Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 íslandsbanki hækkar vexti óverðtryggðra lána um 4-5% og lækkar raunvexti um 0,4% Litlar vaxtabreytingar annarra hmlánsstofnana LANDSBANKI íslands breytti ekki vöxtum í gær, bankastjórn ákvað að fresta enn um sinn ákvörðun um vaxtabreytingar. Sparisjóðirnir lækkuðu vexti á verðtryggðum lánum um 0,15% en hækkuðu vexti víxla um 0,3% og nafnvexti almennra skuldabréfalána og yfirdráttarl- ána um 0,8%. Búnaðarbankinn lækkaði vexti á verðtryggðum útlán- um um 0,05%. íslandsbanki hækkaði hins vegar nafnvexti óverð- tryggðra útlána um 4-5%, en lækkaði vexti verðtryggðra lána, raun- vexti, um 0,40%. Ólafur Örn Ingólfsson, forstöðu- maður fjárreiðudeildar Landsbank- ans, sagði að tilefni vaxtahækkana væri fyrir hendi en bankinn vildi hamla gegn þeim, þótt útlánsvextir Landsbankans væru þeir lægstu meðal banka og sparisjóða. Því hefði verið ákveðið að bíða með vaxtabreytingar að minnsta kosti til næsta vaxtabreytingardags, eða þar til afkoma bankans í júlímánuði lægi fyrir. I fréttatilkynningu bankans um óbreytta vexti segir að Landsbank- inn vinni nú að því að finna leiðir út úr hinum gömlu viðjum verð- tryggingar og hann vænti þess að það geti m.a. opnað möguleika fyr- ir lækkun raunvaxta. Olafur Öm sagði aðspurður um hvaða leiðir kæmu helst til greina, að ein leiðin væri að bjóða nafnvexti sem væru hagstæðari en vextir verðtryggðra innlána. Heimild til að stytta verð- tryggð útlán stuðlaði einnig að jöfn- uði. „Þetta stendur og felíur með verðbólgunni. Ef tekst að halda henni niðri er þetta ekkert vanda- mál,“ sagði Ólafur Öm. - Samræmi aukið Sparisjóðimir lækka vexti verð- tryggðra útlána um 0,15%, þannig að meðalvextir vísitölubundinna lána lækka úr úr 9,6 í 9,3%. Aftur á móti hækka nafnvextir. Víxilvext- ir hækka um 0,3% þannig að meðal- vextir hækka úr 13,3 í 13,6%. Loks hækka nafnvextir yfirdráttarlána og almennra skuldabréfa um 0,8%. Leiðir það til þess að meðalvextir almennra skuldabréfaútlána hækka úr 13,4 í 14,2%. Baldvin Tryggvason, formaður Sambands íslenskra sparisjóða, sagði að með þessum breytingum væru sparisjóðirnir að auka sam- ræmi í kjömm verðtryggðra og óverðtryggðra útlána. Þetta dygði þó ekki til og væm vextir óverð- tryggðra lána enn of lágir miðað við verðbólguna en sparisjóðimir myndu reyna að taka því. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl veöur Akureyri 7 alekýjað Reykjevfk 11 léttskýjað Bergen 15 alskýjað Helsinki 21 skýjað Kaupmannahöfn 17 þokumóða Narssars8uaq 8 rlgning Nuuk 7 súld Oaló 14 rigningogsúld Stokkhólmur 20 alskýjað Þórshöfn 10 súld á síð.klst. Algarve 31 helðskfrt Amsterdam 18 rignlng Barcelona 27 heiðsklrt Berlín 27 skýjað Chicago 17 léttskýjað Feneyjar 30 þokumóða Frankfurt 26 rign. á síð.klst. Glasgow 13 rignlngogsúld Hamborg 22 rign. á sið.klat. London 21 skýjað LosAngeles 17 heiðskírt Lúxemborg 26 skruggur Madrtd 31 léttskýjað Malaga 28 heiðskírt Maliorca 29 heiðskirt Montreal 21 skýjað NewYork 28 helðskírt Orlartdo 27 þokumóða ParÍ8 19 rigning Madelra 23 skýjað Róm 28 heiðskírt Vín 29 léttskýjað Wa8hlngton 26 léttskýjað Winnipeg 18 skýjað Útlánavextir banka og sparisjóða frá 30. júlí 1993 s fK§ Búnaðarbanki Almenn skuldabréfalán, meðalvextir 19,8% Vísitölubundin lán, meðalvextir í l (slandsbanki H Landsbanki B8BI Sparisjóðir © Hörð viðbrögð við vaxtahækkun íslandsbanka Raðherra undr- andi á hækkuninni SIGHVATUR Björgvinsson viðskiptaráðherra segir að nafnvaxtahækk- un Islandsbanka sé miklu meiri en hann hafi átt von á. Reyndar hafi bankinn lækkað vexti verðtryggðra lána um 0,4%, en til þess sé að líta að þar hafi bankinn verið einu prósentustigi hærri en Landsbankinn. „Þetta er veruleg vaxtahækkun hjá íslandsbanka, þvert á það sem um er að ræða þjá hinum,“ sagði Sighvatur í samtali við Morgunblaðið. Aðspurður hvort hann teldi verð- bólguspá íslandsbanka — 9-9,5% næstu tvo mánuði — raunhæfa, sagði Sighvatur: „Það vita allir að það kemur snöggt verðbólguhögg núna, en síðan eiga allir von á að mjög hratt dragi úr því. Hinir bankamir miða ákvarðanir sínar við það, en þessar aðgerðir em nánast miðaðar við að sigla hratt upp öldufaldinn og svo hratt niður aftur. Það er hins vegar eftir að sjá hvemig það fer. Mönnum hefur gengið illa að sigla niður verðbólguölduna, þótt það hafi verið auðvelt að komast upp.“ Slæm staða bankans? „Ég skil ekki samhengið í þessu miðað við það, sem við erum að reyna að gera að öðm leyti í sambandi við efnahags- og verðbólgumálin,“ sagði Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðu- sambandsins. „Ég er stómndrandi á því að þetta skuli gerast svona, fyrst skuli vextir vera hækkaðir um rösk 15% hjá íslandsbanka um daginn og núna um 35%. Þetta er því meira en 50% hækkun á vöxtum óverð- tryggðra útlána hjá bankanum á ell- efu dögum. Ég sé ekki að þetta geti verið í takt við neitt annað, sem er að gerast í þjóðfélaginu, nema ef vera skyldi mjög slæm rekstrarstaða Islandsbanka. Hvort þetta er skyn- samleg ráðstöfun til að breyta því verður auðvitað að vera mat þeirra, sem stýra þessu fyrirtæki, en að mínu mati er þetta afar óskynsam- legt. Ég óttast að bankinn missi mikið traust." „Þetta veldur mér vonbrigðum," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins. „Ég held að hækkunin sé mjög óheppileg, sérstaklega þó fyrir bankann og ímynd hans. Þetta snýr að óverðtryggðu vöxtunum og útl- ánagreining bankans er þannig að þetta eru fyrst og fremst lán til fyrir- tækja, verzlana og annarra þjónustu- fyrirtækja. Vaxtahækkunin kemur því mjög þungt fram í rekstrarkostn- aði þessara fyrirtækja." Landhelgisgæslan fær nýjan yfirmann Hafsteinn Hafsteins- son skipaður forstjóri HAFSTEINN Hafsteinsson hæsta- réttarlögmaður hefur verið skip- aður forsljóri Landhelgisgæslunn- ar og mun hann hefja störf 1. sept- ember. Hafsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hlakk- aði til að takast á við starfið, hann hefði áður unnið fyrir Landhelgis- gæsluna og vissi að þar væri mik- ið af hæfu og góðu fólki. Hann sagði að sjálfsagt yrðu einhverjar breytingar á rekstri stofnunarinn- ar eftir að hann tæki við. Hafsteinn sagði að þýðingarmikið væri að efla Landhelgisgæsluna, og nefndi hann sérstaklega endumýjun varðskipanna og nýja björgunarþyrlu í því sambandi. Hugsanlegt væri að auka verkefni Landhelgisgæslunnar og myndi það réttlæta útgjöld við endurnýjun flotans. Hann sagðist ekki hafa séð rök fyrir flutningi Landhelgisgæslunnar til Keflavíkur en í því sem öðru yrðu hagsmunir stofnunarinnar að sitja í fyrirrúmi. Hafsteinn Hafsteinsson lauk laga- námi 1966, varð síðan lögreglustjóri og sveitarstjóri í Bolungarvík til 1969. Hann stundaði nám í sjórétti við London University og nám í sjó- tjónsniðurjöfnun. Hann var lögfræð- ingur Landhelgisgæslunnar frá 1969 til 1973 og jafnframt blaðafulltrúi um skeið árið 1972 þegar 50 mílna þorskastríðið stóð yfír. Hafsteinn var Nýr forstjóri HAFSTEINN Hafsteinsson hrl. hefur verið ráðinn forsljóri Landhelgisgæslunnar. framkvæmdastjóri Sambands ís- lenskra tryggingafélaga og Alþjóð- legra bifreiðatrygginga á íslandi 1973 til 1985 og jafnframt fram- kvæmdastjóri Björgunarfélagsins hf. 1983-1985. Hann hefur sinnt lög- mannsstörfum auk ýmissa trúnaðar- starfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.