Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.09.1993, Blaðsíða 4
I 4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1993 ERLENT IIMNLENT Deilur um danskt svínakjöt TVÖ og hálft tonn af dönsku svínakjöti sem Hagkaup flutti til landsins og hugðist selja hafa valdið deilum milli ráðherra. For- ætisráðherra og utanríkisráð- herra eru ekki sammála um hvaða ráðuneyti eigi að hafa for- ræði á innflutningnum og lög- fræðingum ber ekki saman um hvernig túlka beri búvörulög eða hvort þau heimili innflutning á kjöti til neyslu. Ráðherra óbundinn af fjárlagafrumvarpi Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra gekk út af fundi ríkisstjómarinnar á föstudag áður en fjárlagafmmvarpið var tekið til afgreiðslu. Mikill ágrein- ingur er um húsaleigubætur og fjármögnun þeirra og segist ráð- herra vera óbundinn af afgreiðslu fjárlaganna. Tillaga um Super Puma Þyrlukaupanefnd leggur til að keypt verði notuð 12 ára þyrla fyrir Landhelgisgæsluna af gerð- inni Super Puma frá Aerospat- iale-verksmiðjunum í Frakklandi. Gerð hafa verið drög að kaup- samningi og samkvæmt honum mun þyrlan kosta um 620 millj- ónir. . Deilt um debetkort Bankar og eigendur VISA- íslands neita þeirri staðhæfingu Kaupmannasamtakanna, að bankamir hyggist nota debetkort til að greiða niður eigin vanda með álögum á notendur upp á einn milljarð króna. Þjónustu- taxtar, sem áformað er að þjón- ustuaðilar greiði kreditkortafyr- irtækjum vegna debetkortavæð- ingar, verða fyrst um sinn á bil- inu 0,5-1,5% en fara síðan lækk- andi eftir því sem viðskiptin með kortin verða útbreiddari. Gætu tapað niðurgreiðslum í samningum íslenskra út- gerðarmanna við norskar skipa- smíðastöðvar er ákvæði um, að ef skipin halda til veiða í Smug- unni eða í Norður-Atlantshafi á þeim svæðum sem norsk stjórn- völd telja að ekki hafi náðst við- unandi samkomulag um, falli niðurgreiðslur norska ríkisins niður. Niðurgreiðslur em á bil- inu 5 til 15% af verði nýrra tog- ara. Greiðslur félagsgjalda MeDonald’s-veitingahúsakeðj an opnaði veitingastað í Reykjavík í vikunni. Forsvarsmenn fyrir- tækisins lýstu því yfir í fyrstu, að þeir hygðust gera sérstáka ráðningarsamninga við starfsfólk sitt, án tillits til kjarasamninga. Horfið var frá því og ákveðið að launin miðist við gildandi kjara- samninga. ERLENT Sættir PLO og- ísraela ÍSRAELAR og Palestínumenn skiptust á gagnkvæmri viður- kenningu á föstudag og stað- festu þannig með formlegum hætti sögulegar sættir með gyð- ingum og aröbum. Gjöminginn staðfestu þeir Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels og Yasser Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínu, PLO. Tíðind- um þessum var fagnað víða um heim en stjómmálaskýrendur bentu á að stjóm Rabins stæði höllum fæti í Israel og að búast mætti við öflugri mótspyrnu öfgaafla í röðum Palestínu- manna. Á morgun, mánudag, verður undirritaður í Washington í Bandaríkjunúm samningur um sjálfstjóm Palestínumanna á Gaza-svæðinu og í Jeríkóborg. Bill Clinton, Bandaríkjaforseti, sagði að Bandaríkjamenn myndu leggja sitt af mörkum við efna- hagslega endurreisn á fyrirhug- uðu sjálfstjórnarsvæði Palestínu- manna en áður höfðu loforð um aðstoð bonst frá Norðurlöndum, m.a. frá íslandi. Verkamannaflokknum spáð sigri Norska Verkamannaflokkn- um er spáð sigri í þingkosning- unum sem fram fara á morgun, mánudag. Skoðanakannanir sem birtar vom í vikunni gáfu til kynna að flokkur Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra hefði aukið fylgi sitt og að minni- hlutastjóm hennar héldi velli. Var því spáð að Verkamanna- flokkurinn fengi rúm 37% at- kvæða en Hægri flokkurinn, helsti stjómarandstöðuflokkur- inn um 20%. Var það talið nokk- urt áfall fyrir Kaci Kullmann Five, formann flokksins. Efna- hags- og atvinnumál vom efst á baugi í kosningabaráttunni en minna fór fyrir umræðum um aðild Norðmanna að Evrópu- bandalaginu, sem almennt er þó taliff mesta hitamálið í norskum stjómmálum nú um stundir. Vaxtalækkanir í Evrópu Þýski seðlabankinn lækkaði á föstudag almenna forvexti úr 6,75% í 6,25% og Lombard eða millibankavexti úr 7,75% í 7,25%. í kjölfarið vom vextir lækkaðir I nokkrum Evrópuríkjum og var litið svo á að vaxtalækkunin gæti mtt auknum hagvexti braut- ina á meginlandinu. Ifyrr í vik- unni höfðu verið birtar hagtölur sem gáfu til kynna að tekið væri að rofa til í þýsku efnahagslífí. Skriffinnskan skorin niður Bill Clinton, forseti Banda- ríkjanna, kynnti á þriðjudag rót- tækar tillögur um uppskurð á bandaríska stjómkerfínu. Stefnt er að því að spara 108 milljarða dollara á næstu fimm ámm. Lagt er til að fjárlög verði fram- vegis til tveggja ára í stað eins og að starfsmannakerfi ríkis- valdsins verði stokkað upp frá gmnni. Er fyrirhugað að fækka opinberam starfsmönnum um 12% eða 252.000. Samkomulag í S-Afríku Samkomulag um aðild blökku- manna að stjóm Suður-Afríku var gert á þriðjudag án þátttöku Inkhata-hreyfingar Zulumanna. Samkomulagið gerir ráð fyrir að stofnað verði svonefnt fram- kvæmdaráð sem starfa á sam- hliða ríkisstjóm landsins. Er markmiðið að veita blökkumönn- um tækifæri til að taka þátt í landsstjóminni áður en þing- kosningar fara fram í apríl á næsta ári. Nelson Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðs- ins.ANC, sagði þetta samkomu- lag sögulegt skref í réttindabar- áttu blökkumanna en hvítir hægri öfgamenn sögðu að það myndi leiða til upplausnar og borgarastyijaldar í landinu. Yitzhak Rabin Yasser Arafat 1.000. breiðþotan STARFSMENN Boeing-verksmiðjanna í Bandaríkjunum luku við 1.000. breiðþotuna, Jumbo 747, á föstudag og var þeim áfanga fagnað með viðeigandi hætti. Við fyrstu þotuna var lokið fyrir 25 árum og farþegafjöldinn síðan svarar til fjórðungs mannkyns, eða 1,4 milljarða manna. Fyrirtækið er nú með samninga um smíði 177 þotna en það svarar til fjögurra eða fímm ára vinnu. Þing breska alþýðusambandsins í Brighton í síðustu viku Umbótatíllögur Smiths fá aukinn byr í Brighton. Reuter. EFTIR margra mánaða harðar deilur virðist sem John Smith, leið- toga Verkamannaflokksins í Bretlandi, sé að takast að fá leiðtoga stéttarfélaganna til að fallast á skipulagsbreytingar sem draga úr beinum völdum þeirra í flokknum. Ötti við ofurvald stéttarfélaganna er talinn hafa verið ein helsta orsök þess að Verkamannaflokknum hefur mistekist í síðustu kosningum að fá aukið fylgi hjá miðstéttar- fólki. Samkvæmt gildandi reglum hafa verkalýðsfélögin 40% atkvæða á samkundum sem ákveða val fram- bjóðenda flokksins til þings og greiða þau atkvæði sín sem ein heild. Smith vill að framvegis hafí hver fulltrúi eitt atkvæði; félagar í stéttarfélögum yrðu því að ganga í flokkinn sjálfir en ekki nægði að vera í stéttarfélagi til að geta haft áhrif á valið. Eftir sem áður hefðu stéttarfélögin 30% vægi við val á flokksleiðtoga og 70% fulltrúa á landsfundum yrðu úr þeirra röðum. Fjallað verður um skipulagsbreyt- ingarnar á landsfundi Verkamanna- flokksins síðar í mánuðinum. Hreyfingin hyllt Þing alþýðusambands Bretlands (TUC) var haldið í Brighton í síð- ustu viku og flutti þá Smith ræðu þar sem hann hyllti ákaft verkalýðs- hreyfinguna. Hann lét hjá líða að fjalla um breytingatillögur sínar í ræðunni. Stjórnmálaskýrendur sögðu að enginn leiðtogi flokksins hefði undanfarin 20 ár verið jafn blíðmáll í garð hreyfingarinnar og framlag Smiths bar árangur. „Ég ætla að mæla með því við framkvæmdastjórnina að við styðj- um umbótatillögur Smiths," sagði Garfield Davies, framkvæmdastjóri sambands afgreiðslufólks í verslun- um en félagar þess eru um 340.000. John Edmonds, framkvæmdastjóri sambands starfsmanna í verksmiðj- um og einn helsti gagnrýnandi til- lagna Smiths, sagði að sér hefði seglin John Smith létt mjög og hann væri afar ánægð- ur með ræðu flokksleiðtogans. Smith tjáði fréttamönnum eftir ræðu sína að hann myndi sem fyrr beijast af hörku fyrir umbótunum. Fijáls ferða sinna þrátt fyrir dráp á eiginmanni Tekið tillit til aðstæðna Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, DÖNSK kona hefur verið dæmd sek fyrir að hafa drepið mann sinn. Hins vegar er hún ekki dæmd til refsingar, heldur látin laus, þar sem tekið var tillit til skýringar verjanda konunnar, að maðurinn hefði hótað að drepa fimmtán ára dóttur hjón- anna. í desember síðastliðinn stakk konan, sem er 38 ára, mann sinn til bana í íbúð þeirra hjóna, þar sem hann svaf. Konan hafði áður sagt manninum að hún vildi skilja við hann og hann hafði þá hótað að drepa fimmtán ára dóttur hjón- anna. I réttinum viðurkenndi kon- an drápið, en sagðist ekki hafa séð aðra leið til að veija dótturina. Veijandi konunnar vísaði til grein- ar í refsilögum um að hægt sé að sýkna sakborning ef verknaðurinn er framinn undir sérstökum kring- umstæðum. Dómurinn er því á engan hátt fordæmi, heldur er fréttaritara Morgunblaðsins. vísað til sérstakra aðstæðna. Sagan sem konan sagði í réttin- um hafði mikil áhrif á viðstadda, en þar lýsti hún hvernig maðurinn hefur misþyrmt henni í fimmtán ára hjónabandi þeirra. Oþekktur forsetafram- bjóðandi í Þýskalandi Dresden. Reuter. STEFFEN Heitmann, dómsmálaráðherra Saxlands í Þýskalandi, sagðist á miðvikudag vera reiðubúinn að gefa kost á sér í embætti Þýskalandsforseta ef Helmut Kohl kanslari styngi upp á honum. Heitmann var á sínum tíma lög- maður mótmælendakirkjunnar í Austur-Þýskalandi og höfðu fæstir Þjóðverjar heyrt á hann minnst fyrr en nafn 'hans kom upp í tengslum við forsetaembættið. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun vill einungis 1% Þjóðveija að hann verði forseti en aftur á móti 51% að Hans Dietrich Genscher, fyrrum utanríkisráðherra, hreppi hnossið. ’Í’alið er að Heitmann sé sá sem Kohl vilji helst sjá í embættinu er Richard von Weizsácker lætur af embætti á næsta ári. Kohl er sagður vilja að fyrrum Austur-Þjóðveiji taki við embætti forseta og hafi sjónir hans beinst að Heitmann er honum tókst ekki að finna neinn stjórnmálamann, sem ekki hafði haft of mikil tengsl við kommúnistastjómina gömlu. I 1 » i i i i I I i * I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.