Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ATVINIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1993 35 ATVINNUA UGL YSINGAR Sölumaður Matvælafyrirtæki á Norðurlandi óskar eftir að ráða sölumann til starfa á Stór-Reykjavík- ursvæðinu. Umsækjendur sendi inn upplýsingar um ald- ur og fyrri störf til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „Sölumaður K - 2“. Innkaupastjóri Þekkt og traust framleiðslufyrirtæki á matvörumarkaðnum óskar að ráða innkaupastjóra. Starfið: ★ Innkaup hráefna og sérvara. ★ Samningagerð með það að markmiði að fá mestu gæði á hagstæðu verði. ★ Leit að hentugum vörum á vörusýningum. Hæfniskröfur: Leitað er að ungum viðskiptamenntuðum aðila með a.m.k. 2 ára starfsreynslu. Við- komandi þarf að hafa næmt markaðsinnsæi og vera fastur fyrir í samningum. Góð enskukunnátta og Norðurlandamál skilyrði. Nánari upplýsingar veitirTorfi Markússon frá kl. 9-12 í síma 679595. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: „Innkaupastjóri" fyrir 18. september nk. RÁÐGARÐURHE STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88 Framleiðslustjóri íslenska saltfélagið hf. á Reykjanesi óskar nú þegar að ráða framleiðslustjóra til þess að annast daglega stjórnun og sjá til þess með frumkvæði sínu að skipulag og rekstur verksmiðjunnar gangi vel. Framleiðslustjór- inn er yfirmaður fyrirtækisins hér á landi. Verksmiðjan framleiðir matarsalt og nýþróað heilsusalt með eimingu á jarðsjó. Framleiðslan er samfelld, 24 klst. á sólarhring 7 daga vik- unnar í tœrandi umhverfi, sem gerir miklar kröfur um áreiðanlegt fyrirbyggjandi viðhald. Verksmiðjan, sem er ný, samanstendur af rörum, tönkum, eimingar- kerfum, dælum, lokum og stýribúnaði, skilvindum og þurrkurum auk búnaðar til þurrvinnslu á salti. Framleiðslan er hafin og unnið er að endanlegri skipulagningu framleiðslunnar og að ná stöðugleika í rekstrinum. Starfsmenn eru 35, þar með talið starfsmenn á rannsóknar- og til- raunastofu og viögerðar- og viöhaldsdeild. Starfið krefst háskólamenntunar á sviði framleiðslustjórnunar og a.m.k. 5 ára starfs- reynslu við hliðstætt stjórnunarstarf í fram- leiðslufyrirtæki, þar sem viðkomandi hefur borið ábyrgð á áætlanagerð og framleiðslu- stjórnun. Þekking á matvælaframleiðsu er æskileg, góð enskukunnátta nauðsynleg. . Við bjóðum sjálfstætt ábyrgðarstarf í ungu og kraftmiklu fyrirtæki sem hefur umtals- verða vaxtarmöguleika. íslenska saltfélagið er dótturfyrirtæki fyrirtækisins Saga Food Indg- redients A/S, sem er í meirihlutaeign hollenska fyrirtækisins Akzo Chemicals, sem er eitt af stærstu fyrirtækjum Hollands og stærsti saltframleiðandi í heiminum. Aðrir eigendur eru íslenskir sjóðir og íslensk fyrirtæki og eitt danskt fyrirtæki. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Farið verður með allar umsóknir og fyrir- spurnir sem trúnaðarmál. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir á dönsku eða ensku til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar: „Framleiðslustjóri 225“, fyrir 22. september nk. Hasva ngurhf L—7' Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Róðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Auglýsingahönnun á Akureyri Fyrirtækið er gróskumikil prentsmiðja og útgáfufélag á Akureyri. Starfið felst í hönnun á auglýsingum, bækl- ingum og öðru kynningarefni. Allt hjá fyrir- tækinu er unnið með aðstöðu tölvu. Um framtíðarstarf er að ræða og aðstoðað verð- ur við útvegun húsnæðis. Hæfniskröfur eru að viðkomandi sé vanur auglýsinga- og tímaritahönnun. Menntun frá Myndlista- og handíðaskóla íslands eða sam- bærilegum skóla æskileg. Umsóknarfrestur er til og með 17. septem- ber nk. Ráðning verður sem fyrst. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Skólavörðustíg 1a - 101 Reykjavlk - Sími 621355 Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Reykjanesi Forstöðumaður og deildarþroskaþjálfar óskast! Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykja- nesi óskar eftir að ráða til starfa forstöðu- mann við sambýli fatlaðra í Njarðvík. Óskað er eftir þroskaþjálfa eða öðrum fag- menntuðum starfsmanni með uppeldisfræði- lega menntun og reynslu af stjórnunarstörfum. Ennfremur óskar Svæðisskrifstofan eftir að ráða deildarþroskaþjálfa til starfa við sam- býli fatlaðra í Kópavogi og Hafnarfirði. Forstöðumenn og deildarþroskaþjálfar taka þátt í framsæknu starfi í málefnum fatlaðra á vegum Svæðisskrifstofu með öflugum fag- legum stuðningi í formi handleiðslu, nám- skeiða og víðtæku faglegu samstarfi með öðrum stjórnendum hjá Svæðisskrifstofu. Umsóknarfrestur er til 24. september. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 641822 og umsóknareyðublöð liggja frammi á Svæð- isskrifstofu Reykjaness, Digranesvegi 5 í Kópavogi. Ifl Leikskólar Reykjavíkurborgar Fóstrur, þroskaþjálfar eða fólk með upp- eldismenntun óskast til starfa á eftirtalda leikskóla: Fellaborg v/Völvufell, s. 72660. Eingöngu í 50% starf e.h. á eftirtalda leik- skóla: Grandaborg v/Boðagranda, s. 621855. Heiðarborg v/Selásbraut, s. 77350. Njálsborg v/Njálsgötu, s. 14860. Steinahlíð v/Suðurlandsbraut, s. 33280. Ægisborg v/Ægisfðu, s. 14810. Einnig vantar fólk með sömu menntun í 50% starf e.h. á skóladagheimilið Stakkakot v/Bólstaðarhlfð, s. 814776. Þá vantar starfsmann með sérmenntun í stuðningsstarf á leikskólann Njálsborg v/Njálsgötu, s. 14860. Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leik- skólastjórar og forstöðumenn. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. - 1 Jóhann Ólafsson & Co ★ Sölustjóri Óskum að ráða sölustjóra til starfa hjá fyrir- tækinu Jóhann Ólafsson & Co. hf. Starfssvið sölustjóra: ★ Erlend innkaup, samningagerð og birgða- stýring. ★ Dagleg stjórnun, skipulagning og fram- kvæmd sölu. ★ Skipulagning og framkvæmd markaðs- setningar, vörukynninga og auglýsinga. ★ Efling tengsla við núverandi viðskipta- vini, öflun nýrra og greining á þörfum þeirra fyrir vörur og þjónustu. Við leitum að manni með reynslu af sjálf- stæðum og skipulögðum vinnubrögðum. Þekking og reynsla af störfum við heildsölu- dreifingu nauðsynleg. Mjög góð enskukunn- átta nauðsynleg. Algjör krafa um sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði. Viðkomandi þarf að vera reiðubúinn til að axla ábyrgð og starfa markvisst að settum markmiðum. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum, sem liggja frammi á skrifstofu okk- ar, merktar: „Sölustjóri 160“, fyrir 20. sept- ember nk. Haeva ngurM Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Sölustarf. Mata hf., innflytjandi á ferskum ávöxtum og grænmeti, óskar eftir að ráða nú þegar sölu- mann til starfa. Leitað er að duglegum, „reyklausum" ein- staklingi. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af sölumálum og eigi gott með að umgangast fólk. Nánari upplýsingar veitir Eggert Á. Gíslason í síma 91-681300. Skriflegar umsóknir sendist til Mata í síðasta lagi 16. september 1993. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Frá Háskóla íslands Háskólabókasafn óskar eftir að ráða eftirfar- andi starfsmenn til tímabundinna starfa. Tvo bókaverði. Menntun í bókasafnsfræði eða önnur háskólamenntun æskileg. Aðstoðarmann til ýmissa starfa í bókasafn- inu. Góð almenn menntun æskileg. Launakjör samkvæmt samningum opinberra starfsmanna. Upplýsingar um störfin veitir háskólabóka- vörður í síma 694324. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Háskóla íslands, starfs- mannasviði, aðalbyggingu fyrir 20. septem- ber nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.