Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993
5
Umhverfisráðuneytið o g hreindýraráð gefa út hreindýrakvóta
240 færri hreindýr
verða felld í haust
Vaðbrekku, Jökuldal.
UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hefur veitt heimild til veiða á 563 hrein-
dýrum í haust. Er það tæplega 240 dýrum færra en á síðasta ári. Þá
var stefnt að fækkun og tókst það, samkvæmt talningum I sumar.
Hreindýraráð hefur nú skipt dýrunum niður á sveitarfélög og ákveðið
verð veiðileyfa.
Sveitarfélögin geta valið hvort þau
ráða hreindýraeftirlitsmenn til að
veiða upp í heimildir sínar, skipt veiði-
heimildum milli íbúa sveitarfélagsins
með hliðsjón af ágangi hreindýra eða
afhent hreindýraráði veiðiheimildir
sínar til sölu á almennum markaði.
Veiðileyfi lækka
Hreindýraráð hefur ákveðið að
veiðileyfi á veiðisvæðum eitt og tvö,
það er norðan Lagarfljóts og Gríms-
ár, verði að mestu óbreytt frá síð-
asta ári. Veiðileyfi á tarf er 45 þús-
und en 25 þúsund á kú. Þó er sú
breyting gerð að ef tarfur nær ekki
60 kg lækkar leyfið niður í 35 þús-
und kr. Veiðileyfi á öllum hinum
veiðisvæðunum lækkar frá fyrra ári.
Þar kostar 25 þúsund að veiða tarf
en 15 þúsund að veiða kú. Veiðileyfi
á kálfa kostar alls staðar 10 þúsund
krónur en veiðimönnum og hrein-
dýraeftirlitsmönnum ber að fella þá
Markaður með húsbréf
Avöxtunarkraf-
an lækkar enn
ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa hefur haldið áfram að lækka síðustu
daga og lækkaði úr 7,12% í 7,10% á fímmtudag hjá Landsbréfum, við-
skiptavaka húsbréfa. Hefur krafan ekki verið lægri síðan í nóvember
1990 ef undan er skilinn einn dagur í apríl í fyrra þegar hún fór í 6,95%.
Jafnframt hefur komið fram lækkun á skammtímamarkaði og lækkaði
meðalávöxtun samþykktra tilboða í ríkisbréf á miðvikudag um 0,27-0,34%.
Að sögn Sigurbjöms Gunnarsson-
ar, deildarstjóra hjá Landsbréfum,
hefur verið lítið framboð af húsbréfum
að undanfömu en að sama skapi mik-
il eftirspurn. Hann sagði að almennt
væri nú skortur á verðtryggðum
skuldabréfum til lengri tíma á verð-
bréfamarkaðnum en eftirspum hefði
aukist m.a. vegna verðbólguöldunnar
í kjölfar gengísfellingarinnar.
Nú stefnir í að útgáfa húsbréfa
verði rúmlega 300 milljónum króna
minni í júlí en í sama mánuði í fyrra
vegna minni umsvifa á fasteigna-
markaðnum. Jafnframt hefur fram-
boð af eldri húsbréfum verið tiltölu-
lega lítið. Lækkun ávöxtunarkröfunn-
ar þýðir að afföll við sölu á nýjasta
flokki húsbréfa em nú 10,18% að
meðtöldum sölulaunum en þau kom-
ust hæst í nálægt 25% í september
1991 þegar ávöxtunarkrafan fór í 9%.
Ávöxtun ríkisbréfa lækkar
Þá hefur einnig komið fram lækkun
á skammtímaverðbréfum síðustu
daga. í útboði ríkissjóðs sl. miðviku-
dag á ríkisbréfum var meðalávöxtun
samþykktra tilboða 10,51% á 6 mán-
aða ríkisbréfum og lækkaði um 0,27%
frá því í júní. Einnig lækkaði meðal-
ávöxtun 12 mánaða ríkisbréfa úr
11,85% í 11,51% eða um 0,34%.
Metþátttaka var í útboðinu og bár-
ust alls 99 gild tilboð í ríkisbréf að
fjárhæð 1.074 milljónir króna. Heild-
arfjárhæð tekinna tilboða var 922
milljónir frá 89 aðilum en þar af voru
120 milljónir frá Seðlabanka íslands
á meðalverði samþykktra tilboða.
hreinkálfa sem fylgt hafa felldum
kúm, sé þess kostur.
Skipting hreindýrakvóta
Svæði 1
Fjallahr. 0
Skeggjastaðahr. 0
Vopnafj.hr. 11
Hlíðarhr. 8
Jökuld. norð. 37
AIls: 55
Svæði 2
Jökuld.aust. 40
Fljótsdalshr. 80
Fellahr. 26
Tunguhr. 16
Skriðdalshr.norð. 20
Vallahr.norð. 20
Alls: 257
Svæði 3
Hjaltastaðahr. 15
Borgarfjarðarhr. 46
Eiðahr. 15
Alls: 76
Svæði 4
Egiisstaðabær 6
Seyðisfjarðarhr. 4
Vallahr.aust. 10
Reyðarfjarðarhr. 4
Alls: 24
Svæði 5 ,
Norðfjarðarhr. 13
Eskifjarðarhr. 13
Alls: 26
Svæði 6
Skriðudalshr.aust. 21
Búðahr. 0
Fáskrúðsfjarðahr. 3
Stöðvarhr. 4
Breiðdalshr. 49
Alls: 77
Svæði 7
Beruneshr. 11
Búlandshr. 11
Geithellnahr. 33
Alls: 55
Svæði 8
Bæjahr. 20
Nesjahr. 18
Höfn í Hornafirði 0
Alls: 38
Svæði 9
Mýrahr. 10
Alls: 10
Samtals: 563
Sig. Að.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Eftirlitsmenn á námskeiði
HREINDÝRAEFTIRLITSMENNIRNIR eru að undirbúa veiðitímabilið
sem hefst í ágúst. Hér eru nokkrir þeirra á skotnámskeiði á Þrándar-
stöðum, f.v. Hafliði Pálsson, Skúli Magnússon og Aðalsteinn Hákonarson.
Líttu betur út með hjálp sérfræðinga
Lausniri uandamáium
□ökkir baugar eða bólur sem þarf að fela?
NO 7 Shade Away hyljari sem felur strax.
Rauðir fletir eða æðarslit?
NO 7 Color Corrective græna kremið eða stiftið
hylja það dásamlega.,
Feit húð sem glansar alltaf í gegnum meik up?
NO 7 Translucent Complexion Base heldur húðinni
mattri allan daginn.
Augnskuggi sem smitast og helst illa á?
NO 7 Long Lasting Shadow Base gefur réttan lit
sem helst vel.
Varalitur sem fer strax af?
NO 7 Long lasting Lip Coat læsir inn varalitinn.
Húð sem lítur illa út?
NO 7 margar gerðir af kremum sem sýna *
augljósan árangur. 5
ÁHRiFIN ERU TÖFRABRÖGÐ!
Fæst í apótekum og betri snyrtivöruverslunum.
VÍSA
mam k
VISA LEIÐIN UM EVROPU
MIÐ-EVRÓPA
ítarlegur og handhægur leiðarvísir um Mið-Evrópu.
Áningastaðirnir eru allt sérvalin hótel þar sem FAR- og
GULL-korthafar VISA njóta sérstakra vildarkjara sem ekki
standa öðrum til hoða. Flest hótelin eru í einkaeign og öll
þjónusta því einkar góð og persónuleg.
■ Góð götukort yfir aðkomu að hótelum.
■ Upplýsingar um áhugaverða staði, veitingahús,
skemmtigarða, VISA-banka, vegatolla o.fl.
PAR- og GULL-korthaf ar hringið og fáið
sent eintak ykkur að kostnaðarlausu.
FARKLÚBBUR VISA
UPPLÝSINGA- OG ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
Höfðabakka 9, 112 Reykjavík
Sími 91-671700, Fax 91-673462