Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993
Ryðgaðar loftvarnabyssur og hrundar rústir eru til minja um ratsjárstöðina á Darra við Aðalvík.
Rústírá
varðbergi
Bretar reistu öfluga ratsjárstöö á fjallinu Darra viö Aðal-
vík í síðari heimsstyrjöldinni. Þar standa nú rústir til
minja um meira en 50 ára gamalt hemaðarleyndarmál
■ ;• •
■
LOFTVARNABYSSURNAR á
Darra við Aðalvík standa dygg-
an vörð um yfirgefnar rústir
ratsjárstöðvar Breta á fjallinu.
Vindurinn gnauðar í nöktum
hlaupum og leikur sér í ryðguð-
um brotajárnsskúlptúrum mitt í
auðninni. Riturinn og Straum-
nesið teygja sig til vesturs og
mynda útbreiddan faðm Aðal-
víkur mót opnu hafi. Frá alda
öðli hefur þar verið friðarhöfn
sjómanna, skjól fyrir ólgusjó og
illviðrum. Fyrstu heimildir um
byggð í Aðalvík eru frá árinu
1416 og hélst þar hefðbundin
byggð allt til ársins 1952 að síð-
ustu íbúarnir fluttu burt. Við
þessa friðsælu vík tóku tvö er-
lend stórveldi sér bústað um
hríð. Bretar settu upp ratsjár-
stöðvar á stríðsárunum í Görð-
um og á fjallinu Darra. Árið
eftir að síðustu íbúarnir fluttu
burt var hafist handa við bygg-
ingu ratsjárstöðvar vamarliðs-
ins á Straumnesfjalli sem starf-
rækt var til ársins 1960. Búið
er að hreinsa til á Straumnes-
fjalli en óhijálegar rústir og
brotajárn eru til minja um rat-
sjárstöðina á Darra.
Inni á Aðalvík er skjól fyrir flest-
um áttum og þar bjó hátt á þriðja
hundrað íbúa í byrjun aldarinnar.
Byggðin var margskipt enda víkin
skorin af háum fjöllum sem ganga
í sjó fram. Nyrsti og vestasti
byggðakjaminn var Látrar og jafn-
framt sá fjölmennasti, þar fyrir
sunnan Stakkadalur, Miðvík, Þver-
Loftnet ratsjárinnar stóð á turninum lengst til vinstri sem ber í Ritinn. Straumnesfjall sést I baksýn.
HMS Norfolk siglir fyrir ísafjarðardjúp í maí 1941, Aðalvík sést til vinstri.
Strandgæslumenn í Aðalvík.
Myndin er tekin í maí 1941 af
ljósmyndara HMS Suffolk. F.v.:
William Mclaughlin Margrét
Magnúsdóttir húsfreyja á Sæ-
borg í Aðalvík, þar sem var sím-
stöð. Eric Milward yfirmaður
varðliðanna situr á hesbaki og
reiðir Guðmund Sigurðsson frá
Hesteyri, bróður Jakobínu rit-
höfundar, fyrir framan sig. John
Henry sjóliði frá London, fyrir
framan hann stendur Baldur T.
Jónsson. Til vinstri sést í Hjallhól
þar sem fyrsta ratsjárstöðin í
Aðalvík var reist.
dalur, Garðar, Sæból og Skáladalur
syðst og vestast. Þama var stund-
aður sjálfsþurftabúskapur, fólk
hokraði með eina til tvær kýr,
nokkrar kindur og trússhesta. Ut-
ræði var mikið, enda fengsæl
fiskimið skammt undan, og talsvert
um fuglaveiðar og eggjatöku. Lífs-
baráttan var hörð og óvægin, aldr-
ei mátti láta deigan síga. Arstíðirn-
ar komu og fóru í takt við stöðuga
hrynjandi tilverunnar á hjara ver-
aldar.
Hernám I Aðalvík
Heimsstyijöldin síðari raskaði ró
Aðalvíkinga, þótt fjarri væru stríðs-
löndum Evrópu. Stórveldin sem
börðust úti í heimi teygðu vígvöll-
inn langt norður í höf. Skipalestir
með hergögn og nauðsynjar sigldu
með íslandsströndum á leið sinni
til Rússlands og Bretlands. Herskip
og kafbátar Þjóðveija reyndu að