Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 RÆKTAÐ TILÁNÆGJU OG YNDIS Skrúðgarður heimilisins etfir Trausto Olafsson. Myndir: Sverrir Vilhelmsson VILLTUR gróður íslands ber svipmót stuttra sumra og kalsasamra vetra. Lengi vel litu menn á gróðurinn fyrst og síðast sem fóður og beit fyrir fénaðinn. Það sem ræktað var miðaðist einkum við þarfir búpeningsins. ÞegaK dró úr brauðstritinu og efnahagur batnaði fór fólk að leit- ast við að fegra umhverfi sitt með því að gróðursetja jurtir f kringum hús sfn. Misjafnlega var spáð fyrir þessari sér- visku í fyrstu en við njótum nú öll elju og bjartsýni braut- ryðjendanna. Vi'ða eru komnir fagrir skrautgarðar við hús og í sumum þeirra vex ótrúlega fjölbreyttur gróður þrátt fyrir norðlægar slóðir. Svipmyndir úr fjórum görðum á höfuðborgarsvæðinu prýða þessar síður. Allir eru þeir verk áhugamanna sem hafa ánægju af því að lúta niður að moldinni til að hlúa að gróðri jarðar. Gróðri sem ekki þrifist nema fyrir tilverknað mannshandarinnar. Með garðyrkjunni hafa þessir áhugamenn skapað sér fagurt umhverfi hið næsta sjálfum sér um leið og verk þeirra gleðja augu vegfarenda og nágranna. ELÍN SNORRADÓTTj- IR OG SVEINN KRIST- INSSON EIGA FJÖL- SKRÚÐUGAN GARÐ Á SELTJARNARNESI. ÞAR VEX KRÍUMÓA- KLUKKAN. mönnunum ÞÓRHALLUR Jónsson og Ásrón Ólafsdóttir hafa ræktað garðinn við húsið númer 11 í Vorsabæ í Árbæjarhverfi í 24 ár. Þórhallur kveðst hafa hannað garðinn sjálf- ur en leggur áherslu á að hann sé fyrst og fremst áhugamaður um garðrækt. „Við bjuggum áður á þriðju hæð í fjölbýlishúsi“, segir Ásrún. „Þaðan var útsýni yfir flóann og til Snæ- fellsjökuls. Það voru því óskapleg viðbrigði fyrir okkur að koma hing- að þar sem við sáum ekki neitt nema yfir upprifna moldina í garð- inum og út í næsta hús.“ Vestan og norðan megin við hús þeirra Ásrúnar og Þórhalls er mikið af frekar harðgerum jurtum. „Þessi hluti garðsins er hannaður í gegn- um borðstofugluggann þar sem við drekkum kvöldkaffíð", segir Þór- hallur. „Þarna var ekkert nema hjólförin eftir steypubílinn í mold- inni þegar við komum hingað. Núna er tími laukjurtanna liðinn í þessum beðum og aðrar plöntur hafa tekið við. Jurtirnar eiga hver sinn blóma- tíma og hver sitt kjörsvæði. Við getum gert mikið til þess að búa í haginn fyrir plöntumar á okkar kalda landi. Eftir að við komum upp skála héma sunnan við húsið hef ég þar loftslag sem er ekki óáþekkt loftslaginu í Suður-Frakklandi. Núna er farið að teikna blómaskála við ný hús en þegar við reistum skálann okkar var það eins konar brautryðjendastarf." Þegar Þórhallur talar um garðinn sinn nefnir hann plönturnar jafnan ÞÓRHALLUR JÓNS- SON OG ÁSRÚN ÓL- AFSDÓTTIR HAFA RÆKTAÐ GARÐINN VIÐ HÚSIÐ NÚMER 11 í VORSABÆ í ÁRBÆJ- ARHVERFI í 24 ÁR latneskum nöfnum. „Mér finnst það miklu betra en að nota íslensku nöfnin", segir hann. „Það er líka miklu öruggara. Þó að íslensku nöfnin hljómi mörg mjög fallega þá er ekki óalgengt að sama plant- an hafi mörg nöfn á íslensku . Þess vegna hef ég valið þann kost að halda mig við botanísku nöfnin." Ásrún og Þórhallur segja að það sé ekki dýrt tómstundagaman að iðka skrúðgarðyrkju. „Þetta er allt okkar eigið strit“, segir Þórhallur. „I þessum garði er enginn steinn þyngri en svo að ég hafi ekki getað borið hann. Nú eru menn farnir að láta hönnuði teikna garðinn fyrir sig áður en nokkuð er farið að vinna í honum. Fólk fær sér gröfur og vörubíla til þess að láta flytja stærð- ar gijót og hálfgildings kletta í garðana sína. Þetta getur verið mjög skemmtilegt og kannski ég færi eins að ef ég væri að byija í garðyrkju núna. En þetta hlýtur að verða dýrara en það var hjá okkur. Vitaskuld höfum við varið svolitlum peningum í garðinn en þá fyrst og fremst til að kaupa plöntur." Ásrún segir sögu af því þegar Þórhallur hafði verið á ferð erlendis og keypt þar tvær alparósir. Þegar hann kom í tollafgreiðsluna á Kefla- víkurflugvelli sagði hann toll- verðinum frá þessum far- angri. „Eru þær lifandi?" spurði tollvörðurinn. „Já, það vona ég“, svaraði Þórhallur. En þessar alparósir komust aldrei í garðinn í Vorsa- bænum því að þær voru gerðar upptækar í Keflavík. Þó að þessar tilteknu jurtir séu ekki í garðinum í Vorsabæ 11 þá er þar mikið blómskrúð og töluvert af plöntum sem ekki er algengt að sjá hérlendis, ekki síst dvergaf- brigði af cyprusætt. Öll umhirða garðsins og jurtanna þar er þeim hjónum uppspretta ánægju. „Maður mælir ekki tímann sem fer í garð- inn“, segir Þórhallur. „Jörðin er okkur mönnunum svo nákomin og allt sem hún gefur af sér til næring- ar og yndis. Ef við eyðileggjum hana þá mun fara illa fyrir okkur.“ ELÍN Snorradóttir og Sveinn Kristinsson hafa búið á Vallar- braut 21 á Seltjarnarnesi í 21 ár en garðyrkju fór Elín ekki að stunda að neinu ráði fyrr en fyrir tæpum tíu árum. Þangað til var hún upptekin af barna- uppeldi og heimilisstörfum enda eiga þau Sveinn sjö börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.