Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 25 Sögiiefni ÆVI hans er gott söguefni, segir í myndatexta Fortune með þess- ari mynd af Ólafi Jóhanni Ólafssyni. Bandaríska viðskiptatímaritið Fortune Fjallað um Ólaf Jóhann Ólafsson í NÝJASTA tölublaði bandaríska viðskiptatímaritsins Fortune er grein um hvernig nokkrir háttsettir yfirmenn hjá stórfyrirtækjum í Banda- ríkjunum eyði frístundum sínum. Þar er m.a. talað við Ólaf Jóhann Ólafsson, einn af yfirmönnum fyrirtækisins Sony í Bandaríkjunum. Þar segir frá því að hann eyði frístundum sínum í ritsmíðar og að útgáfufyrirtækið Random House gefi út bókina Fyrirgefningu synd- anna bæði á ensku og þýsku. í greininni segir m.a. að Ólafur vinni langan vinnudag og ferðist að jafnaði mikið en nái oftast að sinna Danir skáru úr skrúfu KAFARAR frá danska varðskip- inu Vædderen hlupu undir bagga með Landhelgisgæslunni og skáru veiðarfæri úr skrúfu loðnuskips- ins Súlunnar skammt utan land- helgi í fyrrinótt. Súlan var stödd um 220 sjómílur norður af Hornbjargi og hafði fengið loðnunótina í skrúfuna þegar áhöfnin hafði samband við Landhelgisgæsl- una í fyrrinótt og óskaði aðstoðar. Þar sem ekkert varðskip var nærri óskaði Landhelgisgæslan eftir aðstoð frá danska varðskipinu Vædderen sem statt var á svipuðum slóðum, sem hélt til aðstoðar og kafarar það- an luku verkinu á skömmum tíma. skriftum í um tvær klukkustundir á hveiju kvöldi. Þá eyði hann oft um 18 tímum í þetta áhugamál sitt um helgar, oft í friði og ró uppi á þaki íbúðarhúss síns. Hann segir að rithöf- undahæfileikamir geti oft komið að góðum notum í starfi sínu þar sem rithöfundur hafi gott innsæi í mann- legt eðli og það geti oft komið sér vel. Mörg vandamál á dag í greininni er meðal annars haft eftir Ólafi: „Hjá Sony erum við að gera tíu mismunandi hluti í einu og aldrei neinn tími til að setjast niður. Við þurfum að takast á við tíu mis- munandi vandamál á dag. Það er mikið að gera. Við skriftir situr maður og einbeitir sér og hreyfir sig ekki svo tímunum skiptir.“ Þá segir í greininni að í starfi sínu reyni Ólafur að gefa fólki nokkuð ftjálsar hendur svo að sköpunar- gáfan fá að koma í ljós. „Gott starfs- fólk vill ekki að einhver sé stöðugt með nefið ofan í öllu sem það ger- ir,“ segir hann að lokum í greininni. Sophia Hansen náði ekki sambandi við dætur sínar í gær Frestar hungurverkfalli að tilmælum sljórnvalda „ÉG HELD að hann sé búinn að mála sig út í horn. Allt sem gerist eftirleiðis verður honum í óhag,“ segir Guðmundur H. Guðmundsson, hálfbróðir Sophiu Hansen, um framferði Halims Al, fyrrum eigin- manns hennar. Tilraun Sophiu til að ná sambandi við dætur sínar varð án árangurs í gær. Hún hafði ákveðið að hefja hungurverkfall í Ankara eftir helgi, fengi hún ekki að sjá dætur sínar í gær, en frest- aði því vegna tilmæla frá dómsmálayfirvöldum í Tyrklandi. Hún mun hins vegar fylgja eftir áformun sínum eftir aðra helgi sjái hún ekki dætur sínar þá eftir því sem Guðmundur segir. Með hungurverkfallínu hefur ver- ið skipulögð öflug fjölmiðlaherferð vegna málsins. Gert er ráð fyrir að upplýsingum um málið verði komið á framfæri við fjölmiðla í Tyrklandi og utan Tyrklands. Guðmundur gat þess einnig að ítarlegum upplýsing- um um málið hefði verið komið til allra ráðuneyta í Ankara. Guðmundur sagði að farið hefði verið til heimilis Halims í fylgd full- trúa fógeta og lögreglu í gær. Hann hefði ekki reynst heima en hópurinn hefði hitt fyrir eiginkonu húsvarðar- ins. Hún hefði byijað á því að halda því fram að Halim hefði ekki verið í íbúðinni að undanförnu en eftir að Sophia hefði staðhæft að hann hefði verið þar í fyrrakvöld hefði hún þurft að draga orð sín til baka. Brot Ha- lims var síðan staðfest með skýrslu á staðnum. Eftir að ljóst varð að Halim hefði ekki fundist bárust Sigurði P. Harð- arsyni, stuðningsmanni Sophiu, þau skilaboð í gegnum tyrkneska dóms- Ferðafélagar mannsins höfðu komið honum í skálann vð Álfta- vatn og eftir að hafa heyrt lýsingar á veikindum hans, sem lýstu sér með sótthita og blæðingum, töldu læknar nauðsynlegt að manninum yrði komið undir læknishendur með málaráðuneytið að ríkissaksóknari hefði orðið æfur þegar hann hefði frétt af málalyktum fyrr um daginn enda hefði hann talið að nægilegt hefði verið að taka Halim til yfir- heyrslu í vikunni. Sömuleiðis óskaði háttsettur emb- ættismaður í ráðuneytinu eftir því að Sophia frestaði fyrirhugðu hung- urverkfalli sínu í Ankara eftir helgi. Allt yrði gert til að hún fengi að sjá dætur sínar um næstu helgi og jafn- vel um þessa helgi. skjótum hætti. Þyrlan var kvödd til og flaug með lækni að Álftavatni en við læknisskoðun þar kom í ljós að ekki væri nauðsynlegt að flytja manninn á sjúkrahús og var hann því fluttur til læknis á Hvolsvelli. Flogið með veikan ferðamann á Hvolsvöll ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var í gær send að skála FÍ við Álfta^ vatn á Fjallabaksleið syðri til að sækja veikan þýskan ferðamann. í ljós kom að veikindi mannsins voru ekki lífshættuleg en hann var fluttur til læknis á Hvolsvelli. Opið bréf frá Austurríki til Sinfóníuhlj ómsveitar æskunnar Við getum ekki orða bundist vegna þeirra aðgerða sem hafa átt sér stað í garð Pauls Zukof- skys og Sinfóníuhljómsveitar æsk- unnar (SÆ). Við erum dæmi um þá fjölmörgu nemendur sem fjar- verandi erum þegar þessi aðgerð er framkvæmd. í fyrsta lagi vekur það undrun og reiði að hljómsveit- armeðlimir hafa gjörsamlega verið sniðgengnir í sambandi við ákvarðanatöku stjórnarinnar. í því sambandi má geta þess að fulltrú nemenda í stjóm SÆ, Hrafnkell Orri Egilsson, er staddur erlendis á meðan á þessu stendur. Er hans vitneskja því söm og okkar sem komum af fjöllum þegar þetta reið- arslag dynur yfír. Eins og flestir vita þá stofnaði Paul Zukofsky SÆ og hefur þróað hljómsveitina frá upphafi. Það má því segja að hljómsveitin og hann séu eitt. Ár- angurinn er ólýsanlegur og gerist kraftaverk á hveiju námskeiði þar sem erfíðustu verk tónbókmennt- anna þróast úr engu í tónlistarvið- burði þegar kemur að tónleikum. Þess má geta að Zukofsky hefur leitast við að koma verkum Jóns Leifs á framfæri jafnt heima sem erlendis og er skemmst að minn- ast alheims frumflutnings SÆ á verkinu Baldr. Fmmflutningur verka hefur verið veigamikill þátt- ur í starfi SÆ og Zukofskys. Það sem vegur þó þyngst og gerir SÆ að því sem hún var og vonandi verður er að Zukofsky gjörþekkir okkur meðlimi hljómsveitarinnar. Þekking hans og yfirburðir á tón- listarsviðinu fyllir fólk metnaði til að lyfta grettistökum. Slík tæki- færi gefast ekki úti í hinum harða heimi. Zukofsky hefur einnig kynnt hljómsveitinni gmnnatriði tónvísinda og teoríu og em verkin kmfín til mergjar á hveiju nám- skeiði. Værum við mun fátækari ef við hefðum ekki þessa menntun sem Zukofsky hefur veitt okkur. Sinfóníuhljómsveit æskunnar og Zukofsky hafa unnið mikilvægt starf í þágu íslenskrar æsku og íslensks tónlistarlífs. Skýtur það því skökku við að svo mikilvægt mál sé meðhöndlað á jafn ósmekk- legan og ólýðræðislegan hátt. Hver er réttur hljómsveitarmeð- lima? Hver er framtíð íslenskrar tónlistaræsku? Hver telur sig um- kominn að reka slíkan mann? Klagenfurt 29. júlí 1993, Neues Musikforum Viktring. Una Sveinbjamardóttir, Jónína Auður Hilmars- dóttir Hlín Erlendsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.