Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 f -1 samanbrotinn miðann í buddunni sinni og sögðu „það stendur á mið- anum“. Kaupmaðurinn taldi skyldu sína að eiga allar þær matvörur sem fáanlegar voru, því var afar mikil- vægd' að vera duglegur að útvega vörur. Það gat verið erfitt, sérstak- lega með kjötvörur á sumrin þegar dilkakjötið var lítið sem ekkert fá- anlegt. í sínum daglegu innkaupaferðum í fiskbúðína, mjólkurbúðina og bak- aríið hittust nágrannakonurnar í búðinni „sinni“ og þar voru málin rædd á léttu nótunum, þeirra á milli og við afgreiðslufólkið og kaupmanninn. Mikið var oft hlegið í þessum félagsmiðstöðvum hverf- anna. Mér fannst ummæli einnar kon- unnar lýsa vel heilsulindinni, sem þessar stundir voru þegar hún mætti í hópinn eftir að hafa legið í inflúensu í viku. „Það tafði fyrir batanum að ég komst ekki út í Sunnubúð til að hlæja með ykkur.“ í þessum félagsskap þróaðist ein- læg vinátta og samkennd og orðið „viðskiptavinur" öðlaðist meiri og dýpri merkingu. Þótt margir kvarti nú yfir að erfitt sé að láta enda ná saman í peningamálunum, var það ekki síð- ur erfitt þá, þrátt fyrir minni kröfur. Það var því hlutverk kaupmanns- ins að lána vöruúttekt í lengri eða f skemmri tíma til að brúa bilið og var það oft mikilvæg aðstoð fyrir barnmargar fjölskyldur, sem jafn- framt voru að koma sér upp þaki yfir höfuðið en engin lán fengust í bönkunum. Auk þess voru margir í mánaðar- reikningi og þeir voru öruggir með að fá sinn skerf þegar eitthvað þurfti að skammta. Síðast en ekki síst nefni ég starf sendisveinsins Það var nauðsynlegur þáttur í hverri búð. Með fjölgun heimilis- síma fór töluverður hluti viðskipt- anna fram með símapöntunum og heimsendingum. Mikil áhersla var lögð á þennan þátt þjónustunnar og sumir auglýstu hana mikið. Þekkt voru slagorð eins og „Bara hringja — svo kemur það — Silli og Valdi“. „Heimsending er heimil- ishjálp — Straumnes". Þeir voru ekki allir háir í loftinu strákarnir sem hófu starfsferil sinn með sendiferðum, uppviktun og snúningum í matvörubúðunum. Það var eftirsótt starf en oft var erfitt að ráða við þessi þungu hjól, með stórum vörusendingum sem þurfti jafnvel að bera upp á þriðju hæð. Sendisveinninn var fulltrúi versl- unarinnar útávið. Hann átti að vera snyrtilegur, kurteis, fara vel með vörurnar því bréfpokarnir voru lé- legir. Svo þurfti auðvitað að passa vel peningana sem honum var trúað fyrir. Kaupmennimir þekktu vel starf sendisveinsins, því flestir höfðu þeir eins og undirritaður verið sendisve- inar, afgreiðslumenn og verslun- arstjórar, áður en þeir hófu sjálf- stæðan rekstur. Það kom fljótt í ljós hvað í strák- unum bjó. Ég er sannfærður um að enginn skóli gat kennt þeim betur að meta verðmæti þeirra króna sem fengust fyrir alla svita- dropana. — Þeir voru farnir að vinna fyrir kaupi. Þátttaka bama og unglinga í störfum fullorðna fólksins er dýr- mæt reynsla, sem alltaf kemur að gagni þótt viðfangsefnin breytist með fullorðinsárunum. Ég haft mikla ánægju af að fylgj- ast með starfsferli þessara duglegu og samviskusömu stráka, sem mjög margir hafa náð góðum árangri í hvaða starfi sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur og em alltaf sömu góðu strákarnir og vinir mínir. Þegar kom til tals að ég skrifaði grein í Morgunblaðið um verslunina í Hlíðunum, datt mér í hug að nú væri rétti tíminn til að koma í fram- kvæmd hugmynd sem oft hefur verið nefnd við mig, það er, að eign- ast ljósmynd af þeim félögum úr Barmahlíð, Mávahlíð og Drápuhlíð, Kaupmaðurinn og sendisveinarnir. Frá vinstri, Pétur Sveinbjarnarson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Reykjavíkur, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, borgarstjórnarmaður og formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur, Davíð Oddsson, forsætisráðherra og Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, ásamt Óskari Jóhannssyni, fyrrum kaupmanni, en allir voru þeir sendisveinar í Sunnubúðinni hjá Óskari. í Hlíðahverfi í Reykjavík eftír Óskar Jóhannsson Þær stórkostlegu breytingar sem orðið hafa á flestum þáttum þjóð- lífsins á síðustu áratugum, hafa ekki síst komið fram í smásöluversl- un með matvörur. Breytingunum mætti líkja við handfæraveiðar á trillu, og útgerð skuttogara. í tilefni verslunarmannahelgar- innar langar mig að rifja upp breyt- ingar sem orðið hafa frá miðri öld- inni, á viðskiptaháttum í einu litlu íbúðahverfi borgarinnar, þar sem ég starfrækti matvöruverslun frá 1951 til 1982. Um er að ræða þann hluta Hlíðahverfís sem afmarkast af svæðinu frá Miklatorgi, sunnan Miklubrautar, vestan Stakkahlíðar og að Eskihlíð. Þegar ég, 22 ára gamall, réðst í að kaupa Stjömubúðina í Mávahlíð og nefndi hana Sunnubúð, voru lið- in 6 ár frá stríðslokum. Þó var skömmtunin miklu víðtækari en á sjálfum stríðsárunum, því haustið 1947 var tekin upp skömmtun á fjölda vöruflokka sem áður voru óskammtaðir. Mikill vöruskortur var og ströng innflutningshöft. Leyfl til innflutnings vom ákveðin af fámennri pólitískri nefnd. Inn- flytjendur þurftu að berjast með kjafti og klóm til að fá sinn skammt, síðan þurftu þeir að skammta kaup- mönnum, sem urðu svo að sjá til þess að allar fjölskyldur sem voru „fastir kúnnar", fengju sinn skerf, því annars mátti reikna með að missa viðskiptin til keppinautarins, sem oft var kaupfélagið, og í Reykjavík KRON sem þá rak 14 matvöruverslanir í bænum. Það var altalað að samvinnuhreyfingin fengi meira í sinn hlut af innflutn- ingi en eðlilegt gæti talist, og með því hafi kaupfélögin náð til sín auknum viðskiptum á kostnað kaupmanna á flest öllum þéttbýlis- stöðum landsins. Ekki voru kjörkaupmenn í Reykjavík að öllu leyti ánægðir með viðskiptahætti sláturfélagsins. Þeg- ar líða tók á sumarið var dilkakjöt orðið af skomum skammti og fengu kaupmenn þá aðeins kjöt í hlutfalli við fyrri innkaup, en búðir Sláturfé- lagsins, sem voru í samkeppni við sín eigin viðskiptavini, þóttu yfir- leitt birgari af kjöti. Og síðast en ekki síst, var álagning á allar vörur háð mjög ströngum verðlagsákvæð- um. Það var ekki fyrr en með við- reisnarstjórninni að rofaði til í þess- um efnum. Þótt ég hafi lengst af, ásamt félaga mínum, Einar Eyjólfssyni jafnframt starfrækt þrjár aðrar matvöruverslanir, geri ég aðeins að umtalsefni búðimar í tilteknum hluta Hlíðanna, enda var þar alltaf mín „heimahöfn". í fyrmefndu Hlíðahverfi vom, þegar mest var, átta matvöruversl- anir. Sex þeirra seldu einnig kjöt- vömr. Fjórar „sjoppur" eða kvöld- sölur, þrjár mjólkurbúðir, þrjár físk- búðir og tvö bakarí. Verslanir vom á eftirtöldum stöð- um: Miklubraut 68: Verslun Áma Pálssonar. Matvörur, kjöt, kvöld- sala, bakarí. Barmahlíð 4: KRON. Matvömr. Barmahlíð 8: Verslun Axels Sig- urgeirssonar. Matvömr, kjöt, bak- arí, mjólkurbúð. Mávahlíð 1: Fiskbúð. Mávahlíð 25: Sunnubúðin. Mat- vömr, kjöt, kvöldsala, fiskbúð. Blönduhlíð 2: Jónsbúð, síðar Jónsval. Matvörur, kjöt, mjólkur- búð, fiskbúð. Blönduhlíð 35: Hlíðabúðin. Mat- vörur. Eskihlíð 10: Hlíðakjör. Matvömr, kjöt, kvöldsala. Af þessu má sjá að samkepni kaupmannanna var mikil en þó allt- af heiðarleg. Um verðsamkeppni var ekki að ræða, því enginn treysti sér til að selja á lægra verði en auglýstu hámarksverði. Sá sem reyndi að selja á hærra verði, var ekki líklegur til langlífís í kaup- mennskunni. Meðal þeirra þátta sem urðu til að laða viðskiptavini að versluninni og gera hana vinsæla, voru þessir einna helstir: Nálægð búðarinnar við heimilið réði auðvitað miklu. Vingjarnlegt viðmót, lipurð og góð þjónusta afgreiðslufólksins, ekki síst við bömin sem stundum náðu varla upp á búðarborðið með Sigga og Sibba í Sunnubúðinni ásamt gamla kaupmanninum, Óskari. „Þegar ég læt nú hug- ann reika um það tíma- skeið ævi minnar, er ég var einn af kaupmönn- unum í Hlíðunum, minnist ég auðvitað langra vinnudaga, en það eru mannlegu sam- skiptin sem hæst ber og bjartast er yfir, og ég er þakklátur fyrir vináttu og hlýhug alls þess fólks sem ég átti samskipti við.“ Þáttur úr sögu verslunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.