Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 23 Sérviskan ekki íullmótuð Þar sem þúsund blóm spretta „Mig langaðLalltaf til þess að eiga blómagarð, alveg frá því að ég var krakki," segir Elín en hún ólst upp í Grafningnum. „Ég laumaðist stundum til þess að setja blóm í kartöflugarðinn hjá mömmu en það varð ekki mikið úr ræktun þá. Hins vegar lærði ég að jjekkja íslensku jurtirnar af bók Askels Löve og mamma þekkti líka margar jurtir.“ Núna hefur draumur Elínar ræst því að hún hefur komið sér upp fjöl- skrúðugum garði við skilyrði sem ekki þykja þau hentugustu. Það er vindasamt á Seltjarnarnesi, selta í loftinu og hitastig á sumrum oftast nokkru lægra en inni í Reykjavík. Auk þess segir Elín að garðyrkjan sé stöðug barátta við illgresið sem berist inn i garðinn frá óbyggðum svæðum. „Það sprettur líka ógrynni af fíflum í sumum görðum hér,“ segir hún. „Hérna vantar mjög skjól og jarðvegurinn er líka fremur rýr,“ segir Sveinn. „Það eru ekki nema tuttugu sentímetrar niður á sand. Mér þykir með ólíkindum hvað Elín er eljusöm og iðin við garðyrkjuna. Þetta er allt hennar verk. Ég hef mikið unnið uppi við Búrfellsvirkjun og því ekki verið mikið heima. En auðvitað hef ég hjálpað henni við þau verkefni sem hún hefur ekki ráðið við, grafið holur og flutt stór- vaxnar plöntur. Og svo sé ég um að slá grasið í garðinum." „Sumar tegundir þrífast alls ekki hérna,“ segir Elín og bendir á asp- irnar sem standa yst í lóðinni. „Um leið og þær gægðust upp fyrir skjól- vegginn hættu þær að þrífast. Fjöl- æru blómin standa sig hins vegar miklu betur og í steinhæðabeðunum á ég yfir fjögur hundruð tegundir af plöntum. I garðinum eru alls nær eitt þúsund tegundir jurta." Elín neitar því ekki að það sé mikið starf að annast garð eins og hennar. „Áhuginn drífur mig áfram,“ segir hún. „Ég hef sáð til flestra fjölæru blómanna í garðin- um, en sumt er fengið frá blómavin- um og stöku blóm hef ég keypt. Ég hef gaman af því að fá nýjar tegundir í garðinn og stundum kem- ur fyrir að ég eignast jurtir sem ég hef alls ekki pantað. Þá hafa fræsafnararnir eitthvað ruglast og ekki merkt fræpokana rétt. Þetta kemur fyrir jafnt hjá fagmönnum og áhugafólki en er alls ekki í þeim mæli að það komi verulega að sök. Mér finnst bara skemmtilegt að fylgjast með því hvað kemur upp og greina þær jurtir.“ Elín segist hafa aflað sér þekk- ingar sinnar á garðyrkju bæði af reynslunni og með því að lesa bæk- ur um blóm og ræktun. Hún segir að íslensku heitin á blómunum liggi sér léttar á tungu en þau latnesku en þau kann hún samt öll enda nauðsynlegt þegar lesnar eru er- lendar bækur um garðrækt. .„Og það kemur fyrir að blómin fá nýtt nafn,“ segir Elín. „Hérria í garðin- um er blóm sem við köllum Kríumóaklukku. Það nafn er þannig til komið að við fórum í ferðalag um landið og þá kenndi ég einum syni okkar, sem þá var níu eða tíu ára, að þekkja bláklukku. Þá var allt svæðið hérna norðaustan við óbyggt og við kölluðum það Kríumóa því að þar var mikið kríu- varp. Stuttu eftir að við komum heim sagði drengurinn við mig að það yxi bláklukka í Kríumóanum. Ég trúði honum varla fyrst og fór með honum að skoða blómið. Ég hélt fyrst að þetta væri íslensk blá- klukka en það reyndist ekki vera. Þarna var enginn garður nærri svo að ég veit ekki hvernig blómið var tilkomið í Kríumóanum. Kannski krían hafi borið það með sér yfir hafið.“ Monika segist vera alger ný- græðingur í garðyrkjunni en Hilmar ólst upp á Guðrúnargötunni jþar sem voru fallegir rósarunnar. „Ég lærði snemma að hræra út kúamykju á rósirnar einu sinni í viku“, segir hann, „og hafði alltaf gaman af því að vinna í garðinum. Það þótti ekki góð latína hjá kunningjum mínum þegar ég var í kringum tvítugt og var ekki til í tuskið af því að ég var á kafi í garðvinnu. Ég er ekki far- inn að nota kúamykjuna á rósimar hér enn sem komið er, óttast að HILMAR EINARSSON OG MONIKA BALD- URSDÓTTIR EIGA SKRÚÐGARÐ VIÐ HÚS SITT AÐ HVERA- FOLD 46 í GRAFAR- VOGI það verði kvartað undan lyktinni." Hilmar og Monika hönnuðu garð- inn sjálf og hann er að nær öllu Ieyti þeirra verk. „Þetta er ekki svo dýrt þegar maður leggur fram alla vinnuna sjálfur", segir Monika. „Vinnan er mest í upphafi því að þegar garðurinn er orðinn sæmilega gróinn þá heldur hann sér mikið við sjálfur. Hér hefur aldrei verið neinn arfí. Ef þess er gætt að slíta hann upp áður en hann nær að bera fræ er auðvelt að halda honum í skefjum. Og það gerist næstum eins og af sjálfu sér þegar maður fer út á kvöldin til að skoða blómin og fylgjast með þeim.“ Hilmar tekur undir það að garð- yrkjan sé alls ekki tímafrek. „Ef fólk vill búa í einbýlishúsi kemst það ekki hjá því að rækta garðinn sinn með einhverjum hætti“, segir hann. Þá er mikilvægt að finna lausn sem hentar hveijum og ein- um. Mér finnst mest gaman að blómunum og vinnan við þau hentar mér vel. Þetta eru vorverk og haust- verk. Þess á milli er vinnan í garðin- um einkum fólgin í því að vökva og slá. Það er mikill misskilningur hjá mönnum að þeir spari sér vinnu með því að vera með stórar grasflat- ir í görðum sínum.“ Hilmar segir að plönturnar í ÓLAFUR MARÍUS- SON OG JÓHANNA JÓNSDÓTTIR KONA HANS EIGA FALLEG- AN GARÐ AÐ HEIÐ- VANGI 7 í HAFNAR- FIRÐI Hugsar um grasið eins og blóm ÓLAFUR Maríusson hafði áhuga á myndlist þegar hann var ungur maður og lagði svolitla stund á hana. Þegar hann stofnaði Herradeild PÓ ásamt félaga sínum Pétri Sigurðssyni lagði hann myndlistina að mestu á hilluna en þekking hans á litameðferð og myndbyggingu hefur komið honum að góðum notum við garðyrkjuna, en hann og Jóhanna Jónsdóttir kona hans eiga fallegan garð að Heiðvangi 7 í Hafnarfirði. „Ég er fyrst og fremst fagurkeri og hef gaman af því sem er vel gert og gleður augað,“ segir Ólafur. „í garðinum legg ég mikið upp úr litasamsetningum. Fjölæru jurtirnar mynda baksvið fyrir sumarblómin. Þau nota ég næstum eins og lita- spjaldið og hef yndi af því að setja saman liti í beðunum. Ég byija á því snemma í mars að sá til sumar- blómanna í bílskúrnum, flyt þau út í gróðurhúsið þegar þau fara að koma upp og þaðan planta ég þeim í beðin. Mér finnst afskaplega gam- an að sjá þau þroskast. Það er svo merkilegt að allir þessir eiginleikar skuli vera til í því litla korni sem fræið er.“ Ólafur kveðst leggja mikið upp úr því að grasflatir í garðinum séu fallegar. „Það kom hingað heill dal- íuklúbbur í sumar til þess að skoða garðinn," segir hann. „Þetta fólk vildi fá að vita hvaða grastegund ég væri með, því að það vakti at- hygli þeirra hvað grasið var faliegt. Ég gat ekki leyst úr þeim spurning- um en ég hugsa vel um grasið, slæ oft og geng mikið á grasinu. Og eftir hvern slátt gef ég flötinni svolít- inn áburð, tek hnefa af blákorni og kasta honum upp í loftið til þess að áburðurinn dreifist vel. Ég hugsa um grasið eins og hvert annað blóm. Mér finnst líka mjög mikilvægt að kantarnir séu vel skornir og fallega formaðir." Þau Ólafur og Jóhanna keyptu húsið við Heiðvang árið 1980. Áður bjuggu þau í þríbýlishúsi við Mel- haga. Þar var garðurinn ekki neitt aðalatriði fyrir íbúana þó að honum væri haldið snyrtilegum. Þegar þau fluttu í Hafnarfjörðinn var búið að undirbúa jarðveginn kringum húsið og gera þar vísi að góðum garði. „Þetta voru drög að listaverki og við lofuðum fyrri eigendum því að gera eitthvað fyrir garðinn," segir Ólafur. „Það loforð höfum við haldið eftir fremsta megni. Garðurinn hefur vitaskuld breyst mikið en hjónin sem lögðu drög að honum koma hingað á hveiju sumri til að fylgjast með honum og ég hef ekki orðið var við annað en að þau séu ánægð með hann.“ Árið 1986 seldu þeir Ólafur og Pétur verslun sina og síðan hefur Ólafur að eigin sögn haft nægan tíma til að sinna garðinum og kveðst hafa haft af .því ómælt yndi. Jó- hanna segist ekki vinna að ráði í garðyrkjunni núorðið. „Þetta er allt orðið í höndum Ólafs," segir hún. „En mér finnst eins og honum gam- an að sjá það sem vel er gert og nýt þess að fylgjast með garðinum dafna og þroskast." Ólafur kveðst aldrei hafa saknað kaupmennskunnar þó að árin sem hann varði í verslun hafi verið skemmtileg og gjöful. „Ég er ekki þannig skapi farinn að ég sýti það liðna,“ segir hann. „Sem betur fer get ég kvatt það sem búið er. Ég gæti þess vegna kvatt garðinn ef ég hætti að geta hugsað um hann sjálfur. Það er ekki eftir mínu höfði að kaupa vinnu í garðinn. Garðyrkj- an veitir mér mikla lífsfyllingu." HILMAR Einarsson og Monika Baldursdóttir eiga skrúðgarð við hús sitt að Hverafold 46 í Grafar- vogi. Garðurinn þeirra er ekki nema fimm ára því að þau hófust handa við aðstandsetja hann sum- arið 1988. Árið éftir unnu þau einnig mikið i garðinum en síðan hefur barnauppeldið orðið meira aðalatriði á heimilinu. Dóttirin Hildur María fæddist sumarið 1990 og sonurinn Einar Örn er eins og hálfs árs. Áður áttu þau Monika og Hilmar Margréti Steinunni sem nú er ellefu ára. UNGUR GARÐUR EN FULLUR AFGRÓ- ANDI LÍFI. garðinumn séu fengnar með ýmsum hætti. Fjölærar blómjurtir mest frá velviljuðum ættingjum og vinum, megnið af runnum og tijám frá Helgu Rögnu Pálsdóttur í Kjarri í Ölfusi en til sumarblómanna og sumra fjölæringanna hefur Hilmar sjálfur sáð í gróðurhúsi sem þau hjónin hafa komið sér upp í garðin- um. Fræin fær Hilmar ýmist hjá fræbanka Garðyrkjuféiags íslands eða hann pantar þau frá erlendum garðyrkjufélögum. „Garðurinn okkar er auðvitað enn að mótast“, segir Hilmar, „og ég er enn að læra heitin á plöntun- um sem við erum með. En mín sér- viska í garðyrkju er ekki fullmótuð. Við erum ennþá með allt mögulegt. Maður var óhræddur við það að gera innrás í garðana hjá kunningj- unum á vorin, fylla skottið af fjölær- ingum og búa til beð fyrir afrakst- urinn þegar heim kom. Þetta hafði vitaskuld þær afleiðingar að sumt í garðinum er ekki þaulhugsað enda finnst mér að skrautgarðar eigi að vera í stöðugri mótun.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.