Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 51 I I í I I t 4 í í 4 4 4 Þakkir til Langjökuls hfGæslunn- ar og Björgunarsveitarinnar Oks Frá Ævari Sveinssyni: í grein í Morgunblaðinu 24. júlí þar sem vitnað er í Snorra Jóhannes- son rekur hann björgunarsögu manns á Langjökli á frekar neikvæð- an hátt. Á laugardagskvöld um kl. 21.30 töluðum ég og félagi minn saman og ákváðum að halda niður af jöklin- um og áttum þá eftir svona 15 mínútur niður. Á leiðinni varð ég bensínlaus og stoppaði í u.þ.b. 10 mínútur til að tanka. Þegar ég kom niður sá ég félaga minn hvergi og beið ég þá í eina klukkustund. Næst ákvað ég að halda aftur inn á jökul til að freista þess að finna sleða og mann. Þegar sú leit bar ekki árangur fór ég aftur niður og sást ekkert til hans þar, þá var kl. 23.00. Um miðnættið komu umsjónar- menn frá Langjökli hf., sem er vél- sleðaleiga við Þjófakróka, og ákváð- um við að fara á þrem sleðum og leita á svæðinu þar sem við urðum viðskila. Héldum við beint á staðinn þar sem ég og félagi minn töluðumm síðast sama og sáum þar för niður af jöklinum sem lágu beint inn á sprungusvæði en þorðum ekki að leita á því svæði á sleðum. Um kl. 2.30 vorum við búnir að leita á þeim slóðum sem við töldum að væri rétta leitarsvæðið og fórum þá og hringdum í björgunarsveitina OK sem tók málið til athugunar. Því næst ákváðum við að tala við Land- helgisgæsluna og sögðum þeim hvernig málið væri. Landhelgisgæslan ákvað réttilega að koma á staðinn á þyrlunni meðan veðrið væri gott og leita á jöklinum því enginn vissi hvað hafði gerst. Þó að veðrið hafi verið mjög gott myndaðist þokuslæðningur yfir jökl- inum um kvöldið. Þyrlan kom og fundum við sleðann og félaga minn kl. 6.00 heilan á húfi, en á biluðum sleða. Við gáfum Ok-mönnum stað- setningu og héldum síðan inná jökul á nokkrum sleðum. Þegar við vorum að koma að Geitlandsjökli sá ég sleða á leið niður og stoppaði ég þá fremsta björgunarsveitarsleðann og sagði við þann sem honum ók að ég sæi félaga minn þarna niður frá. Ég snéri svo við til þess að tala vð hann en björgunarsveitarmenn héldu áfram, ekki veit ég hvers vegna. Þegar þeir komu aftur niður þakk- aði ég þeim fyrir og þá virtist sem einhver úr hópum væri bara fúll yfir því að allt skyldi enda vel og voru þeir ekki viðræðuhæfir á staðn- um, enda sést það best á því hvert umræðan er komin. Ef það er við- horf Snorra að ergjast út í fólk sem þarf á hjálp að halda þá er hann á rangri braut. Það eru orðin alltof mörg dæmi um að menn skrifi nei- kvæðar greinar um björgunarstörf og þá sérstaklega þegar sá týndi finnst heill á húfi og því fannst mér vera kominn tími til að svara þessum skrifum. Að lokum vil ég að það komi fram að hér brugðust allir rétt við. Sá týndi hélt kyrru fyrir hjá sleðanum sem ekki komst í gang fyrr en níu tímum eftir að hann stoppaði sleðann til þess að horfa í kringum sig og áíta sig á aðstæðum. Leitað var í marga klukkutíma áður en kallað var á hjálp björgunarsveitar og Landhelgisgæslu. Er það glópska? Fyrir mína hönd og vonandi flestra óska ég þess að Snorri og hans félagar fínni alla þá, sem þeir koma til með að leita að í sama ásigkomulagi og félagi minn var í, heila á húfi. ÆVAR SVEINSSON, Ofanleiti 27, Reykjavík. LEIÐRÉTTIN G AR Ekki heilbrigðis- ráðuneyti í frétt um skilun eiturefna í blað- inu á fimmtudag er sagt að gera eigi úttekt á starfsemi spillaefnam- óttöku Sorpu og samstarf muni verða haft við heilbrigðisráðuneyti um betri skilun. Hið rétta er að samstarf verði haft við heilbrigði- seftirlit. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Rangt nafn í texta í Morgunblaðinu í gær með mynd af nefnd sem vann skýrslu um flutning ríkisstofnana var Guðmundur Árnason skristofu- stjóri í forsætisráðuneytinu sagður heita Hrafnkell Jónsson. Þá vantaði í upptalningu á nefndarmönnum Tómas Inga Olrich alþingismann. Dagskrá Samhjálpar um verslunarmannahelgina fyrir há sem ekki fara í ferð Laugardagur 31. júlí: Opiö hús frá kl. 14-17. Lítiö inn og rabbiö um daginn og veginn. Heitt kaffi á könnunni. Almennur söngur. Arinbjörn Árnason leikur á píanó. Gunnbjörg Óladóttir syngur einsöng. Takiö meö ykkur gesti. Allir velkomnir. Sunnudagur 1. ágúst: Dorkas-samkoma kl. 16. Dorkas-konur annast samkomuna meö söng og vitnisburöum. Gunnbjörg Óladóttir syngur einsöng. Barnagæsla. Stjórnandi Ásta Jónsdóttir. Allir velkomnir. C. Allir velkomnir í Þríbúöir, Hverfisgötu 42 | < um verslunarmannahelgina = Norrœnn öldrunarmáladagur Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið boðar til norrænnar ráðstefnu um öldrunarmál á Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 19. ágúst 1993. * Allir frummælendur gegna lykilstöðum varðandi öldrunarmál. Dagskrá verður sem hér segir: Kl. 9:00 Skráning. Kl. 9:20 Ráðstefnan sett: Hr. Guðmundur Árni Stefánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Kl. 9:30 Greiðslufyrirkomulag fyrir öldrunarþjónustu. Fyrirlesari verður Sigbrit Holmberg, deildar- stjóri, frá Svíþjóð. Kl. 10:00 Sjálfboðaliðar í öldrunarþjónustunni. Fyrirlesari verður Eli Sundby, deildarstjóri, frá Noregi. Kl. 10:30 Kaffihlé. Kl. 11:00 Breytingar á þjónustustigi. Fyrirlesari verður Dorte Höeg, deildarstjóri, frá Danmörku. Kl. 11:30 Breytingará öldrunarþjónustunni íFinnlandi. Fyrirlesari verður Marja Vaarama, öldrunar- fræðingur, frá Finnlandi. Kl. 12:00 Hádegisverður. Kl. 13:30 Fjármál og rekstur. Nýjar hugmyndir og spurningar. Fyrirlesari verður Ásgeir Jóhannesson, formað- ur Samstarfsnefndar um málefni aldraðra, frá íslandi. Kl. 14:00 Umræður verða í hópum um fyrirlestrana. Kl. 15:00 Kaffihlé. Kl. 15:30 Niðurstöður hópumræðna. Kl. 16:00 Dagskrárlok. íslenskum ágripum úr fyrirlestrunum verður dreift til þátttakenda auk þess sem túlkur verður á staðnum. Fundarstjóri verður Hrafn Pálsson, deildarstjóri öldrun- armála í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Ráðstefnugjald verður 2.500 krónur. Innifalinn er hádeg- isverður og kaffi. Þátttaka tilkynnist ráðuneytinu fyrir 10. ágúst 1993. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. VELVAKANDI TAPAÐ/FUNDIÐ íþróttabuxur töpuðust ÍÞRÓTTABUXUR merktar Jó- hanni Gunnarssyni töpuðust á Pollamóti á Laugarvatni um síð- ustu helgi. Upplýsingar gefur Brynja í síma 653550. Peugeot-fjallahjól BLÁTT Peugeot-fjallahjól var skilið eftir fyrir utan Rofabæ fyrir röskri viku. Sá sem telur sig þekkja hjólið má hafa sam- band í síma 672919. Úlpa tapaðist á ættarmóti NÝ ÚLPA, svört öðrum megin og rauðbleik hinum megin, svo- kölluð vendiflík, tapaðist á ætt- armóti í Miðgarði, Innri-Akra- neshreppi, sl. helgi. Finnandi vinsamlega hringi í síma 686136. Barnaúlpa í óskilum KONA hringdi til Velvakanda og sagðist oft fara á endurhæf- ingardeild Borgarspítalans á Grensási og þar segir hún að hafi verið í óskilum í nokkuð langan tíma bleik barnaúlpa með gulu á vösunum. Starfs- fólkið þar hefur hengt úlpuna á handrið á ganginum og ef ein- hver kannast við þessa úlpu ætti hann að fara upp á Grens- ás og kanna málið. Hjólkoppur tapaðist HJÓLKOPPUR undan Toyota Starlet bifreið tapaðist í Heið- mörk fyrir u.þ.b. mánuði. Finnandi vinsamlega hringi í síma 681523 eftir kl. 17. Barnakerra tapaðist GRÁ regnhlífarkerra með grænum röndum og tvöföldum hjólum hvarf frá Fjölskyldu- garðinum í Laugardal 19. júlí. Hafi einhver orðið kerrunnar var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 44556 eftir kl. 17 á kvöldin og um helgar eða 32935 milli kl. 13 og 17. Rannveig. Ullarpeysa tapaðist DÖKKBLÁ handprjónuð ullar- peysa með hvítu og rauðu mynstri tapaðist við körfubolta- völl við Frostafold í Grafarvogi fyrr í sumar. Finnandi er vin- samlega beðinn að hringja í Hafdísi í síma 676037. Eyrnalokkur týndist FERHYRNDUR eymalokkur með grænum steini í tapaðist fyrir utan veitingastaðinn Lækj- arbrekku aðfaranótt laugardags sl. Finnandi er beðinn að hringja í Dóru í síma 73984. GÆLUDÝR Kettlingar fást gefins ÞRÍR kassavanir kettlingar, tvær læður og einn högni fást gefins. Tveir þeirra eru gulir en sá þriðji er svartur. Upplýsingar gefur Ingibjörg eftir klukkan hálfníu á kvöldin í síma 626423. Kettlingur fæst gefins LÍTILL svartur kettlingur fæst gefins á gott heimili. Hann er níu vikna og kassavanur. Uppl. gefur Unnur í síma 668593. Tjúlli er týndur TJÚLLI er stór svartur og hvít- ur köttur og tapaðist frá Suður- götu 72 í Hf. sl. laugardag. Hann er eyrnamerktur og með hálsband. Finnandi er beðinn að hafa samband við Hermund í síma 50327 á kvöldin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.