Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993
Andsvar sterkra afla?
Menn velta því nú fyrir sér hvort sprengjuárásimar í Mílanó og Róm fyrr í vikunni séu nokkurs konar hótun frá þeim sterku öflum sem
vilja stöðva hreingerninguna í ríkiskerfinu. Myndin er af Laterandómkirkjunni í Róm.
Hræringarnar á Italíu
V on um byltingn
fremur en bylting
Almenningnr vill umbætur
Almenningur í Mílanó mótmælir sprengjuárásunum fyrr í vikunni og sýnir stuðning við pólitískar
umbætur.
Fréttagangurinn rís hátt á ít-
alíu um þessar mundir. Fyrir
skömmu vom það spillingarfrétt-
ir úr heilbrigðisgeiranum, þessa
dagana samkrull efnahagssam-
steypunnar Montedison og ríkis-
olíufélagsins Eni, með sjálfsmorð-
um og háum upphæðum í földum
sjóðum. Og allt er þetta framleitt
á ítalska vísu í sætbeiskri súpu
staðreynda, orðróms, ummæla
þekktra manna og tilfinninga-
þmngnum frásögnum af einstaka
ófúsum meðleikurum og fjöl-
skyldum þeirra. Spurningin er
hvort nýjar aðstæður í ítölskum
stjórnmálum og reiði almennings
í garð spilltra stjórnmálamanna
fái í raun einhverju breytt.
Francesco De Lorenzo fyrrum
heilbrigðismálaráðherra og sam-
starfsmenn hans liggja meðal annars
undir ásökunum fyrir að hafa þegið
greiðslur frá lyfjafyrirtækjum fyrir
að hækka lyfjaverð, frú De Lorenzo
fékk rándýra skartgripi og ráðherr-
ann átti hagsmuna að gæta í lyfja-
bransanum. Með í svikamyllunni var
Antonio Viottoria prófessor í læknis-
fræði, sem gaf umsögn lyfjafyrir-
tækinu í hag. De Lorenzo hjónin ku
nú vera að skilja, fyrst og fremst
til að koma ríkidæmi sínu undan,
segir sagan. Dómararnir nefna með-
al annars upphæð sem svarar um
15 milljónum íslenskra króna, sem
ráðherrann kallar ýkjur.
Prófessor Vittoria greip til sömu
ráða og ýmsir fleiri, sem hafa lent
undir smásjá dómaranna og framdi
sjálfsmorð um leið og nafn hans kom
fram í fjölmiðlum. Skjalataska hans
kom ekki í leitimar fyrr en nokkrum
dögum eftir lát hans og eins hafði
hann sést í fylgd ókunnugs manns.
Sá kvittur kom upp að hann hefði
Vérið myrtur, en einnig að honum
hefði verið komið undarlega brátt í
gröfina og kistan brennd tóm. Sjálf-
ur hafi hann komist undan. Heil-
brigðiskerfið þykir almennt bágborið
og því hafa spillingarfréttirnar vakið
mikla reiði. Með þessu máli beindist
athyglin líka að háskólunum, sem
hingað til hafa ekki tengst spillinga-
rumræðunni og nokkrir þekktir pró-
fessorar í læknisfræði eru nú sakað-
ir um að hafa þegið greiðslur frá
lyfjafyrirtækjum.
Allt þetta fór fram á Suður-Ítalíu.
Á Norður-Ítalíu er annar tryllir í
gangi. Fyrirtækjasamsteypan Mon-
tedison og Feruzzi, fyrrum systur-
fyrirtæki hennar, hefur undanfarið
ár verið undir smásjánni vegna
slæmrar fjáhagsstöðu. Feruzzi er
líka nafnið á auðugri fjölskyldu, sem
á samnefnt fyrirtæki og fjölskyldan
hefur um árabil séð blöðunum fyrir
krassandi efni um peninga, ástamál
og völd, sem fær ameríska þætti
eins og Dallas og Dynasty til að líkj-
ast slagsmálum skólakrakka. Gius-
eppe Garofano fyrrum yfirmaður
Montedison flúði til Sviss, þegar fór
að hitna í kolunum, en gaf sig ný-
lega fram við dómarana í Mílanó,
þar sem hann var settur í fangelsi.
Tuttugu lögreglumenn gæta hans
dag og nótt, því hann er dýrmætt
vitni.
Tveir af þeim, sem Garofano hef-
ur nefnt til sem þátttakendur í bók-
haldssvindli, mútugreiðslum og brot-
um á lögum um flokksframlög,
frömdu nýlega sjálfsmorð með nokk-
urra daga millibili, þeir Gabriele
Cagliari fyrrum yfirmaður Eni ríki-
solíufélagsins og Raul Gardini fyrr-
um yfirmaður Feruzzi. Montedison
og ríkisfyrirtækið Eni stóðu saman
að því stofnsetja Enimont, sem síðan
var notað til að dæla fé úr ríkisfyrir-
tækinu í leynda sjóði, auk þess sem
Enimont lagði ólöglega fram fé til
Kristilega demókrataflokksins og
Sósíalistaflokksins. Talað er um að
í bókhald Montedison-Feruzzi-Enim-
ont vanti sem svarar rúmlega fimm-
tíu milljörðum íslenskra króna. Auk
dómaranna hafa bankar og aðrir
lánardrottnar þessara fyrirtækja
áhuga á að finna féð.
Cagliari sat í fangelsi, þegar hann
framdi sjálfsmorð og strax kom upp
kvittur um að hann hefði verið myrt-
ur, auk þess sem dómararnir, sem
höfðu með mál hans að gera voru
sakaðir um að hafa látið hann sitja
inni að ástæðulausu. Samfangar
hans voru fullir samúðar og um 270
þeirra skrifuðu undir opið bréf, þar
sem dómararnir voru sagðir forhert-
ir og fullir mannfýrirlitningar, en
nú væri Cagliari kominn fyrir réttlát-
an dóm. Þótt reglulega komi upp
gagnrýni á dómarana, fær hún lítinn
byr og er yfirleitt túlkuð sem ósk
um að stöðva þá, en það komast
stjórnmálamenn tæplega upp með
eins og stendur.
Flokksræði í stað lýðræðis
Spillingarfréttir ásamt mafíu-
fréttum kunna að vekja upp spurn-
ingar um hvers konar þjóðfélag þetta
sé eiginlega þarna niður frá. Annars
vegar er ríkisvaldið veikt og af-
skiptalítið. Veikleikinn er mest áber-
andi á Suður-Ítalíu og eyjunum, þar
sem talað er um að ríkið sé ekki
til, hvorki hvað varðar dómsvald, né
framkvæmdavald. Hins vegar hefur
ríkið undirtökin í efnahagslífinu, því
á Ítalíu er meiri ríkisrekstur en þekk-
ist í nokkru öðru Iandi Norður- og
Vestur-Evrópu. Að því leyti líkist
efnahagslífið meira Austur-Evrópu
en samstarfslöndum í EB.
Þessar aðstæður hafa ítölsku
stjómarflokkarnir nýtt sér í stórum
stíl, einkum Kristilegi demókrata-
flokkurinn, sem er íhaldsflokkur og
Sósíalistaflokkurinn, sem er andlega
skyldur Jafnaðarflokknum. Spilling-
in stafí ekki af vondum forystu-
mönnum, heldur vondu kerfi. Ríki-
skerfið, sem er aðgerðalítið hvað hin
almenna borgara varðar og greiðir
seint og illa úr málum einstaklinga
og fyrirtækja hefur verið óeðlilega
víðtækt að öðru leyti og teygt sig
inn á hvert einasta svið þjóðlífsins
og þar með veitt stjórnmálamönnum
ótakmarkaða möguleika til að ráðsk-
ast með almannafé jafnt í eigin þágu
sem flokkanna.
Með réttu má segja að lýðræðið
hafi ekki verið almennilega virkt.
Þótt fólk hafi fengið að kjósa hefur
einn af hornsteinum virks lýðræðis,
þrískipting valdsins í dómsvald, lög-
gjafarvald og framkvæmdavald,
tæpast verið við lýði. Réttara væri
að tala um flokksræði, þar sem
flokkamir hafa ofið þræði milli þess-
ara þriggja sviða.
Nútíma goðaveldi: Kunningja-
og fyrirgreiðsluþjóðfélagið
Ástæðan fyrir að flokksræðið hef-
ur náð að blómstra er vísast ekki
einhlít. Hluti af skýringunni er að
ítalir eru almennt tortryggnir í garð
ríkisvalds sem birtist í afskiptum af
almenningi. Jafnvel nú sýna skoð-
anakannanir að þeir telja ekki að
sterkt og virkt ríkisvald leysi vand-
ann. Útlendingar, til dæmis frá
Norður-Evrópu, sem flytja til Ítalíu
og þurfa á opinberri fyrirgreiðslu
að halda, bera sig auðvitað að eins
og heima fyrir og snúa sér til þar
til gerðrar skrifstofu. Eftir fyrstu
atrennu rennur upp fyrir þeim að
upplýsingar stangast á og ekkert
gengur að fá úrlausn mála. Þeir
finna grimmilega fyrir að vera van-
máttugir og utangarðs og skilja ekki
hvernig innfæddir geta sætt sig við
að búa við það sem í þeirra augum
er óreiða.
Þeir innfæddu bera sig yfirleitt
öðruvísi að. Þeir fara ekki á fund
viðkomandi aðila eða skrifstofu fyrr
en þeir eru búnir að huga að hvort
þeir þekki ekki einhvem sem geti