Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 3 * Tugir þúsunda Islendinga leggja upp í ferðalög á þessari mestu ferðahelgi ársins Flestir leggja leið sína í Ejjar Umferð einna þyngst á Suðurlandi VERSLUNARMANNAHELGIN er runnin upp og tugþúsundir manna hafa lagt upp í ferðalög af ýmsu tagi. Lögregla taldi í gærkvöldi að bílaumferð hafi verið einna þyngst á Suðurlandi og sagði nærri lagi að helmingur bílaflota landsmanna verði á ferðinni um helgina þegar umferð er mest. Af skipulögðum hátíðum virðast langflestir leggja leið sína út í Eyjar en fullt var í flestar ferðir íslandsflugs og Flugleiða í gær og á fimmtudag. Hjá BSI var einnig mest ásókn í ferðir til Eyja en rúmlega 700 manns höfðu keypt sér miða þangað með Herjólfi í gær. Einnig fóru margir til Galtalækjar og Þórsmerkur en ferðaskrif- stofa BSI taldi þó að mikla fækkun megi merkja í ferðir þangað. Nei þýðir nei! STARFSMAÐUR Stígamóta var mættur á Reylqavíkurflugvöll þar sem hann minnti á slagorð samtak- anna: „Nei þýðir nei, nauðgun er glæpur!“ Samtökin verða með ráð- gjafa á tveimur útihátiðum, í Eyjum og á Eiðum, og ennfremur í Þórs- mörk. „Við þurftum aldrei að spyija vini okkar hvert þeir hygðust fara. Við sögðum bara; sjáumst í Eyjum!“ Þannig lýstu Aslaug og Edda stemmningunni meðal unga fólksins en þær voru að fara til Eyja ásamt sex vinkonum sínum og Jóni, sem fékk að fylgja með. Að sögn Bettý- ar, einnar í hópnum, kostar ferðin með öllu um 25 þúsund krónur. Það þótti þeim þó alls ekki of mikið því ferðin væri einfaldlega vel þess virði! Að sögn Hjálmars Ingvarssonar, aðstoðarvarðstjóra Lögreglunnar í Reykjavík, var umferð einna þyngst á landinu á Suðurlandsundirlendinu og á leiðum út úr Reykjavík. Hann segir umferð hafa aukist jafnt og þétt allan daginn en hafi verið einna mest seint í gærdag og frameftir kvöldi. Flestir í Eyjar Lögregla, Slökkvilið Reykiavíkur, Landhelgisgæsla, Umferðarráð og FÍB Víðtækt umferðarátak um allt land Ferðbúin í Galtalæk ÞAU sleiktu sólina fyrir utan Um- ferðarmiðstöðina í Reykjavík með- an beðið var eftir bílnum á Galta- lælqarmótið. í . • x j T-i • Morgunblaðið/Biami A leið til Eyja ÞESSIR hressu unglingar höfðu ákveðið að fara á Þjóðhátíðina í Eyjum fyrir mörgum mánuðum og gátu vart beðið eftir því að stíga um borð og halda í Eyjar. Morgunblaðið/Sigurgeir Prúðbúnar á þjóðhátíð FÓLK var prúðbúið við setningu Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum í gær. Þessar konur fóru í upphlut í tilefni dagsins. LÖGREGLA, Umferðarráð, Slökkvilið Reykjavíkur í samstarfi við Land- helgisgæsluna og Félag íslenskra bifreiðaeigenda munu leggja sitt af mörkum til að verslunarmannahelgin verði slysalaus. Lögreglan mun dreifa Ferðafélaganum með hagnýtum upplýsingum fyrir ökumenn og hafa náið eftirlit með allri umferð á landinu, meðal annars með aðstoð þyrlusveitar. Slökkviliðið verður á sérstakri bakvakt, umferðarráð starfrækir upplýsingamiðstöð og útvarpar leiðbeiningum til ferða- manna og FIB mun aðstoða bifreiðaeigendur á hefðbundinn hátt. Að sögn Inga Sigurðssonar, vakt- stjóra hjá Flugleiðum, voru 17 ferð- ir farnar til Eyja í gær og á fimmtu- dag en fullt var í þær flestar. Hann segir að gera megi ráð fyrir því að um þúsund manns hafí verið fluttir þangað ef reiknað er með þremur ferðum, sem farnar verða í dag. Af öðrum ferðum megi nefna að allar vélar til Akureyrar hafi verið fullar í gær. Sömu sögu má segja af íslands- flugi en þar ber mest á Eyjaferðum. Að sögn Sigfúsar Sigfússonar verða rúmlega þúsund manns fluttir til Eyja með vélum flugfélagsins. Einn- ig segir hann allmarga leggja leið sína til Sigluijarðar og Egilsstaða með áætlunarflugi íslandsfiugs. Lögreglan verður með sérstakt átak þessa helgi og mun dreifa Ferðafélaganum á vegum úti um allt land. Vegfarendur geta átt von á að verða stöðvaðir, fá tiltal og ókeypis eintak af „félaganum" og þeir sem eru til sérstakrar fyrirmyndar í um- ferðinni kunna að fá óvæntan glaðn- ing. Ferðafélaginn inniheldur gagn- legar upplýsingar fyrir ökumenn, svo sem greinar um skyndihjálp, akstur yfir ár og vötn, bílbelti og margt fleira. Lögreglan verður einnig með eina þyrlu í reglulegu flugi um suðvestur- horn landsins en hún mælir m.a. hraða. Sérstakt átak verður hjá lögregl- unni á Suðurlandi en um þessa helgi munu lögregludeildir í Reykjavík og á Suðurlandi starfa saman að eftir- liti. Liðsauki verður sendur lögreglu- deildum á Suðurlandi. Samstarf Um þessa helgi mun slökkviliðið í fyrsta sinn aðstoða þyrlusveit Land- helgisgæslunnar. Hún felst í því að einn maður frá slökkviliðinu verður viðbúinn að fara með hjálparflugi gæslunnar með klippur og glennur á slysstað. Æfmgar hafa farið fram og hefur samstarfið reynst vel að mati Jóns Friðriks Jóhannssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu. Hann segir þetta mikilvægt öryggisatriði. Umferðarráð starfrækir um þessa helgi. upplýsingamiðstöð sem mun miðla upplýsingum um umferð til ferðamanna. Ráðið mun í þessu skýni starfa í samvinnu við flestallar út- varpsstöðvar og senda út reglulega stutta þætti um umferð og umferðar- öryggi. FÍB aðstoðar Síðustu fjörutíu ár hefur Félag íslenskra bifreiðaeigenda aðstoðað bifreiðaeigendur um þessa helgi. Á því verður engin breyting en félagið hefur samið við verkstæði, drátt- arvélar, varahlutasölur og bifreiða- umboð að halda bakvakt alla helgina. BARNAHJÓL FJALLAHJÓL KVEf J- KARLAHJÓL 2 0-30% 'iU\. Miuucuu kynast DBS Velamos CATS FÁLKIN N Suðurlandsbraut 8, sími 814670 - Mjódd, sími 670100 REIÐHJÓLAÚTSALA FÁLKANS HEFST ÞRIDJUÐAGINN 3. ÁGÚST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.