Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993
Margt verður á dagskrá á Akureyri um verslunarmannahelgina
Tívolíið sett upp
Á FLÖTINNI við Samkomuhúsið var í gær verið að setja upp tivolítæki, sem nýlega eru komin í
bæinn. Þau voru áður við Reykjavíkurhöfn.
Halló Akur-
eyri og
Listasumar
UM verslunarmannahelgina
verður margt á dagskrá á Ak-
ureyri og raunar hófst dagskrá-
in í gær. Fjölskyldu hátíðin Halló
Akureyri er margsiungin, Lista-
sumar á Akureyri stendur yfir
og síðustu dagar Landsmóts
skáta eru um þessa miklu ferða-
og samkomuhelgi. Hér fylgja
upplýsingar um það helsta sem
bæjarbúum og gestum býðst til
afþreyingar um'helgina.
Þjónusta og listir
Upplýsingamiðstöð fjölskyldu-
hátíðarinnar er við Ráðhústorg, þar
sem áður var biðskýli Strætisvagna
Akureyrar. Sími 11103. Á sama
stað er útvarp skáta og Halló Akur-
eyri, FM 98,7.
Tjaldstæði eru á Tjaldstæðum
Akureyrar við Þórunnarstræti og
við Húsabrekku, handan við Pollinn.
Sundlaugar eru opnar um helg-
ina, Sundlaug Akureyrar, Sundlaug
Glerárskóla auk sundlauganna við
Þelamerkurskóla norðan Akureyrar
og Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðar-
sveit.
Sjóstangaveiði, sjóskíði,
skemmtisiglingar og fleiri sjóíþróttir
við Torfunefsbryggju og Hoepfners-
bryggju.
Línuskautar, hjólabátar og íjar-
stýrðir bátar við leirutjöm og
skautasvæði.
Myndlistarsýningar Lástadaga
á Akureyri í sýningarsölum í Gilinu.
Söfn.
Minjasafnið, Húsvemdarsýning í
Laxdalshúsi og flest söfn og sýn-
ingar opið um helgina.
Dagskrá:
■ Laugardagur 31. júlí.
Útimarkaður á Ráðhústorgi
klukkan 11-15.
Tívolí á flötinni við Samkomu-
húsið klukkan 14-23.30.
Rokktónleikar á Torginu klukk-
an 20-23.
Dansleikir. Diskótek fyrir 14 ára
og eldri í Tjaldinu við Strandgötu
klukkan 22-01. Pelican leikur fýrir
dansi í Sjallanum og Skriðjöklar í
1929.
■ Sunnudagur 1. ágúst.
Útimarkaður á Torginu klukkan
11-15.
Götukörfubolti á íþróttasvæði
Þórs í Glerárhverfí, hefst klukkan
13.
Tívolí við Samkomuhúsið klukk-
an 14-23.30.
Hljómsveitakeppni í Tjaldinu
klukkan 15.
Sumartónleikar á Akureyri.
Orgeltónleikar í Akureyrarkirkju
klukkan 17.
Bílabíó á Togarabiyggju klukk-
an 23.
Við Pollinn leika og syngja Ní-
els Ragnarsson og Berglind Björk.
Dansleikir. Unglingadansleikur
fyrir 16 ára og eldri með Skriðjökl-
um í Tjaldinu klukkan 22-04. Pelic-
an leikur í Sjallanum og Pláhnetan
í 1929.
■ Mánudagur 2. ágúst
Tívolí við Samkomuhúsið klukk-
an 14-23.30
Við Pollinn leika og syngja Ní-
els og Berglind Björk.
Landsmóti
skáta lýkur
á morgun
LANDSMÓTI skáta í Kjarna-
skógi við Akureyri lýkur á
morgun. Þá verður öllum heim-
ill aðgangur að mótssvæðinu
og þátttaka í dagskránni. Hátið-
arvarðeldur verður um kvöldið
og mótinu lýkur með flugelda-
sýningu um miðnætti.
Við hátíðarvarðeldinn, sem
hefst kl. 21, verður fjölbreytt dag-
skrá og meðal annarra verður
Gunnar Eyjólfsson skátahöfðingi
á staðnum. Eiginleg mótsslit
verða svo í samkomubrekkunni
þar sem mótið var sett. Mótsslita-
athöfnin verður með svipuðu móti
og setningin. Skátar munu velta
á milli sín hnattlíkaninu, sem stað-
ið hefur sem tákn mótsins, og
þegar það hverfur út í fjarska
skógarins er eiginlegri dagskrá
lokið. Um miðnætti verður svo
lokahnúturinn hnýttur á Lands-
mót skáta 1993 í Kjamaskógi með
gríðarmikilli flugeldasýningu.
Margt góðra gesta hefur sótt
skátana í Kjarnaskógi heim, en
meðal þeirra má nefna borgar-
stjórann í Reykjavík, Markús Órn
Antonsson, sem heimsótti sögu-
sýningu á skátabúnaði í Nonna-
húsi á fimmtudag og þáði kaffí
með skátum í skóginum á eftir.
--------» ♦ ♦---
Bæjarráð
tilnefnir
fulltrúa í
Álagningarskrár lagðar fram hjá embætti skattstjóra Norðurlandsumdæmis eystra
Dánarbú Odds C. Thorarensens samráðshóp
greiðir hæst gjöld einstaklinga
KEA greiðir hæst samanlögð gjöld félaga
ÁLAGNINGARSKRÁR voru í gær lagðar fram hjá embætti skattstjóra
Norðurlandsumdæmis eystra. Heildarálagning nemur tæplega 4,1 millj-
arði króna, þar af er álagður tekjuskattur 2,2 milljarðar. Hæst álagn-
ing á einstaklinga er á dánarbú Odds C. Thorarensens, Kaupfélag
Eyfirðinga á Akureyri mun bera hæst samanlögð gjöld félaga og Ce-
lite ísland hf. á Húsavik, sem er útflytjandi Kísiliðjunnar í Mývatns-
sveit, greiðir hæstan tekjuskatt fyrirtækja. Alls er fyrirframgreiðsla
á sérstökum tekjuskatti 1993 lögð á 560 aðila.
Álagning á einstaklinga
Álagning á 10 hæstu einstaklinga
er. sem hér segir:
Dánarbú Odds C. Thorarensens:
Heildargjöld 6,2 milljónir, þar af 3,3
milljónir í tekjuskatt og 789 þúsund
í útsvar.
Jón Amar Pálmason, Akureyri:
Heildargjöld 4,9 milljónir, þar af 3,8
milljónir í tekjuskatt og 828 þúsund
í útsvar.
Vigfús Guðmundsson, Húsavík:
Heildargjöld 4,6 milljónir, þar af 2,9
milljónir í telquskatt og 723 þúsund
í útsvar.
Valdimar Snorrason, Dalvík: Heild-
argjöld 4,3 milljónir, þar af 3 milljón-
ir í tekjuskatt og 780 þúsund í útsvar.
Þorsteinn Vilhelmsson, Akureyri:
Akureyrar-
kírkja
Helgistund verður í Akur-
eyrarkirkju sunnudaginn 1. ág-
úst kl. 11.
Sumartónleikar Bjöms Andor
Drage, orgelleikara, verða í
kirkjunni sama dag klukkan 17.
Heildargjöld 3,9 milljónir, þar af 2,9
milljónir í tekjuskatt og 766 þúsund
í útsvar.
Þorsteinn Már Baldvinsson, Akur-
eyri: Heildargjöld 3,9 milljónir, þar
af 2,9 milljónir í tekjuskatt og 701
þúsund í útsvar.
Kristján Vilhelmsson, Akureyri:
Heildargjöld 3,6 milljónir, þar af 2,7
milljónir í tekjuskatt og 693 þúsund
{ útsvar.
Guðni Jónsson, Akureyri: Heildar-
gjöld 3,6 milljónir, þar af 2,7 milljón-
ir í tekjuskatt og 662 þúsund í útsvar.
Þorsteinn J. Haraldsson, Dalvík:
Heildargjöld 3,6 milljónir, þar af 2
milljónir í tekjuskatt og 534 þúsund
í útsvar.
Jón Kr. Gunnarsson, Dalvík: Heild-
argjöld 3,4 milljónir, þar af 2,7 millj-
ónir í tekjuskatt og 683 þúsund í
útsvar.
Álagning á félög
Alagning heildargjalda á 5 hæstu
félög er svofelld:
Kaupfélag Eyfírðinga á Akureyri,
81,8 milljónir króna.
Akureyrarkaupstaður, 59 milljónir
króna.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri,
44,3 milljónir króna.
Útgerðarfélag Akureyringa, 32,5
milljónir króna.
Samheiji hf., 20,6 milljónir króna.
Álagður tekjuskattur á 5 hæstu
félög er sem hér segir:
Celite ísland hf. á Húsavík, 19,3
milljónir króna.
Súlur hf. á Akureyri, 10,3 milljónir
króna.
Hlíð sf. í Glæsibæjarhreppi, 9,4
milljónir króna.
BSH hf. á Húsavík, 5,7 milljónir
króna.
Sparisjóður ÓlafsQarðar, 5,3 millj-
ónir króna.
Sérstakur telguskattur
einstaklinga
Fyrirframgreiðsla á sérstökum
tekjuskatti er lögð á alls 560 aðila,
38 hjón sem bæði hafa fyrirfram-
greiðslu, 232 eiginmenn, 4 eiginkonur
og 286 einstaklinga.
BÆJARRÁÐ Akureyrar til-
nefndi á fundi I gær fulltrúa í
samráðshóp um atvinnumál.
Samþykkt bæjarráðs er gerð í
framhaldi af fundi alþingismanna
í kjördæminu, stéttarfélaganna á
Akureyri, bæjarráðs og atvinnu-
málanefndar Akureyrar, þar sem
ákveðið var að stofna til samráðs-
hóps um það hvemig bregðast
skuii við vanda þeim sem framund-
an er í atvinnumálum Akur-
eyringa. Bæjarráð tilnefndi Heimi
Ingimarsson, Birnu Sigurbjöms-
dóttur og Guðmund Stefánsson í
samráðshópinn.
Stofnað verður fyrirtæki
um skinnaiðnað á Akureyrí
BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur falið Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar að
vinna áfram að stofun félags sem taki við skinnaiðnaði á Akureyri
þegar starfsemi Rekstrarfélags ISI lýkur í septemberlok. Iðnþróunar-
félagið hefur lagt fram gögn sem sýna að grundvöllur á að vera fyr-
ir áframhaldandi skinnaiðnaði á Akureyri að uppfylltum ákveðnum
skilyrðum. Bæjarráð hefur lýst yfir viya til að Akureyrarbær verði
minnihlutaeigandi í nýju félagi um skinnaiðnaðinn.
Ásgeir Magnússon, framkvæmda- að beita sér fyrir því að unnið verði
stjóri Iðnþróunarfélagsins, sagði að
miðað við þær forsendur sem fyrir
lægju væri samkvæmt athugunum
félagsins góður grundvöllur fyrir
rekstri skinnaiðnaðarfyrirtækis á
Akureyri að uppfylltum ákveðnum
skilyrðum. Ekkert væri í sjónmáli
skynsamlegra en að endurreisa þetta
fyrirtæki til að koma af stað atvinnu-
starfsemi sem veitti á annað hundarð
manns vinnu. Hér væri fyrir hendi
mikið af tækjum, húsnæði og búnaði
að ógleymdri mikilli þekkingu í þess-
um iðnaði sem rétt væri að nýta.
Bæjarráð Akureyrar hefur ákveðið
að stofnun nýs félags um skinnaiðn-
aðinn og hefur falið Iðnþróunarfélag-
inu að koma því máli í höfn. Sigurð-
ur J. Sigurðsson, forseti bæjarstjóm-
ar, sagði að enda þótt bæjaryfírvöld
teldu ekki ákjósanlegt að standa fyr-
ir atvinnurekstri af þessu tagi hefði
verið ákveðið að Akureyrarbær tæki
þátt í uppbyggingu þessa fyrirtækis
sem minnihlutaaðili. Hann sagði
óljóst með öllu hve stór sá hluti yrði
en vonast til að nægilega stórir fjár-
festar fengjust til liðs við þetta dæmi
til að hluti bæjarins yrði á endanum
sem minnstur.
Leitað eftir þátttakendum
í stofnun fyrirtækisins
Ásgeir Magnússon sagði að Iðn-
þróunarfélagið myndi á næstu vikum
leita til ýmissa aðila um að taka þátt
í að stofna þetta nýja skinnaiðnaðar-
fyrirtæki. Stutturtími væri til stefnu.
Rekstrarfélag ÍSI hefði rekstur með
hendi til loka september og stefnt
væri að því að hið nýja félag gæti
tekið við í beinu framhaldi af því.
Hins vegar þyrfti starfsemi að ein-
hveiju leyti að hefjast fyrr. Slátur-
leyfishafar þyrftu að fá að vita hvort
þeir geti selt skinn sín innanlands.
Stjórnvöld hefðu gefið vilyrði fyrir
því að séð yrði til þess að það sem
til fellur af skinnum fari til vinnslu
hér innanlands. Með hvaða móti sú
fyrirgreiðsla verði sé ekki ljóst, en
ástæðulaust að trúa öðru en við þetta
verði staðið.