Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 56
fKgimfclfifrtfr EINARJ. | SKÚLASON HF j MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVtK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 69II8I, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. ■ Ferðalangar í Aðalvik ÞÓ AÐ ýmsir leggi í vana sinn að sækja fjölmenn mannamót um verslunarmannahelgi kjósa aðrir fáfarnari staði eins og þessir ferðalangar sem tjaldað hafa í Aðalvík á Hornströnd- um. Fátt virðist líklegt til að raska ró þeirra í sumarblíðunni. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Valur Valsson bankasljóri íslandsbanka um 5% nafnvaxtahækkun Aðgerðaleysi hefði þýtt gífurlegt tap bankans Ur takti við allt nema e.t.v. slæma rekstrarstöðu bankans, segir forseti ASI ÍSLANDSBANKI hækkaði nafnvexti á óverðtryggðum útlánum um 5% í gær, en lækkaði raunvexti verðtryggðra lána um 0,4%. Aðrar innláns- stofnanir breyttu vöxtum aðeins smávægilega. Valur Valsson, banka- sj'góri íslandsbanka, segir í viðtali við Morgunblaðið að aðgerðaleysi hefði þýtt gífurlegt tap fyrir bankann og tjón fyrir sparifjáreigendur, sem hefðu lent með sparifé sitt í verðbólgubáli í nokkrar vikur. Bene- dikt Davíðsson, forseti Alþýðusambandsins, gagnrýnir vaxtahækkunina harðlega og segir hana úr takti við allt, sem sé að gerast í þjóðfélaginu „nema ef vera skyldi mjög slæma rekstrarstöðu íslandsbanka". Aðspurður hvort nafnvaxtahækk- unin nú væri vegna slæmrar stöðu bankans, sagði Valur Valsson í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi: „Þessi hækkun er vegna þeirrar verð- bólgu, sem skellur yfir um þessar mundir. Hún er ekki vegna fortíðar- innar.“ Gjald fyrir verðtryggingu kemur til greina viðtalinu við Morgunblaðið segir Valur að verðtryggingin sé mikill vandi í vaxtamálunum. Þannig séu 75% af innlánum íslandsbanka verð- tryggð. Mikið af þessu fé sé hins vegar lánað út óverðtryggt og mis- munurinn sé nú um 8,6 milljarðar króna. „Við getum ekki orðið fullgild- ir aðilar að Evrópumarkaðnum fyrr en við höfum gert eitthvað í verð- tryggingarmálunum og vextir til skamms tíma geta ekki þróazt eðli- lega á íslandi meðan við erum með þetta kerfi,“ segir Valur. Hann segir að til greina komi ein- hvers konar gjaldtaka fyrir verð- tryggingu innlána, þannig að hún verði óhagstæð á skammtímaskuld- bindingum en hafí lítil eða engin áhrif eftir því sem skuldbindingarnar standi lengur. Sighvatur Björgvinsson viðskipta- ráðherra segist mjög undrandi á vaxtahækkun íslandsbanka og segir hana ganga þvert á það, sem aðrar innlánsstofnanir séu að gera. Bene- dikt Davíðsson segir í samtali við Morgunblaðið að aðgerðin rýri traust íslandsbanka og í sama streng tekur Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, sem segir að íslandsbanki ýti með þessu undir óstöðugleika í efnahagslífinu. Engin breyting hjá Landsbanka — lítil hjá öðrum Landsbankinn breytti vöxtum ekki í gær og hyggst bankastjóm bíða með vaxtabreytingar, í von um að verð- bólga aukist ekki til langs tíma. Spari- sjóðimir hækkuðu vexti víxla um 0,3% og nafnvexti almennra skuldabréfa- lána og yfírdráttarlána um 0,8%. Bún- aðarbankinn lækkaði vexti á verð- tryggðum útlánum um 0,05%. Sjá bls. 4 og miðopnu: „Gjald fyrir verðtryggingu___“ Morgunblaðið/Óskar Sæmundsson Nýr meistari ÞORSTEINN Hallgrímsson úr Goif- klúbbi Vestmannaeyja varð í gær Islandsmeistari í golfi í fyrsta sinn og fagnar hér á 18. flöt. Karen Sævarsdóttir úr Golfklúbbi Suður- nesja varð meistari í kvennaflokki 5. árið í röð. Sjá bls. 44 og 45. Strokufangarnir þrír sem sluppu af Litla-Hrauni allir komnir í leitirnar Sá síðasti faimst í kjallara- herbergi við Háteigsveg VEGNA verzlunarmanna- helgarinnar kemur Morgun- blaðið næst út miðvikudaginn 4. ágúst nk. LÖGREGLAN fann Björgvin Þór Ríkharðsson klukkan hálfátta í gær- kvöldi, síðastan fanganna þriggja sem struku frá Litla-Hrauni á mið- vikudagskvöldið. Hann var einn í felum í kjallaraherbergi við Háteigs- veg þegar fíkniefnalögregla og menn úr sérsveit lögreglunnar í Reykjavík fóru þar inn og handtóku hann. Maðurinn var allsgáður að sjá, að sögn Magnúsar Einarssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, og hafði ekkert gert til að breyta útliti sínu. Hann gafst upp án mótþróa og sagðist hafa ætlað að gefa sig fram eftir helgina. Hann hafði ekki verið yfirheyrður nákvæmlega um ferðir sínar í gærkvöldi. Björgvin Þór og félagar hans tveir, Hörður Karlsson og Hans Ern- ir Viðarsson, sem handteknir voru undir áhrifum fíkniefna að talið er i húsi við Yrsufell í fyrrinótt, geta átt yfír höfði sér ákæru og allt að sex mánaða fangelsisdóm í sérstöku dómsmáii fyrir að hafa sammælst um að stijúka úr fangavistinni. Þeir verða fluttir í gæsluvarðhaldsfang- elsið við Síðumúla og verða þar látn- ir sæta einangrunarvist um tíma. Björgvin Þór Ríkharðsson er gæslu- fangi þar sem Hæstiréttur hefur ekki enn fjallað um áfrýjun hans á 10 ára fangelsisdómi sem Héraðs- dómur Reykjavíkur dæmdi hann í vegna nauðgana og árása. Fjöldi vísbendinga Þá hefur lögreglan í haldi mann á þrítugsaldri sem handtekinn var í húsi í Norðurmýri í fyrranótt og hefur játað að hafa ekið strokuföng- unum þremur til Reykjavíkur eftir strokið. Hann hafði samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins farið aust- ur að Litla-Hrauni á miðvikudags- kvöldið að beiðni Björgvins Þórs. Eftir að nöfn og myndir stroku- fanganna þriggja voru birt í fjölmiðl- um bárust lögreglunni fjöldi ábend- inga um ferðir mannanna og segir Magnús Einarsson að lögreglan sé afar þakklát bæði almenningi og fjölmiðium sem auðvelduðu henni að hafa hendur í hári þeirra en m.a. barst fjöldi vísbendinga frá fólki sem taldi sig hafa orðið vart við ferðir mannanna. Að sögn Magnúsar var sannleiks- gildi vísbendinga kannað og það voru vísbendingar frá almenningi sem séð höfðu myndir mannanna sem leiddu til handtöku þeirra. Þó hafa ekki allar vísbendingamar reynst jafnáreiðanlegar því sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins höfðu lögreglu m.a. borist til- kynningar frá fólki sem taldi sig hafa séð til ferða Björgvins Þórs í Hvalfirði, á Akureyri, á Austfjörð- um, í Breiðholti og á Laugavegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.