Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 Ryðgaðar loftvarnabyssur og hrundar rústir eru til minja um ratsjárstöðina á Darra við Aðalvík. Rústírá varðbergi Bretar reistu öfluga ratsjárstöö á fjallinu Darra viö Aðal- vík í síðari heimsstyrjöldinni. Þar standa nú rústir til minja um meira en 50 ára gamalt hemaðarleyndarmál ■ ;• • ■ LOFTVARNABYSSURNAR á Darra við Aðalvík standa dygg- an vörð um yfirgefnar rústir ratsjárstöðvar Breta á fjallinu. Vindurinn gnauðar í nöktum hlaupum og leikur sér í ryðguð- um brotajárnsskúlptúrum mitt í auðninni. Riturinn og Straum- nesið teygja sig til vesturs og mynda útbreiddan faðm Aðal- víkur mót opnu hafi. Frá alda öðli hefur þar verið friðarhöfn sjómanna, skjól fyrir ólgusjó og illviðrum. Fyrstu heimildir um byggð í Aðalvík eru frá árinu 1416 og hélst þar hefðbundin byggð allt til ársins 1952 að síð- ustu íbúarnir fluttu burt. Við þessa friðsælu vík tóku tvö er- lend stórveldi sér bústað um hríð. Bretar settu upp ratsjár- stöðvar á stríðsárunum í Görð- um og á fjallinu Darra. Árið eftir að síðustu íbúarnir fluttu burt var hafist handa við bygg- ingu ratsjárstöðvar vamarliðs- ins á Straumnesfjalli sem starf- rækt var til ársins 1960. Búið er að hreinsa til á Straumnes- fjalli en óhijálegar rústir og brotajárn eru til minja um rat- sjárstöðina á Darra. Inni á Aðalvík er skjól fyrir flest- um áttum og þar bjó hátt á þriðja hundrað íbúa í byrjun aldarinnar. Byggðin var margskipt enda víkin skorin af háum fjöllum sem ganga í sjó fram. Nyrsti og vestasti byggðakjaminn var Látrar og jafn- framt sá fjölmennasti, þar fyrir sunnan Stakkadalur, Miðvík, Þver- Loftnet ratsjárinnar stóð á turninum lengst til vinstri sem ber í Ritinn. Straumnesfjall sést I baksýn. HMS Norfolk siglir fyrir ísafjarðardjúp í maí 1941, Aðalvík sést til vinstri. Strandgæslumenn í Aðalvík. Myndin er tekin í maí 1941 af ljósmyndara HMS Suffolk. F.v.: William Mclaughlin Margrét Magnúsdóttir húsfreyja á Sæ- borg í Aðalvík, þar sem var sím- stöð. Eric Milward yfirmaður varðliðanna situr á hesbaki og reiðir Guðmund Sigurðsson frá Hesteyri, bróður Jakobínu rit- höfundar, fyrir framan sig. John Henry sjóliði frá London, fyrir framan hann stendur Baldur T. Jónsson. Til vinstri sést í Hjallhól þar sem fyrsta ratsjárstöðin í Aðalvík var reist. dalur, Garðar, Sæból og Skáladalur syðst og vestast. Þama var stund- aður sjálfsþurftabúskapur, fólk hokraði með eina til tvær kýr, nokkrar kindur og trússhesta. Ut- ræði var mikið, enda fengsæl fiskimið skammt undan, og talsvert um fuglaveiðar og eggjatöku. Lífs- baráttan var hörð og óvægin, aldr- ei mátti láta deigan síga. Arstíðirn- ar komu og fóru í takt við stöðuga hrynjandi tilverunnar á hjara ver- aldar. Hernám I Aðalvík Heimsstyijöldin síðari raskaði ró Aðalvíkinga, þótt fjarri væru stríðs- löndum Evrópu. Stórveldin sem börðust úti í heimi teygðu vígvöll- inn langt norður í höf. Skipalestir með hergögn og nauðsynjar sigldu með íslandsströndum á leið sinni til Rússlands og Bretlands. Herskip og kafbátar Þjóðveija reyndu að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.