Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1993 47 Gárur eftir Elínu Pálmadóttur HREIN BORG Reylq'avík er svo falleg og hrein borg! Að undan- förnu héfur þessi setning ósjaldan borist að eyrum. Nú síðast frá brottfluttum íslend- ingum í heimsókn á Fróni og frá frönsku ferðafólki. Þeir áttu ekki til orð, sögðu að ef eitt- hvert hús væri illa útlítandi þá væri verið gera við það eða mála. Sama með göturnar og höfnina, alls staðar verið að lagfæra og snyrta. Og það er laukrétt. Borgin okkar er orðin einstaklega snyrtileg og falleg í útliti. Og nú er tiltölulega stutt í að gamli Mið- bærinn rísi endurnýjaður upp eftir mikla hreingemingu og endurbæt- ur. Sumt þegar komið í fram- tíðarhorf, eins og Gijótaþorp- ið, sem með sínum gömlu húsum er orðið mikið augna- yndi. Þetta hefur verið mikið átak, ekki síst end- urnýjun á gömlu lögn- unum og göt- unum í gamla bænum, sem var orðið æði lasið. Jafnvel Amarhóllinn að verða grænn og sléttur aftur. Þegar umferðarteppunni gegn um bæinn linnir við opnun nýrrar brautar um hafnarbakk- ann spái ég því að Reykvíking- ar fari aftur að leggja leið sína „niður í bæ til að spássera“. Ekki síst þegar höfnin með skipum, jafnvel skemmtiferða- skipum, verður orðin aðgengi- leg. Tjörnin dregur að, þar sem nú er verið að gera upp gamla Iðnó, og nyrðri hluti Miðbæjar ætti eftir þessa miklu yfirhaln- ingu líka að laða að. Rígmontinn á laugardeginum yfír aðdáun frönsku gestanna um hreinlegt yfírbragð borgar- innar, tóku að læðast að lúmsk- ar efasemdir um hve djúpt hreinlætið risti, ekki bara í höfuðborginni, heldur meðal íslendinga. Þama á lygnum sjónum - það er ekki oft lygna vestur við Grandann - blasti við hvítur flekkur sem stækk- aði ekki langt frá landi. Á sunnudagsmorguninn hafði fuglinn setið þama í þéttum hóp á afmörkuðum bletti. Ósköp fallegt bara ef maður vissi ekki hvaða æti dregur mávinn að. Þama undir gub- bast úr endanum á nýju skolp- lögninni allt samansafnaða gumsið frá stóram hluta bæjar- ins, sem í sumar var leitt þarna óhreinsað út. Maður fylgist með fuglaskaranum í ætinu þarna undir, hvemig hann fær- ist nær landi með aðfallinu - var býsna nálægt í sunnudags- eftirmiðdagsætinu sínu - og fylgir því svo heldur fjær á útfallinu. Guði sé lof fyrir logn- ið á sunnudaginn, svo hægt var að njóta veðurs á svölunum. Ekki er það nú oft sem rokið ber ekki sjávarlöðrið og það sem því fylgir inn yfír Vest- urbæinn. Upp í hugann skaut frásögn í blaðinu mínu frá fyrra sunnu- degi vestan af fjörðum. Þegar komumaður kvaddi sjávarbæ- inn sat mávurinn á iskössunum við höfnina og hámaði í sig nýveidda rækjuna. Þaðan hefur rækjan eflaust farið inn í frysti- húsið þar sem stúlkurnar setja reglum samkvæmt vandlega á sig hárnetin og fara í sloppana, svo að fyllsta hreinlætis sé gætt meðan þær handfjatla þessi matvæli. Enn ein myndin ýtti undir þessa ásæknu spurningu um hve langt inn úr yfírborðinu hreinlætið risti hjá okkur. Sú birtist á sjónvarpsskerminum. Verið var að opna nýjan barna- leikvöll, sem unglingar höfðu vandað sig mikið við að gera sem best úr garði. Myndavélin rásar um svæð- ið. Þarna situr kona á brúninni á sandkassan- um, sem börnin eiga að fara að leika sér í, með vænan hund í bandi. Hann er að snusa ofan í kassanum. Konan sat hin rólegasta, enda engin merki um að við henni og hundinum yrði amast. Skömmu áður birti ljósmynd- ari Tímans myndir, sem hann hafði tekið af nýopnuðum lei- kvelli í Smáíbúðahverfínu. Þar blöstu við þessa „myndarlegu drellur" þegar hann leit niður í sandkassann. Hann myndaði hund á vellinum en sá engin smábörn, enda hafði blaðamað- ur skömmu áður heyrt á tal einnar móðurinnar, sem var óskaplega svekkt yfír að hafa hvað eftir annað fengið krakk- ana heim af vellinum svo útb- íaða í hundaskít að hún hafði orðið að stinga þeim beint í bað og hverri spjör í þvottavélina. Ætli við séum í raun ekki enn farin að skynja hvað getur fal- ist í saur, mannasaur, hunda- saur, saur sjófugla, sem éta úr skolpræsunum? í blöðum má nú lesa að skæð veirasýk- ing sé komin upp í hundum, svokölluð Parvo smáveirasótt, sem ekki hefur verið hér áður. Eigendur eru að skrifa um áliyggjur sínar af hundunum sínum, sem eðlilegt er. Litlu krílin! En hvað með hin litlu krílin í sandkössunum? Eða sofandi í vögnum á svölum í vindáttinni frá útopnun skolp- ræsis? Kannski eram við bara enn bansettir sóðar, þar sem það sést ekki. Ytra borðið er að verða nokkuð gott, en líklega er hin innbyggða tilfínning fyr- ir hreinlæti ekki enn „komin til að vera“, eins og þeir segja í fréttunum. Er ekki til á íslensku eitthvað sem heitir „að þvo hendur sín- ar“? Hefur löngum þótt brúk- legt. En eins og Piet Hein seg- ir í þýðingu Helga Hálfdánar- sonar: Já handaþvottur er vondur vani, það verður að lokum þurr hver krani og hvergi að finna vitundar vott af vatni í ærlegan handarþvott. NAMSAÐS TOÐ við þá sem viCja ná vaíái á námi sinu í skóía - gnmnskóía - framfiaídsskóCa - fiáskóCa FYRIR HVERJA? Námsaðstoð ert.d. tyrir: • þá sem þurfa að ná sér á strik í skólanámi • þá sem hafa skipt um skóla og þurfa að ná upp yfirferð í nýja skólanum • þá sem vilja rifja upp námsefni fyrir frekari skólagöngu eða til nota í daglega lífinu 10. bekkingar athugið! Undirbúningur fyrir samræmd próf í ÍSLENSKU STÆRDFRÆÐI, ENSKU og DÖNSKU! • Stutt námskeið - misserisnámskeið • Litlir hópar - einstaklingskennsla • Reyndir kennarar með kennsluréttindi • Mikið ítarefni - mikil áhersla lögð á námstækni Strætisvagnaferðir eru úröllöm borgarhverfum, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ Og hvað segja nemendurnir um þjónustuna? "Ég vildi að ég hefði byrjað fyrr" "Besta kennsla sem ég hef fengið" "Allt skýrt út fyrir mér á einfaídan hátt" "Gcíður undirbúningur fyrir próf" "Mjög góðir kennarar" "Ég hækkaði mig um fimm heila íeinkunn" "Ég lærði þriggja ára námsefni á einu ári" "Mjög vingjarnlegt andrúmsloft" Skólanemar athugið! Námsaðstoð í byrjun annar nýtist ykkur alla önnina. Geymið ekki að undirbyggja nám ykkar þar til það er orðið of seint. Munið «ið nám tekur tíma. Upplýsingar og innritun kÍ. 14.30- 18.30 virka daga í síma 79233 og í símsvara allan sólarhringinn. Fax: 79458 Nemendaþjónustan sf. Þangbakka 10, Mjódd. NÁMSKEIÐ Á HAUSTÖNN 1993 4 TUNGUMÁL ENSKA - DANSKA NORSKA - SÆNSKA FRANSKA - ÍTALSKA SPÆNSKA - ÞÝSKA KATALÓNSKA 10 vikna námskeið 20 kennslustundir ÍSLENSKA stafsetning 10 vikna námskeið 20 kennslustundir ÍSLENSKA fyrir útlendinga 10 vikna námskeið 20 kennslustundir INNANHÚSS- SKIPULAGNING 3 vikna námskeið 9 kennslustundir BÓKBAND 10 vikna námskeið 40 kennslustundir ÍSLENSK SKÓGERÐ 2 vikna námskeið 12 kennslustundir LEIRMÓTUN 6 vikna námskeið 25 kennslustundir LJÓSMYNDUN I 3 vikna námskeið 9 kennslustundir UÓSMYNDUN II 7 vikna námskeið 24 kennslustundir LETURGERÐ OG SKRAUTRITUN 7 vikna námskeið 21 kennslustund MYNDLIST 9 vikna námskeið 38 kennslustundir TRÉSMÍÐI 9 vikna námskeið 36 kennslustundir ÚTSKURÐUR 9 vikna námskeið 36 kennsiustundir VIDEOTAKA ó eigin véiar 1 viku námskeið 14 kennslustundir FATASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir FRJÁLS FATAHÖNNUN 6 vikna námskeið 24 kennslustundir KJÓLASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir PRJÓNANÁM- SKEIÐ 6 vikna námskeið 24 kennslustundir BÚTASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir BÓKFÆRSLA 6 vikna námskeið 24 kennlustundir VÉLRITUN 10 vikna námskeið 20 kennslustundir MARKAÐSMÁL OG SALA 6 vikna námskeið 18 kennslustundir Tölvunámskeið: WINDOWS OG WORD PERFECT FYRIR WINDOWS 3 vikna námskeið 20 kennslustundir EIGIN ATVINNU- REKSTUR Nómskeiðió er haldiö í samstarfi við lénþróunarfélag Kópavogs 2 vikna námskeið 20 kennslustundir ARABÍSK matargerð 3 vikna námskeið 12 kennslustundir GERBAKSTUR 2 vikna námskeið 10 kennslustundir GÓMSÆTIR bauna-, pasta- og grænmetisréttir 3 vikna námskeið 12 kennslustundir SKAPANDI LISTÞJÁLFUN fyrir börn og unglinga 6 vikna námskeið 9 kennslustundir LISTÞJÁLFUN fyrir fagfólk sem vinnur með börnum og unglingum 6 vikna námskeið 18 kennslustundir BARNABÆKUR 5 vikna námskeið 10 kennslustundir BRIDS 8 vikna námskeið 32 kennslustundir LITUR OG LÝSING 1 viku námskeið 6 kennslustundir Starfsmenntunarsjóðirýmissa stéttarfélaga styrkja félagsmenn sína til náms íKvöldskóla Kópavogs, t.d. BSRB, BHMR, Sókn, VR og starfsmannaf. Kópavogs. Kennsla hefst 22. september. Innritun og upplýsingar um námskeiðin 6.-16. september kl. 17-21 í símum: 641507 og 44391 og á skrifstofu skólans í Snælandsskóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.