Morgunblaðið - 21.08.1993, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993
29
KristnýJ. Valda-
dóttir —
Fædd 10. október 1909
Dáin 10. ágúst 1993
I dag kveðjum við kæra ömmu.
Kristný Valdadóttir var fædd í
Miðskála undir Eyjafjöllum. Hún
var dóttir hjónanna Valda Jónsson-
ar og Guðrúnar Stefánsdóttur.
Amma ólst upp í stórum systkina-
hópi. Bræður hennar, Árni (Gölli),
Sigurjón, Óskar, Stefán og Kristján,
eru látnir, en eftir lifir ein systir,
Guðbjörg. Hálfsystkini ömmu, sam-
feðra, voru Páll, einn eftirlifandi,
en Guðjón, Kristín og Lára eru lát-
in. Amma var fimm ára þegar for-
eldrar hennar fluttust til Vest-
mannaeyja og bjó hún þar alla tíð.
Árið 1930 giftist amma Jens S.
Ólafssyni og var hjónaband þeirra
farsælt. Jens afi lést fyrir einu og
hálfu ári eða hinn 23. febrúar 1992.
Þau eignuðust fimm börn, fyrst
Ólaf, en hann lést aðeins níu mán-
aða að aldri; Lilju Sigríði, fædda
9. nóvember 1930, hún giftist Guð-
laugi Þ. Helgasyni, verkstjóra, en
hann andaðist árið 1982 eftir erfið
veikindi, þau eignuðust sex börn;
Fjólu, fædda 15. apríl 1932, hún
giftist Boga Sigurðssyni, verk-
smiðjustjóra og eignuðust þau fjög-
ur böm. En sorgin kvaddi enn að
dyrum hjá ömmu og afa því Fjóla
andaðjst árið 1986 aðeins 54 ára
að aldri eftir erfið veikindi. Guðrún,
fædd 13. september 1936, hún gift-
ist Þorbimi Ásgeirssyni en þau slitu
síðar samvistum. Guðrún á fimm
börn. Yngst er Sigríður Mínerva,
fædd 3. nóvember 1943, gift Kristni
Baldvinssyni, húsasmíðameistara.
Þau eiga þijá syni. Mikil og erfið
veikindi ömmu urðu oft til þess að
hún þurfti að liggja langdvölum á
sjúkrahúsi. Þá tók Siguijón, bróðir
ömmu, og kona hans, Mínerva
Kristinsdóttir, yngstu dótturina
Siggu Mínu í fóstur og ólu hana
upp. Dóttir Guðrúnar, Guðný Linda
Antonsdóttir ólst upp á heimili
ömmu og afa. Var hún þeirra stoð
Minning
og stytta síðustu árin sem voru
þeim erfið vegna veikinda þeirra
beggja.
Þegar ég lít um öxl þá er mér
efst í huga hve það var alltaf gott
að koma til hennar Nýju ömmu á
Brekó. Þegar ég var barn í skóla
hljóp ég alltaf til hennar í frímínút-
unum og tók hún ævinlega á móti
manni með bros á vör, mjólk var
hellt í glas og brauðsneið sett á
disk og ekkert amast við því þótt
ein eða fleiri skólasystur fylgdu
með. Ég var oft spurð að því sem
krakki hvort ég hefði verið að eign-
ast nýja ömmu þegar ég talaði um
að fara til Nýju ömmu. Hafði ég
alltaf lúmskt gaman af en skýrði
svo frá því að hún amma mín væri
kölluð Nýja. Það er skýtin tilfinning
þegar klippt er á einn kafla í til-
veru manns, nú er ekki lengur
hægt að lalla upp á Brekó til ömmu
í sopa og spjall.
Amma og afi voru mjög samrýnd
og var afi ómögulegur ef amma var
ekki nálæg. Amma hjálpaði afa oft
við að dytta að bílnum en afi var
lengst af vörubifreiðastjóri og fram
yfir sjötugt hjálpaði amma afa við
að setja þungar hliðar á vörubifreið-
arpallinn. Afí var mikill nákvæmn-
ismaður og amma þurfti alltaf að
hafa til mat og kaffí á réttum tíma
annars var dagurinn ónýtur fyrir
afa. Það hefur því orðið mikið tóma-
rúm hjá ömmu eftir að afi dó, því
þá heyrðist ekki lengur kallað til
hennar, Nýja-Nýja mín. Heilsu
ömmu tók hraka fyrir um það bil
tveimur árum og var hún ekki heil
heilsu þegar afí dó, en með reisn
fór hún í gegnum þá erfíðleika.
í vor tók hún þá erfiðu ákvörðun
að flytjast á dvalarheimili aldraðra,
Hraunbúðir, þar sem hún fann að
heilsa hennar leyfði henni ekki að
hugsa um sig sjálfa. Það lýsir
ákveðni og skapfestu ömmu að
þangað ætlaði hún einungis tíma-
bundið til að safna körftum til að
geta farið heim aftur. Og fyrst við
erum farin að tala um skapgerð
ömmu, að þegar hún var búin að
taka ákvörðun um að fara á „Elló“
þá var það núna strax eða ekki svo
að við ættingjarnir urðum að setja
allt á fullt svo að það gengi eftir.
Ömmu var farið að líka vel á „Elló“
enda var hún mikil félagsvera. Hún
var alltaf í hörku samræðum og
fjöri þegar ég leit inn til hennar.
Heilsunni hrakaði hratt hjá ömmu
og tvo síðustu mánuðina dvaldist
hún á sjúkrahúsi Vestmannaeyja,
en þó var aldrei að heyra neina
uppgjöf hjá ömmu. Allt fram undir
það síðasta sagðist hún ná sér fljót-
lega og aðeins um tveim vikum
fyrir andlátið bað hún um fótsnyrt-
ingu.
Nú þegar amma hefur kvatt
þetta líf, veit ég að í öðrum heimi
tekur afi sæll og glaður á móti
henni Nýju sinni.
Við systkinin, börn Lilju, elstu
dóttur ömmu og fjölskyldur okkar
kveðjum hana í dag með þökk í
huga fyrir liðna tíð.
Far þú í friði,
friður pðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V.Briem)
Svanhildur Guðlaugsdóttir.
Keflavík
Miklar framkvæmdir fyr-
irhugaðar á Mánagrund
Morgunblaðið/Arnór
Grimnurinn steyptur
ÞESSA dagana eru framkvæmdir við nýja keppnis- og kennsluhús-
næðið í fullum gangi. Mánudaginn 15. ágúst var grunnurinn steypt-
ur en húsið sjálft verður járnklætt stálgrindarhús.
MIKLAR framkvæmdir eru fyr-
irhugaðar á Mánagrund, svæði
hestamanna, á næstu árum.
Fjárhagsáætlun er upp á 32
milljónir króna og leggur Kefla-
víkurbær samtals 18 milljónir
til verksins í formi styrks og
vinnu. Mánagrund stendur
skammt vestan við nýjasta
byggðarkjarna Keflavíkur og
er stefnt að því að fegra nyög
í kringum hesthúsin og nýtt
keppnis- og kennsluhúsnæði
sem hestamannafélagið er að
byggja í samvinnu við Bridsfé-
lag Suðurnesja.
Byggins hússing er hafín. Það
mun rísa á nokkurra ára gömlum
kjallara sem hestamannafélagið
byggði en komst aldrei lengra
með. Bridsfélagið hafði verið að
leita sér að húsnæði í vetur og
varð úr að félögin sameinuðust um
bygginguna. Húsið verður 320 fm
stálgrindarhús og er áætlað að það
verði fokhelt í haust. Keppnis- og
kennslusalurinn verður um 230 fm
en auk þess verður á hæðinni eld-
hús, salerni og skrifstofa.
Leitað var til stærstu byggðar-
laganna á Suðurnesjum og tókst
samstarfssamningur við Keflavík-
urbæ fyrir nokkru. Bærinn leggur
til 8 milljónir kr. á næstu 5 árum
auk þess sem þeir munu aðstoða
hestamannafélagið við uppbygg-
ingu á Mánagrund og leggja til
10 milljónir kr. í formi vinnu og
hráefnis.
Mikil drift hefír verið í hesta-
mannafélaginu enda eykst fjöldi
þeirra sem íþróttina stunda jafnt
og þétt með aukinni hrossaeign.
Bæði félögin ætla að auka ungl-
ingastarf sitt verulega við bætt
starfsskilyrði. Fyrir bridsfélagið er
nýja húsið mikil lyftistöng. Félagið
verður 45 ára 26. september nk.
og má segja að félagið hafí verið
á hrakhólum frá stofnun þess þrátt
fyrir að starfsemin hafi aldrei fallið
niður allan þennan tíma.
Mikil framtíðarsýn er í sam-
vinnu hestamanna og Keflavíkur-
bæjar. Ljóst er að bærinn mun á
næstu áratugum teygja sig til
vesturs í átt að hesthúsahverfínu.
Gera þarf skjólgarða og umfram
allt að planta tijám þannig að
Mánagrund verði aðlaðandi og
skemmtilegt svæði þar sem hægt
verði að halda hestamót og brids-
mót á landsvísu.
Arnór
t
Móðir mín,
RANNVEIG STEFÁNSDÓTTIR,
Dalbæ,
Dalvík,
lést í Fjórðungssjúkrahusinu á Akureyri 19. ágúst.
Gunnar Stefánsson.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR MARKÚSDÓTTIR,
Hrafnistu,
(áður Fellsmúla 9),
sem lést þann 13. ágúst sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
mánudaginn 23. ágúst nk. kl. 13.30.
Karl Guðjónsson,
Sjöfn Guðjónsdóttir,
Þórarinn Guðjónsson,
Rúnar Guðjónsson,
Eygló Guðjónsdóttir,
Hrefna Guðjónsdóttir,
Sigrfður Guðjónsdóttir,
Garðar Guðjónsson,
Siv Karlsson,
Steinar Magnússon,
Erla Jónasdóttir,
Hildur Ágústsdóttir,
Smári Steingrfmsson,
Jón Lárusson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför föður míns, tengda-
föður og afa,
GUÐMUNDAR GRETTIS JÓSEPSSONAR.
Sigtryggur Guðmundsson, Hrefna Ragnarsdóttir,
Barbara Ósk Ólafsdóttir,
Hlynur Páll Sigtryggsson,
Kristrún íris Sigtryggsdóttir.
t
Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
JÓNS Þ. PÁLSSONAR,
Prestsbakka á Síðu.
Sigríður Jónsdóttir,
Gunnar Bragi Jónsson, Sigrfður Dóróthea Árnadóttir,
Jón Jónsson, Sigrún Böðvarsdóttir,
Guðríður S. Jónsdóttir, Ólafur Oddsson,
Rúnar Páll Jónsson, Rannveig E. Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
BJARNA PÉTURSSONAR,
Hraunbæ 103,
Reykjavfk.
Guðný Hallgrímsdóttir,
Sævin Bjarnason, Svala Haraldsdóttir,
Guðný Sævinsdóttir,
Haraldur Sævinsson,
Sigrún Dóra Sævinsdóttir,
Bjarney Sævinsdóttir.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför
HÁVARÐS HÁVARÐSSONAR,
Efri-Fljótum I,
Meðallandi.
Hansína Elíasdóttir,
Róshildur Hávarðsdóttir,
Halldór Hávarðsson
og aðrir aðstandendur.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt-
ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðs-
ins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnar-
stræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl-
isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.