Morgunblaðið - 21.08.1993, Síða 12

Morgunblaðið - 21.08.1993, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993 Kynferðislegt of- beldi - glæpur sem öllum kemur við! eftir Vilborgu G. Guðnadóttir Undanfarin ár höfum við íslend- ingar verið að átta okkur sífellt betur á því að sifjaspell og nauðganir eru útbreidd vandamál í okkar eigin þjóðfélagi. Ennþá eru samt allt of margir sem lítið vilja af þessu vita e.t.v. vegna ótta við eigin tilfínningar eða að vita ekki til hvaða ráða beri að grípa vakni með þeim grunsemdir. Auk þess kvarta margir karlmenn undan því að aukin umræða hafi valdið því að þeir þori ekki lengur að láta vel að börnum sínum af ótta við að verða grunsamlegir eða þekkja ekki mörk hins eðlilega. Þannig fullyrðing er dæmi um alvarlega fordóma. Börn sem fá eðlilega hlýju frá foreldrum sínum þekkja muninn ef reynt er að misnota þau og feður fínna alltaf hvort þeir fara yfír strikið eða ekki, það er hreinlega innbyggt í þá. í hópi þeirra sem veigra sér við að horfast i augu við vandamálið eru því miður einstaklingar sem daglega vinna með bömum og unglingum, eða umgangast þau á annan hátt. Að neita staðreyndum er gróf vanræksla við grundvallar- þarfír bama um umönnun og ör- yggi. Við sifjaspell er um að ræða trúnaðarbrest og grundvallarsvik í lífí bamanna. Böm sem orðið hafa fómarlömb sifjaspella era aldrei glöð eða opinská, traust þeirra hefur verið misnotað, þau kenna sér um ofbeldið og fyllast sektarkennd og sjálfsfyrirlitningu. Böm þarfnast þess að eiga öraggt •athvarf heima hjá sér. Við sifja- spell, sem oftast eiga sér stað inn- an veggja heimila, brestur þetta öryggi og heimilin verða því jafn- vel óöraggustu staðimir í lífí barn- anna. Tilfinningalega séð er því hægt að segja að fórnarlömb sifj- aspella séu heimilislaus. Þetta er aðeins brot af alvarleg- um afleiðingum sifjaspella á böm, en nógu sterk til þess að allt sé gert sem hægt er til þess að koma þeim til hjálpar. Auk þess er nauð- synlegt, eins og hægt er, að stemma stigu við þessu alvarlega ofbeldi m.a. með því að gera of- beldismönnunum erfíðara fyrir. Öflugasta leiðin er aukin sam- kennd og þekking sem flestra ásamt umræðu sem aldrei þagnar. Sú umræða má þó ekki vera í æsifréttastíl, sem fellur niður þeg- ar einstök mál eru ekki lengur söluvara. Pjölmiðlar era mikilvæg tæki til þess að opna augu fólks fyrir vandamálinu, minnka for- dóma og fá fólk til þess að horfast í augu við þá köldu staðreynd að sifjaspell og nauðganir eru algeng- ari en við höldum og viljum trúa Stretsbuxur kr. 2.900 Mikife úrval af allskonar buxum Opið ó lauqardöqum kl. 11- 16 og við sem einstaklingar erum full af ranghugmyndum og fordómum. Ekki er hallað á neinn þó sagt sé að það er fyrst og fremst ötulu og þrotlausu starfi kvennanna í Stígamótum að þakka, oft við lítinn skilning og erfiðar aðstæður, að almenningur er að ramska í þess- um málum. Nú nýverið komu út á vegum þeirra tveir fræðslubækl- ingar um sifjaspell og nauðganir. Dr. Guðrún Jónsdóttir starfskona í Stígamótum tók bæklingana sam- an í samvinnu við aðrar konur þar. Bæklingarnir era mjög að- gengilegir, fróðlegir og svara mörgum áleitnum spumingum. Fram kemur að þeir era fyrst og fremst miðaðir við reynslu og þarf- ir þolenda sifjaspella og nauðgana, ungra sem aldinna. Að mínu mati eiga bæklingamir erindi til allra foreldra svo og til allra þeirra sem vinna með börnum og unglingum, s.s. þeirra sem vinna við uppeldis-, heilbrigðis- og félagsmál. Mark- miðið með gerð bæklinganna er að auka skilning og þekkingu á eðli og afleiðingum sifjaspella og nauðgana á þolendur og vinna þannig bug á ýmsum fordómum meðal almennings og faghópa. Bæklingamir era fyrst og fremst byggðir á reynslu fjölmargra ís- lenskra þolenda sem leitað hafa til Stígamóta. Kynferðislegt ofbeldi er sam- heiti yfír margskonar atferli sem miðar allt að því að lítillækka, auðmýkja, ráða yfir og skeyta ekki um vilja eða líðan þess sem fyrir því verður. Ofbeldið er margskonar s.s. sifjaspell, nauðgun, klám og kynferðisleg áreiti. Oftast era það konur og börn sem verða fyrir of- beldinu og ofbeldismennirnir eru oftast karlar. í bæklingnum um sifjaspell kemur m.a. fram: — Sifjaspell eru algengasta form kynferðislegs ofbeldis á börn- um. — Sifjaspell standa yfirleitt yfir í langan tíma, oft mörg ár. — Ætla má að 10-20% kvenna hafi orðið fyrir sifjaspellum í bernsku. — Á móti hveijum fjórum stúlkum sem verða fórnarlömb er einn drengur. — Ofbeldismennirnir eru nær ein- göngu karlar eða 98-99%. — Fórnarlömbin taka oftast á sig sökina og ábyrgðina og telja að um einhvers konar réttláta refsingu sé að ræða. — Mörg barnanna reyna oft að segja nei og stöðva þannig of- beldið en því miður dugir það sjaldan. — Fæst börn segja frá verði þau fyrir sifjaspellum og verða þessi mál best geymdu leyndarmál barnanna. Eins og áður er ritað þá eram við full af fordómum og ranghug- myndum varðandi sifjaspell og nauðganir þrátt fyrir aukna um- ræðu. í bæklingnum er fjallað um fjölmarga fordóma varðandi sifja- spell s.s.: — Sifjaspell era ekki veraleiki heldur hugarórar stúlkna um kynferðisleg mök við feður sína. — Stúlkur tæla karlkyns ættingja til maka við sig m.a. með útliti og klæðaburði. — Mæðurnar vita um sifjaspellin en aðhafast ekkert. — Um ofbeldismennina er oft sagt að þeir hafi sjálfir verið misnot- Vilborg G. Guðnadóttir „Kynferðislegt ofbeldi er samheiti yfir margs- konar atferli sem miðar allt að því að lítillækka, auðmýkja, ráða yfir og skeyta ekki um vilja eða líðan þess sem fyrir því verður.“ aðir sem börn, konur þeirra færist undan kynmökum eða að þeir séu kynferðislega brenglaðir. Þær mörgu goðsagnir og for- dómar sem fjallað er um í bækl- ingnum ýta ærlega við lesandanum varðandi eigin ranghugmyndir og fordóma. Einnig era þar gagnlegar upplýsingar um það hvað beri að gera ef grunur vaknar eða bam segir okkur frá sifjaspellum. I bæklingnum eru greinargóðar upplýsingar um réttarfarslega meðferð sifjaspella á íslandi. Við þann lestur kemur margt ótrúlegt í ljós sérstaklega þegar það er haft í huga að núgildandi greinar í almennum hegningarlögum sem taka til kynferðislegs ofbeldis á bömum eru nýlega endurskoðaðar og gengu í gildi vorið 1992. — Sönnunarbyrðin hvílir hjá ákæravaldinu. Standi orð ákærða gegn vitnisburði barns og engin sönnunargögn önnur styðja framburð þess, eru litlar líkur á að málið komi til dóms. Algengast er að börn beri ekki líkamlega áverka eftir siíja- spell, sjaldnast era vitni að þeim og oftast neita ofbeldismennirn- ir sakargiftum. Á þessu má m.a. sjá hve sönnunarbyrðin í sifjaspellsmálum er fjarstæðu- kennd. — Barn og aðstandendur þess missa allt forræði yfir sifja- spellsmáli þegar málið er kært. Barnið verður vitni í eigin máli og réttarstaða þess í samræmi við það. — Barn og aðstandendur þess fá ekki, og eiga ekki rétt á að fá, vitneskju um hvort og á hvaða forsendum málið kunni að verða fellt niður. Upplýsingar um gang málsins fást því aðeins að aðstandendur beri sig sjálfir eftir þeim. — Meðaltímalengd frá kæru til dóms eru rúmlega tvö ár. — Barn og aðstandendur þess, sem kæra sifjaspell, fá enga lögfræðilega aðstoð eða ráðgjöf á vegum réttarkerfísins og verða því að standa straum af þeim kostnaði sjálf. Það er með ólíkindum að lögin skuli vera nýlega endurskoðuð m.a. vegna þess mikla skilnings- leysis, hroka og niðurlægingar sem þau endurspegla. í bæklingnum um nauðgun er fj allað um nauðganir og afleiðingar þeirra, málsmeðferð í kærðum nauðgunarmálum og í báðum bæklingunum er gerð grein fyrir þjónustu og starfsemi Stígamóta. Allar mannverar þarfnast ör- yggis, ástar, hlýju og virðingar til að vaxa og þroskast eðlilega. Öll leitum við eðlislægt eftir blíðu og snertingu þeirra sem okkur þykir vænt um og treystum og erum fús að endurgjalda á sama hátt. Þessi heilbrigða þörf á aldrei, undir nein- um kringumstæðum, neitt sameig- inlegt með kynferðislegu ofbeldi. Kynferðislegt ofbeldi er alltaf glæpur sem kemur öllum við. Ger- endur geta aldrei flokkast undir annað en glæpamenn, sem í krafti valds og stöðu ráðast á þá sem liggja vel við höggi. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Eiður Guðnason „Ég er stoltur af þeirri ákvörðun að hafa skip- að Magnús Jóhannes- son ráðuneytisstjóra umhverfisráðuneytis- ins. Það var eftir á að hyggja einhver besta ákvörðunin sem ég tók meðan ég gegndi starfi umhverfisráðherra.“ ið andstæðar heilbrigðum við- skiptaháttum og almennu viðskipt- asiðferði. Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi umhverfisráðherra. Hátt reitt til höggs eftirEið Guðnason Formaður Alþýðubandalagsins, Ólafur Ragnar Grímsson, reiðir stundum hátt til höggs. Oftar en ekki eru högg hans þó vindhögg — klámhögg. Hann hefur í blaða- greinum að undanfömu gagnrýnt þá embættisgjörð mína að gera Magnús Jóhannesson siglinga- málastjóra að ráðuneytisstjóra í umhverfísmálaráðuneytinu. Raun- ar era tíu mánuðir síðan Magnús tók við embætti ráðuneytisstjóra og er því gagnrýni Ólafs Ragnars nokkuð seint fram komin og hann raunar sá eini sem mér vitandi hefur gagnrýnt þessa ákvörðun. í lögum um Stjórnarráð íslands, 14. gr., er ráðherra „heimilt að kveðja sér til aðstoðar, meðan hann gegnir embætti, mann utan ráðu- neytis“. Þar segir ekkert um að sá starfsmaður skuli ófrávíkjan- lega vera pólitískur trúnaðarmaður ráðherra. Ekki orð um það í lögun- um. Samkvæmt þessari heimild réð ég Magnús Jóhannesson þáverandi siglingamálastjóra mér til aðstoðar í umhverfísráðuneytinu sumarið 1991. Fékk hann ieyfi frá starfí siglingamálastjóra til þess að starfa í umhverfisráðuneytinu. Fann ég fljótt að þessi ráðstöfun masltist vel fyrir. Ég réð Magnús Jóhannesson til þessa starfs á faglegum granni þar sem ég vissi að hann hafði víðtæka reynslu sem embættismaður með sérþekkingu á málefnum, sem varða mengun sjávar og alþjóða- samstarf á þeim vettvangi. Hann hafði einnig gegnt stjómunarstörf- um um langt skeið. Það var stefna mín í umhverfísráðuneytinu að leggja sérstaka áherslu á baráttu gegn mengun sjávar og að gera Islendinga enn virkari í þeirri bar- áttu á alþjóðavettvangi. Því var reyndar gaukað að mér um þær mundir að Magnús Jóhannesson væri sennilega flokksbundinn í öðrum stjórnmálaflokki en Alþýðu- flokknum. Það var ekki mitt mál. Það var hans mál. Þegar svo Magnús Jóhannesson var meðal umsækjenda um starf ráðuneytisstjóra í umhverfisráðu- neytinu sl. haust varð það niður- staða mín að vel athuguðu máli að úr hópi hæfra umsækjenda væri hann hæfastur. Við það hafa ekki verið gerðar athugasemdir fyrr en formaður Alþýðubanda- lagsins ryðst nú fram á ritvöllinn og fer þar að venju í málflutningi á vit þess sem einna verst er í ís- lenskri stjórnmálaumræðu á þess- ari öld. Það kemur ekki á óvart. Nú þykir mér líklegt, að formað- ur Alþýðubandalagsins svari þess- um greinarstúf með hefðbundnum skætingi og útúrsnúningi. Ég átti síðast orðastað við hann í fyrra er hann fór með himinskautum í hneykslan á viðskiptasiðferði þeirra manna er jafnan stofnuðu ný fyrirtæki á rústum gjaldþrota og taldi slíkt glæpsamlegt. í stuttri blaðagrein benti ég honum þá í allri hógværð á hlutverk hans og annarra forystumanna Alþýðu- bandalagsins í útgáfusögu Þjóðvilj- ans, þar sem hvert gjaldþrotið hafði rekið annað. Svörin voru skætingur einn. Svipað gerist sjálf- sagt núna. Raunar er umræðan öll um þess- ar mundir af hálfu þeirra Alþýðu- bandalagsmanna með ólíkindum. Þannig segir þingmaður Alþýðu- bandalagsins Hjörleifur Guttorms- son í Pressunni 19. ágúst orðrétt um fyrirhugað starf Björns Friðf- innssonar hjá EFTA og leyfi hans frá starfi ráðuneytisstjóra: „Senni- lega á tvöföldum launum, án þess þó ég viti þaff'. (Leturbr. mín.) Ég bið lesendur að lesa þessa setn- ingu aftur og íhuga hvað þingmað- urinn segir. Gróa á Leiti er ekki aldeilis dauð, heldur lifír góðu lífi með Iögheimili í Alþýðubandalag- inu. Að lokum þetta: Ég er stoltur af þeirri ákvörðun að hafa skipað Magnús Jóhannesson ráðuneytis- stjóra umhverfisráðuneytisins. Það var eftir á að hyggja einhver besta ákvörðunin sem ég tók meðan ég gegndi starfi umhverfisráðherra. Það hef ég fengið rækilega stað- fest innanlands og utan. Skoðanir Ólafs Ragnars Grímsosnar breyta þar engu um. Hans vegna vona ég hinsvegar, að hann eigi ekki eftir að lesa svart á hvítu að ýms- ar ákvarðanir hans er hann gegndi embætti fjármálaráðherra hafi ver-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.