Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1993 Clinton Bandaríkjaforseti býr sig undir vaxandi mótbyr á þingi Barist gegn fríverslun og nvju sjúkratryggingakerfi BILL Clinton kom nýlega heim til Washington úr fyrsta leyfinu sem hann hefur tekið sér eftir að hann varð Bandaríkjaforseti. Hann hafði eytt tímanum við golf á svölum grundum Víngarðs Mörtu, eyjar undan ströndum Nýja-Englands en nú tók við illþol- andi sumarsvækjan í höfuðborginni. Pólitíska veðurfarið er ekki heldur gott. Efnahagurinn virtist um hríð vera að rétta úr kútn- um en nú er spáð aðeins 2% hagvexti á árinu, ekki rúmlega 3% eins og fyrir nokkrum mánuðum. Stuðningur almennings við íhlut- un í Sómalíu fer minnkandi, stefnan í Bosníumálunum er ekki trúverðug og mörgum Bandaríkjamanninum finnst að landið sé í þessum málum orðið að gisl í höndum Sameinuðu þjóðanna. Clinton tókst að vísu með naumindum að þröngva fjárlögunum í gegn um þingið en forsetinn mætir æ harðari andstöðu við tvö stórmál; samninginn um Fríverslunarbandalag Norður-Ameríku, NAFTA, og hugmyndir sínar um endurbætur á heilbrigðiskerfinu. Stund milli stríða CLINTON Bandaríkjaforseti var nýlega í Flórída þar sem hann kannaði ástand mála á svæðum sem urðu illa úti er fellibylurinn Andrés geisaði þar í fyrra. Hér sést hann slaka á með dóttur sinni, Chelsea. Ráðgjafar forsetans eru margir hræddir um að Clinton eigi fyrir höndum beiska ósigra á þingi næstu tvo mánuðina er hann reyn- ir að þoka þessum tveim mikilvægu málum áleiðis. Bent er á að átrún- aðargoð Clintons, Franklin Roose- velt, þurfti að beijast við sameinað þingmannalið repúblikana og all- margra íhaldss- amra demókrata frá Suðurrílq'un- um á fjórða ára- tugnum er hann reyndi að koma á ýmsum breyt- ingum í anda aukinna ríkisumsvifa; frá 1937 tókst þeim yfirleitt að stöðva fram- gang þessara mála. Þótt langt sé um liðið er þetta mynstur að nokkru leyti enn fyrir hendi á þingi. Gagnrýnendur Clintons segja hann ekki hafa gert sér grein fyrir því að hann verði að sveigja stefnu sína meira inn á miðju hins póli- tíska litrófs ætli hann sér að vinna meirihluta þingsins á sitt band. Einnig sé ljóst að hann verði að fá stuðning ýmissa miðjumanna úr röðum repúblikana til að bæta sér upp liðsflótta úr þingmannahóp demókrata þegar erfiðasta hags- munatogstreitan hefjist fyrir al- vöru. Fram til þessa hefur hann ekki sýnt neina viðleitni til að treysta stöðu sína með þessum hætti. NAFTA í skotlínunni Staðfesta verður NAFTA-samn- inginn um fríverslun, sem Banda- ríkjamenn, Kanadamenn og Mex- íkanar hyggjast gera með sér, fyr- ir árslok til að halda áætlun. Óttinn við samkeppni hefur valdið því að öflug hagsmunasamtök í Banda- ríkjunum reyna nú allt sem þau geta til að fella samninginn. Er óspart spilað á ótta launþega við að atvinnuleysi verði fylgifískur NAFTA þegar láglaunaríkið Mex- íkó fái óheftan aðgang að bandarískum mörkuðum með vörur sínar. Clinton erfði samninginn frá forvera sínum, George Bush, og segist styðja hann en hefur verið svo tvíbentur í þeim stuðningi að margir þingmenn hafa talið alveg óhætt að fara sínu fram. Klofningurinn í demókrataflokkn- um vegna þessa máls er sagður vera hinn dýpsti frá því í Víetnam- stríðinu. Dick Gephardt, leiðtogi meirihluta demókrata í fulltrúa- deildinni, hefur lýst því yfír að hann styðji ekki samninginn og David Bonior, þingflokksstjórn- andi, segist munu berjast gegn NAFTA út í rauðan dauðann. Flestir hafa talið víst að samning- urinn fengi traustan meirihluta í öldungadeildinni en á miðvikudag fullyrti Max Baucus, áhrifamikill demókrataþingmaður frá Mont- ana, að tækist ekki að leysa deilur um stuðning við hveitirækt við Kanada myndu a.m.k. 15 af 100 liðsmönnum deildarinnar skoða hug sinn vandlega áður en þeir styddu samninginn. Launþegasamtökin, umhverfis- verndarsinnar, leiðtogar blökku- manna, einangrunarsinnar af hægri vængnum og að sjálfsögðu Ross Perot, sem fékk nær fímmt- ung atkvæða í forsetakosningun- um, hafa nú einnig brugðið brandi sínum gegn samningnum. Deilur um 2.000 blaðsíðna plagg sem Ijallar að miklu leyti um tollalækk- anir á kúlulegum og rofum og þess háttar tæknileg atriði eru orðinn farvegur fyrir óánægju þjóðarinnar með menningarlega hrörnun, ótraustari efnahag og óteljandi dæmi' um græðgi stjórnmálaleið- toga í hvers kyns bitlinga og mút- ur frá fulltrúum sérhagsmunaaf- lanna. Óreyndir lyálparkokkar Sumir kenna óreyndum ráðgjöf- um um vaxandi erfíðleika Clintons á þingi. Hann hafí safnað í kring- um sig of mörgum vinstrisinnuð- um, Harvard-menntuðum ung- mennum, fullum af heilagri vand- lætingu krossfaranna. Sumt af þessu fólki kunni hvorki mann- ganginn né mannasiðina í stjórn- málavafstrinu. Sem dæmi er nefnt að Bob Dole, leiðtogi minnihluta repúblikana í öldungadeildinni, hafi þurft að fá lánað eintak af heilbrigðismálatillögum vinnuhóps forsetans hjá starfsbróður sínum úr röðum demókrata. Sjúkratryggingar og atvinnuleysi Margir demókratar á þingi eru taldir ólíklegir til að styðja tillög- urnar um tryggingakerfi fyrir þær 35 milljónir manna, talan er reynd- ar umdeild, sem álitið er að njóti ekki sjúkratrygginga í landinu. Hagfræðingar launþegasamtak- anna vara við því að verði lítil fyrir- tæki á borð við veitingastaði neydd til að kaupa sjúkratryggingar fyrir starfsmenn sína muni launakostn- aður þeirra geta vaxið um 50%. í yfirgripsmestu skýrslunni fram til þessa er því spáð að störfum fækki um þijár milljónir verði tillögurnar að veruleika. Clinton hefur einmitt gert bar- áttuna gegn atvinnuleysi að einu helsta markmiði sínu og séu þessir útreikningar hagfræðinganna rétt- ir er erfítt að sjá hvernig forsetinn ætlar að samræma sjónarmiðin. „Þetta er svo fy'ári ósveigjanlegt," sagði einn af ráðgjöfum stjórnar- innar um tillögudrögin. Hann telur Clinton of hallan undir hefðbundna vinstrimennsku. „Það er treyst í blindni á verðstöðvun í staðinn fyr- ir að láta markaðslögmálið um að sníða af vankantana". Er Clinton var kjörinn frambjóð- andi demókrata var hann alment talinnm geta endurnýjað demó- krataflokkinn með því að hreinsa af honum orðspor bruðls og allt of mikilla ríkisumsvifa. Að þessu leyti hefur hann valdið mörgum vonbrigðum. Enginn virðist t.d. hafa neina trú á því lengur að hægt verði að fjármagna aukin útgjöld ríkisvaldsins af trygginga- kerfinu með sparnaði í rekstri eins og stjórnvöld í Hvíta húsinu teysta á. Grunsemdir aukast stöðugt um að lausnin verði einfaldlega hærri skattar. Til atlögu við drekann Þrátt fyrir margvíslega gagn- rýni hljóta jafnt aðdáendur Clint- ons sem sanngjamir andstæðingar að hylla hann fyrir að leggja til atlögu við jafn erfítt mál og heil- brigðiskerfið þar sem þrautseig hagsmunaöfl eru fyrir á hveiju fleti. Kerfið er stórgallað, mun dýrara en í öðmm vestrænum lönd- um og afraksturinn samt lélegri að mörgu leyti. Vandinn er sá að Clinton hlaut aðeins um 43% at- kvæða í nóvember sl. Þau 57% sem ekki kusu hann völdu fremur Bush, sem að minnsta kosti í orði kveðnu var andvígur útþenslu ríkisbákns- ins og Perot sem sennilega er það í reynd. Clinton á því ekki hægt um vik, getur ekki höfðað til þess að meirihlutinn hafi sýnt vilja sinn í forsetakjörinu og þarf auk þess að beijast við uppreisnarmenn úr eigin flokki á þingi. BAKSVID eftir Kristján Jónsson HONDA, HONDA, HONDAH 91 HONDA ACCORD 2.2L EXI 4ra dyra, Deluxe útgáfa af Honda Acc- ord, ekinn 45 þús. km. óaðfinnanlegur, vínrauður, ABS, hraðastilling, rafmagn í rúðum, speglum, sæti, loftneti, samlæsingar, sóllúga, vindskeið- ar, vökva- og veltistýri, sjálfskiptur, leðurstýri, sérinnrétting, 15“ álfelg- ur, ný Michelin sumardekk, GoodYear vetrardekk, vél 150 din, bein inn- spýting. Nýr 2.950.000 Verð/tilboð 1.850.000 92 HONDA CIVIC ESI 4ra dyra, ekinn 24 þús. km. eins og nýr, stein- grár, sjálfskiptur, rafmagn í rúðum, speglum, samlæsingar, vökvastýri, 14“ felgur, VTEC 125 din 1600 vél, bein innspýting. Nýr 1.700.000 Verð/tilboð 1.500.000 UPPLÝSINGAR ( SÍMUM 91-654103, 678888. BREYTT HEIMILISFANG SKRIFSTOFUR LÍF E YRISSJ ÓÐANN A ERU FLUTTAR FRÁ SKÓLAVÖRÐUSTÍG16 AÐ SKIPHOLTI 50C, 105 REYKJAVÍK LÍFEYRISSJÓÐUR VERKSMIÐJUF ÓLKS LÍFEYRISSJÓÐUR SÓKNAR LÍFEYRISSJÓÐUR VERKSTJÓRA LÍFEYRISSJÓÐUR MATREIÐSLUMANNA KYNNINGARKVOLD DJUPSLOKUNARNAMSKEIÐ Djúpslökun er leið til að losa þig við andlega og líkamlega vanlíð- an. Djúpslökun gefur þér möguleika að uppgötva meira af sjálfum þér og gerir þér kleift að nýta betur þá hæfileika sem í þér búa. Vinsamlegast hafið með teppi og lak. Leiðbeinandi; Verð: Tími: Staður: Erna Lúðvíksdóttir. 1.000 kr. 14. sept. kl. 19.30 (1 klst). Hugland, Skeifunni 7, sími 8 11114. ÚTSALA - ÚTSAIA SÍÐASTIDAGUR! ÍJLPUR MEÐ OG ÁN HETTU ÓTRÚLEGT ÚRVAL LÉTTIR JAKKAR, ULLARJAKKAR OG KÁPUR. Opið í dag, sunnud. kl. 10-17. Póstsendum. sæ Raðgreiðslur. \<#HI/I5IÐ Laugavegi 21, sími 25580 ÁRNAÐ HEILLA Ijósmynd/ Herborg og Svava HJÓNABAND. Gefin voru saman þann 12. júní sl. af sr. Tómasi Guðmundssyni í Kotstrandarkirkju, Dagmar Björg Jóhannesdóttir og Agúst Þór Gestsson. Heimili þeirra er að Víkurbraut 50, Grindavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.