Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1993 KVIKMYNDIR/ SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga mynd sem gerð er eftir handriti fram leiðandans John Hughes um Denna Dæmalausa og nágranna hans, hr. Wilson, sem Walter Matthau leikur. Meðal annarra leikenda eru Joan Plowright og Christopher Lloyd Klíkan MARGRÉT, Denni og Jói. Hittir hann? DENNI fékk viðurnefnið dæmalausi af því að það er engin leið að vita upp á hverju drengurinn tekur. Tímarnir breytast en ekki Denni dæmalausi ÞAR SEM Denni dæmalausi kemur við fylgja vandræði í kjölfarið. Oftast er það hinn lang- þjáði og uppstökki nágranni strákpjakksins, hr. Wilson, sem situr í súpunni, enda er Denni dæmalausi oftar en ekki að baksa við einhver uppátæki í garðinum handan girðingarinnar sem skilur að heimili þessara fjandvina. Undan- farin 40 ár eða svo hefur sagan um hinn 6 ára Denna dæmalausa verið rakin á síðum um 1.000 dagblaða um allan heim. Nú er John Hughes, konungur krakkamyndanna — sá sem gerði Home Alone, Mr. Mom og Ferris Bueller’s Day Off, svo fátt eitt sé rakið — búinn að kvik- mynda ævintýri Denna og Wilsons. Þótt Denni sé sí og æ að hrella hr. Wilson með ótrúlegum uppátækjum þykir karlinum vænt um strákinn og getur ekki án hans verið þótt hann viður- kenni það seint sjálfur. Þegar á reynir snúa þeir bökum saman gegn sameiginlegum óvini honum til hrellingar en þeim tveimur og áhorf- endum til óblandinnar gleði og ánægju. Þetta er ekki fyrsta myndin sem gerð er um Denna og Wilson en áreiðanlega sú best heppnaða. Hún fellur ekki síst vel í kramið hjá yngstu áhorfendunum sem fæstir hafa séð Tímann og kynnast Denna í fyrsta skipti á hvíta tjaldinu. Foreldrar Denna dæmalausa heita Henry og Alice, alveg eins og foreldrar stráksins Denna sem varð fyrirmynd af myndasöguhetjunni. Henry „Hank“ Ketcham var lengi búinn að velta fyrir sér hugmynd að myndasögu sem gæti fallið í kramið hjá dagblaðales- endum. Einn góðan veður- dag uppgötvaði hann að það var óþarfí að leitaiangt yfir skammt. Sonur hans sjálfs, hann Dennis, var svo erfiður og uppátækjasam- ur að það hálfa væri nóg. Hann var bara fjögurra ára en sín á milli voru Hank og Alice farin að kalla hann Denna dæmalausa, Dennis the Menace. Hank settist niður við teikniborðið og skömmu síðar var mynda- sögustrákurinn Denni full- skapaður; freknóttur, úfin- hærður, í blettóttum bux- um og með útataðar hend- ur. Þegar þetta var hafði Hank þegar getið sér gott orð í myndasögubransan- um. Hann hafði unnið við teiknimyndagerð hjá Walt Disney áður en hann sneri sér að myndasögugerð en nú fyrst sló hann ærlega í gegn. Denni birtist fyrst á prenti í 18 dagblöðum víðs vegar um Bandaríkin, á 31. árs afmælisdegi pabba síns, 14. mars 1951. Fyrir lok þess árs voru lesendur 100 dagblaða farnir að fylgjast með stráknum og árið 1959 birtist Denni dæmalausi í fyrsta skipti annars staðar en á síðum blaða þegar gerður var um hann sjónvarpsþáttur sem var vinsæll á fyrstu árum sjónvarps á Islandi. Þá hafa nýlega verið gerðar teiknimyndir fyrir sjónvarp um strákinn sem um þessar mundir eru syndar í sjón- varpi um víða veröld. Arið 1987 var gerð um hann sjónvarpsmynd en litlum sögum fer af gæðum þeirr- ar myndar. Persónur og leikendur Hinar klassísku sögu- hetjur Denna dæmalausa — auk stráksins sjálfs og hr. Wilsons — eru kona Wilsons, hún Martha; for- eldrar Denna, sem heita Henry og Alice eins og fyrr sagði, hundurinn hans Denna og vinir hans tveir, þau Jói, sem er minnstur, og Margrét, stelpunnar í hópnum. Hún áræðin og frek en góður vinur Denna þótt stundum bitni skamm- arstrik hans ekki síður á henni en hr. Wilson. í myndasögunum var enginn vondur kall en í myndinni um Denna dæ- malausa heitir vondi kall- inn Sammi fjaðurhnífur og er leikinn af Christopher Lloyd, sem lék skrýtna vís- indamanninn í Back to the Future-myndunum og lék t.d. líka í myndinni um Addams-fjölskylduna. Hr. Wilson er leikinn af Walt- her Matthau, sem flestir kannast við en hann hefur leikið í 50 bíómyndum frá árinu 1955 og fékk m.a. Óskarsverðlaun árið 1966 fyrir leik í aukahlutverki í myndinni The Fortune Cookie. Eiginkonu Wilsons, hana Mörtu, leikur enska leikkonan Joan Plowright. Hún er talin ein fremsta sviðsleikkona Englands, hefur hlotið fjölda verð- launa og viðurkenninga fyrir sviðsleik og kvik- myndaleik, m.a. var hún tilnefnd til Óskarsverð- launa nýlega fyrir leik í myndinni Enchanted April. Fyrrverandi eiginmaður Joans Plowright var Laur- ence heitinn Olivier, sem flestir munu sammála um að hafi verið einn allra mesti leikari aldarinnar. 20 þúsund vildu leika Denna Mömmu Denna dæma- lausa leikur Leu Thomp- son, sem m.a. lék möm- muna í Back to the Future- myndunum, en pabbann leikur Robert Stanton, sem hefur leikið í A League of Their Own og Bob Rob- erts, en er annars næstum því eins lítið þekktur og sá sem leikur Denna sjálfan. Það gerir sjö ára strákur sem heitir Mason Gamble og var valinn í hlutverkið úr hópi 20 þúsund umsækj- enda. Framleiðandi myndar- innar John Hughes, skrif- aði handritið sem kvik- myndin var gerð eftir hefur verið kallaður konungur krakka- og unglingamynd- anna. Hann auglýsti um öll Bandaríkin eftir strák til að leika í myndinni. Umsækjendurnir áttu að senda inn myndbönd með sjálfum sér og undirtekt- irnar voru frábærar því hvorki fleiri né færri en 20 þúsund myndbönd bárust. Þegar búið var að horfa á þau öll stóð valið á milli 10 stráka. Þeir voru látnir koma til Chicago þar sem myndin var gerð og þar fór fram eins konar úrslita- Vinir ÞAR SEM Denni dæmalausi er á ferð er hundurinn hans skammt undan. Nágrannarnir HERRA og frú Wilson eru nágrannar Denna dæma- lausa og fjölskyldu hans. keppni, sem aðallega fólst í því að láta þá leika á móti hr. Wilson og sjá hvemig útkoman yrði, því myndin stendur og fellur með Denna og hr. Wilson. Vanur úr auglýsingum Mason Gamble og Walt- her Matthau náðu strax svo vel saman að úrslitin voru ráðin og John Hughes og leikstjórinn, Nick Castle, vom sammála um að þarna væri Denni dæ- malausi lifandi kominn. Mason hefur aldrei áður leikið aðalhlutverk í kvik- mynd en hann lék lítið hlut- verk í myndinni Groundhog Day sem var sýnd í Stjörnubíói fyrr á árinu. Hann hefur líka leikið í fjöl- mörgum sjónvarpsauglýs- ingum, m.a. fyrir Pepsi og General Mills, sem fram- leiðir t.d. Cherioos og Cocoa Puffs. Pabbi Masons er leikari og strákurinn fékk sitt fyrsta hlutverk þegar hann var fjögurra ára og fór með pabba sín- um að sækja um hlutverk í leikriti. Pabbinn fékk ekki hlutverkið en í salnum var umboðsmaður sem leist vel á strákinn og nú er það Mason Iitli sem er orðinn tekjuhæsti leikarinn í fjöl- skyldunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.