Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/IIMNLENT_________ ___MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1993 Tillögnr umdæmariefndar á Suðurlandi um fækkun sveitaifélaga Sex s veitar félög verði í staðinn fyrir þrjátíu UMDÆMANEFND um sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi sam- þykkti á fundi sínum 7. september að leggja til að á Suðurlandi verði sex sveitarfélög, í stað þrjátíu nú. Lagt er til að Ámessýsla, Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla skiptist hver um sig í tvö sveitarfélög. í tillögunum er meðal annars gert ráð fyrir að þéttbýlisstaðirnir í Flóa og Ölfusi; Selfoss, Hveragerði, Þorlákshöfn, Eyrarbakki og Stokkseyri, sameinist I eitt sveitarfélag. Kosið verður um tillögurnar í almennri atkvæðagreiðslu 20. nóvember næstkom- andi. ÁRNESSÝSLA skiptist í tvennt: í efri hluta sameinist átta sveitartélðg: Grafningshreppur Þingvallahreppur Grímsneshreppur Laugardalshreppur Biskupstungnahreppur Hrunamannahreppur Gnúpverjahreppur Skeiðahreppur Sveitarfélög í Flóa og Ölfusi sameinist: Villingaholtsnreppur Hraungerðishreppur Gaulverjabæjarhreppur Sandvíkurhreppur Selfoss Stokkseyrarhreppur Eyrarbakkahreppur Hveragerði ölfushreppur RANGÁRVALLASÝSLA skiptist í tvennt: í vesturhluta sameinist: Rangárvallahreppur Djúpárhreppur Ásahreppur Holta- og Landmannahreppur í austurhluta sameinist: Austur- Eyjafjallahreppur Austur-Landeyjahreppur Vestur- Landeyjahreppur Fljótshliðarhreppur Hvolhreppur VESTUR- SKAFTAFELLS- SYSLA Sveitarfélög óbreytt: Skaftárhreppur Mýrdalshreppur í greinargerð með tillögum um- dæmanefndar segir um þessar sam- einingartillögur: Vestur-Skaftafellssýsla „Sveitarfélögin í Vestur-Skafta- fellssýslu, Skaftárhreppur og Mýr- dalshreppur eru aðskilin af Mýr- dalssandi og mynda nú þegar sitt- hvora þjónustuheildina með þjón- ustumiðstöðvum, þ.e. á Kirkjubæj- arklaustri og í Vík í Mýrdal. Þessir hreppar hafa tiltölulega nýlega orð- ið til við sameiningu og eru að festa þá skipan í sessi. Af þessum ofangreindum ástæð- um er lagt til að hreppar í Vestur- Skaftafellssýslu verði óbreyttir og að ekki verði kosið um sameiningu þann 20. nóvember 1993. Rangárvallasýsla í Rangárvallasýslu eru tveir þjón- ustukjarna, Hvolsvöllur og Hella. Ýmis samfélagsleg þjónusta, s.s. skólar, heimili aldraðra o.fl. hefur byggst þar upp í samstarfi við ná- grannasveitir þannig að þær eiga í fasteignum og búnaði og standa sameiginlega að rekstrinum. Sam- starf þetta hefur verið farsælt. Þéttbýlisstaðimir standa nærri „Vandræðin hófust aðfaranótt fyrsta ágúst eftir vel heppnaða sjóferð til íslands þar sem Dani- elle sýndi að hún er afbragðs sjó- skip“, sagði Per Stolen í samtali við Morgunblaðið. Skútan sekkur „Eg og vinur minn höfðum gengið tryggilega frá skútunni við bryggjuna. Hann er lærður skip- stjómarmaður og starfar á norsk- um skútum, og er ég þess fullviss og hann fór aftir öllum kúnstar- innar reglum er gengið var frá landfestum. Hann ætlaði að fljúga heim til Noregs daginn eftir og brugðum við okkur í bæinn til að halda uppá kveðjustundina. Þegar við komum að skútunni um kl. 2 um nóttina sáum við að hún var farin að hallast. En við tókum einnig eftir því að farið hafði ver- ið um borð í hana og fyrirkomu- lagi landfesta breytt. Vinur minn taldi ráðlegast að höggva á allar landfestar og myndi skútan þá ná að rétta sig af en hafnarvörð- urinn taldi að það væri óráðlegt. Því miður fórum við að hans ráð- um. Skútan hallaðist sífellt meir og meir uns vatn tók að flæða inn í hana. Við gerðum allt sem í okkar valdi til að koma í veg fyr- miðju sýslunnar og eru því á sveit- arenda í þeim sveitarfélögum sem lagt er til að verði við sameining- una. Vegalengdir eru því töluverðar hjá þeim sem fjærst búa en vegir og færð er með því besta sem ger- ist hérlendis. Þó þarf að gera vega- bætur á nokkrum svæðum. Bent hefur verið á ýmsa kosti þess að eitt sveitarfélag sé í Rang- árvallasýslu en tvö sveitarfélög í sýslu eru nógu öflug hvort um sig til þess að standa undir alhliða þjón- ustu s.s. skólum, heilsugæslu, fé- lagsþjónustu o.fl. Nú þegar eru fyr- ir hendi mannvirki, búnaður og rekstrarfyrirkomulag á báðum stöð- unum, Hellu og Hvolsvelli, til þess að þjóna nágrannabyggðum. Árnessýsla Efri hluti Árnessýslu nær fylli- lega þeirri íbúatölu sem sveitarfé- laganefnd telur næga til þess að standa undir sameiginlegri samfé- lagsþjónustu s.s. heilsugæslu, fé- lagslegri þjónustu, skólarekstri o.fl. Samstarf er mikið á milli einstakra hreppa þó að misvíðtækt sé eftir verkefnum s.s. rekstri skóla, bygg- ingafulltrúa, atvinnumála o.fl. Sam- starf þetta er farsælt. Svæðið er ir að hún fylltist en það koma fyrir ekki“. Skútan náðist upp með krana daginn eftir en skaðinn var skeð- ur. Öll siglingatæki reyndust ónýt svo og rafkerfi. Vatn komst í aðalvélina og einnig eyðilagðist mestur hlutinn af vistum og per- sónulegum eignum Stolen. Hann metur tjónið á nokkrar milljónir íslenskra króna. Stolen telur hafn- arvörðinn, og þar með Kópa- vogsbæ, bera ábyrgð á óhappinu þar sem fyrirkomulagi landfesta var breytt eftir að þeir félagar fóru frá borði. Hefur hann fengið lögfræðing í Reykjavík til að ann- ast málið fyrir sig. Um nóttina þegar þeir félagar reyndu að bjarga skútuni hlaut Stolen höfuðhögg sem hann taldi ekki svo alvarlegt í fyrstu. Ásæk- inn höfuðverkur varð hins vegar til þess að hann leitaði til læknis. Við rannsókn kom í ljós að blætt hafði inn á heilann og fær Stolen úr því skorið 20. september hvort hann þarf að gangast undir að- gerð. Hann getur ekki lagt af stað fyrir en eftir þann tíma. Stolen sagði að það hefði veitt sér mikinn styrk hversu góðar móttökur hann hefði fengið hér á landi eftir óhappið. Atvikin hög- hins vegar stórt, samtenging þess þyrfti að batna, enginn einn sam- eiginlegur þjónustukjarni er þar nógu öflugur og sækir fólk töluvert af þjónustunni til Selfoss. Sam- göngur þurfa að batna á svæðinu m.a. með a) nýjum vegi milli Þing- vallahrepps og Laugardals (um Gjá- bakkahraun) en hann mundi tengja saman efstu byggðir og er auk þess mikið hagsmunamál ferðaþjónustu í Árnessýslu; b) brú á Hvítá við Hvítárholt vegna samtengingar at- vinnu og þjónustu í miðju héraði og c) vegabótum í uppsveitum til þess að tengja þær sem best við aðrar byggðir. Vegur um Gjábakka- hraun og brú við Hvítárholt eru ekki á vegaáætlun. Flói og Ölfus, stundum nefnt Árborgarsvæði, uppfylla flest þau skilyrði sem sveitarfélaganefnd tel- ur ákjósanleg til sameiningar sveit- arfélaga, þ.e. íbúafjöldi er nægur, stærð heppileg og styrkur þjón- ustumiðstöðvar nægur. Samgöngur eru góðar og samstarf sveitarfélaga á svæðinu er mikið. Hvað varðar dreifbýli í nágrenni Selfoss er vart um aðrar tillögur að ræða en að þeir hreppar séu í sama sveitarfélagi og Selfoss. Atvinnulíf þorpanna þriggja við ströndina, Stokkseyrar, Eyrar- bakka og Þorlákshafnar, er með öðrum hætti en í nágrannasveitum. Tengist það útgerð og fiskvinnslu. Hins vegar sækja Stokkseyri og Eyrarbakki þjónustu að mestu leyti til Selfoss og ræður það mestu að lagt er til að þau sameinist Selfossi fremur en sérstöku sveitarfélagi uðu því þannig að hann komst í kynni við eldri hjón sem hann hefur búið hjá frá því óhappið varð og segir hann að þau hafi reynst honum ákaflega vel ásamt tengdafólki þeirra. Stolen er enn ráðinn í að halda áfram ferð sinni í haust ef honum auðnast að koma Danielle í sigl- ingarhæft ástand í tæka tíð. Hann gerir sér hins vegar Ijóst að áhætt- an eykst eftir því sem haustar og hefur áhyggjur af að bilanir gætu orðið þegar verst stæði á. Hann segir að siglingin héðan til Ang- magssalik á Grænlandi sé á þriðja sólarhring en þaðan hyggst hann sigla suður með strönd Grænlands og Ameríku. Gefst ekki upp „Ég hef gert samning við tíma- rit um greinaskrif og var ætlunin að kosta ferðina með tekjum af þeim. Við náðum mörgum góðum myndum við suðurströnd Islands en þær eyðilögðust allar ásamt myndavélunum. Þetta lítur ekki vel út hjá mér núna en ég er þó með Ölfusi þ.m. Þorlákshöfn. Þá var það einnig niðurstaða nefndarinnar að sameining Ölfus og Hveragerðis væri ekki nógu víð- tæk tillaga og þess vegna var ekki í vor var plantað um 700 þús- und plöntum, aðallega lerki og nokkru af furu og hengibjörk. Plantað var á 50 jörðum og í sex ráðinn í að gefast ekki upp heldur reyna að sigrast á erfiðleikunum," sagði hann. Stolen sagði að fullnaðarvið- gerð á skútunni myndi kosta allt að þjár milljónir króna en ný tæki sem hann hefur fengið og þær bráðabirgðaviðgerðir sem unnið hefur verið að hafa kosta hann u.þ.b. eina milljón króna og hefur hann ekki ráð á meiru. Hann sagði að á hnattsiglingu gæfust margar tómstundir og myndi hann reyna að gera við og endumýja klæðn- ingu skútunnar eftir því sem tími gæfist til á ferðalaginu. Stolen hefur íhugað þann möguleika að hafa hér vetrarsetu og halda áfram næsta vor. Hann treystir sér til að búa um borð í skútunni í vetur en telur ólíklegt að hér sé atvinnu að fá. Hann getur ekki snúið heim til Noregs því dóttir hann er tekin við fyrir- tæki sem hann á þar og býr í íbúð hans. Helst af öllu vill Stolen komast áfram og ná til Karíba- hafsins í vetur eins og að var stefnt í upphafi. lagt til að skipta sveitarfélögum um Ölfusá. Styrkur sveitarfélagsins yrði meiri með sameiningu Olfus og Flóa.“ sveitarfélögum þ.e. Vallahreppi, Skriðdalshreppi, Fljótdalshreppi, Fellahreppi, Eiðahreppi og Egils- staðabæ. Gróðursettar hafa verið allt upp í 40 þúsund plöntur á bæ, eru það bændur sjálfír sem fyrst og fremst hafa séð um gróðursetn- ingu hver hjá sér, að öðrum kosti hafa Héraðsskógar ráðið fólk til verksins. Plöntun á vegum Héraðsskóga hófst fyrir árið 1990 og virðist árangurinn lofa góðu. Árið 1970 og næstu árin á eftir var plantað lerki á nokkrum jörðum í Fljótsdal sem gengið hefur undir heitinu Fljótsdalsáætlun. Árangur af þeirri ræktun má segja að hafi farið fram úr öllum vonum og er þegar kominn til nytja, s.s. í park- et og það sem grennra er í staura og stikur. Þá má ekki gleyma því sem notað er í ýmsa listmuni því að lerkið þykir mjög fallegur viður til slíkra nota og hafa hagleiks- og listamenn hagnýtt sér það. - G.V.Þ. Morgunblaðið/Kristinn Skilti þýtt á íslensku FORSV ARSMENN McDonald’s hafa látið breyta skiltinu sem vísar bifreiðum veginn að veitingastað- um við Faxafen. í stað enska text- ans „Drive-Thru“ stendur ,Beint-í- bílinn“. Enska orðið Restaurant er þó enn á skiltinu. Norskur siglingamaður á leið umhverfis jörðina í vanda hér á landi Gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana Telur hafnarvörð eiga sök á að skútan sökk NORÐMAÐURINN Per Stolen er í vanda staddur eftir að skútan hans Danielle sökk í Kópavogshöfn fyrir nokkru. Hann sigldi hingað frá Noregi og var að hefja siglingu umhverfis jörðina sem átti að taka sex ár. Hann telur að hafnarvörður við Kópavogs- höfn hafi orðið valdur af óhappinu með því að fást við landfest- ar skútunnar og ætlar að krefjast skaðabóta af Kópavogsbæ. Skútan varð fyrir miklum skemmdum og er óvíst hvort Stolen tekst að láta fara fram nauðsynlegar viðgerðir og prófanir fyrir haustið, þegar veður gerast válynd á Norður-Atlantshafi. Gæti hann því neyðst til að seinka ferðinni til vors eða hætta við hana. Morgunblaðið/Kristinn Sæfari í vanda \ PER Stolen um borð í skútunni Danielle. Skútan er mjög illa farin að innan og eru allar klæðningar stórskemmdar. Gróðursetning trjáplantna hafin Geitagerði. NÝLEGA var hafin gróðursetning trjáplantna á vegum Héraðs- skóga, svokölluð haustgróðursetning. Fyrirhugað er að planta um 600 þúsund lerkiplöntum og 100 þúsund birkiplöntum og nokkru af sitkagreni. Plönturnar eru fyrst og fremst framleiddar í gróður- húsi Barra hf. á Egilsstöðum og einnig í gróðrarstöðinni í Hallorms- stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.