Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 Verslun og þjónusta búa yfir at- vinnutækifærum framtíðarinnar eftir Birgi Rafn Jónsson í ár höldum við hátíðlegan 100. frídag verslunarmanna en sá fyrsti var haldinn 13. september 1894 á meðan launþegar og atvinnurekend- ur í verslun deildu enn sama stéttar- félagi. Strax í upphafi fékk hugmynd að slíkum frídegi góðan hljómgrunn og tilheyrandi hátíðahöld voru fjöl- sótt. í dag markar frídagur verslun- armanna hápunkt sumars í hugum flestra. Það var kraftur í verslun hér á landi um og eftir aldamótin. Verslun var leiðandi afl og verslunarmenn virtir borgarar. Verslunin átti einnig frumkvæði að mörgum mestu framf- aramálum þjóðarinar og nægir að nefna stofnun Verslúnarskólans og Lífseyrissjóðs verslunarmanna sem atvinnurekendur og launþegar í greininni sameinuðust um. Höft og fjötrar á undanhaldi Margt hefur farið á annan veg en ætlað var þegar nítjándu aldar menn á íslandi gerðu ftjálsa verslun að grundvallaratriði í baráttu sinni fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Stærst- an hluta tuttugustu aldarinnar, eða allt frá fyrra stríði, hefur verslun verið hnegpt í höft og fjötra þótt sjálfstæði íslands hafi orðið að veru- leika. Útflutningsverslun með aðal- framleiðsluvörur þjóðarinnar hefur verið háð leyfum og takmörkunum, innanlandsverslun með t.d. mjólk, rafmagnstæki og áfengi hefur lotið einokun og innflutningsverslun og neytendur hafa mátt greiða tolla og álögur til verndar ýmsum atvinnu- greinum, sem jafnframt hefur leitt til hærra vöruverðs. Skattur á versl- unar- og skrifstofuhúsnæði hefur að auki skekkt stöðu gagnvart öðrum atvinnugreinum. Þrátt fyrir þetta er verslun stærsta atvinnugrein þjóðar- innar og sem betur fer hillir nú und- ir breytta tíma og aukið verslunar- frelsi. Verslun er stærsta atvinnugreinin Verslun, þ.e. heildverslun og smá- söluverslun, veltir samanlagt mest- um verðmætum allra atvinnugreina. í verslun er mestur íjöldi starfandi fyrirtækja og verslunin innheimtir og greiðir stærstan hluta allra skatta til samneyslu þjóðarinnar. Á tímum samdráttar og minnk- andi atvinnu er þó stærð verslunar sem atvinnuskapandi greinar áhuga- verðust. Verslun veitir um 14,5% starfandi karla og kvenna atvinnu og er þar með stærsta atvinnugrein- in hvað starfsmannafjölda áhrærir. I framtíðinni mun starfsmannafjöldi enn aukast í verslun. Á meðan held- ur áfram að fækka í frumvinnslu- greinum eins og iðnaði og landbún- aði, enda fækkun starfsfólks og auk- in tæknivæðing í þessum greinum forsenda bættra lífskjara á Vestur- löndum. í nágrannalöndunum, þar sem þjóðarframleiðsla og hagvöxtur standa hvað hæst, vinna u.þ.b. 33% við frumgreinar en 66% við verslun og þjónustu. Innan Evrópubanda- lagsins er gert ráð fyrir að í næstu framtíð muni stöff í verslun og þjón- ustu aukast í allt að 80-90%. Sýnir það glöggt hveijir framtíðarmögu- leikar verslunar eru og hversu nauð- synlegt er að skapa þessari atvinnu- grein jöfn starfsskilyrði á við aðrar, þannig að við sitjum ekki eftir sem hrávöruframleiðendur um ár og framtíð. Nýtt hluverk í ljósi nýrra skilgreininga Verslun er frekar óljóst hugtak í hugum margra. Orðið verslun hefur að hluta mjög víðtæka merkingu, eins og t.d. fríverslun, utanríkis- verslun og verslunarstefna. Allt eru þetta hugtök sem snerta nær allt litróf atvinnulífsins og þar á meðal landbúnað, iðnað og jafnvel þjón- ustu. Verslun hefur hins vegar oft verið skilgreind eða flokkuð sem þjónusta og m.a. þess vegna er lítið til af hagtölum um hana samanborið við aðrar atvinnugreinar. Hver veit t.d. hversu stór hlutur verslunar er í útflutningi landsmanna eða hve stóran þátt á verslun í öflun tekna í ferðamannaiðnaði? Reyndar er skortur á upplýsingum um verslun ekki einskorðaður við ísland, því sérfræðingar Evrópu- bandalagsins áttu við sömu vanda- mál að stríða þegar þeir hófu að kynna sér stöðu og horfur verslunar sem atvinnugreinar. Sú skilgreining, að verslun sé starfsemi sem kaupi og selji vörur með virðisauka eða hagnaði hefur vikið fyrir nýjum og opnari hugmyndum innan Evrópu- bandalagsins. Þar kjósa menn að fjalla um verslun sem „dreifingariðn- að“ (distributive industry) og í ljósi þess hugtaks hefur greinin fengið skýrara og afmarkaðra hlutverk en áður. Hugvit verslunarinnar Við horfumst nú augu við minni afla og minni tekjur en nokkurn hefði órað fyrir. Atvinnuleysi er orð- ið umtalsvert og við getum ekki lengur horft á það sem skammtíma- vanda sem leysist um leið og næsta vertíð hefst. Þetta þýðir að þjóðin verður að læra að hugsa upp á nýtt og leita nýrra tækifæra. Verslun er undirstaða gífurlegrar atvinnusköpunar. Það er verslunin sem skapar atvinnu við framleiðslu, þjónustu, tryggingar, flutninga og aðra dreifingu. Það er verslunin sem er hvatinn til framfara í flutninga- tækni og samgöngum. Erfítt er að írrlynda sér hvemig samgöngum væri háttað hér á landi, innanlands og milli landa, ef verslun væri ekki til staðar. Það var ánægjulegt að heyra fyrr- um viðskiptaráðherra lýsa því á ráð- stefnu í vor að möguleikar til hag- vaxtar lægju einkum í verslun. Það þarf hugvit verslunarinnar til að greina þær þarfír á markaðnum sem við getum hugsanlega uppfyllt með eigin framleiðslu eða annarra. Það er verslunin sem flytur okkur upplýs- ingar um hvar opnast nýir markaðir þegar eldri lokast og hvar besta verðið er að fá. Og það verður versl- unin sem færir okkur fréttir af breyttum þörfum markaðarins og þá um leið hvernig við getum há- markað verðmæti þeirrar vöm og þjónustu sem við höfum að bjóða hveiju sinni. Þessi þróun er þegar hafín, undanfarin ár höfum við t.d. horft á stórgóðan árangur fijálsra kraftmikilla fiskkaupmanna og tækifærin bíða á fleiri sviðum. Birgir Rafn Jónsson Frídagur verslunar- manna er löngu orðinn þjóðareign og verslun- armannahelgin markar þáttaskil á hverju sumri í augum íslendinga. Frídagur verslunarmanna er löngu orðinn þjóðareign og verslun- armannahelgin markar þáttaskil á hveiju sumri í augum íslendinga. Það er nauðsynlegt að taka sér hlé frá erli dagsins, njóta návista við vini og vandamenn og kynnast land- inu í návígi. Að loknu leyfi koma menn margefldir til starfa á ný. Höfundur er formaður íslenskrar verslunar. __________Brids_____________ Arnór G. Ragnarsson Bikarkeppni Bridssambandsins Sveit Hjólbarðahallarinnar fór á Suðumesin sl. fímmtudag og spil- aði gegn sveit Jóhannesar Sigurðs- sonar. Heimamenn tóku hressilega á móti gestunum og var leikurinn jafn fram á síðustu lotu en þá brast úthald heimamanna og sig- urinn var Hjólbarðahallarinnar. Lokatölur 98 gegn 72. Sveit Guðna E. Hallgrímssonar spilaði fyrir nokkru við VÍB úr Reykjavík. Spilað var í Grundar- fírði og höfðu gestimir betur, sigr- uðu með 117 gegn 79. í síðustu fréttatiikynningu um bikarkeppn- ina féllu niður þrjú síðustu orðin um þennan leik og breyttust úrslit- in allveralega. Viðkomandi aðilar era beðnir velvirðingar á þessu. Síðasti dagurinn til að spila þessa umferð er sunnudagurinn 8. ágúst en dregið verður þann níunda. Meðfylgjandi mynd er úr bikar- leik Hjólbarðahallarinnar og sveit- ar Jóhannesar Sigurðssonar. Hjalti Elíasson og Jónas P. Erlingsson spila gegn Gísa Torfasyni og Jó- hannesi Sigurðssyni. BORGARNES Til sölu nýlegt, glæsilegt einbýlishús, 250 fm, oó Súlukletti 6, með 5 svefnherb. og tvöföldum innbyggóum bílskút. Ftístondondi sólhús. Follegt útsýni. Bein sala eða skipti á minna húsnæði. Verð 13,2 millj. Uppl. í síma 93-71615. 911 RA 91 97fl ÚÁRUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjori mm I I VVk I 0 / W KRISTINN SIGURJ0NSS0N, HRL. LOGGittuR fasteignasali Sumarleyfi Opnum aftur föstudaginn 6. ágúst næstkomandi. • • • Viðskiptum hjá okkur fylgir ráðgjöf og traustar upplýsingar. ALMENNA FASTEIGHASAUN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 703. þáttur Undarlegur er þessi heimur. Ég kenndi íslensku lengi og er búinn að skrifa sjö hundruð þætti um íslenskt mál, en fyrst fyrir fáum vikum tók ég að lesa ís- lensku Hómilíubókina, þá sem í Stokkhólmi er. Hún er nú góðu heilli gefin út handa allri alþýðu þessa lands. Fyrir mörgum áram las ég í Handritaspjalli Jóns Helgasonar þessi frægu orð: „Óvíða flóa lind- ir íslenzks máls tærari en í þess- ari gömlu bók, og er sá íslenzkur rithöfundur sem ekki hefur þaul- lesið hana, litlu betur undir starf sitt búinn en sá prestur sem enn á ólesna fjallræðuna.“ Auðvitað var þetta brillíant, en ég hélt að þarna væru þó ærnar ýkjur. En nú efast ég um það. Nú legg ég til að valdir kaflar úr Hómilíubókinni verði skyldulesn- ing í framhaldsskólum, auk þess sem ég hvet bæði vörpin til þess að koma efni bókarinnar á fram- færi við okkur. Ég hef áður hér í pistlunum birt örstutta kafla úr bókinni, en tel síst of mikið að síðari hluti þessa þáttar sé ein- göngu úr henni tekinn. Fyrirsagn- ir era á ábyrgð umsjónarmanns: Frá Jóhannesi skírara „Jóan magnaðist síðan, sem von var of þann, er inn helgi andi stýrði, að hann leitaði að sjá við syndum öllum og fremja mann- dýrð hveija. Hann varaðist svo afgjörðir, að hann vildi eigi heldur láta sig sækja smalvömm (=smá- yfírsjón) en stærri glæpi. Hann orkaðist svo að því að forðast rangar hugrenningar og orðas- laug (=gáleysislegt tal), að hann fór frá öðrum mönnum til Jórdan- ar og kenndi þar heilagar kenn- ingar, þeim er til hans sóttu, fyr því að eigi vildi hann heldur mis- gera í þögninni en málinu . . . Fáum ætla eg það í hug koma að varast það, þótt hann vilji al- gjör vera, að hafa ullklæði til fata sér, nema þessum Jóani, er nú ræðum vér um. Hann lét klippa flóka af úlföldum og gera sér þar kyrtil úr. Það klæði hafði hann ávallt, fyr því að sá einn var; það var hvorki hægt né skrautlegt. Þannig svo varaðist hann syndir skrauts og hóginda. Þau setti hann ráð við ofáti að hafa það eitt til fæðu sér, er soltinna manna matur þótti ýera. Fugla veiddi hann sér til handa, er locuste (=engisprettur) eru kallaðir, og drakk þar við vatn eða skógarhun- ang. Því er kallað heiskt að bergja... Þá bar Jóan vitni Jesú, að „þar meguð ér nú“, kvað hann, „sjá þann Guðs gymbil, er á braut tek- ur syndir heimsins". Og hann sá inn helga anda koma yfir hann í dúfu líki, þá er hann skírði hann. Er hann af því kallaður Jóan bapt- iste (=skírari), að hann skírði bæði Guð og menn ... Herodiadis hét kona sú, er hann (þ.e. Herodes) hafði af Philippo tekið. Dóttir hennar fylgdi henni. En er mannboðið þreifst, þá lék mærin vel fyrir konungi og boðs- mönnum. Þá mælir Herodes við meyna: „Kjóstu það er þú vill að leiks launum, og mun eg veita þér, þótt þú viljir hálft ríki mitt.“ Mærin rennur þá til móður sinnar og leitar ráðs undir hana, hvers biðja skyldi. En þaðan kom ið mesta óráð. „Þess skaltu biðja,“ kvað hún, „að þér sé fært höfuð Jóans baptiste á diski.“ Mærin kýs þetta, sem móðir hennar hafði fyrir hana lagt. Kom þar fram, sem mjög oft þykir verða, að köld era kvenna ráð. Var Jóan fyrir þessa sök af lífi tekinn ... Frá postulum Postular kallast réttlega hirðar, því að þeir sömnuðu saman Guðs hjörðu of allan heim og varðveittu með svo mikilli elsku lýð þann, er þeir leiddu Guði til handa úr úlfs munni, það er djöfuls veldi, til þess að þeir seldu sig til dauða, heldur en þeir léti af hendi sauði Krists. Maklega kallast postular forystusauðir Krists hjarðar, því að þeir gjörðu götu til lífshaga öllum völdum mönnum Guðs í kenningum sínum ... Þessa sá spámaðurinn Guðs vini fyrir í helgum anda, þá er hann mælir: „Hverir era þessir, er fljúga sem ský og svo sem dúfur við glugga sína?“ Postular kallast fljúgendur, því að þeir hófu upp hugskot sín til him- neskra hluta frá jarðlegum og veittu hjörtum heyranda ástsam- legar kenningar, svo sem regn úr skýjum gefur ár á jörð ... Petrus þýðist steinn, Andreas drengilegur, Jakobus undirgrefíll (=sá sem grefur undan syndum og ljótum hugrenningum), Jó- hannos miskunn Guðs, Tómas tve- faldur, Fillippus Iýsikersmunnur, Barþóíomeus sonur þess er upp- heldur vötnum, Maþeus gjöfum reifður, Símon hlýðinn, Júdas ját- andi, Maþías lítill Guðs (=virðir sjálfan sig lítils fyrir Guðs elsku).“ Faðirvorið (hér sett saman í eitt). „Faðir vor, er ert á himnum, helgist nafn þitt, til komi ríki þitt, verði vilji þinn svo sem á himni og á jörðu. Brauð vort hversdags- legt gefðu oss í dag, fyrirgefðu oss skuldir órar, svo sem og vér fyrirgefum skulderum órum. Og eigi leið þú oss í freistni, heldur leys þú oss frá illu. Amen.“ Kaflanum um Faðirvorið lýkur svo á þessari bæn: „Nú skulum vér þess biðja Guð, að hann forði oss við allri freistni, þeirri er óstyrkt ór má eigi standast né við varast, sá inn sami Dominus (=drottinn) vor Jesus Christus, er lifir og ríkir með feður og helgum anda per secula seculorum (=um aldir alda).“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.