Morgunblaðið - 12.09.1993, Side 10

Morgunblaðið - 12.09.1993, Side 10
‘ÍO M'ÖRtlÍNfeÍA^ÍÐ SÚíiWutóÁ'GtóR Ú. -SÉÍ^tÍiÍlBÉÍR' 10^3 ■ Margir flskistofnar virða ekki 200 mílna cfnahagslögsögu ■ island I forystu strandríkja en rennir hýru auga til úthaf sveiöa ■ llver er munurinn á Jan Mayen, llvalbak. Kolbeinsey og Rockall? ÍDJÍIPHAFI GRÆNLAND Danir viðurkenna ekki efnahags- lögsögu út frá Kolbeinsey milli íslands og Grænlands og út frá Hvalbak milli íslands og Færeyja eftir Pál Þórhallsson ÞÓTT efnahagslögsaga íslands takmarkist við 200 sjómílur er ekki þar með sagt að við getum ekki gert tilkall til nýtingar og stjórnunar auðlinda víðar. Verður hér gefið yfirlit yfir þau hafréttar- legu álitamál sem við blasa utan 200 mílnanna og þá hagsmuni sem kunna að vera í húfi. Kemur þar fram að hafréttarsáttmálinn frá 1982 er það grundvallarplagg sem stefna íslendinga miðast við. A grundvelli hans hafa Islendingar helgað sér landgrunn út fyrir efna- hagslögsöguna, allt suður á Hatt- on-Rockall-banka. íslendingar hafa verið í forystu strandríkja sem hafa beitt sér fyrir að reglur yrðu settar um ábyrga nýtingu auðlinda á úthafinu, reglum ha- fréttarsáttmálans til fyllingar. Ýmsar fisktegundir veiðast bæði innan og utan íslensku efnahags- lögsögunnar og kann að skipta miklu að skera úr hvort þar sé um „íslenska“ stofna að ræða. Slíkt styrkir nefnilega stöðu okkar í samningaviðræðum við aðrar þjóð- ir um stjórnun veiðanna. Sú meginregla gildir að veiðar á úthafinu utan 200 mílna lögsagna ríkja eru frjálsar. Samkvæmt hafréttarsátt- málanum frá 1982 hvíla þó tvær skyldur á þeim sem veiðir. Annars vegar að hafa samráð við önnur ríki sem stunda sömu veiðar og við það ríki úr hvers lögsögu fískstofn kemur ef því er að skipta. Hins vegar að ganga ekki nærri auðlindinni sem nýtt er. Ákvæði hafréttarsáttmálans um þetta efni eru þó fremur loðin. Auk þess gengur hafréttarsáttmálinn ekki í gildi fyrr en ári eftir að 60 ríki hafa undirritað hann. En nú hafa 56 ríki gert það. Eftir Ríó-ráðstefnuna um um- hverfismál á síðasta ári varð til hópur um 55 ríkja sem vilja standa vörð um réttindi strandríkja. Island er eitt fímm ríkja sem veita hópnum for- ystu. Hin eru Argentína, Kanada, Chile og Nýja-Sjáland. Þessi ríki hafa beitt sér mjög á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um veiðar á úthafinu en haldnir hafa verið tveir fundir á veg- um hennar, sá síðari nú í júlí síðast- liðnum í New York. Island lagði drög að alþjóðasamningi um úthafsveiðar fyrir fímm-ríkja hópinn og byggði sá hópur sínar tillögur að alþjóðasamn- ingi á íslensku drögunum. Á fundi sem íslensku fulltrúamir áttu með fulltrúuni frá Skandinavíu kom fram gagnrýni á íslendinga frá öðrum en Norðmönnum fyrir að stefna gangi ráðstefnunnar í voða með því að leggja fram drög að alþjóðasamn- ingi. Á þessum fundi gagnrýndu Danir einnig Norðmenn fyrir að túlka hafréttarsáttmálann að geðþótta og ætla að gera kröfur utan 200 míln- anna. Samningurinn um úthafsveiðar sem ísiendingar kepptu þarna að hefur að markmiði að koma á fót virku stjórnkerfí við veiðar á deili- stofnum (fískstofnum sem veiðast bæði innan fískveiðilögsögu og utan) og flökkustofnum. Ekki segir þar að strandríki hafí rétt yfír deilistofni heldur að samræmi eigi að vera milli þeirra verndarreglna sem beitt er innan og utan fiskveiðilögsögu. Enn- fremur að veiðar úr stofni utan efna- hagslögsögu megi ekki hafa slæm áhrif á þann hluta hans sem er innan lögsögu. Skylt verði að beita svokall- aðri varúðarreglu á úthafinu. Hún felur í sér að menn skuli hafa varann á og forðast að telja skort á vísinda- legnm upplýsingum um ástand físk- stofna rök fyrir veiðum. Gert er ráð fyrir svæðisbundinni stjórnun. Slíkar svæðisstofnanir eiga að hafa alþjóð- lega viðurkenndar verndarráðstafanir að leiðarljósi. Eiga þær m.a. að meta ástand fískistofna og setja reglur um hámarskafla og möskvastærð. Þær eiga að hafa í sinni stofnskrá ákvæði um skyldubundna og bindandi úr- lausn þriðja aðila í deilumálum. Og þær eiga að vera opnar öllum þeim ríkjum sem æskja þess að veiða á svæðinu. Heimilt verði að takmarka réttindi nýrra meðlima t.d. með því að veita þeim ekki kvóta ef stofnar eru fullnýttir. Athyglisvert er að lítil sem engin umræða hefur verið innanlands um þessa stefnumótun í úthafsréttarmál- um. Stefnubreytíng? Við veiðiför íslenskra skipa norður í Smuguna í Barentshafi vaknaði sú spuming hvort íslendingar væru að taka upp nýja stefnu og tileinka sér rök úthafsveiðiríkja og grafa undan hagsmunum strandríkja. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra rökstyður afstöðu íslenskra stjórn- valda, sem gerðu ekkert til að stöðva veiðiförina, með því að benda á að ekki sé hægt að taka af íslenskum sjómönnum þann rétt sem þeim ber til úthafsveiða skv. þjóðarétti. Norð- menn hafa sakað íslendinga um tvö- feldni í þessu máli og vísa til úthafs- veiðiráðstefnunnar í New York. Jón Baldvin hafnar því að Norðmenn hafi á fundi í Stokkhólmi með íslensk- um ráðamönnum lagt fram tillögur um skipan úthafsveiða sem væru byggðar á málflutningi íslands í New York. Þess í stað hafi Norðmenn gert ráð fyrir að strandríki setji ein- hliða reglur um stjórnun og vemdun fískistofna á úthafí, utan lögsögu sinnar, en önnur ríki skuldbindi sig til þess að virða þær, hverjar sem þær séu. Sú spuming vaknar í framhaldi af þessu hvort eftir miklu sé að slægj- ast fyrir íslendinga við úthafsveiðar. Vissulega eru smugurnar víðar en fyrir utan lögsögu Noregs. Almennt má þó segja að alls staðar í heiminum séu stofnar sem allir hafa aðgang að ofnýttir. Bætir ekki úr skák að tækni til fiskveiða hefur fleygt fram, veiðigeta í heiminum er mun meiri en auðlindir sjávar geta staðið undir auk þess sem verð á fiskiskipum hef- ur farið lækkandi. Hins vegar er ekki ljóst að hve miklu leyti við íslending- ar eigum möguleika á veiðum innan lögsagna annarra ríkja með samning- um. Má þó í J)essu sambandi nefna þá nýjung að Islendingar hafa í sum- ar stundað rækjuveiðar í flæmska hattinum sunnan Grænlands og aust- an lögsögu Kanada. Eitl af fáum dæmum Ef við lítum okkur nær þá hefur um árabil verið í gildi samningur milli íslands, Noregs og Grænlands um loðnuveiðar. Þessi samningur er öllum til hagsbóta að því leyti að væri hann ekki fyrir hendi þá gætu Norðmenn t.d. keppst við að veiða sem mest af loðnu á meðan stofninn er innan norskrar lögsögu og lítið verið eftir handa íslendingum þegar hann kæmi inn á okkar svæði. Loðnu- samningurinn er eitt af fáum dæmum í heiminum um að nágrannaríki semji um nýtingu úr fiskistofni sem gengur á-milli lögsagna — án þess að beitt sé hótunum um viðskiptaþvinganir og annað slíkt eins og stórveldi þessa heims hafa getað tíðkað — og í sam- ræmi við tillögur fiskifræðinga en Evrópubandalagið t.d. hefur ekki getað uppfyllt síðara skilyrðið. En loðnusamningurinn sýnir einnig hve erfítt er að semja um nýtingu auð- linda af þessu tagi því það tók um áratug að ná þríhliða samningum. íslendingar og Grænlendingar hafa verið að veiða rækju úr sama stofni á Dohrnbanka. Ljóst þykir að rækjuveiðin hafí gengið nærri stofn- inum sem sést á því að veiðar Græn- lendinga nú eru ekki nema svipur hjá sjón miðað við það sem var. Vísinda- nefnd Norðvestur-Atlantshafsfisk- veiðiráðsins hefur mælt með kvóta á þessar veiðar en Grænlendingar hafa við sínar kvótaákvarðanir farið all- nokkru ofar. Vegna þess að veiði- svæðið er aðallega Grænlandsmegin miðlínu hafa íslendingar ekki veitt nema 10-30% af heildaraflanum og er það mat manna að takmörkun veiða af okkar hálfu væri því til lít- ils. Fulltrúar landanna hafa rætt um takmörkun veiðanna en án árangurs. Uthafskarfi veiðist innan lögsögu íslands og Grænlands og langt suður um höf. Lengi voru Rússar og aðrar Austur-Evrópuþjóðir næstum einráð- ar við þessar veiðar en það hefur breyst. Nú stunda íslendingar, Norð- menn og þýsk skip, að hluta í eigu íslendinga, þessar veiðar. Innan Norðaustur-Atlantshafsnefndarinnar hefur verið rætt um að takmarka þær en ekki náðst samkomulag þar um. Ástæðan er m.a. sú að óvissa er um m

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.