Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 5 Umhverfisráðuneytið o g hreindýraráð gefa út hreindýrakvóta 240 færri hreindýr verða felld í haust Vaðbrekku, Jökuldal. UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hefur veitt heimild til veiða á 563 hrein- dýrum í haust. Er það tæplega 240 dýrum færra en á síðasta ári. Þá var stefnt að fækkun og tókst það, samkvæmt talningum I sumar. Hreindýraráð hefur nú skipt dýrunum niður á sveitarfélög og ákveðið verð veiðileyfa. Sveitarfélögin geta valið hvort þau ráða hreindýraeftirlitsmenn til að veiða upp í heimildir sínar, skipt veiði- heimildum milli íbúa sveitarfélagsins með hliðsjón af ágangi hreindýra eða afhent hreindýraráði veiðiheimildir sínar til sölu á almennum markaði. Veiðileyfi lækka Hreindýraráð hefur ákveðið að veiðileyfi á veiðisvæðum eitt og tvö, það er norðan Lagarfljóts og Gríms- ár, verði að mestu óbreytt frá síð- asta ári. Veiðileyfi á tarf er 45 þús- und en 25 þúsund á kú. Þó er sú breyting gerð að ef tarfur nær ekki 60 kg lækkar leyfið niður í 35 þús- und kr. Veiðileyfi á öllum hinum veiðisvæðunum lækkar frá fyrra ári. Þar kostar 25 þúsund að veiða tarf en 15 þúsund að veiða kú. Veiðileyfi á kálfa kostar alls staðar 10 þúsund krónur en veiðimönnum og hrein- dýraeftirlitsmönnum ber að fella þá Markaður með húsbréf Avöxtunarkraf- an lækkar enn ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa hefur haldið áfram að lækka síðustu daga og lækkaði úr 7,12% í 7,10% á fímmtudag hjá Landsbréfum, við- skiptavaka húsbréfa. Hefur krafan ekki verið lægri síðan í nóvember 1990 ef undan er skilinn einn dagur í apríl í fyrra þegar hún fór í 6,95%. Jafnframt hefur komið fram lækkun á skammtímamarkaði og lækkaði meðalávöxtun samþykktra tilboða í ríkisbréf á miðvikudag um 0,27-0,34%. Að sögn Sigurbjöms Gunnarsson- ar, deildarstjóra hjá Landsbréfum, hefur verið lítið framboð af húsbréfum að undanfömu en að sama skapi mik- il eftirspurn. Hann sagði að almennt væri nú skortur á verðtryggðum skuldabréfum til lengri tíma á verð- bréfamarkaðnum en eftirspum hefði aukist m.a. vegna verðbólguöldunnar í kjölfar gengísfellingarinnar. Nú stefnir í að útgáfa húsbréfa verði rúmlega 300 milljónum króna minni í júlí en í sama mánuði í fyrra vegna minni umsvifa á fasteigna- markaðnum. Jafnframt hefur fram- boð af eldri húsbréfum verið tiltölu- lega lítið. Lækkun ávöxtunarkröfunn- ar þýðir að afföll við sölu á nýjasta flokki húsbréfa em nú 10,18% að meðtöldum sölulaunum en þau kom- ust hæst í nálægt 25% í september 1991 þegar ávöxtunarkrafan fór í 9%. Ávöxtun ríkisbréfa lækkar Þá hefur einnig komið fram lækkun á skammtímaverðbréfum síðustu daga. í útboði ríkissjóðs sl. miðviku- dag á ríkisbréfum var meðalávöxtun samþykktra tilboða 10,51% á 6 mán- aða ríkisbréfum og lækkaði um 0,27% frá því í júní. Einnig lækkaði meðal- ávöxtun 12 mánaða ríkisbréfa úr 11,85% í 11,51% eða um 0,34%. Metþátttaka var í útboðinu og bár- ust alls 99 gild tilboð í ríkisbréf að fjárhæð 1.074 milljónir króna. Heild- arfjárhæð tekinna tilboða var 922 milljónir frá 89 aðilum en þar af voru 120 milljónir frá Seðlabanka íslands á meðalverði samþykktra tilboða. hreinkálfa sem fylgt hafa felldum kúm, sé þess kostur. Skipting hreindýrakvóta Svæði 1 Fjallahr. 0 Skeggjastaðahr. 0 Vopnafj.hr. 11 Hlíðarhr. 8 Jökuld. norð. 37 AIls: 55 Svæði 2 Jökuld.aust. 40 Fljótsdalshr. 80 Fellahr. 26 Tunguhr. 16 Skriðdalshr.norð. 20 Vallahr.norð. 20 Alls: 257 Svæði 3 Hjaltastaðahr. 15 Borgarfjarðarhr. 46 Eiðahr. 15 Alls: 76 Svæði 4 Egiisstaðabær 6 Seyðisfjarðarhr. 4 Vallahr.aust. 10 Reyðarfjarðarhr. 4 Alls: 24 Svæði 5 , Norðfjarðarhr. 13 Eskifjarðarhr. 13 Alls: 26 Svæði 6 Skriðudalshr.aust. 21 Búðahr. 0 Fáskrúðsfjarðahr. 3 Stöðvarhr. 4 Breiðdalshr. 49 Alls: 77 Svæði 7 Beruneshr. 11 Búlandshr. 11 Geithellnahr. 33 Alls: 55 Svæði 8 Bæjahr. 20 Nesjahr. 18 Höfn í Hornafirði 0 Alls: 38 Svæði 9 Mýrahr. 10 Alls: 10 Samtals: 563 Sig. Að. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Eftirlitsmenn á námskeiði HREINDÝRAEFTIRLITSMENNIRNIR eru að undirbúa veiðitímabilið sem hefst í ágúst. Hér eru nokkrir þeirra á skotnámskeiði á Þrándar- stöðum, f.v. Hafliði Pálsson, Skúli Magnússon og Aðalsteinn Hákonarson. Líttu betur út með hjálp sérfræðinga Lausniri uandamáium □ökkir baugar eða bólur sem þarf að fela? NO 7 Shade Away hyljari sem felur strax. Rauðir fletir eða æðarslit? NO 7 Color Corrective græna kremið eða stiftið hylja það dásamlega., Feit húð sem glansar alltaf í gegnum meik up? NO 7 Translucent Complexion Base heldur húðinni mattri allan daginn. Augnskuggi sem smitast og helst illa á? NO 7 Long Lasting Shadow Base gefur réttan lit sem helst vel. Varalitur sem fer strax af? NO 7 Long lasting Lip Coat læsir inn varalitinn. Húð sem lítur illa út? NO 7 margar gerðir af kremum sem sýna * augljósan árangur. 5 ÁHRiFIN ERU TÖFRABRÖGÐ! Fæst í apótekum og betri snyrtivöruverslunum. VÍSA mam k VISA LEIÐIN UM EVROPU MIÐ-EVRÓPA ítarlegur og handhægur leiðarvísir um Mið-Evrópu. Áningastaðirnir eru allt sérvalin hótel þar sem FAR- og GULL-korthafar VISA njóta sérstakra vildarkjara sem ekki standa öðrum til hoða. Flest hótelin eru í einkaeign og öll þjónusta því einkar góð og persónuleg. ■ Góð götukort yfir aðkomu að hótelum. ■ Upplýsingar um áhugaverða staði, veitingahús, skemmtigarða, VISA-banka, vegatolla o.fl. PAR- og GULL-korthaf ar hringið og fáið sent eintak ykkur að kostnaðarlausu. FARKLÚBBUR VISA UPPLÝSINGA- OG ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ Höfðabakka 9, 112 Reykjavík Sími 91-671700, Fax 91-673462
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.