Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993
fólk í
fréttum
KONGAFOLK
LJOSMOÐIR
Hlaut deildarstj órastöðu
við Laneashireháskóla
Halldóra Hallgrímsdóttir
Laszlo, sem búsett hefur ver-
ið í Bretlandi frá árinu 1958,
hlaut í byijun júlí stöðu deildar-
stjóra ljósmæðradeildar við há-
skólann í Mið-Lancashire (Uni-
versity of Central Lancashire) í
Bretlandi. Fjögur ár eru síðan
deildin tók til starfa innan háskól-
ans. Áður fór kennslan fram á
hveiju sjúkrahúsi fyrir sig.
Halldóra var á sínum tíma í
undirbúningsnefnd og námsstjóri
deildarinnar. Það kom því að
mestu í hennar hlut að koma deild-
inni á laggimar. „Þegar staðan
var auglýst datt mér í hug að
sækja um og var svo heppin að
fá hana, þrátt fyrir að umsækjend-
ur væru margir. Það eru nefnilega
ekki margir háskólar með sam-
svarandi deild. Á flestum stöðum
þurfa nemendumir að hafa lokið
hjúkmnarprófi. Auk þess stundum
við miklar rannsóknir hér,“ sagði
Halldóra þegar Morgunblaðið sló
á þráðinn til hennar.
„Helmingur námstímans fer nú
fram á fæðingardeildum og hinn
helmingurinn í háskólanum. Hægt
er að velja um tvær leiðir til að
verða ljósmóðir, annars vegar að
ljúka fyrst hjúkranamámi en hins
vegar að fara í fjögurra ára nám
Halldóra Hallgrímsdóttir Laszlo
fór utan 16 ára til að læra ensku,
ílentist þar og hefur ekki komið
til íslands síðan nema í fríum.
eftir stúdentspróf. Einnig kennum
við ljósmæðram sem vilja endur-
mennta sig.“
Ættuð frá Grundarfirði
Halldóra er dóttir Guðríðar S.
Sigurðardóttur, fv. símstöðvar-
stjóra á Grandarfírði, og Hallgríms
Sv. Sveinssonar bónda, en þau eru
bæði látin. Hún fór ung til Bret-
lands til að læra ensku, en ílentist
í landinu og hélt áfram frekara
námi. Hún er lærður hjúkranar-
fræðingur, ljósmóðir, er með
kennsluréttindi og hefur einnig
lokið gráðu í sálfræði.
Halldóra er gift Peter Laszlo
sem nýlega lét af störfum sem
verslunarstjóri hjá Marks og
Spencer. Þau eiga tvö börn, Nic-
holas Hans, sem starfar við tölvu-
fyrirtæki í Bretlandi og Tamara
Höllu, en hún er um þessar mund-
ir stödd á íslandi. Hún er að ljúka
masters-prófi í Bretlandi í nútíma
norrænum tungumálum með ís-
lensku sem aðalfag. „Ég vona að
hún sé núna í háskólanum að
læra,“ sagði Halldóra og hló við
en sagði svo: ,,Ég held að ég verði
að koma til Islands og vera þar
dálítinn tíma. Ég er farin að ryðga
svo í málinu. Ég kom síðast til
landsins árið 1990 og ætlaði þá
að hafa samband við ljósmæðra-
kennara en þá var sumarfrí í há-
skólanum. Mér þætti vænt um að
heyra eitthvað frá þeim því það
er gaman að fylgjast með hvort
þróunin er sú sama heima á ís-
landi og hér.“
ET-BANDIÐ
sér um fjörið um helgina.
Gömlu, góðu lögin. - Frftt inn.
Opiö um helgor til 03.
Só litli 250,- - Só stóri 400,-
DANSBARINN
Grensásvegi 7, símar 688311 og 33311
- Mongólían Barbecue
Austurlenskt hlaðborð un helgina.
Verð 990,-
Opiðfrókl. 17-23.
Sumum leyfist
en öðrum ekki
Það er ekki sama séra
Jón og Jón. Þessir
litlu drengir vildu fá að
snerta uppáhaldsprinsess-
una sína, Díönu, og teygðu
hendumar út gegnum riml-
ana. Þar sem hæð þeirra
var ekki meiri lentu hend-
umar kannski á óheppileg-
um stað. Eða mundi há-
vaxnari karlmönnum leyf-
ast að stijúka botn prinses-
sunnar við aðstæður sem
þessar?
Díana var að koma af
ráðstefnu þegar myndin
var tekin, en að venju gekk
hún um og heilsaði við-
staddum. Fýrr um daginn
sagði hún frá því að dags-
ferð til Þýskalands væri í
vændum og að sonur henn-
ar Harry færi með. Smám
saman er verið að venja
synina á að sinna opinber-
um skyldustörfum.
Reuter
„Ég ætla samt að koma við hana, þótt
hún hafi ekki tekið eftir mér,“ gætu þess-
ir litlu drengir verið að hugsa þegar
Díana prinsessa gekk á milli manna ný-
komin af ráðstefnu.
COSPER
©PIB \OAO-k
cmiwiii 1 ^ T
COSPER
Föram í mömmuleik. Mamma leikur mömmu, pabbi leikur
pabba og við getum leikið bömin
1 í ■ 1 1
i 1 iW 1 f
Hilmar Sverrisson skemmtir
OPIÐ FRÁ KLUKKAN 19:00 - 03:00
DANSSVEITIN
__ásamt Evu Ásrúnu Albertsdóttur_
OPIÐ í KVÖLD OG Á MORGUN
MIÐASALA OG BORÐAPANTANIR I S: 687111
★
Ár
★
★
í. 23-03
Sænsku „G0-G0“ stúlkurnar í síðasta skipti um helgina.
DlSk6tekoror
Alli Bergás - Gísli Sveinn Hollywood/Sigtún rifja upp gamlar rispur.