Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1993 -t 4- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1993 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Slj órnarsamstarfið Það er töluverð spenna í sam- starfi stjórnarflokkanna um þessar mundir. Þótt það sé alþekkt fyrirbæri á vettvangi stjórnmálanna síðustu tvo ára- tugi, að ráðherrar í ríkisstjórn deili opinberlega sín í milli, gegnir öðru máii, þegar augljós ágreiningur er kominn upp á milli formanna stjórnarflokk- anna, eins og gerzt hefur síð- ustu daga vegna landbúnaðar- málanna. Þáð er hlutverk for- manna Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks að halda samstarfi flokkanna tveggja í réttum far- vegi og ágreiningur þeirra í milli á opinberum vettvangi get- ur haft alvarlegar afleiðingar. Landbúnaðarmálin hafa ára- tugum saman verið deiluefni á milli Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks. Jafnaðarmenn hafa alla tíð haft möguleika á að ná til sín fylgi í þéttbýli frá Sjálf- stæðisflokknum með því að taka landbúnaðarmálin á dagskrá. Þetta gerðist með áberandi hætti í þingkosningunum 1967, þegar Sjálfstæðisflokkurinn missti nokkúrt fylgi til Alþýðu- flokks vegna málflutnings Al- þýðuflokksmanna í kosninga- baráttunni um landbúnaðarmál- in. Þau kosningaúrsíit leiddu til spennu í samstarfi Viðreisnar- flokkanna á sínum tíma, en til allrar hamingju héldu þeir sam- starfi sínu áfram. Sjálfstæðismönnum hefur alltaf verið ljóst, að Alþýðu- flokksmenn gætu.haft af þeim fylgi með því áð taka landbúnað- armálin til umræðu. Sjálfstæðis- flokkurinn er hins vegar miklu breiðari flokkur en Alþýðuflokk- urinn. Forystumenn Sjálfstæðis- flokks hafa í mörg horn áð líta. Sjálfstæðisflokkurinn endur- speglar þjóðfélagið allt og hina mismunandi hagsmuni, sem tak- ast á, langt umfram aðra flokka. Þess vegna er Sjálfstæðisflokk- urinn vettvangur málamiðlunar i samfélaginu. Takist málamiðl- un á milli ólíkra hagsmuna innan Sjálfstæðisflokksins tekst hún á landsvísu. Takist hún ekki innan þessa stóra flokks er hætta á ferðum, ekki bara fyrir flokkinn, heldur er mikil hætta á sundr- ungu í þjóðfélaginu í heild. Það hefur orðið hlutskipti núverandi stjórnarflokka, að leiða þjóðina í gegnum einhveija mestu kreppu, sem yfir okkur hefur gengið á þessari öld. Það er mikið hlutverk og óhugsandi að sinna því á þann veg, að for- ystumenn eða flokkar hljóti vin- sældir af. Staða þjóðarbúsins er svo alvarleg og svo mikil hætta á ferðum, að það væri ekkert vit í því, að láta samstarf þess- ara tveggja flokka í ríkisstjórn brotna á deilum um landbúnað- armálin. Þótt þau málefni séu mikilvæg og skynsamleg lausn þeirra vissulega þáttur í því, hvernig okkur tekst að sigla upp úr öldudalnum, eru önnur mál þó mikilvægari. Ríkisstjórn vinstri flokkanna ræður ekki við þau vandamál, sem við blasa. Þvert á móti eru vérulegar líkur á því, að slík rík- isstjórn myndi loka augunum fyrir þeim hrikalegu vandamál- um, sem við stondum frammi fyrir og freistast til þess að halda áfram á braut erlendrar skuldasöfnunar og sópa vanda- málum atvinnulifsins undir teppið eins og slíkar ríkisstjómir hafa áður gert, m.a. sú, sem sat hér að völdum frá 1988 til 1991. Þjóðarhagsmunir krefjast þéss, að núverandi stjórnar- flokkar haldi samstarfi sínu út þetta kjörtímabil. Þeir þurfa að taka fastar á málum en þeir hafa gert. Þeir þurfa á öflugri stuðningi að halda en þeir hafa fengið. Vel má vera, að frekari breyting á verkaskiptingu innan ríkisstjórnarinnar geti verið gagnleg. En það er enginn ann- ar raunhæfur kostur fyrir hendi. Þess vegna eiga formenn stjórn- arflokkanna að taka höndum saman um að koma deilumálun- um um landbúnaðarmálin í ákveðinn farveg og einbeita sér síðan að hinum stóru málum. Einhver tonn af dönskum ham- borgarhrygg og danskri skinku mega ekki verða þúfan, sem véltir þungu hlassi. OQ ÁHRIFEVR- Ci *J »ópskra mód- emista eru vart merkjanleg í skáld- skap Steins Steinars, nema í Tímanum og vatninu. En þau eru á víðogdreif í ljóðum atómskáldanna sem réðu ferðinni um skeið í ís- lenzkri ljóðlist, á sama hátt og af- straktmálarar í myndlist, þótt Örn Óláfsson sýní framá að þessi skáld eru sjaldnast módemistar sam- kvæmt skýringarreglu hans. Spor- göngumenn atómskáldanna sumir reyndu að minnka bilið milli listar og almennings, þótt þeir tileinkuðu sér að sjálfsögðu áferðarbyltingu lausmálsljóðsins og módernistanna; að sumu leyti og með sínum hætti. En þeir sneru sér þó einkum að öðrum þáttum skáldskapar og reyndu m.a. að búa tunguna undir samfléttu borgaralegs tungutaks í deiglu og ljóðlistarhefðar sem átti rætur í öguðu og langræktuðu tungutaki sveitanna. Jónas Hall- grímsson hafði með höndum að brúa þetta bil þegar rómantíkin var nýskapandi kraftur í Evrópu á sið- ustu öld. Þessi viðbrögð síðatóm- skáldanna ef svo mætti segja voru eðlileg, raunar nauðsynleg til að atómskáldskapurinn striðnaði ekki í merkingarlausum klisjum og þreyttum endurtekningum eða sjálfvirkni. OA SEGJA MÁ AÐ MEÐ ÖV/»táknmynda- og líkinga- skáldskap nútímans hafi verið reynt að endurheimta eitthvað af þeirri ljóðrænu mystík sem hvarf aðmestu með lútherstrú. Það er vafalítið ein af ástæðunum fyrir því hvað Eliot dróst að byskupakirkjunni ensku sem hefur varðveitt ýmsa þætti HELGI spjall þessarar krístnu arf- leifðar. En sundraðar andstæður og órökvís dulúð i anda róttækra táknmálskálda eða expressjónista eru ekki nein sérstök ein- kenni í skáldskap Eliots, heldur menntuð afstaða til þeirrar ræktuðu menningargeymdar sem unnið ér úr og skáldið fléttar meðvitað og af mikilli kunnáttu inní þann nýst- árlega ljóðræna veruleika sem rís af sköpunarkrafti hans. Tákn Eliots og skírskotanir, efni hans og aðferð er gjörólíkt áferðinni í Tímanum og vatninu og vinnulagi Steins og er raunar einnig heldur ólíkt Dymbil- vöku sem byggir ekki á jafnmeðvit- uðum skírskotunum og Eliot. Skír- skotanir Eliots í Eyðilandinu eru með ólíkindum einsog sjá má af útgáfu Sverris Hólmarssonar á ljóðaflokknum (1990). En fmn- gálknuð er þessi ljóðlist ekki þótt auðug sé að táknum og ljóðrænu myndmáli. Sagt hefur verið að Dymbilvaka sé einskonar andvökuljóð þótt draumkenndum brotum þess virðist fremur ætlað að vaxa úr martröð milli svefns og vöku (Ég sem fæ ekki sofið...). En við höfum orð Steins Steinars sjálfs fyrir því að Tíminn og vatnið sé sprottið úr eins- konar andvöku. Hann orti mörg þessara kvæða á kvöldgöngu ogþau voru frekar til þess gerð að drepa tímann en upplifa hann(!) Þráttfyrir augljós tengsl við súrrealisma og táknskáldskap eru ljóðin í Tímanum og vatninu byggð á samhengisföst- um línum og ósundruðum setning- um þótt margt sé auðvitað hálfsagt einsog í öllum nútímaskáldskap. Sum kvæðin fjalla einfaldlega um ástina einsog augljóst má vera (frá vitund minni/til vara þinna/er veg- laust haf...), önnur um guð og trúna einsog Steinn hefur raunar sjálfur ymt að (Parzífal, Graal og „hin hvíta fregn“ svo dæmi séu tekin og hvað sem það merkir nákvæm- lega; en augljóslega eitthvað í tengslum við Hvíta-Krist), og enn önnur kvæði um tímann og blekk- inguna og svo þetta eilífa yrkisefni mannsins um goðsögulega hrakför hetjunnar eða hin goðumlíka manns um hættulegt og harla þverstæðu- kennt umhverfi sitt, en þóekki endi- lega það umhverfi sem við blasir, heldur lifir innra með manninum og birtist í draumkenndum hug- myndum hans um líf sitt og jarð- vist (Odysseifur og kannski Kíkóti). Við erum á ferðalagi um innra landslag mannsins og markmiðið er að komast í einhvern kaupstað, en við höfum gleymt hvað við áttum að kaupa einsog Steinn sagði sjálf- ur í samtölum okkar. Tíminn og vatnið fjallar öðrum þræði um slíkt ferðalag. En kvæðið er þó umfram allt glíma Við tunguna og tilraun til að vinna nýtilegan veruleikla inní afstrakthugmyndir og óvæntan vefnað. Til þess er reynt á þanþol sérhvers orðs til hins ítrasta; og sérhverrar línu í kvæðinu. Vísanir og tákn verða oft svo persónuleg og laustengd efninu að lesendur verða sjálfir að yrkja í eyðumar. Þeim er semsagt breytt í skáld enda taldi Borges það eitt helzta hlutverk Ijóðlistar. „Skilningurinn" felst í upplifun kvæðisins og þeirri mús- íkölsku hreyfingu tungunnar sem er aðal þess og helzta einkenni, eða ölluheldur nýjabrum kvæðisins. Sá þáttur verður ekki sóttur í erlendan skáldskap; hann er fullkomlega heimatilbúinn; ný áferð í íslenzkum skáldskap. M (meira næsta sunnudag) Hin ljósa vík VIÐ SKILDUM I síðasta Reykjavíkur- bréfi við Einar Odd Kristjánsson þar sem hann var að sýna okkur garðinn sinn að Sólbakka og rifja upp sögu Ellefsens hvalveiðistjóra, en fyrir innan Flateyri er stór skorsteinn á hóli sem er minnisvarði um hvalstöðina sem þetta athafnaskáld frá Tönsbergi í Noregi hugðist reisa eftir bruna fyrri stöðvarinnar 1901, en þessi síðari stöð á Flateyri var aldrei reist því Ellefsen flútti starfsemi sína austur í Mjóafjörð og starfaði þar fram að hvalveiðibanninu 1915. Islend- ingar vora fyrstir þjóða í heiminum að banna hvalveiðar vegna þess að jafnvægi náttúr- unnar hafði verið raskað. Við höfðum á sín- um tíma næstum því útrýmt hnúfubaknum sem Einar Oddur telur að nú þurfi aftur að fara að grisja enda gerir hann mikinn usla á loðnuveiðunum. Búrhvalstarfarnir segir Einar Oddur að liggi í grálúðunni norðvestur af landinu og nú sé hætta á því að hún verði ofveidd. Norðmaðurinn Berg reisti hvalstöð um 1890 á Höfðaodda og nefndi Framnes. Norð- menn reistu aðra hvalveiðistöð á Langeyri við Álftafjörð, sunnan Súðavíkur, en þar er nú rækjuvinnsla og hraðfrystihús. Hinn þekkti hvalveiðimaður Svend Foyn átti aðild að þessari hvalveiðistöð sem rekin var fram- yfir aldamót, en Norðmenn byggðu bryggju við Langeyri 1882, enda fundvísir á góðar aðstæður fyrir slíkar stöðvar. Nokkru sunn- ar reistu Norðmenn enn eina hvalstöðina 1896 á Dvergasteinseyri en síðar var 4>ar síldarsöltun. En þar fyrir sunnan era Svart- hamrar, en þaðan var Jón Indíafari sem uppi var á 17. öld og einna víðförlastur ís- lendinga á þeim tíma. Reisúbók hans er sér- stætt verk og sígilt. Þegar við fóram með Einari Oddi i vinnslu- hús hans við höfnina, skoðuðum skip og skelfisk og fylgdumst með vinnslunni var okkur ljóst að þar er ný atvinnugrein í burð- arliðnum og vonandi á hún eftir að gefa mikið í aðra hönd. Umhverfís landið er talið að séu milljónir tonna af skelfiski en galdur- inn er sá að kunna að veiða hann og koma honum lifandi á markað. Að því hefur Einar Oddur unnið og í húsum hans hittum við einnig Eirík Sigurgeirsson frá Vestmanna- eyjum sem kallaður er hestur en Einar breytti í góðhestur. „Hann hefur mesta þekk- ingu á íslenzka skelfiskinum allra manna sem ég þekki,“ sagði Einar Oddur. „En þið erað ekki hingað komin til að tala um skel- fisk og ég nenni ekki með ykkur inn í frysti- hús, við skulum heldur skreppa á þær slóðir hér inni í Önundarfírði þar sem er upphaf Heimsljóss og þá ætla ég að segja ykkur kenningu mína um það hvers vegna Halldór Laxness gaf Ljósvíkingnum þetta viður- nefni, en það er augljóst ef grannt er skoð- að. Við getum svo eitthvað spjallað um efna- hagsmál á leiðinni heim, við sjáum tii.“ A Flateyri eru um 450 manns. Kauptúnið varð löggiltur verzlunarstaður 1823 en verzl- un hófst þar eftir 1790. Við Önundarfjörð stendur Holt þar sem Brynjólfur byskup er fæddur og uppalinn. Frá Holti sér til allra bæja í sókninni, nema eins. Þrír bæir era nú í byggð í innfirði ÖnUndarfjarðar, en Hestur er í eyði þar sem Magnús Hjaltason, öðru nafni Ólafur Kárason Ljósvíkingur, ólst upp sem hreppsómagi en hann fæddist í eyðihjá- leigu hjá Eyri við Seyðisfjörð, milli Álfta- fjarðar og Hestfjarðar, og nefndist kotið Tröð. Þar fæddist skáldið á Þröm 1873 en hann lifði til 1916. Þar norðuraf, milli Seyðis- fjarðar og Hestfjarðar, er tangi út af Hesti, sem heitir Folafótur, en þar var fyrram mikið býli samnefnt, nú í eyði. Þar var þétt- býli tómthúsmanna og árabátaútgerð. Fola- fótur minnir á örnefni úr Heimsljósi. í Önundarfirði era fjögur Kirkjuból, en Guðmundur Ingi skáld býr í Kirkjubóli í Bjarnardal sem er fremsti bær í dalnum undir Gemlufallsheiði. Þar á heiðinni náðu sendiboðar Gísla Súrssonar Vésteini og báðu hann snúa við, en þá sagði hann þau fleygu orð, Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar, og hélt áfram og fól sig þannig örlögum sínum og hélt á vit dauða síns. Vésteinn, mágur Gísla, bjó á Hesti í Önundarfirði; eða undir Hesti. Einar Oddur segir um Magnús Hjaltason að það orð hafi legið á að hann talaði verst um þá sem vora honum beztir. Þar var Ljós- víkingurinn á Fæti undir Fótarfæti. „í Heimsljósi lýsir Laxness nákvæmlega göngu Magnúsar að prestssetrinu í Holti og kemur sú lýsing öll heim og saman og á þeirri leið er auðvelt að sjá Ljósuvík og gaman að fara þangað og upplifa söguna í þessari eftir- minnilegu nálægð," segir Einar Oddur. Þess- ar víkur inn úr Önundarfirði era annars ör- nefnislausar og færi vel á að skýra þær upp úr meistaraverki Laxness og nefna þær Ljósuvíkur, eða Ljósuvík. „Þessar víkur,“ segir Einar Oddur, „eru alltaf hvítar, bæði á fjöra og flæði. Á þær slær ljósum bjarma. Það er eitthvað við inndalinn sem framkallar þessa birtu á vötnunum. Þegar gengið er frá Hesti og út fjörðinn blasa við þessar ljósu víkur en eingöngu þegar gengið er frá Hesti og horft út fjörðinn.“ Og hér kemur allt heim og saman við lýsingu Laxness í sögunni. Það minnir á lýsingu hans í Gerplu þegar Þormóður yfir- gefur Þórdísi nótt eina fyrir nær 1000 áram. „Sumri var tekið að halla og dimmt af nótt, en bóndi kunni stiklumar í bæjaránni og stefndi til ljalls." í Ferðarispum er haft eft- ir Sverri Hermannssyni sem ættaður er úr- Ögri að hann hafí hrokkið við þegar hann sá þessa setningu; þessa nærfærni við stað- inn og þá sem honum unna. „Þama era stikl- urnar enn í ánni, ég lék mér við þær dreng- ur. En ekki hélt ég að neinn utanaðkomandi mundi taka eftir þeim.“ Og ennfremur: „Við Ögur eru Ytri- og Innri-Klampir við varirnar þar sem lent var, aldrei kallaðar annað. Klappir vora ekki til í Ögurvík: „Það sýnist mér ráð að við höggvum óhelgimenn þessa hér á klömpinni," segir Þorgeir Hávarsson í Gerplu. Það fór um mig ljúfur straumur og klampagleði þegar ég las þetta. Þvílík snilld. Móðir mín héfur sagt mér að sig minni að Laxness hafí komið í Ögur 1937. Og ekki síðán, að ég held. Þá hefur Gerpla verið farin að bijótast um í honum. Þá ferð- aðist hann um Vestfirði." Þannig era einiiig lýsingamar á æskuum- hverfí Ljósvíkingsins, hárnákvæmar. Hestur er á sínum stað í skáldsögunni, einnig engjajörðin Holt. „Hann stendur ásamt tjaldi og sendlíngi í fjöruborðinu niður- undan bænum og horfir á ölduna sogast að og frá ...“ Þannig vex þessi saga úr hinum Ijósu vík- um Önundarfjarðar. Og Einar Oddur Kristjánsson kann skil á fuglunum sínum. Þeir eru yndi hans. Enginn þekkir betur fuglana í Önundarfirði en Einar Oddur. Hann segir að gríðarlegt æðarvarp sé í Önundarfírði og það sé einhver mesta vaðfuglabyggð landsins. „Og hér er mikil fjölgun á fugli," bætir hann við. „Jaðrakan Sá ég fyrst fyrir átta áram en nú í tuga- tali. Móðir mín hafði aldrei séð hrossagauk í bernsku, eklji fyrr en hún var komin á miðjan aldur, en nú era hrossagaukar þús- undum saman hér í fírðinum. Það var einnig lítið um stelk og tjald áður fyrr. En nú hef- ur orðið gífurleg fjölgun. Ég hef heyrt þá skýringu að fuglamir séu að leita að nýju kjörlendi vegna þess að aðstæður hafí breytzt og einkum vegna þess hve mýrlendi hefur verið þurrkað upp syðra. Hér er mikið mýrlendi og flæðiengjar en sá sjór er lítið saltur hér innst í fírðinum. Ég sá ellefu andategundir í vor.“ Meðnorður- og suður- föllin í blóð- mu VIÐ REYNUM AÐ þýfga Einar Odd um skelfiskinn en það gengur illa. Hann vill tala um fjörðinn sinri. Hann segir að á hveijum bæ í Ön- undarfirði sé ungur bóndi og hann ítrekar að hin hvíta birta í sjónum sjáist eingöngu þegar farið sé göngu- leiðina út fjörðinn. Heimsljós er honum ofar- lega í huga en ekki kúfískurinn. Samt hefur hann ekkert sett í Heimsljós. En 50-60 milljónir í kúfískinn. Samt hafði hann þenn- an dag tekið á móti frönskum veitingamönn- um að sýna þeim skelfískinn. Og hann bind- ur miklar vonir við 'að koma honum lifandi á markað. En þá þarf gott samstarf við þúsundir veitingastaða, ekki sízt í Frakk- landi, og svo er auðvitað nauðsynlegt að gera miklar rannsóknir á heilnæmi sjávarins vegna þessa nýja atvinnuvegar. Markaðirnir krefjast þess. Hafrannsóknastofnun og Rannsóknastofnun fískiðnaðarins vinna að REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 11. september Önundarfjörður. Hin (jósa vík. Ljósmynd/Mbl. því að rannsaka umhverfí skelfísksins og hollustu. En athafnaskáldið staldrar ekki lengi við þetta brýna verkefni. Hann snýr sér að sögunni, hún er honum ofarlega í huga. Hann segir að Guðmundur ríki hafí átt Hest og 8-9 kotbæi sem fylgdu Hesti á 15. öld. Hann segir að fram að 1930 hafí búið hér eitt hundrað manns og hafí sú byggð líklega verið í jafnvægi. Áður fyrr lágu menn í verstöðvum. Samkvæmt manntalinu 1703 voru Vestfirðir þéttbýlasti hluti íslands miðað við undirlendi. „Hér voru kot út um allt þar sem menn hokraðu og löptu dauð- ann úr skel. Og nú era mestar vonir bundn- ar við skelfískinn sem þá var ekki veiddur eða þá einungis til beitu." Á Hesti er gult lítið hús, það er bamaskóli. Hér var svo mikið af börnum að farandkennarinn hafði ekki undan við kennsluna. „í Önundarfírði vora 500-600 manns 1812 og höfðu allir viðurværi sitt af veiðum. í norðaustan- áhlaupi farast 10. maí þetta ár fjörutíu manns og næstu 20-30 ár var fjörðurinn flakandi sár. Þá urðu á annað hundrað börn föðurlaus." En að leiðarlokum snýr aðalhöfundurþjóð- arsáttarstefnunnar talinu að efnahags- og atvinnumálum og segir að sér lítist illa á efnahagsmálin. „En þau eru ekki til umræðu nú, heldur Önundarfjörður.“ Norðurföllin og suðurföllin fylgja honum eins og fírðinum. En við segjumst ekki einungis vera komin til að tala um gamla skorsteininn á Hóli eða Ljósvíkinginn á Hesti eða norsku fífiana í Sólbakkagarðinum heldur séu einnig önnur mál á dagskrá, hvort hann sjái ekki einhver hvít ljós í efnahagsgöngunum. „Nei, hvítu ljósin eru bara á þeim víkum sem bezt hafa dugað íslenzkum skáldskap," segir athafna- skáldið. „Og nú era aftök í efnahagsmálum og engin glæta.“ „Það hefur misfarizt klak en það hefur oft gerzt áður. En reynsluheimur okkar hef- ur sýnt okkur að það þýðir ekki að fá ein- hver fælnisköst vegna þess, það er út í hött að loka miðunum. Það er bara taugaveiklun. Það hefur alltaf verið þessi sami sprotafisk- ur á Halanum og köntunum og ekkert minni en hefur verið hér áratugum saman. Það hafa alltaf verið góðar og slæmar vertíðir á hinum ýmsum stöðum og farið eftir ýmsu, ekki sízt lífsskilyrðum sem sveiflast til í hafinu eins og á landi og við höfum einatt orðið vitni að. Þetta er ekki vinsælt tal á þessum síðustu og verstu tímum þorskveiði- fælninnar. Þetta er líka frekar trú hjá mér en vísindi en ég skáka þó í því skjólinu að ég hef trúfrelsi eins og það fólk sem ég ber mest traust til og hefur fylgzt með þessu af mestri gerhygli alla tíð. En ég er samt ekkert að afskrifa vísindamenn og þeirra rannsóknir en okkur vantar meiri reynslu í vísindin og miklu meiri samanburð í merk- ingar og þekkingu. Vísindi ráða við að sýna heilbrigði sjávarins og margt annað, það er hægt að mæla þungmálma og salt og rann- saka þöranga, en fiskifræðina skortir enn flest til að skýra mismunandi hegðun á göngu fiskstofnanna og þá ekki sízt þorsks- ins. Við höfum alltaf grisjað. í 70 ár höfum við verið að veiða 350 þúsund tonn af þorski að meðaltali á ári. Kannski erum við með of marga togara og þurfum að friða eitthvað trollslóðina. Það hefur alltaf gengið misjafn- lega vel að veiða í troll, það höfum við allt- af vitað. Og í raun hef ég alltaf verið ræktun- armaður en tel enga ástæðu til að loka mið- unum. Ég er ekkert hræddur um þorskinn, hann mun skila sér. En ég er hræddur um grálúðuna því hún þjappast saman við hita- skilin fyrir norðvestan land og þar er hægt að ganga að henni með togveiðum. Þorskur- inn er ekki svona berskjaldaður. Hann dreif- ist um miklu stærra svæði og fer eftir fæðu- framboði og öðrum lífsmöguleikum, seltu, hitastigi, straumum og hvernig aðstæður eru. Nú hefur verið sýnt fram á að fylgni er milli kuldaskeiða og ördeyðu. Nú virðist þorskurinn mjög dreifður og erfítt að veiða hann í trollið. Og enginn veit hvenær hann þéttist og kemur í leitimar og verður vel veiðanlegur í hin ýmsu veiðarfæri. En hann mun að sjálfsögðu skila sér, það hefur hann alltaf gert. En það fer eftir árferði fyrst og síðast." Yerklag náttúrunnar EINAR ODDUR ER með hugann við fjár- lagahallann og segir að hann verði um 30 milljarðar við næstu kosningar. „Ég er ekki spámaður,“ segir hann, „því miður. Samdrátturinn í veiðum verður ekki kominn í gegnum hagkerfið fyrr en í ársbyijun 1995, þá náum við botninum og sjáum ekki lengra. Og hvemig er hægt að lítast á blikuna við þessar aðstæður? Samt er ekki atvinnuleysi á Vestfjörðum en við stöndum efnahagslega verst vegna niður- skurðar á þorskkvóta. Við áttum ekkert annað. Og þorskurinn var af okkur tekinn. Við þurfum auðvitað að fara varlega í veið- arnar en menn gleyma náttúrusveiflunum. Rjúpnaveiðin ræður ekki fjölgun eða fækkun ijúpunnar. Fiskinn hefur vantað æti köldu árin ’87 og ’90, þá hefur allt verið helfreðið og ekkert fæðuframboð. Og þá fer fiskurinn auðvitað að leita sér að æti. Það gera allar skepnur. Loðnan ferðast og síldin, karfinn er flakkari og það er sami sporður á honum og þorskinum. Þorskurinn er líka að leita sér að æti. En kannski drepst hann, ég veit það ekki. Það hefur alltaf verið mismikil fiskigengd. 1720 var lítil fiskigengd á grunn- sævi. Var það sóknin? Nei. í annan tíma er svo landburður af fiski. Ekki vegna friðunar heldur náttúrasveiflna. Það era gífurlegar sveiflur í náttúrunni. En mér lízt illa á að 100 skip séu á rækju því það er gífurlegt magn af karfaseiðum og karfakóði í rækju- trolli. Ég er miklu hræddari um karfastofn- inn og grálúðuna en nokkurn tíma þorskinn.“ Morgunblaðið hefur að vísu boðað friðun- ar- og verndarstefnu. Á þessum stað hefur verið varað við ofveiði og lögð áherzla á að hlustað sé á fiskifræðinga og nývísindi þótt öll reynsla sé óborganleg. Og nú segja nýj- ustu rannsóknir að fylgni sé milli veiða og árferðis. Og því nauðsynlegt að fara varlega þegar illa árar. Það kostar ekkert að hafa vaðið fyrir neðan sig. En þá getum við ekki heldur skellt skollaeyram við skoðunum þeirra sem menn eins og Einar Oddur Krist- jánsson bera mest traust til; þ.e. þeirra sem styðjast við langa og dýrmæta reynslu. Og það er ekki ástæða til annars en hlusta á þessa kalla sem Einar Oddur vitnar til. Þeir kunna á sjóinn og kannski hafa þeir rétt fyrir sér. Hver veit nema þorskurinn skili sér. En meðan þeirri spumingu er ósvarað er hyggilegt að kanna nýjar leiðir. Og það hefur Einar Oddur gert öðrum fremur. Hann er byijaður að vinna nýja námu í lífríki ís- lenzkra fiskimiða. Og það er engin ástæða að ætla annað en þau verði áfram gjöful og mikilvæg, svo nauðsynlegt sem það er, því engin önnur atvinnugrein er í augsýn sem getur staðið undir þeim kröfum til lífskjara sem nú eru gerðar. Samgöngur færa byggð- irnar saman og stuðla að hagkvæmni. Einar Oddur telur einnig að nauðsynlegt sé að fækka sveitarfélögum, stækka þau og efla svo þau geti staðið undir menntun og öðrum félagslegum þörfum. En grundvöllurinn er sjórinn. Án hans væri engin byggð á Vest- fjörðum. Án fískvinnslu væru engir byggðar- kjarnar; einungis landauðn. Við sjáum merki þess við Djúp. Þar voru afskekktar og allfjöl- mennar byggðir, en þar svalt enginn því Djúpið var fullt af fiski. Nú er þar ördeyða. Og við kveðjum byggðimar fyrir vestan með þeim orðum úr Fegurð himinsins, sem hér eiga vel við: „Gamli maðurinn sló tún sitt til kvölds, hann hvorki hóf orfið né skár- aði, en fór að öllu mjúklega, án erfíðismuna, duldum hreyfíngum, lét bitið í ljánum vinna, skar grasið við rótina án þess að fella það, verklagið af því tagi sem náttúran beitir sjálf." „Hann stendur ásamt tjaldi og sendlíngi í fjöru- borðinu niður- undan bænum og horfir á ölduna sogast að og frá...“ i-sj rjr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.