Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 39 Góð tónlist er alþjóðlegt tungumál VINIR Dóra hafa verið í framlínu íslenskrar blúsvakningar og með- al annars beitt til þess því ráði að fá svarta blústónlistarmenn til að koma hingað til lands og leika með sveitinni. Flestir hafa þeir verið Chicagobúar og talist til frammámanna í svartri blúshefð; Billy Boy Arnold, Jimmy Dawkins, Pinetop Perkins og Chicago Beau McGraw, en þessi Chicago/Reykjavíkur öxull varð einmitt til fyrir samband Halldórs Bragasonar við Chicago Beau á sínum tíma. Nýútkominn er diskur með safni laga sem hljóðrituð eru á tónleikum með Vinum Dóra og téðum tónlistarmönnum og Shirley King, Dei- tru Farr og Tommy McCracken, sem einnig komu hingað til lands. Að sögn Halldór Bragasonar má líta á þennan disk, Mér líður vel, sem samvinnuútgáfa hans og Chicago Beaus, Straight Ahead Records, gefur út, sem yfirlit yfir þetta samstarf, en það segir hann komið á það stig að ekki verði aft- ur snúið. „Diskurinn sýnir hvemig þetta samstarf fór af stað og hvað það hefur gefið okkur. Það er hvít- um blúsmönnum nauðsynlegt að spila með svörtum tónlistarmönn- um og þessir gestir hafa gefið okk- ur svo margt og kennt okkur svo margt. Við emm búnir að halda fímmtíu tónleika með erlendum gestum á íslandi og eftir hveija tónleika stendur eitthvað eftir, við fáum innblástur og gerum betur það sem við emm að gera sjálfir hér heima.“ Halldór segir að ýmislegt sé á döfínni í frekara samstarfi hér á landi og ytra. „Það stendur til að fá hingað Famadou Don Moye, sem er að leika tónlist sem hann hefur þróað sjálfur út úr blúsnum og út úr jassinum. Það má kannski segja að þetta sé á skjön við það sem við höfum áður gert, en ég vii gera orð Louis Armstrongs að mínum: Það er ekki til nema góð tónlist eða vond tónlist og ef þú ert að spila góða tónlist þá er hún alþjóð- legt tungumál sem allir skilja.“ Halldór segir að þegar hann líti yfir þá þrettán blúsa sem eru á Mér líður vel þyki honum einna vænst um upptökumar með Pi- netop Perkins, sérstaklega í ljósi sögunnar, „en það sem Billy Boy Amold gerir í Trouble Blues er uppáhaldið mitt þessa dagana. Mér finnst Deitra Farr koma líka ótrú- lega vel út og á disknum eru fjórir blúsar með hemii. Annars er svo skammt frá liðið að ég á erfitt með að sjá þetta í samhengi.“ Halldór segir engan vafa á að Vinir Dóra hafi tekið miklum breyt- ingum og stórstígum framfömm frá því gestirnir fóru að koma frá Cþicago, þó ekki hafi ferlið alltaf verið bein leið upp á við. „Það má heyra að í seinni hluta upptakanna emm við famir að spila með meiri karakter og emm ófeimnari við að láta gamminn geisa, en í upphafi vomm við meira að leita eftir því hvað gestimir vildu. Það heyrist líka vel í lagi eins og So Sorry með Pinetop hvað gestimir hafa farið að treysta okkur meira eftir því sem á leið, því þar má heyra hve Pinetop slappar vel af og lætur okkur rása um eins og við viljum.“ Halldór segir að ýmislegt sé í vændum í samstarfi þeirra Chicago Beaus, þar á meðal frekari útgáfa á plötum, sem áður er getið og væntanlega yrðu helst teknar upp hér, en einnig eru Vinir Dóra á leið í siglingu í Karíbahafi á næsta ári, þar sem farið verður í blússigl- ingu frá Texas og meðal annars verða um borð Etta James, Don Moye, Pinetop Perkins og Willy Kent. „Það verður næsta skref af mörgum," segir Halldór að lokum. Arni Matthíasson Morgunblaðið/Bjami Halldór Bragason. Misheppnuð gíslataka Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Amos og Andrew. Sýnd í Regn- boganum. Leikstjóri og hand- ritshöfundur: E. Max Frye. Framleiðandi: Gary Goetzman. Aðalhlutverk: Nicolas Cage, Samuel L. Jackson, Dabney Coleman. Forsendan sem gamanmyndin Amos og Andrew gefur sér er að ef fína hvíta fólkið í fína sumarbú- staðalandinu sér svertingja á ferli í einhveiju sumarhúsinu að kvöld- lagi þá er það í besta falla þjófur og í versta falli morðingi. Það kem- ur ekki til greina að svertingi eigi húsið. Því gerist það Þegar Samuel L. Jackson, vellauðugur og þjóðfræg- ur svertingi, kemur í fyrsta sinn í nýja sumarhúsið sitt og nágrann- amir sjá hann í gegnum gluggan setja steríógræjumar í samband, að þungvopnuð lögreglan er búin að umkringja húsið áður en varir. Þetta er auðvitað stórkostleg einföldun en hentar ekkert illa í þeim undarlega farsa sem á eftir að eiga sér stað þegar lögreglu- stjórinn, leikinn af Dabney Cole- man, reynir að breiða yfir sitt asna- strik á kosningaári með því að fá einn af „kunningjum“ lögreglunn- ar, leikinn af Nicolas Cage, til að taka svertingjann sem gísl í húsi sínu og sleppa honum fyrir framan sjónvarpsmyndavélamar lögreglu- stjóranum til ævarandi frægðar. Nema það gengur ekkert upp hjá asnanum. Það er litla ádeilu að fínna í farsanum þótt hann skopist með tvískinnung gagnvart svertingjum (fyrst hann er frægur er hann vel- kominn), spillt lögregluvald og til- búin svertingjamótmæli þegar flokkur stuðningsmanna Jacksons hópast ævareiður á sumarbústaða- landið. Til þess er frásögnin undir stjórn E. Max Frye alltof laus í reipunum, ósennileg í meira lagi (Jackson virðist hafa óteljandi tækifæri til að sleppa) og léttvæg fundin. Það er nokkurnveginn vanda- laust að sjá hvemig þetta fer allt en það er margt skoplegt í mynd- inni, sem fleytir henni áfram. Cole- man er góður sem svona ekkert alltof greindur kynþáttahatari, sem gæti ekki skipulagt Hag- kaupsferð hvað þá meira. Jackson reynir að vera ábúðarmikill en virk- ar hlutlaus sem áhorfandi að látun- um frekar en þátttakandi og Cage er hér í enn einu hlutverki góð- hjartaða undirmálsmannsins, sem reynir að gera það besta úr öllu saman. Amos og Andrew er sakleysis- legur farsi sem má hafa lúmskt gaman af án þess að vera eftir- minnilegur að neinu leyti. alla helgrina Liiuviifíkiz jtj. hl%lí jddíJiJ íhíg kl, Allar skreytingar unnar af fagmönnum Blómaúrvalið er hjá okkur blómaverkstæði CWNNA SKOLAVÓRÐUSTIG 12, BERGSTAÐASTRÆTISMEGIN, SIMI 19090 VERSLUNARMANNAHELCIN ;LÁA LÓNI BÖRN 11 ÁRA OC YNGRI FÁ FRÍTT I LÓNIÐ í FYLGD FORELDRA SINNA. BLÁA LÓNIÐ- UÖSMYNDA5ÝNING I RLTTARITARA MORc'.Ul'lBI At>SINS OPNAR I DAG 06 STENDUR YFIR ÚT Á6ÚSTMÁNUÐ. NATTURUPARADIS í CRINDAVÍK ■ SÍMI 92-68526
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.