Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JUU 1993 27 Brestir í ríkisstjórn Jeltsíns og átök um æðstu stjórn Rússlands Borgarastríð í uppsiglingu? Moskvu. Frá Lárusi Jóhannessyni, fréttaritara Morgunblaðsins. AFTURHALDSÖFLIN í Rússlandi láta að sjö helstu iðnríki heims hétu auknum lán- um á fundinum í Japan. nú æ meir til sín taka og kemur þing landsins, Æðsta ráðið, sem er helsti vettvangur þeirra, saman til aukafundar í dag til að fjalla um ástandið í landinu. I kjölfar „rúbluhneykslisins" svokallaða hafa komið fram brestir í ríkisstjórn Borís Jeltsíns forseta Rússlands. Staða hans er nú veikari en nokkru sinni eftir sigurinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni 25. apríl síðastliðinn. Vinsældir hans hafa dvínað vegna þess að almenningur gerir ekki skýran greinarmun á Seðlabanka landsins, sem ákvað að ógilda rúblur eldri en frá þessu ári, ríkisstjórninni og forsetanum sjálfum. Jeltsín er persónu- gervingur ríkisvalds í landinu og honum er því kennt um eignaupptökuna. Lítið hefur heyrst í forsetanum undanfarna viku ef undan er skilin sú ákvörðun hans að milda aðgerðir Seðlabankans en skrifa um leið undir þær að mestu leyti. Klofnings hefur nú orðið vart í ríkisstjórn- inni en þar eru innanborðs bæði umbótasinn- ar og miðjumenn, þ.e. fyrrverandi þungavigt- armenn í sovéskum iðnaði. Klofningurinn kom í Ijós strax síðastliðinn laugardag er Viktor Tsjernómyrdín forsætisráðherra lýsti stuðningi við aðgerðir Seðlabankans. Á hinn bóginn var fjármálaráðherrann, Borís Fjod- orov, í fararbroddi þeirra sem gagnrýndu þær harðlega. í raun hefur verið grunnt á samstarfsvilja innan ríkisstjórnarinnar allt frá myndun hennar í desember á síðasta ári. Hún var upphaflega hugsuð sem samsteypa hófsam- ari afla í ríkjandi efnahagskerfí og yngri manna sem líta til Vesturlanda um fyrir- myndir. Stjómin hefur haldið velli þótt oft hafi litlu munað að upp úr syði. Fjodorov, sem er 35 ára gamall, tókst að ná samkomu- lagi við hinn afturhaldssama seðlabanka- stjóra, Viktor Gerasjenko, um að minnka lánastarfsemi, hækka vexti og stöðva fall rúblunnar. Tsjemómyrdín tókst, að miklu leyti, að halda þinginu í skefjum með því að lofa hagstæðum lánum til mikilvægra iðngreina í kröggum. Um miðjan júli má segja að ríkisstjórninni hafi tekist að ná ákveðnum stöðugleika í efnhagslífinu, að minnsta kosti nægum til Hárfínt samspil að engu orðið Nú hafa nýjustu atburðir gert hárfínt sam- spil mismunandi viðhorfa innan stjórnarinnar að engu. Opinber valdabarátta fer nú fram milli ráðherra. Árásir Æðsta ráðsins á einka- væðingarstefnu Jeltsíns og samþykkt fjár- laga með tvöfalt meiri halla en ríkisstjórnin hafði lagt til hella olíu á eldinn. Aðstæðurnar hafa bundið hendur forset- ans, þvingað hann til að gera upp á milli ráðherra og gert umbótasinna í þeirra hópi berskjaldaða fyrir árásum þingsins. Það er mat fjölmiðla hér að þetta geti leitt til upp- stokkunar í ríkisstjórninni. Þeir sem taldir eru í mestri hættu eru hugmyndafræðilega tengdir Fjodorov ijár- málaráðherra, nefnilega fyrsti varaforsætis- ráðherrann Vladímír Sjúmeikó, 3 varafor- sætisráðherrar: Sergei Shakrai, Alexander Sjokín og Anatólí Tsjúbais auk utanríkisráð- herrans Andrejs Kozyrevs. Sjúmeikó hefur verið mikilvægasti bandamaður Jeltsíns í ríkisstjórninni. Nú hefur Æðsta ráðið fyri- skipað rannsókn á honum vegna meintrar spillingar. Hvort sem eitthvað er til í þeim ásökunum hafa þær slæm áhrif á stöðu hans, í bili a.m.k. Sjúmeikó er 48 ára fyrrverandi verksmiðjustjóri og kom inn í ríkisstjórnina í maí 1992. Hans hlutverk hefur verið að halda góðu samstarfi við iðnfyrirtækin. Hann gerðist ötull málsvari umbótastefnu stjórnar- innar og hefur verið nefndur sem hugsanleg- ur arftaki Jeltsíns. Tsjúbais er 37 ára og hefur stjórnað einka- væðingunni eins og herforingi. Þrátt fyrir mikilvægi hans ber ekki mikið á honum í ijölmiðlum enda er hann bersýnilega lítt fyr- ir þá gefinn. Æðsta ráðinu er í nöp við hann enda á móti einkavæðingunni almennt. Shakrai, sem er 36 ára, er einnig talinn hugsanlegt forsetaefni. Það er almennt viðurkennt að hann er einn mesti lögspeking- ur Rússlands og maðurinn á bak við stjórnar- skráruppkast forsetans. Shakrai, sem er kósakki að uppruna, hefur einnig reynst for- setanum dýrmætur í samningum við héruðin úti á landi. En þar eð þau mál eru í hnút og stjórnarskrármálið þar með hafa völd Shakrais virst í hættu. Enginn efast þó um að hann ætlar sér stóra hluti. Dvínandi stuðningur STAÐA Jeltsíns er nú veikari en nokkru sinni fyrr. Vinsældir hans hafa dvínað vegna þess að almenningur gerir ekki skýran greinarmun á Seðlabanka lands- ins, sem ákvað að ógilda rúblur eldri en frá þessu ári, ríkisstjórninni og forsetan- um sjálfum. Tsjernómyrdín sem er 55 ára er valda- mestur íhaldssamari afla innan stjórnarinn- ar. Hann kemur úr orkugeiranum og hefur heitið því að auka framleiðni í efnahagslífínu en einnig á stundum sagst vilja hverfa aftur til áætlunarbúskapar í einhverri mynd. En Tsjemómydín hefur einnig veitt Jeltsín mikil- vægan pólitískan stuðning. Ef Jeltsín hefði tekið aðgerðir Seðlabankans aftur eins og margir ráðgjafar hans hvöttu til hefði Tsjemómyrdín, sem studdi þær, einangrast. Samsæriskenningar Æðsta ráðið kemur saman í dag eins og áður segir. Er búist við að það ræði rúblumál- in og hina sérstæðu ákvörðun Jeltsíns að reka Viktor Barannikov, öryggismálaráð- herra. Ýmsar samsæriskenningar eru uppi , um ástæður brottvikningarinnar. Talað er um að Barannikov, sem var yfírmaður arf- taka KGB og náinn stuðningsmaður Jelts- íns, hafi verið kominn á fremsta hlunn með að segja spillingu æðstu ráðamanna stríð á hendur. Á meðan andstæðingar Jeltsíns brýna kutana eykst ótti stuðningsmanna forsetans við að hann sé að einangrast. Hermt er að hann hafí hundskammað ráð- gjafa sína fyrir að trufla sig í fríinu í Novg- orod jafnvel þótt um mikilvæg málefni ríkis- ins væri að ræða. Það vekur mönnum ekki síður ugg að hugsa til þess að ef eitthvað kæmi fyrir Jeltsín þá er það varaforsetinn Alexander Rútskoj sem tæki við en hann er yfirlýstur andstæðingur umbótastefnunnar. Saka SÞ um ofbeldi ÓHÁÐ hjálparsamtök í Sómalíu hafa sakað hersveitir Sameinuðu þjóðanna um að hafa drepið og pyntað óbreytta borgara og segja þau að yfirmenn sveitanna hafi ekki látið rannsaka þessar ásakan- irnar. Maastricht-máli hafnað UNDRRÉTTUR í Bretlandi hafnaði í gær kröfu Rees-Mogg lávarðs um að breska stjórnin hefði afhent Evrópuþinginu sjálfsákvörðunar- rétt landsins án samþykktar breska þingsins. Fór lávarðurinn í mál til þess að reyna að tefja staðfestingu Maastricht-samkomulagsins. Undanskilja kjarnaodda LEÓNÍD Kravtsjúk, forseti Úkra- ínu segir að START-samkomulagið um fækkun langdrægra kjarnorku- vopna, nái ekki yfir 46_ SS-24 kjarnaodda sem tilheyra Úkraínu, en alls á landið 176 kjarnaodda. Segir Kravtsjúk að semja þyrfti um fækkun þeirra í viðræðum milli Rússlands, Bandaríkjanna og Úkraínu. Lög um frið- helgi einkalífs BRESKA stjórnin steig í gær fyrsta skrefíð í að hefta umfjöllun fjöl- miðla um einkalíf fólks þegar hún lagði fram lög um friðhelgi einka- lífsins. Æsifréttablöðin bresku brugðust ókvæða við og sögðu frumvarpið vera ógnun við lýðræði í landinu. Mafían völd að sprengingu? ÍTALSKUR dómari, sem er einn helsti andstæðingur mafíunnar heldur því fram að hún hafi staðið að sprengjutilræðunum í Mílanó og Róm í vikunni. Segir dómarinn að samtökin hafi ekki getað verið ein að verki. Hvalkjöt ekki flutt út NORSK stjórnvöld sögðu í gær að þau myndu ekki leyfa útflutning á hvalkjöti, og væri þetta gert til þess að minnka líkur á að norskar vörur yrðu sniðgengnar erléndis. Laugavegl 172 Síml 62 22 11 Bókunarfyrirvari 14 dagar. íslenskur flugvallarskattur 1.310 kr. Hámarksdvöl 1 mánuður, lágmarksdvöl 6 dagar. Barnaafsláttur er 50%. Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína eða söluskrifstofu SAS. ffl/SAS SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! giö í austur með SAS! Kynnist töfrum Asíu og dveljið á glæsilegum hótelum. SAS hefur gert sérsamninga við fjölmörg hótel um hagstætt verð á gistingu. Nánari upplýsingar eru í SAS hótelbæklingnum. Keflavík - Bangkok...... 79.000,- Keflavík - Singapore.... 89.000,- Keflavík - Hong Kong.....89.000,- Keflavík - Peking........93.000,- Keflavík - Tokyo....... 93.000,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.