Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1993 23 íslenskur prófess- or í Stokkhólmi SAM SÆNSKA ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum 12. ágúst i samræmi við samhljóða álit dómnefndar að veita dr. Guðna A. Jóhannes- syni stöðu prófesors í húsagerð við byggingaverkfræðideild Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi frá 1. september 1993. I nýjum háskólalögum sem tóku gildi 1. júlí í ár var skipun nýrra prófessora flutt af borði ríkisstjórnarinnar til háskólanna þannig að þessi staða er ein af þeim síðustu sem veittar eru með svokölluðu ríkisstjórnarumboði. Guðni er fæddur í Reykjavík 1951, sonur hjónanna Jóhannesar Guðnasonar og Aldísar Ásmunds- dóttur. Hann varð stúdent frá MR 1971, stundaði nám í eðlisverkfræði við HÍ og verkfræðiháskólann í Lundi og lauk doktorsprófi frá byggingaverkfræðideild LTH 1981. Hann hafði síðan starfað við rann- sóknir við háskólana í Lundi og Umeá, Rannsóknastofnun bygging- ariðnaðarins og rekið ráðgjafar- stofu í Reykjavík. Frá 1990 hefur Guðni gegnt sérstakri prófessors- stöðu við KTH með orkunýtingu í húsum sem sérsvið. Eiginkona Guðna er Bryndís Sverrisdóttir safnkennari. Ráðgjafi um skipu- lag land- græðslu- mála MÁNUDAGINN 13. september kl. 17.00-19.00 mun Ástralíubú- inn Andrew Campbell halda opinn fyrirlestur á vegum Land- græðslu ríkisins og Landvernd- ar í Háskóla íslands, Lögbergi stofu 102. Fyrirlesturinn nefnist Verndun lands, nýjar leiðir. Þar gefst öllu áhugafólki um land- græðslu og gróðurvernd tæki- færi á að hlýða á erindi hans. Andrew hefur starfað sem skógfræðingur, sauðfjárbóndi og landbúnaðarráðunautur en kemur hingað frá Hollandi. Þar dvelur hann um stundarsakir við rann- sóknir á því hvaða áhrif markmið um vistvæna landnýtingu hafa á landbúnaðarstefnu, rannsóknir, ráðgjöf og fræðslu; Andrew er einn af helstu leið- togum í uppbyggingu „Landcare"- hreyfingarinnar í Ástralíu; bylt- ingu í starfsháttum sem spratt upp af tímamótasamkomulagi bænda- samtakanna, landgræðslunnar og náttúruverndarsamtaka þar í landi um að nú væri búið að þrasa nóg, nú væri kominn tími til að gera eitthvað. Starfið er fært niður á „grasrótina" og allt kapp lagt á að virkja bændur og áhugafólk og gera þá sem nýta land að hinum eiginlegu vörslumönnum landsins. Hér er um að ræða veigamikla breytingu á starfsháttum, sem fel- ur m.a. í sér endurskipulagningu á hlutverkum allra aðila sem haft geta áhrif á nýtingu og ástands lands. Reynsla Ástrala af breytingum sínum á starfsháttum í verndun jarðvegs og gróðurs er að verða fyrirmynd að skipulagsbreyting- um hjá mörgum öðrum þjóðum. Andrew Campell hefur því frá mörgu að segja sem boðberi nýrra tíma. (Fréttatilkynning) Við KTH standa nú yfir um- fangsmiklar skipulagsbreytingar. Samningaviðræður standa nú yfir um að gera háskólann að sjálfseign- arstofnun, sem hafi tekjur sínar m.a. af hlutabréfum sem nú eru í ríkiseign en verða færð yfir til stofnunarinnar. Skólinn fær einnig greitt iyrir kennslu eftir sérstöku framleiðni- og gæðamati og mun sem fyrr hafa stóran hluta tekna sinna af útseldum rannsóknarverk- efnum. Einnig er verið að breyta skipulagi kennslu á þann veg að nemendur í mismunandi verkfræði- greinum fá sem líkasta fræðilega undirstöðu fyrstu þrjú árin og þar með möguleika og frelsi til þess að velja saman námskeið úr mismun- andi greinum verkfræðinnar í hin- um sérhæfða seinni hluta. (Fréttatilkynning) ALFABAKKA FORSYNING I KVOLD KL: 9 Tina v Wliat's love pt to do with it' Sannsöguleg mynd um ævi Tinu Turner Nú geturðu eignast Macintosh Colour Classic, með 80 Mb harðdisk, á frábæru verði! Með Macintosh Colour Classic færð þú aukna orku í lærdóminn. Með þessari tölvu er ótrúlega einfalt og þægilegt að skrifa ritgerðir og skýrslurnar fá fagmannlegt útlit. Og nú er hægt að semja, hanna, teikna, leiðrétta... og yfirleitt allt sem þér dettur í hug án þess að læra eina einustu tölvuskipun. Colour Classic er hönnuð með námsmenn í huga. Hún er öflug og það fer svo lítið fyrir henni að hún kemst alls staðar fyrir - bæði heima og í skólanum. Tölvan er með innbyggðan Trinitron-skjá, sem getur sýnt allt að 256 liti samtímis og það með skerpu og birtu sem á sér ekki líka í þessum verðflokki. Líkt og allar aðrar Macintosh-tölvur er hún einföld í notkun og hver sem er getur lært að nota hana á örskömmum tíma. Nú áttu tækifæri á að slást í hóp þeirra hundruð þúsunda um heim allan, sem nota Macintosh-tölvur til að gera námið auðveldara. Macintosh Colour Classic er nú á sérstöku tilboðsverði og því er ekki eftir neinu að bíða. Jafnframt viljum við minna á hinn frábæra StyleWriter II, en hann getur prentað texta og myndir sem gefa leysiprentuðum skjölum ekkert eftir. Verð á Colour Classic ásamt StyleWriter II er aðeins 117.789,- kr. (afb. verð) eða 111.900,- stgr. Macintosh Colour Classic kostar aðeins 79.900 ,- kr. stgr. Afborganaverð er 84.105,- kr. í þessu verði er innifalið 4 Mb vinnsluminni, 80 Mb harödiskur, 16 MHz 68030 örgjörvi, Kerfi 7.Í, skjár með 512 x 384 punkta upplausn, innbyggður hljóðnemi og hátalari auk margs annars. Þar fyrir utan má tengja við tölvuna ýmis jaðartæki, t.d. prentara, skanna, auka- harðdisk og geisladrif. Apple-umboðið *r' Skipholti 21, Rvk. Sími: 91-624800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.