jafnvægi milli verð- tryggðra og óverðtryggðra kjara hjá Islandsbanka á fyrri helmingi ársins? „Á síðasta ári varð vaxtamunur fyrir framlag í afskriftarreikning 4,73% yfir árið. Verðbólguskotið í febrúar varð hins vegar til þess að vaxtamunur á fyrri helmingi ársins varð aðeins 4,23% þannig að okkur hafði ekki tekist að vinna það upp þegar verðbólgan eykst núna aftur.“ Hugmyndir um vaxtaskiptasamning — Við síðustu nafnvaxtahækk- un urðu mjög sterk viðbrögð í þjóð- félaginu. Eruð þið ekki undir það búnir að hækkunin nú verði mjög umdeild? „Mér finnst mjög eðlilegt að fólk verði hissa þegar það sér svona tölur. Það er sumpart vegna þess að fólk hefur ekki gert sér grein fyrir því þetta verðbólguskot er bæði meira og kemur fyrr en ýmsir áttu von á. Venjuleg verð- tryggð lán kosta um 20% á ári um þessar mundir burtséð frá því hvað við gerum. Það er alltof mikill vaxtakostnaður. Við hefðum því gjarnan kosið að þurfa ekki að hækka nafnvexti höfum leitað allra annarra leiða. Meðal annars get ég nefnt það að á fundi sem við áttum með bankastjórn Seðla- bankans fyrr í þessum mánuði, þar sem m.a. var rætt um þann vanda í vaxtamálum sem var fyrirsjáan- legur vegna verðbólgunnar, þá varpaði ég fram þeirri fyrirspurn til Seðlabankans hvort hann væri reiðubúinn að gera vaxtaskipta- samning við bankana sem hefði í för með sér að hægt væri að draga úr þörfinni fyrir nafnvaxtahækk- un. Þessari hugmynd var vel tekið af Seðlabankamönnum og hún er núna í skoðun. Ég á þó von á því að það taki lengri tíma að und- irbúa það mál en svo að það muni nýtast okkur í því verðbólguskoti sem núna stendur yfir. Við segjum einnig við þá sem hyggjast taka lán að það sé skyn- samlegt að bíða í nokkrar vikur. Núna er viss verðbólgutoppur að ganga yfir og það er skynsamlegt fyrir fólk sem getur frestað lántök- um að gera það. Við höfum velt því fyrir okkur hveijar afleiðingarnar yrðu ef við gerðum ekki neitt. Aðgerðarleysi af okkar hálfu myndi hafa tvennt í för með sér. Það myndi annars- vegar valda bankanum geysilegu rekstrartapi. Hins vegar myndi það verða til þess að þeir sparifjáreig- endur sem eru með fé sitt óverð- tryggt myndu lenda með það í verðbólgubáli núna í nokkrar vikur og verða fyrir umtalsverðu tjóni. Á hvorugt gátum við horft aðferð- arlausir.“ Viðtal: Kristinn Briem Sannleiksást fjölmiðla eftir Agnesi Bragadóttur Að skjöplast er mannlegt. Að iðr- ast og reyna að bæta fyrir misgerð- ir sínar er stórmannlegt. Það á jafnt við um þá sem eru blaðamenn og fréttamenn og aðra. Þó virðist það nú heldur fátítt að fjölmiðlar sjái sig knúna til þess að biðjast afsökunar á því sem rangt hefur verið farið með, eða gera það með þeim hætti að eftir því verði tekið. Auðvitað gerum við öll mistök í starfi og því má svo sem til sanns vegar færa, þegar fjölmiðlafólk er að gagnrýna fréttaflutning og vinnubrögð annarra fjölmiðla en þess er viðkomandi starfa hjá, að verið sé að kasta steini úr gler- húsi. Því getur það verið ágætis vinnuregla að ástunda sjálfsgagn- rýni og reyna að bæta eigin fjöl- miðil. En jafnvel þá vinnureglu hljóta menn að bijóta, þegar það sem þeir sjá, lesa og heyra er á þann veg að þeim blöskrar. Þegar umfjöllun er með þeim hætti að hún stangast með öllu á við grund- vallarlífsskoðanir um réttlæti og siðferði er mál til komið að undan- tekning sé gerð frá vinnureglunni. Við sem höfum atvinnu okkar af fréttaflutningi hljótum að sjálf- sögðu að hugleiða hvert sé hlut- verk fjölmiðla og hvernig sá fjöl- miðill sem við störfum hjá uppfylli sitt hlutverk. Það liggur í augum uppi að því er varðar fréttaöflun og fréttaflutning að höfuðhlut- verkið er að afla réttra og ná- kvæmra upplýsinga og miðla þeim til lesenda, áheyrenda og áhorf- enda á góðu og skiljanlegu máli, þannig að fréttaneytandinn hafi fengið mynd af fréttinni sem kemst eins nálægt því að endurspegla þann atburð sem um var fjallað og mögulegt er. Aðrir ritstjórnar- legir þættir fjölmiðils hafa síðan önnur og óskyld markmið, svo sem það að gagnrýna, að stefnumarka, að skemmta, að mennta og svo framvegis. Eg hef velt því fyrir mér undanfarna daga, hvaða markmið voru höfð að leiðarljósi hjá íjölmiðlum eins og Stöð 2, Tím- anum, Pressunni og DV þegar ít- rekað og á æ ofsóknarkenndari hátt var fjallað um svonefnt kjöt- mál Bryndísar Schram. Hafi ein- hver ofangreindra markmiða ráðið ferðinni í þeirri umfjöllun, þá fór það alveg framhjá mér. Fréttin var ósönn Því miður voru vinnubrögð ijöl- miðlanna sem ég nefndi hér að ofan með þeim hætti að þau voru þeim til háborinnar skammar og báru keim af ofsóknum á hendur utanríkisráðherrahjónunum. Sú gagnrýni sem stétt okkar liggur iðulega undir virðist eiga ærinn rétt á sér, þegar þetta mál er skoð- að. Við erum stundum gagnrýnd fyrir ónákvæmni, óvönduð vinnu- brögð, takmarkaða siðferðiskennd, óvirðingu fyrir tilfinningum ann- arra, friðhelgi einkalífsins og líkast til ótal fleiri ávirðingar. Raunar má segja að með einum eða öðrum hætti eigi allar þessar ávirðingar við um „fréttaflutninginn“ af kjöt- málinu og enn er þó stærsta brotið í fréttalegum skilningi ótalið — hin svokallaða frétt var ósönn! Samt sem áður hefur enginn fjölmiðl- anna komið fram og beðist afsök- unar á rangfærslum sínum og rangtúlkunum. Þann 2. júlí sl. komu utanríkis- ráðherrahjónin að utan og sam- ferða þeim var Brynja Benedikts- dóttir leikstjóri. Brynja skýrði með símbréfi á greinargóðan og sann- færandi hátt sl. miðvikudag, hvernig stóð á því að poki í hennar eigu var á farangursvagni vinkonu hennar Bryndísar. Ástæður þess að Brynja hafði ekki fyrr komið fram og upplýst opinberlega hver væri eigandi pokans voru einfald- lega þær að Brynja hefur verið erlendis og ekki haft hugmynd um írafárið í kringum einn kjöthleif heima á Fróni. Það var Stöð 2 sem reið á vaðið í fréttatíma sínum í kjötfréttafiutn- ingnum þann 22. júlí sl. af litlu tilviki í Leifstöð þann 2. júlí sl. Ég hef upplýsingar um að starfs- menn landbúnaðarráðuneytisins höfðu að fyrra bragði samband við fjölmiðla og buðu fram upplýsingar um meinta kjötinnflutningstilraun Bryndísar Schram. Meðal íjölmiðla sem haft var samband við voru Tíminn, DV og Pressan og svo að sjálfsögðu Stöð 2. Hvað gekk starfsmönnum land- búnaðarráðuneytisins til? Hverra erinda gengu þeir og að hvers undirlagi? Samkvæmt yfirlýsingu Halldórs Blöndal, landbúnaðarráð- herra, sem birt var hér í Morgun- blaðinu í gær, er ljóst að minnis- blað það sem skrifað var af starfs- manni ráðuneytisins um atvikið í Leifsstöð hefur ekkert með verk- svið landbúnaðarráðuneytisins að gera „og var ekki skrifað eða dreift með vitund landbúnaðarráðherra, sem fordæmir að það hafi verið notað til að koma höggi á utanrík- isráðherra og konu hans“, svo vitn- að sé orðrétt í yfirlýsingu landbún- aðarráðherra. Tíðindaleysið og gúrkutíðin Mánudaginn 19. júlí átti ég sím- tal við utanríkisráðherra í tilefni fréttaskrifa og er símtalinu var um það bil að ljúka fór ráðherrann nokkrum spaugsömum orðum um tíðindaleysið þessa dagana, sem gjarnan gengur undir nafninu gúrkutíð hjá okkur fréttamönnum. Hann sagði að það hlyti að vera vísbending um mjög mikla gúrku- tíð, að tveir fjölmiðlar hefðu haft samband við hann fyrr sama dag og spurt hann um kjötinnflutning í Leifsstöð. „Það hefur ekkert kjöt, hvorki hrátt né soðið komið upp úr mínum ferðatöskum. Ef þú vilt tala um þetta við Bryndísi, þá gjörðu svo vel. Hún er heima,“ segist hann hafa sagt og haldið að fréttamennirnir væru að grín- ast. Bryndís mun hafa gefið þau svör er haft var samband við hana, að vissulega væri hér um klaufa- legt atvik að ræða, en' staðreynd málsins væri sú að hún hefði ekki átt títtnefndan kjötpoka. Að öðru leyti sæi hún ekki ástæðu til þess að tjá sig um málið. Þetta voru þær upplýsingar sem fjölmiðlarnir höfðu í höndunum frá utanríkisráðherrahjónunum þegar fyrsti „fréttaflutningurinn" á Stöð 2 af þessum líka stórviðburði hófst, beint í kjölfar þess að Pressan birti litla slúðurklausu fimmtudaginn 22. júlí um málið. í 19:19 það kvöld sagði Kristján Már Unnarsson m.a. orðrétt: „Þegar utanríkisráðherra- frú landsins í fylgd með eigin- manni sínum, sem jafnframt er yfirmaður tollgæslunnar hér í Leifsstöð, er staðin að tilraun til að flytja hrátt kjöt inn í landið, hljóta að vakna ýmsar spurning- ar.“ Hér er ekki lítið fullyrt og grunnurinn sem fullyrðingarnar standa á afar hæpinn, að ekki sé meira sagt. Púkarnir á fjósbitunum Ég ætla ekki að rekja umfjöllun fjölmiðla eins og Tímans, Press- unnar, DV og Stöðvar 2 í neinum smáatriðum, enda þjónar slík end- urbirting rógsherferðar á hendur Bryndísi og Jóni Baldvin í Morgun- blaðinu engum tilgangi öðrum en þeim að næra alla púkana á fjósbit- unum, sem hljóta nú að vera orðn- ir vel mettir. Agnes Bragadóttir „Eitt skref í rétta átt, til þess að bæta fyrir gróf brot á Bryndísi Schram og Jóni Bald- vin Hannibalssyni, væri að þeir fjölmiðlar sem staðið hafa fyrir ofsóknum á hendur utanríkisráðherra- hjónunum og látið nota sig af lágkúrulegum embættismönnum í landbúnaðarráðuneyt- inu, bæðust afsökunar á framferði sínu.“ En mig langar að gera að um- talsefni það sem gerðist eftir að Brynja Benediktsdóttir hafði feng- ið fregnir af írafárinu á íslandi og hafði þegar í stað ritað yfirlýsingu, sem hún nefndi Að gefnu tilefni, og birtist hér í Morgunblaðinu sl. fimmtudag á bls. 2. Símbréf Brynju barst hingað á Morg- unblaðið í_ eftirmiðdaginn á mið- vikudag. Ég hef upplýsingar um að símbréf hennar var komið á Stöð 2 fyrir kl. 18.30 á miðviku- dagskvöld. Samt sem áður setti Elín Hirst fréttaþulur á svið lítinn leikþátt fyrir áhorfendur Stöðvar 2, við upphaf fréttaútsendingar kl. 19.19. Helstu efnisatriði frétta- tímans sem framundan var voru rakin, m.a. að nokkrir alþingis- menn myndu krefjast nákvæmrar rannsóknar á kjötinnflutningsmáli utanríkisráðherrafrúarinnar og síðan fitlaði Elín við lítið plagg á borði sínu og sagði að Stöð 2 hefði rétt í þessu borist símbréf frá Brynju Benediktsdóttur leikstjóra, þar sem hún lýsti því yfir að hún hafi verið eigandi pokans og inni- halds hans. „Nokkrir alþingismenn“ Síðar í fréttatímanum átti það svo eftir að upplýsast hveijir þess- ir „nokkrir alþingismenn" voru, sem ætluðu að kreijast rannsókn- arinnar: Guðni Ágústsson, Fram- sóknarflokki, og Anna Ólafsdóttir Björnsson, Kvennalista, voru með orðum sínum í fréttatímanum þar með orðnir opinberir og virkir þátt- takendur í rógsherferðinni á hend- ur 1 Jóni Baldvin . og Bryndísi. Hvernig skyldi þessum nokkrum alþingismönnum, þeim Guðna og Önnu, svo hafa verið innanbijósts eftir að þau heyrðu sannleikann í málinu. Þau voru með orðum sínum og meldingum búin að kveða upp dóm yfir utanríkisráðherra og konu hans. Stöð 2 klykkti svo út í lok þess- arar umfjöllunar sinnar með þess- um orðum: „Og fyrir hálfri klukku- stund barst Stöð 2 yfirlýsing frá Brynju Benediktsdóttur, staddri í Bandaríkjunum, þar sem hún lýsir því yfir að plastpoki og innihald hans sem sagt er vera helsta um- ræðuefni sumra íslenskra fjölmiðla hafi verið sín eign en ekki Bryndís-* ar Schram. Það hafi ekki verið ætlunin að smygla neinu inn í land- ið. Orðrétt segir í þessari yfirlýs- ingu: „Ástæðan til þess að ég hélt ekki sjálf á pokaskjattanum er sú að ferðataska mín tapaðist í þess- ari ferð og ég var kölluð frá.“ Þessi vinnubrögð Stöðvar 2 eru með ólíkindum. Blygðunarlaust ljúga fréttamenn Stöðvarinnar til um það hvenær þeim barst símbréf Brynju í hendur og skeikar þar a.m.k. einni klukkustund. Drengi- leg yfirlýsing Brynju gerði kjötfjöl- miðlafárið fáránlegt á svipstundu og kippti öllum stoðum undan stað- hæfingum í þá veru að utanríkis- ráðherrafrúin hefði haft í hyggju að flytja með ólögmætum hætti hrátt kjöt inn í landið. En í gúrku- tíðinni hafði Stöð 2 samt sem áður getað gert sér fréttamat úr þessu litla tilviki, mér telst til í 13 mínút- ur og 15 sekúndur, frá 22. til 28. júlí, sem er hreint ekki svo lítill tími, þegar sjónvarpsfréttir eiga í hlut. Þegar stoðinni var kippt á brott, þá var siðferðið ekki einu sinni svo sterkt að hætt væri við fréttaflutninginn af kröfu „nokk- urra alþingismanna“ um nákvæma rannsókn. Rannsókn á hveiju? Rannsókn á því sem ekkert var? Né heldur hafði Stöð 2 siðferðilegt þrek til þess að lesa yfirlýsingu Brynju í heild sinni í upphafi fréttatímans. Aðeins hluti yfirlýsingarinnar var lesinn. Það hefði í mesta lagi tekið eina mínútu að lesa upp yfirlýsingu Brynju í heild, eða innan við 1/13 þess tíma sem 19:19 hefur undan- farna daga varið í ofsóknir sínar á hendur þeim Jóni Baldvin og Bryndísi. Að verja hendur sinar Það er illt til þess að hugsa að þeir sem verða fyrir barðinu á jafn óvönduðum vinnubrögðum og þessum skuli alls ekki eiga þess nokkurn kost að veija hendur sínar eða fá fram raunverulega leiðrétt- ingu í þeim efnum þar sem misfar- ið hefur verið með. Raunar hygg ég að það geti verið tímaspursmál hvenær það gerist að umræða hefj- ist í þjóðfélaginu og á Alþingi um hvort ekki geti verið rétt að huga að því að koma hér á fót einhvers konar eftirlitsstofnun með fjölmiðl- um, sem hefði þá það hlutverk að gæta réttinda og hagsmuna þeirra einstaklinga sem mögulega væri. brotið á. Raunar vona ég að slíkt gerist ekki og frelsinu verði ekki ógnað. En við verðum öll að gera okkur grein fyrir því að frelsinu fylgir mikil ábyrgð og þá.ábyrgð verðum við að axla. Mikilvægasta leiðarljós okkar á fjölmiðlunum, til þess að rísa undir þeirri ábyrgð . sem við höfum axlað hlýtur því að vera sannleiksást. Eitt skref í rétta átt, til þess að bæta fyrir gróf brot á Bryndísi Schram og Jóni Baldvin Hannibals- syni, væri að þeir fjölmiðlar sem staðið hafa fyrir ofsóknum á hend- ur utanríkisráðherrahjónunum og látið nota sig af lágkúrulegum embættismönnum í landbúnaðar- ráðuneytinu bæðust afsökunar á framferði sínu. Höfundur er blaðamaðurá Morgunblaðinu. ■ .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.