Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 Rússneskt verksmiðjuskip í ljósum logum Breskir brunaliðsbátar sprauta vatni á rússneskt verksmiðjuskip sem logaði glatt undan strönd Hjaltlands- eyja. Eldurinn braust út í haug af umbúðum utan um fisk þar sem skipið hafði varpað akkerum úti fyrir höfninni í Leirvík. 162 manns voru í áhöfn skipsins, sem er 12.400 t og skráð í Kalíníngrad, og var flestum þeirra bjargað í nærliggjandi rússneskt skip, en 56 manns urðu eftir um borð til að aðstoða 16 slökkviliðsmenn að berjast við eldinn. Aukakosningarnar í Christchurch á Englandi Stærsti ósigur Ihalds- flokksins eftir stríð Christchurch. Reuter. BRESKI íhaldsflokkurinn beið sinn mesta ósigur í aukakosning- um eftir stríð er hann tapaði kjör- dæminu Christchurch á suð- urströnd Englands í fyrrakvöid. Féll kjördæmið Frjálslyndum demókrötum í skaut og eru þing- menn flokksins þá orðnir 22. Þing- meirihluti íhaldsmanna í neðri deildinni, þar sem 651 maður sit- ur, er nú 17 menn. íhaldsflokkurinn vann Christ- church með 23.000 atkvæðum í þing- kosningunum í apríl í fyrra. Nú sigr- aði Diana Maddock, frambjóðandi fijálslyndra, hins vegar með 16.427 atkvæðum, hlaut 33.164 atkvæði en fulltrúi íhaldsflokksins 16.737. Verkamannaflokkurinn hlaut aðeins 1.453 atkvæði og fær þvíekki endur- greidda 500 punda tryggingu sem setja varð til þess að fá að bjóða fram. John Major forsætisráðherra sagði úrslitin sorgleg en þau yrðu ekki til þess að breyta stjómarstefnunni. Hann sagði að ekki yrði fallið frá því að leggja skatt á orku til heimili- snotkunar, Ijós og hita, en sú skatt- lagning ein og sér er talin hafa ráð- ið úrslitum um að íhaldsflokkurinn tapaði Christchurch þar sem mikill hiuti kjósenda er ellilífeyrisþegar. Kreppa og klofningur Sir Norman Fowler flokksformað- ur sagði ósigurinn afleiðingu efna- hagskreppu og klofnings í íhalds- flokknum í svonefndum Evrópumál- um. Varði hann Major forsætisráð- herra og sagði það fjarstæðu að halda því fram að niðurstaðan væri dómur yfír Major. Paddy Ashdown, formaður Frjáls- lyndra demókrata, sagði hins vegar að niðurstaðan væri dómur yfír verk- stjóm Majors í ríkisstjóm, aðgerðum Flugstjórinn, Hwang In-ki, skipaði aðstoðarflugmanninum að lækka flugið áður en þotan var komin yfír fjallshrygg, að því er fram kemur á segulbandsupptökum af samtölum flugmannanna. „Við erum komnir yfír, lækkaðu, meira, lækkaðu hrað- ar,“ heyrist flugstjórinn segja á upp- tökunum 15 sekúndum áður en þotan skall á Qallshlíðinni. . . vegna þess að ég er nýbyij- aður ..." heyrist flugmaðurinn svara en það er talið geta annað hvort verið til marks um að hann hafí verið að afsaka sig af því að hann var nýráðinn til flugfélagsins stjómar hans í tveggja ára kreppu og forystuhæfíleikum. „Kjósendur í Christchurch hafa sett hann á reynslulausn og dómur verður kveð- inn upp í næstu þingkosningum," sagði Ashdown. eða þá að hann hafí verið að andæfa flugstjóranum og gefa honum til kynna að hann hafí verið nýkominn inn á aðflugsgeisla og lækkun ótíma- bær. „Allt í lagi, 800 fet . . . Ó, minn . . .“ segir flugstjórinn skömmu síðar en síðan kveða við brothljóð og svo þagnar segulbandið. í skýrslu kóreskra flugmálayfír- valda er skuldinni skellt bæði á flug- stjórann og flugumferðarstjóra fyrir að fylgjast ekki nógu grannt með flugi þotunnar og vara flugmennina við hvert stefndh> Þotan var að koma frá Seoul og reyndu flugmennimir lendingu við mjög slæm veðurskilyrði, rok og úr- hellisrigningu. Tvær fyrstu lending- artilraunimar misheppnuðust þar sem flugmennirnir sáu ekki til jarðar í lágmarkshæð en í þriðja aðfluginu skall þotan á Qallinu. Segir í skýrslunni að Hwang flug- stjóra hafí orðið á siglingafræðileg mistök og hann hafí tekið of mikla áhættu með því að freista þess að lenda við þær aðstæður sem voru í Mokpo. Þar segir að flugumferðar- stjórunum hafí borið að leggja mjög hart að flugmönnunum að reyna ekki lendingu heldur hverfa frá til annars vallar þar sem betri skilyrði voru fyrir hendi. Hið eina sem flug- umferðarstjóramir hefðu gert var að segja frá því að veður væri slæmt en í engu varað flugmennina við. Gabriel HÖGGDEYFAR STERKIR, ORUGGIR ÓDÝRIR! i7 G ” SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91-8 47 88 Flugslysið við Mokpo í Suður-Kóreu Mannleg mistök ástæða slyssins SUÐUR-kóresk stjórnvöld kenna flugstjóra Boeing-757 þotunnar sem fórst í Suður-Kóreu í vikunni og flugumferðarstjórum á flugvellinum í Mokpo um að þotan skall á fjallshlíð með þeim afleiðingum að 66 manns biðu bana. Fyrir liggur nú að stél þotunnar rakst fyrst í fjallið rétt fyrir neðan fjallstindinn með þeim afleiðingum að hún kastaðist á hvolfi yfir fjallseggina og niður í hlíðar handan hennar. Framkvæmdastjóri söludeildar SH í Japan Fólk virðist hafa trú á Hosokawa FYRSTA stjórnin í 38 ár án þátttöku Frjálslynda lýðræðisflokks- ins (LDP) hefur nú verið mynduð í Japan. Helgi Þórhallsson, framkvæmdastjóri söludeildar Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna í Japan, sagði í samtali við Morgunblaðið að honum virtist að almenningúr í landinu væri ánægður með nýju stjórnina. „Það er þá helst að embættismenn séu hræddir," sagði hann. „Það hafði myndast vinsamlegt samband milli þeirra og LDP síðastliðin 38 ár.“ hægt væri að finna að Morihiro Hosokawa, leiðtoga Nýja flokks- ins, væri að hann hefði ekki mikla reynslu. En Hosokawa væri maður sem fólk hefði álit á, hann væri heiðarlegur sjálfur, en óvíst væri hvort hann væri góður stjórnandi. Helgi sagði að Hosokawa þætti loðinn í svörum og segði aldrei neitt ákveðið, en fólk vildi treysta honum. Hann væri af virtri sam- urai-fjölskyldu (hermannaaðals- fjölskyldu) og fólk vonaðist til að hann stæði sig í stykkinu. Eitt af markmiðum nýju stjórn- arinnar væntanlegu er að stemma stigu við spillingunni sem viðgeng- ist hefur innan japansks stjórn- kerfís og sagði Helgi að hún ætl- aði t.d að banna að fyrirtæki veittu stjórnmálaflokkum fjárstuðning líkt og áður. „En ég á eftir að sjá hvernig þeir ætla þá að fjármagna starfsemina," sagði hann. Aðspurður um hvort búist væri við því að nýju stjórninni, sem samanstendur af 8 flokkum, tæk- ist að starfa sagði hann að LDP ræki áróður fyrir því að menn í nýju stjórninni ættu ekki eftir að geta komið sér saman um neitt. Helgi sagði líklegt að einhverjar breytingar yrðu á stjóm efnahags- mála í landinu og bjóst við því að stjómin yrði opnari. Einnig væri hugsanlegt að einhveijum inn- flutningshöftum yrði aflétt og Helgi Þórhallsson hann bjóst við því að það hefði góð áhrif á innanlandsneyslu í kjöl- far lækkaðs vömverðs. Hann sagði enga ástæðu til þess að ætla að miklar breytingar yrðu á efnahagsmálum, geng- isþróun benti til þess að viðskipta- heimurinn hefði trú á nýju stjórn- inni, yenið væri sterkt og færi hækkandi. „Þessir menn em engir nýgræð- ingar og það verða engar grand- vallarbreytingar gerðar," sagði Helgi. „Þetta era engir róttækling- ar.“ Zuroff ósáttur við málslok í fsrael Demjanjuk laus vegna formgalla EFRAIM Zuroff, forstöðumaður Wiesenthal-stofnunarinnar í Jerúsalem, segir að engan lærdóm sé hægt að draga af máli Johns Demjanjuks, sem hæstiréttur ísraels sýknaði í gær af ásökunum um að vera fangabúðavörðurinn „ívan grimmi“. „Þetta mál snerist um kennsl á manni; hvort við- komandi væri sá sem um ræddi,“ sagði Zuroff í samtali við Morgunblaðið. „Þetta var ekki spurning um hvort glæp- ur hefði verið framinn, og er að því leyti öðru vísi en öll önnur hliðstæð mál.“ Zuroff segir mál Eðvalds Hin- rikssonar vera ólíkt máli Demj- anjuks að þessu leyti. Eðvald hafí aldrei neitað því að hann væri sá maður, þ.e. Mikson, sem sakaður væri um stríðsglæpi, en segðist engan hafa drepið. Slapp vegna formgalla Zuroff segist alls ekki sáttur við sýknudóminn yfir Demj- anjuk. „Hann slapp vegna form- galla, og það er dapurlegt." Honum hefði verið gefið tvennt að sök. Annars vegar að hann væri ívan grimmi, og hins vegar að hann hefði verið vörður í öðram búðum. „Það segir ekki í dómsúrskurðinum að hann sé saklaus. Það segir að umtals- verður vafi leiki á sannleiksgildi fyrra atriðisins og því verði hann ekki dæmdur sekur.“ Hins veg- ar sé því ekki neitað í dóminum að hann hafí verið fangavörður annars staðar, en verði ekki dæmdur fyrir það vegna þess að hann hafí ekki haft nægan tíma til að undirbúa vörn gegn þeirri ákæra - öll hans vörn hafi snúist um meinta glæpi í Tre- blinka. KGB-vitni marktæk Zuroff segir það jákvætt við úrskurðinn í fyrradag, að réttur- inn hafí tekið gildan framburð sem öryggislögregla fyrram Sovétríkjanna, KGB, lagði fram og hafði eftir fólki sem nú er látið. „KGB sá um rannsóknir á glæpum nasista í Sovétríkjun- um, og til dæmis má nefna að vitni KGB bera að Mikson hafí sjálfur framið morð. Þetta er mikilvægt frá okkar bæjardyr- um séð,“ sagði Zuroff. Morgunblaííið/Kristinn Efraim Zuroff
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.