Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 Ölfushreppur höfðar landamerkjamál geg-n sveitarfélögum á höfuðborgarsvæði BRílBSlyS í álV0rÍllll Bláfjöllin teljist til Olfushrepps ÖLFUSHREPPUR hefur höfðað mál fyrir héraðsdómi Suður- lands á hendur Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til að fá staðfest landamerki og jafn- framt sveitarfélagamörk á afréttum hreppsins. Verði krafa Ölfushrepps tekin til greina falla Bláfjöll og skíðasvæðið þar til Ölfushrepps. Ölfushreppur stefnir Reykjavík- urborg, Seltjamarneskaupstað, Kópavogskaupstað, Garðabæ, Bessastaðahreppi og Hafnarfjarð- arkaupstað, svo og eiganda jarðar- innar Vatnsenda í Kópavogi og öðr- um þeim sem telja sig eiga eignar- rétt að landamerkjum sem hreppur- inn gerir kröfu um. Stefnan er birt í Lögbirtingarblaðinu. Á151 kmhraða á Hellisheiði ÁTJÁN ára piltur sem ekið hafði austur yfir Hellisheiði á 151 km/klst. hraða var í gær stöðvaður í Ölfusinu og sviptur ökuréttindum. Að sögn lögreglu var talsverð umferð austur yfir Fjall þegar þetta átti sér stað á þriðja tímanum síðdegis og pilturinn ók af skeytingarleysi fram úr bílum, m.a. yfir óbrotnar hindrunarlínur. Hann gaf þær skýringar á aksturs- laginu að hann hefði verið að flýta sér til að ná flugi frá Hellu til Vest- mannaeyja. Nauðsynlegt að fá úr skorið Samkomulag hefur náðst um stór- an hluta landamerkja gamla Selvogs- hrepps sem nú telst til Ölfushrepps. í stefnunni kemur fram að þrátt fyr- ir samningaumleitanir hafí ekki náðst samkomulag um það hver landamerk- in séu frá Litla-Kóngsfelli í Vífílsfell og telja forsvarsmenn hreppsins nú fullreynt að samkomulag náist ekki. Einar Sigurðsson, oddviti Ölfus- hrepps, sagði í samtali við Morgun- blaðið að ástæðan fyrir málshöfðun- inni sé einungis sú að klára þetta mál og fá úr því skorið hvar landa- merkin eigi að vera. Fram kemur í greinargerð lög- manns Ölfushrepps að hann er að krefjast staðfestingar landamerkja eins og þau voru tilgreind á landakort- um frá því um aldamót til 1955 en þá var línunni breytt á kortum til núverandi horfs. Verði krafa Ölfus- hrepps tekin að fullu til greina fellur um 11 ferkílómetra svæði í Bláfjöllum frá Reykjavík og Kópavogi til Ölfus- hrepps, þar á meðal núverandi fólk- vangur og skíðasvæðið. FIMMTUGUR starfsmað- ur álversins í Straumsvík, lést í gærmorgun af völd- um áverka sem hann hlaut er farmur af lyftara féll yfír hann. Slysið varð klukkan tæp- lega hálfníu í gærmorgun við höfnina í Straumsvík. Mað- urinn var á reiðhjóli á leið milli staða á vinnusvæðinu og skarst leið hans og lyft- ara, sem að sögn lögreglu var ekið út úr skemmu með um fjögur tonn af rafskaut- um. Ekill lyftarans hemlaði snögglega tíl að forðast Guðmundur Brag, Torfa-son árekstur og féll þá farmurinn yfír hjólreiðamanninn. Hann var fluttur á sjúkrahús en lést skömmu eftir komu þangað. Hann hét Guðmundur Bragi Torfason, rafíðnfræðingur, til heimilis að Vallarbarði 1 í Hafnarfirði. Hann var fædd- ur 9. apríl 1943 og lætur eftír sig eiginkonu og fímm böm. Niðurskurður á Keflavíkurfiugvelli ræddur í ágúst Talsverð fækkun her- manna þegar ákveðin VIÐRÆÐUR bandarískra og íslenskra sljórnvalda, um fram- tíðarfyrirkomulag varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og fyr- irhugaðan niðurskurð, munu fara fram fyrri hluta ágústmán- aðar. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er búist við að fulltrúar bandaríska vamarmálaráðuneytisins (Pentagon) og bandariska utanríkisráðuneytisins muni kynna íslenskum stjórnvöldum þær áætlanir sem verið hafa í smíðum að undan- fömu, í tengslum við bandaríska fjárlagagerð, sem verður lokið fyrir lok ágústmánaðar. Morgunblaðið hefur heimildir úr Pentagon fyrir því að bandarísk stjórnvöld hafi þegar ákveðið um- talsverða fækkun hermanna í varn- arliðinu á Keflavíkurflugvelli. End- anlegar tölur liggja ekki enn fyrir, en að því verði stefnt að fækkunin eigi sér stað á einu ári. Eftir það verði vamarstöðin í Keflavík með óbreytt eða svipuð umsvif. Enn Morgunblaðið/Sverrir Bílvelta í Kjós ÞRÍR voru fluttir á slysadeild eftir að jeppi valt í Tíðarskarði í Kjós á áttunda tímanum í gærkvöldi. Fólkið fékk að fara heim að lokinni læknisskoðun. Slysið varð með þeim hætti að hjól brotnaði undan jeppanum með þeim afleiðingum að hann fór heila veltu út af veginum. Þrennt var í bílnum og voru kona og barn flutt á slysadeild með sjúkrabíl. Síðar var tekin ákvörðun um að ökumaður færi einnig á slysadeild. Jeppinn er mikið skemmdur. hefur engin ákvörðun verið tekin um hvort flugvélum Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli verður fækk- að, en þó mun talið líklegt að sú verði niðurstaðan. Það er mat viðmælenda Morgun- blaðsins, að miðað við að einungis einn mánuður er til stefnu, þar til fjárlagafrumvarp Bandaríkjaþings þarf að liggja fyrir, fari Bandaríkja- menn sér hægt í viðræðunum við íslensk stjómvöld. Úr Pentagon fengust engar skýringar á því hvers vegna það hefði dregist á langinn að ákveða viðræður. „Það eru stöð- ugar viðræður í gangi og við höfum samfellt samráð við íslensk stjórn- völd,“ sagði háttsettur starfsmaður Pentagon í samtali við Morgunblað- ið. Hæstiréttur kom saman í réttarhléi og fjallaði um ákæru vegna kynferðisbrots Heimilt að gefa út ákæru í málinu HÆSTIRÉTTUR kvað í gær upp þann dóm að ríkissaksóknara hefði verið heimilt að fella úr gildi fyrri ákvörðun sína um að fresta skilorðs- bundið í þrjú ár útgáfu ákæru yfír manni sem gerst hafði sekur um kynferðislega misnotkun á bömum og gefa út ákæm gegn manninum. Tveir dómarar Hæstaréttar skiluðu sératkvæði með gagnstæðri niður- stöðu. Fyrir lá skýrsla, tekin að fmmkvæði Hæstaréttar, með ósk manns- ins um að málið fengi réttláta dómsmeðferð þar sem það hefði verið afflutt í fjölmiðlum. Hæstiréttur kom saman í réttarhléi til að dæma í málinu. Kyrrsetumaður á skíðanámskeiði í Kerlingarijöllum 16 Skattar________________________ Álagningarskrár hafa verið lagðar fram um allt land 24/32-33 Rússland_______________________ Borgarastríð í uppsiglingu ? 27 Leiöarí________________________ Þáttaskil í Japan/Komum heil heim 28 mm Skrós&tjari samtímaóreióunnar Menning/listir ► Dómar um Erró - Leikarar á tímamótum - Menning víða um lönd - ítalskt tónskáld og íslenskt - Safn í Flórens - Norr- æni textílþríæringur - Operu- smiðjan o.fl. Verðbreytingar v. gengislækkunarinnar Hurrts- tómat- sósaí 907 g flöskum Vérðið Verðíð hækkar yarkr. ernúkr. um 179 194 8,4% Tómatsósa 8,4% hærri TÓMATSÓSA í 907 g flöskum frá Hunts hefur hækkað vegna gengis- fellingarinnar. Flaskan kostaði 179 krónur en kostar nú 194 krónur. Þetta er um 8,4% hækkun. Um er að ræða mann á þrítugs- aldri sem játað hafði við yfírheyrslur hjá RLR að hafa gerst brotlegur gegn bömum sem bjuggu í sama fjöl- býlishúsi og hann. I marsmánuði ákvað ríkissaksóknari að afgreiða málið með því að fresta útgáfu ákæru á hendur manninum skilorðsbundið til þriggja ára. í framhaldi þess kom málið og afgreiðslu þess til umfjöll- unar í fjölmiðlum, m.a. í opnu bréfí frá móður eins barnanna sem birtist í Morgunblaðinu í upphafi þessa mánaðar. Hinn 14. júlí felldi ríkissak- sóknari fyrri ákvörðun úr gildi og gaf út ákæru á hendur manninum. Héraðsdómari vísaði þeirri ákæru frá þar sem hann taldi að ekki hefðu verið fyrir hendi þau skilyrði sem í lögum eru sett fyrir því að mál sem sætt hefur skilorðsbundinni ákæru- frestun verði tekið upp að nýju. í dómi Hæstaréttar er rakið að fyrir liggi skýrsla sem tekin var af manninum sjálfum í fyrradag að frumkvæði Hæstaréttar, þar sem hann ítrekar fyrri óskir lögmanns síns um að málið fái réttláta dóms- meðferð þannig að hann geti hreins- að sig af rakalausum rógi. Hvorki leyft né bannað í niðurstöðum meirihluta Hæsta- réttar, dómararanna Garðars Gísla- sonar, Péturs Kr. Hafstein og Þórs Vilhjálmssonar, segir m.a. að í al- mennum hegningarlögum sé ekki að fínna heimild fyrir ríkissaksóknara til að breyta á þennan veg ákvörðun sinni, en þar sé heldur ekki ákvæði sem leggi bann við þessari af- greiðslu. Álitaefni sé hvort hvort í 56. grein hegningarlaganna séu tæmandi talin skilyrði þess að slíka afgreiðslu megi taka upp. Rétt sé að hafa hliðsjón af almennum reglum stjómarfarsréttar um breytingu stjómvaldsákvarðana þegar leyst sé úr málinu og þurfi því sérstakar ástæður að vera fyrir hendi svo að ákærufrestunin verði felld úr gildi. Skipti þá mestu að fyrir liggi ósk ákærða um að málið gangi til dóms. Hvorki hagsmunir ákærða né al- mannahagsmunir standi í vegi fyrir því að ákært sé. Ekki lagaheimild, segir minnihluti Tveir hæstaréttardómarar, Guðrún Erlendsdóttir og Haraldur Henrysson, skiluðu sératkvæði og töldu ríkissak- sóknara skorta lagaheimild til að fella úr gildi ákærufrestun á þeim forsend- um að fjölmiðlaumræðan hefði verið villandi eins og byggt hefði verið á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.