Morgunblaðið - 12.09.1993, Page 16

Morgunblaðið - 12.09.1993, Page 16
16 Sir Bernard Ingham rifjar upp árin með Margaret Thatcher og ræðir ástand og horfur í breskum stjórnmálum VíðtaLSteingrímur Sigurgeirsson og Ásgeir Sverrisson í tæp 12 4r var hann í breskum stjórnmálafréttum jafnan nefndur „heimildarmaður sem stendur nærri forsætisráðherra." Menn hikuðu hins vegar ekki við að nefna hann á nafn þegar þeir gagnrýndu hann og það var oft. Bernard Ingham var fjölmiðlafull- trúi og talsmaður Margaret Thatc- her, forsætisráðherra Bretlands, á löngum og glæsilegum stjórn- málaferli hennar og var hann jafn- an talinn nánasti samstarfsmaður hennar. Hann var umdeildur enda verður það seint sagt að logn- molla einkenni þennan orðheppna og ákveðna mann. Nú hefur Sir Bernard Ingham, sem var blaða- maður áður en hann gerðist starfsmaður hins opinbera, tekið upp þráðinn á ný. Hann skrifar í viku hverri dálk í dagblaðið The Daily Express og í fyrra komu út endurminningar hans er nefnast „Kill the Messenger" (Drepum sendiboðann). Sir Bernard, sem á sæti í stjórn McDonald’s-fyrirtæk- isins í Bretlandi, var staddur hér á landi í síðustu viku í vegna opn- unar skyndibitastaðarins nýja og féllst á að eiga samtal við Morgun- blaðið um ástand og horfur í breskum sljórnmálum auk þess sem hann rifjaði upp árin ógleym- anlegu með Margaret Thatcher. Eftir að íhaldsmenn unnu í fyrra fjórða kosningasigur sinn í röð virðist ekkert ganga þeim í hag. Hver er skýring- in á þessu að yðar rnati? Hefur flokknum hnignað, er uppgjöfin að verða allsráðandi? „Það er mjög auðvelt að útskýra hvers vegna hlutirnir fóru úrskeiðis þó að játa verði að hugsanlega hafi einhver hnignun átt sér stað. Þar að auki er kannski of snemmt að spá um framtíðina, þar sem stjórn- in hefur samkvæmt okkar kosn- ingakerfi íjögur ár til viðbótar til að sanna sig. En hvað var það sem gerðist? John Major á að mati mínu enga sök á þeirri efnahagskreppu sem hófst undir lok valdatímabils Margaret Thatcher og var ein ástæða þess að hún fór frá völdum. Sá sem á sökina á kreppunni er Nigel Lawson, fyrrum ijármálaráð- herra, sem í hreinskilni sagt stund- aði tilraunastarfsemi í efnahags- stjórnuninni án þess að segja frú Thatcher frá því. Við þetta bættist svo alþjóðlegur efnahagssamdrátt- ur og ofan á allt saman ákvað Helmut Kohl kanslari að sameina Þýskaland með því að velja harð- virkustu en jafnframt dýrustu leið- ina. Við vorum negldir niður innan ERM [Gengissamstarfs Evrópu] sem leiddi til vaxtahækkanna og enn meiri vandræða. Það á því ekki að koma á óvart að ríkisstjórnin hafi átt við svo mikla erfiðleika að etja og ég hef einnig skilning á því af hveiju John Major hefur tekið þá stefnu að vilja vera í „hjarta Evrópu". Ein helsta ástæða þess að frú T. varð undir innan flokksins var sú að menn töldu hana hafa of neikvæða af- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1993 HVENÆR HEFUR ÞAKKLÆTI EINKENNTPÓUTÍK? Slr Bernard Ingham, fyrrum blaöafullfrúi Margaret Thatcher. Morgunblaðið/Sverrir stöðu gagnvart Evrópu. Ég starfaði líka náið með Major þrjú síðustu ár Thatcher-stjómarinnar og veit af eigin reynslu að verðbólga er eitur í beinum hans. Hann sá þama tækifæri til að komast inn í „hjarta Evrópu“, láta fólk sjá að hann væri í „hjarta Evrópu“ og ráða niðurlög- um verðbólgunnar með aðildinni að ERM. Það fór hins vegar því miður á annan veg af mjög einfaldri ástæðu: Þjóðveijar héldu uppi mun hærri vöxtum en aðrir réðu við. Allt þetta hrundi fyrir nánast ná- kvæmlega ári og Major glataði því jafn efnahags- sem utanríkismála- stefnu sinni á einu síðdegi! Þar að auki held ég að það sama hafi gerst og mér fannst gerast eftir kosningasigrana 1983 og 1987 nefnilega að menn gerðust of sigur- vissir og sofnuðu á verðinum. Major átti í vandræðum með ráðherrann David Mellor, með Lamont fjár- málaráðherra og svo kom kola- námudeilan upp þar sem Michael Heseltine gerði endanlega út um feril sinn. í ofanálag þurfti John Major svo að glíma við Maastricht-umræðuna. Nú hefur honum tekist að koma þessu samkomulagi frá en það hef- ur klofið flokkinn og allir vissu að það myndi kljúfa flokkinn. Evrópa mun kljúfa flokkinn. Verkamanna- flokkurinn er jafn klofinn í Evrópu- málunum þó að hann hafi ekkert verið að flagga því. Ég held að af framansögðu sé ljóst að Major hef- ur ekki átt náðuga daga. Hann er hins vegar eðlilegur og mjög við- kunnarlegur maður sem ég tel jafn- vel stundum að sé of góður í sér. Hann tuddar ekki nógu mikið á samstarfsmönnum sínum. Það er sem sagt Ijóst að stjómin er í upplausn og því er eðlilegt að spyija næst hvort hún geti unnið sig út úr þessum vanda. Ég held að hún geti það af eftirtöldum ástæðum: Efnahagslífið er hægt og sígandi að taka við sér á ný. Verð- bólgan er minni en hún hefur verið áratugum saman. Maastricht-málið hefur verið leyst þó að Evrópuvand- inn sé enn til staðar. Ef Major sýndi sömu ákveðni þegar kemur að inn- anlandsvandanum og hann gerði í Maastricht-umræðuni held ég að stjórnin geti náð sér á strik. Stjórn- arandstaðan er líka einstaklega slöpp. Verkamannaflokkurinn á í gífurlegum vandræðum og John Smith hinum nýja formanni hefur ekki tekist að sanna sig. Hvað gerði hann til dæmis á fundi hjá breska alþýðusambandinu nú á dögunum? Hann lýsti því yfir að allt væri í besta lagi. Hann sagðist styðja þá, þar sem hann þorði ekki að styggja drauginn! Annar óvissuþáttur eru svo Fijálslyndu demókratarnir und- ir stjórn Paddy Ashdown. Þeir virð- ast vera að auka fylgi sitt i vestur- hluta landsins. Það á þó enn eftir að koma í ljós hvort að þeir séu í raun að styrkjast eða hvort að þeir haldi áfram að vera flokkur sem vinnur auðvelda sigi’a í aukakosn- ingum en tekst aldrei upp þegar á reynir. Mitt mat er að það fyrra verði upp á teningnum. í stuttu máli tel ég því að íhaldsmenn geti aftur náð sér á strik.“ En getur verið, burtséð frá hinum efnahagslega og pólitíska vanda, að íhaldsmenn séu hreinlega að verða uppiskroppa með nýjar hug- myndir eftir að hafa setið í ríkis- stjórn í fjórtán ár? „Það getur verið eitthvað til í því. Mér sýnist á mörgum ráðherr- um að þeir séu orðnir svo lítið þreyttir. Það er líka mjög erilsamt verkefni að stjórna landi á borð við Bretland, sem er mjög fjölmennt, iðnvætt ríki er á við ýmis vandamál að stríða. Bretar hafa líka gegnt alþjóðlegu hlutverki langt umfram það sem hinn efnahagslegi styrkur þeirra ætti að gefa til kynna og það hefur virkilega tekið á. Það má því færa rök fyrir því að éftir fjórtán ár hafi menn hreinlega fengið nóg. Þegar öllu er á botninn hvolft hafa menn hins vegar ekki fengið nóg þegar spurt er: Nú þið viljið þá að Verkamannaflokkurinn taki við völdum? Það fær þá til að einbeita sér og adrenalínið að streyma um æðarnar þannig að dregur úr þreyt- unni. Stóra spurningin er aftur á móti hvort að þeim takist að höfða til kjósenda á ný eftir að frú Thatch- er nýtur ekki lengur við. Það er mun flóknari spuming. En hvers konar valkostur er svo stjórnarand- staðan? Þeir hafa engar nýjar hug- myndir. Það eru sumir þeirrar skoð- unar að eini munurinn á flokkunum tveimur sé að íhaldsflokkurinn hækki skatta en Verkamannaflokk- urinn leggi það aðeins til! Þegar upp er staðið gætu kosningaúrslit ráðist af því máli og ég held að íhaldsmenn muni, þrátt fyrir öll mistök sín, ganga með sigur af hólmi í þeirri rimmu.“ En hvort teljið þér að vanda íhaldsflokksins megi rekja til stefnu hans eða framsetningu hennar? „Ég vil ekki vera að setja mig á. of háan hest en óneitanlega hefur SJÁSÍÐU18

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.